laugardagur, júní 28, 2003

eftir langa yfirvofandi ógnun kom að því. við lögðum til atlögu. með skóflur og krumlur að vopni létum við þá finna fyrir því. þrátt fyrir að þeir risu hátt yfir höfðum okkar og enn ungir í anda, þá áttum við í engum erfiðleikum með að ná yfirhöndinni. hins vegar var marta á öðru máli. hún var nú ekki alveg sátt við þessa meðferð á grey njóladrengjunum, eins stæltir og þeir voru. en njólar eru njólar og þá skal fjarlægja. marta lumaði reyndar á ágætis hugmynd. hún stakk upp á því að við bara fengjum þeim nýtt hlutverk. að með þeim myndum við barasta manna heimilið mitt sem hefur verið ansi tómlegt undanfarna daga. þannig myndu þeir veita mér félagsskap og gætu til við húsverkin. og svo þegar foreldrar mínir kæmu heim þá væru þeir búnir að vaska upp, þrífa klósettin og kannski barasta mála þakið. og svo til að mamma og pápi héldu ekki að ég færi illa með nýju fjölskyldumeðlimina þá væri kannski einn í heitu baði og annar í bólinu þegar þau kæmu heim. en ni ekkert varð úr því.
ég veit ekki hvort það sé sniðugt að leyfa ímyndunaraflinu að hleypa með sig í gönur í vinnunni, en eitt er víst að tíminn flýgur og vinnan verður mun bærilegegri og hreint ekki svo óbærileg. ein hélt ég svo heim á leið, án njóla. ég veit ekki hvað er með mig að beila á soddan stæltum kauðum, en það gerði ég nú samt. heima tók ég mér svo þennan dýrindis fegurðarblund sem varð mér til mikillar undrunar heilir þrír klukkutímar eða þar til sigga hringdi. því reif ég mig á fætur, stakk blundinum undir stól og hélt í strætó, hress í bragði og mun fegurri. strætóferðin breyttist reyndar í bíltúr með sigrúnu, mörtu og siggu vítt og breytt um borgina og meira að segja í nálægðar sveitir til að dreifa blessaða beneventum blaðinu. ýmist við fögnuð eða pirring. já alveg rétt, beneventum er komið úr prentun og puðri. eftir ras og þjas í marga daga og vikur. en það er ritsmiðjan sem er djöfullinn, það er henni sem þið megið að bölva. en hinsvegar vorum við ekki í bölvunar stuði í gær, heldur vorum hressar í bragði á ferð um bæinn endilangan og enduðum þar sem annar endinn er, það er að segja heima hjá mér. þar bjuggum við til eftirrétt fyrir komandi dag og fórum svo í koddaslag með fiðurkoddum á háaloftinu alveg eftir uppskriftinni góðu og sofnuðum svo í­ fiðrinu allar svo innilega hamingjusamar!

Engin ummæli: