sunnudagur, desember 24, 2006

það er notarlegt að koma heim

gleðileg jól, feliz navidad, joyeux noel, marry christmas, god jul.....

þriðjudagur, desember 12, 2006

á seinustu viku hef ég séð um 30 stuttmyndir. misáhugaverðar. sumar hefðu betur átt heima ofaní skúffu og ég myndi meta betur 5 mínútna skýjaáhorf. en í heildina stórskemmtilegt.

fimmtudagur, desember 07, 2006


fór í fjallgöngu um daginn og tók mynd af þessum gæja!
ég á vinkonu hérna sem kemur úr öðrum heimi en ég. hún á heima í herragarði í danmörku og búr hérna í dyngju og hefur allt til alls. foreldrar hennar eiga hús við frönsku riveríuna og þau koma hingað öðru hverju. þau buðu okkur út eitt kvöldið og þá áttum við í samræðum um ferðalög. ég nefndi það þegar ég hefði ekki fengið töskuna mína um daginn. þá fékk ég að heyra 3 "sambærilegar sögur"
- þegar þau fóru til afríku í veiðitúr og töskurnar komu ekki með flugfélaginu svo að einkaflugvélin sem ætlaði svo að koma og ná í þau þurfti að bíða og svo að fara að sækja töskurnar síðar og fara með þær inní frumskóginn.
- þegar mamman hafði verið e-h óhress með að fara í veiðitúr og allar hinar konurnar væru svo mjóar og ættu svo mikið af fínum fötum. svo þau fóru að versla í danmörku og keyptu ný föt fyrir hvern dag veiðitúrsins. en nei taskan kom ekki. og ekki fyrr en daginn eftir svo að hún þurfti að fara í gallabuxum í kvöldmatinn.
- þegar hann fór í veiðitúr til botsvana og riffillinn hans kom ekki svo að hann varð að skjóta fílinn með annari byssu!
þetta er e-h tungumál sem ég skil ekki og eiginlega kæri mig ekki um að skilja. ég varð að passa mig að eyðileggja ekki þessa fallegu kvölstund með ólgunni sem iðaði í maganum á mér. og varð að passa að verða ekki ókurteis eða hreyta e-h. sem ég gerði ekki. en ég er eiginlega með samviskubit yfir ennþá þar sem það er allt of mikið af fólki í heiminum sem lifir svona og finnst það mjög eðlilegt. sem er samt svo óeðlilegt.

föstudagur, desember 01, 2006

nú er allt á uppleið. lyklar fundnir. búin að gera við hjólið mitt. keypti mér nýja húfu og mér gekk vel í munnlegu prófi.

ætli það sé ekki flest á uppleið nema franskan þar sem ég eyði allt of miklum tíma í að tala sænsku.

ég skil ekki hvernig ég fer að því en ég á mjög auðvelt með það að detta inní sænskan félagsskap. ætli regína hafi ekki haft nokkuð til síns máls þegar hún lagði leið sína uppí mh til að skrifa "sænska stelpa" í skaramúss hjá mér.

mánudagur, nóvember 27, 2006

védís virðist hafa smitað mig af óheppni. fékk ekki ferðatösku, varð veik, týndi húslyklum, sprakk á hjólinu mínu, missti röddina þegar ég átti að fara í framburðarpróf.... og ég vona að þessi listi verði ekki lengri...



annars þá skrapp ég uppí alpana á laugardaginn.... það var stuð...

föstudagur, nóvember 24, 2006

sól sól skín á mig. í gær sátum við útá torgi á stuttermabolum og supum á kaffi. og mánuður til jóla. gleðitíðindi... eða kannski akkurat hitt... umhugsunarefni... gróðurhúsaáhrif og hækkandi hitastig...
á blogginu hennar veru er að finna ferðasöguna til feneyja....
http://veraknuts.blogspot.com/

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

ég átti alveg eftir að blogga um hina frábæru vettvangsferðinni sem við vera fórum í með jarðfræðideild feneyjaháskóla. við urðum margs vísari og ég læt nokkrar myndir fylgja með ferðasögunni.

byrjuðum á því að halda á nokkuð fagurt svæði sem er nokkuð nálægt jökli. mjög fallegt og vera mjög fljótt kominn í jarðfræðigírinn. vera vildi alltaf leggja e-h til málana, enda var hún dyggur nemandi í jarðfræði 103 í mh og með þetta allt á hreinu.





en við látum myndirnar bara tala sínu máli.

heitu laugarnar voru vel metinn áfangastaður.....
þótt það væri gaman .....



þá var 2 sinnum mjög hætt við því að ég yrði mér að voða.. en það fór betur en á horfðist...





en vera kom til bjargar... enda var hún mun yfirvegaðri yfir hættunum og passaði sannarlega uppá fólkið þegar elgosið var nálægt....




en í heildina sannarlega frábær ferð og mikill lærdómur dreginn af...

mánudagur, nóvember 20, 2006

“beilað á brussel!!”


belgía bættist í landasafnið mitt. formlega. eftir “ræddum reglum” þá telst land ekki með nema að maður fari út fyrir flugvöllinn. því ákvað ég að nota tímann og skella mér í bæinn brussel. var búin að spyrjast fyrir hjá innfæddum en lítill varð árangur þeirrar upplýsingaöflunar.

eftir að hafa ekki áttað mig á staðháttum strax á lestarstöðinni er ekki nema von að andrúmsloftið yrði undarlegt. ég gekk beint útí stórt nýbúahverfi þar sem lítil rauðhærð stelpa með stóra skólatösku og hvíta prjónaða húfu með blómi vekur jafn mikla athygli og í fjarlægri heimsálfu. ég vissi nokkurn vegin í hvaða átt ég ætti að fara og ætlaði nú bara að labba. en eftir að hafa verið elt af nokkrum misáhugaverðum mönnum, áreytt pínu og upplifað suður ameríska stílinn. þá ákvað ég að stytta mér leið til baka (þrátt fyrir að hafa mjög oft skotið mig í fótinn við það atferli) og finna betri leið. en það leiddi mig í hverfi þar sem ég sá lítið af kvenfólki, eða þangað til að ég fattaði að gínurnar í gluggum “nærfataverslananna” væru jafn lifandi og ég. reyndar án hvítrar prjónaðrar húfu með blómi. og víst án ýmissa annarra flíka líka. svo ég fór og fann kort. sem leiddi mig uppá fallega hæð. og þar var falleg kirkja. en eftir að hafa ekki áttað mig á frekari staðháttum þá ákvað ég að gefast upp og halda á vit ævintýra geimstöðvar brussel áður en myrkrið myndi grípa mig og kannski líka eeinhverjir fleiri.

En ef ég bý til skáldsögu um þennan dag þá mun hún heita eftir færslunni og hljóta bókarkápu færslumyndar.

*svo hlaut að koma að því að ég lennti í því að fá ekki töskuna mína... já það gerðist líka í gær og við vonum að hún komi á næstunni

föstudagur, nóvember 17, 2006


feneyjar eru stærsta völundarhús sem ég hef komið í.


ég þykist vera með góða rýmisgreind (samkvæmt sjálfsprófi í lifandi vísindum). sem þýðir að ég á auðvelt með að rata, góð í skák og góð í að vita hvað er hinum megin á teningnum.

en núna í haust hef ég fengið það í hausinn að ofmeta hæfileika minn til að rata. fyrst þegar ég labbaði í 1 og hálfa klukkustund um nótt í parís og hafði ekki hugmynd um hvar ég lennt. enda gerir metro kerfið mann mjög áttavilltan. hin skiptin voru svo hérna í feneyjum. sem eru eins og völundarhús. önnur hver gata er t-gata og endar í kanal, vegg eða lokuðu hliði. svo ég hef eytt hræðilega miklum tíma af minni dýrmætu viku í að reyna að leysa mig út úr völundarhúsinu.

en... feneyjar eru frábærar og við vera erum að njóta þeirra til hins ýtrasta. litlu útidúrar mínar hafa leitt til skemmtilegra samskipta við infædda.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

feneyjar eru frábær staður. hingað til hef ég miskilið staðinn. en endurnýjun upplýsinga er í mikilli vinnslu.
verona er frábær borg. ég á mikið eftir.....

sunnudagur, nóvember 12, 2006

held eg geti ekki bloggad neitt af viti a einni minutu sem eg a eftir af timanum minum. mer finnst bara mjog gaman ad koma med faerslu ur thessari geimstod sem flugvollurinn i brussel er.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

ég fann tvö íslensk ungmenni hérna í aix. annað þeirra heitir auður og hún skrapp með mér til marseille í gær.


ég virðist ætla að taka upp þá tækni að búa ein með mæðrum þetta árið. núna bý ég ein með mömmu vinkonu minnar þar sem hún ákvað að flytja til pabba síns og þegar ég kem heim þá flytur pabbi til danmerkur og ég verð ein með mömmu minni. hingað til hefur það gengið vel og ég vona að það haldi áfram á þeirri braut.

mánudagur, nóvember 06, 2006

er komin aftur "heim" til aix eftir notarlega viku í parís.


bestu stundirnar án efa frábær systradagur sem poppaði upp, exótísk máltíð að hætti siggu og höllu, hildarkúr eftir 2 klst næturgöngu, og góðir bitar af góðum vinum og fjölskyldum þeirra.











set inn smá myndasjó af skemmtilegumáltíðinni sem við sigga elduðum úr ávöxtum og grænmeti sem við höfðum ekki séð áður og keyptum á kínverskum súpermarkaði.

það eina sem reyndist ekki gott var agar agar og kannski afleiðingar gula grænmetisins sem litaði alla fingur mína gula í fleiri daga og sömuleiðis tannbursta og uppþvottabursta.

þriðjudagur, október 31, 2006

samneyti mitt við lestarmiða er að taka á sig furðurlega þróun. síðast þegar ég tók lest ferðaðist ég með snarógildan lestarmiða frá berlín til kaupmannahafnar og lék dramatískan leikþátt til að losna við 40 evru sekt og kaupa 110 evra nýjan miða.
í þetta skiptið tókst mér að gleyma lestarmiðanum fyrir heimferðinni heima hjá mér í aix-en-provence. var hótað af sölumönnum lestarmiðanna að ég þyrfti að kaupa nýjan miða sem kostaði 100 evrur eða meira vegna stutts fyrirvara. ekkert "prenta út aftur".
en fyrir frábæra heppni í óheppninni vissi ég að 2 íslenskar stelpur væru á leiðinni til amsterdam frá aix í gegnum parís og þær komu með miðann minn í dag. hjúkket.

sunnudagur, október 29, 2006

ég stakk af úr 30 stiga hitanum og sólarböðum á ljúfum torgum til parísar. þar sem ég hitti kunnugleg andlit og hef það gott á ljúfan hátt í góðra vina hópi. hér er ég í náttfötunum eins lengi og ég vil.

mánudagur, október 23, 2006



védís er búin að vera hjá mér í 5 daga. langþráð hvíld eftir óhappatíma hennar í danmörku. við sluppum samt við óheppnina hérna í provence héraði. sluppum lifandi frá ógurlegum flækjum hraðbrauta og gífurlegs hraða og dónalegra handahreyfinga óþolinmóðra ökumanna. enda ekki í þægindahring íslenskrar stelpu að verða að keyra á 110 km hraða. eftir að hafa gert tilraun til að ganga á fjall, verið elltar af ógeðsmanni í marseille, brunað eftir hraðbrautum í hinar fallegu víkur suður frakklands, sleikt sólina og borðað góðan mat. hélt védís á vit ævintýranna í london og ég hélt áfram að stauta mig framúr í frönskunni.

miðvikudagur, október 11, 2006

jæja. nú er lífið að taka á sig e-h konar mynstur. stundataflan komin og ég farin að sprella í leikfimi og leiklist.

góður vettvangur til að kynnast frökkum og ég vona að þau þori að tala við mig um leið og ég hætti að leika brjálaðan, mállausan útlending í öllum spununum mínum.

gat í fyrsta skiptið í gær í 5 ár sett hausinn á hnén á mér.

fór í alþjóðlegan kvöldverð í gær þar sem ég lofaði að biðja fyrir matnum í míkrafón á íslensku. obbosí.

fór til marseille um helgina. það er eins og að koma til annars lands. stíga út úr rútu 20 mín. í burtu.

föstudagur, október 06, 2006

thad ma endilega setja mig a skypid ykkar

skype - nafnid mitt er halla.mia

fimmtudagur, október 05, 2006

i gær var fyrsti kaldi dagurinn. thað var svo skrítið hvernig kuldinn kom bara allt í einu. svona var þetta líka í perú. eina nóttina hætti ég að sofa á stuttbuxum ofan á sænginni minni og skreið undir tvöfalda sæng í náttfötum. furðulegt þetta veður.

þriðjudagur, október 03, 2006

er komin med franskt numer sem er:

00 33 673453128

for i fyrsta skiptid i skolann i gaer og lyst agatlega a. betur en fyrst. en svo byrja eg i timum a eftir. sjaum til hvernig hljodid i mer verdur tha.

eg hugsa ad japanir seu um helmingur nemanda i skolanum.

eg hins vegar var ekki lengi ad finna mer mexikoska vini. thott thad vaeri kannski radlegra ad finna mer fronskumaelandi ef eg aetla ad laera e-h.

* hef sidan komist ad thvi ad annar mexikananna a afabrodir sem var forseti mexiko

sunnudagur, október 01, 2006

smá fréttir.

ég er ekki einu sinni búin að vera hérna í 2 vikur og mér finnst svo langt síðan að ég var heima hjá mér. kannski vegna þess að mánuðinn þar á undan var ég mestmegnis inná ríkisstofnun, á dýrum veitingastað eða sofandi heima hjá mér. og já vegna þess að mánuðinn þar á undan var ég í þýskalandi. thar liggur kannski lausnin.

skólinn byrjar loksins á morgun. hingað til hef ég bara sofið mjög mikið, skráð mig í skólann, farið í stöðupróf og lítið annað. reynt að vera dugleg á heimilinu sem ég ruddist inná.

núna bý ég heima hjá vinkonu minni onuelle sem ég kynntist í perú og mömmu hennar. thær lifa miklu annríki og því sé ég þær lítið. mamman er samt algjör snillingur svo mér finnst mjög gaman að kynnast henni. hún er rúmlega fertug og algjör listaspíra. ég er strax búin að mæta með henni á kóræfingu, horfa á danshópinn hennar koma fram og fara á dansæfingu. reyndar hjá sama kennara en ekki sama hóp. ég veit ekki alveg hvort sjálfstraustið mitt hérna sé smollið í “tjáningardansinn” sem hún æfir. mamma hennar onuelle og anaëlle eru ofboðslega ólíkar og ég skylda það ekki fyrr en ég hitti pabba hennar.

pabbi hennar onuelle býr í þorpi ekki svo langt frá og er bara their eiginleika onuelle sem eg sa ekki a nokkurn hatt samaiginlegt med moudrinni. hann byr með ketti og drasli. hann býr í stóru húsi sem er svo yfirfullt af drasli ásamt 3 bílskúrum og geymslu. èg á erfitt með að hemja mig yfir ruslahaugnum en er fegin að mamma eða fleiri aðilar sem ég þekki á íslandi eru ekki með mér. svo eyðir hann deginum í að grúska.

allavega. ég veit ekki hversu lengi ég verð á þessu heimili en eins og er, er það fínt. móðirin talar bara við mig frönsku svo ég verð að læra svolítið. en svo verður þetta bara að ráðast af skólanum. að hann haldi mér við efnið svo ég fari ekki bara á e-h flakk eins og mér þætti nú ekkert leiðinlegt.

og nu var litill broddgoltur ad banka a gluggann minn.

fimmtudagur, september 28, 2006

thar sem eg hef engar krassandi sogur af frakklandi.... enntha, aetla ég ad setja inn grein sem ég skrifadi einn godvidrisdag herna i la france.....

hvað er þetta strætó”?

strætó hefur verið mitt annað heimili allt frá því að ég reyndi að setjast á “bungurnar” til að ná niður. ut um glugga strætó kynntist ég mannlífi reykjavíkurborgar allt frá ystu jöðrum í àrbæ niður í miðbæ, þar sem leið lá í tónskólann. ferðum fjölgaði með aldrinum og við bættust ferðir í skólann. fyrst innan hverfis og svo í mh, þúsundir ferða. reynslan af strætó gat verið skrautleg. en ég væri, í orðsins fyllstu merkingu, á öðrum stað í lífinu ef ekki væri fyrir strætó. thað sem veldur því að ég tek mér nú penna í hönd er neikvæð umræða og viðhorf til strætó. efnishyggja okkar og kröfur um þægindi hafa farið með okkur sem aftur hefur víðtækar afleiðingar. strætó er ekki lengur þáttur í uppeldi eða hluti af okkar daglega lífi. “góðærið” hefur það í för með sér að á landinu eru fleiri bílar en íbúar með bílpróf og mörgu hefur verið stungið undir stól sem varðar það sem er í raun gott fyrir samfélag í heild og umhverfi.

tilraunir til bætts strætókerfis
síðastliðinn vetur voru gerðar breytingar á skipulagi strætókerfisins. stofnleiðir voru settar á með mikilli tíðni ferða. oánægja heyrðist í kjölfarið. Í àrbæ með að leið 10 hefði verið tekin út og langt væri að ganga á stoppistöðvar. oánægjuraddir eru hærri en þær jákvæðu. breytingarnar voru til batnaðar fyrir fjölskyldu mína. ferðatími í skóla styttist. langir skóladagar urðu léttari þegar hægt var að komast heim í eyðum í stundatöflu, hvíla sig, fá sér að borða, fara í sturtu eða læra.
erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og líka fólki að meta þessar breytingarnar. fólki sem hafði lifað við hitt strætókerfið í mörg ár. hvað þá fólki sem hafði aldrei gefið strætó tækifæri. e.t.v. vegna þess sem betur hafði mátt fara en var nú búið að laga. eftir að leið 19 fyllti í gatið sem myndast hafði eftir brotthvarf leiðar 10 voru íbúar àrbæjar komnir á gott ról. en ekki lengi. stofnleið 5 var lögð niður og klippt á aðaltengiæð àrbæinga við sjö stóra skóla og marga stóra vinnustaði borgarinnar. “vegna slæms reynslutímabils.” thað reynslutímabil var sumarleyfistíminn. i vor voru 9 strætóferðir á hverri klukkustund á annatíma úr àrbæjarhverfi en í haust voru þær 3. à morgnana halda allir sem leið eiga í háskólana þrjá hi, hr og khi og í framhaldsskólana mr, mh, versló og kvennó saman í strætó. allir þessir skólar byrja uppúr kl. átta. Í àrtúni hitta allir àrbæingarnir alla grafavogsbúa á sömu leið. thá troða allir úr àrbæ sér inn í tvo fulla strætisvagna á leið úr grafarvogi. ef þeir fyllast svo mikið að ekki er hægt að loka hurðunum verða þeir sem ekki komast með eftir og bíða í 20 mínútur. thar fóru þægindin svo ekki sé talað um öryggið.

hvað, ef ekki strætó?
eftir 13 ár í strætókerfinu gafst ég upp. eftir að leið 5 var lögð niður hefur hjólið skilað mér betur og fyrr heim en strætó. en ég er heppin að vera ennþá ung stelpa og sé mér það fært. síðan þá hef ég hjólað milli vinnustaða og heimilis. að keyra í íslenskri umferð er ekkert grín, en að hjóla er enn verra. ekki er gert ráð fyrir hjólreiðamönnum í umferðinni. hvorki af öðrum vegfarendum né veðrum eða vindum. thá virðist besta lausnin að vera í bíl með miðstöðina á fullu. en er það lausn? er lausn að bæta í bílaflauminn sem situr fastur á hverjum morgni? er það breyting til batnaðar í lífi einstaklingsins? að sitja fastur í umferðarteppu á leið í vinnu/skóla og úr vinnu/skóla? er það leiðin til að byrja daginn og enda? og láta mengunina eftir sig liggja. er maður þá ekki betur settur í strætó? geta horft á hringiðuna og vita að maður er að hlífa umhverfinu og um leid sjàlfum sér frà hægfara umferðateppu?

thar sem lausnin liggur
lausnin er einföld en það er erfitt að fá fólk til að meðtaka hana. hún felst í breyttu viðhorfi. vandamálið er fordómar sem aftur stafa af þekkingarleysi. kostir góðs almenningskerfis hafa gleymst. gleymst bæði á borði borgarstjórnar og á flestum eldhúsborðum íslenskra heimila. gróðinn af strætó felst ekki í þeim 250 kr. sem hver einstaklingur setur í kassann hjá strætóbílstjóranum. gróðinn yrði eflaust meiri ef sá kassi fengi að fjúka. gróðinn af rekstri strætó liggi í því sem strætó gerir fyrir samfélagið. minni bílaeign, færri nagladekk á götunum. milljóna/milljarða króna sparnaður í vegaframkvæmdir og viðgerðir. hægt væri að nýta svæði sem fara undir bílastæði og sleppa því að búa til ný. thað gleymist að horfa á almenningssamgöngur í samhengi við samfélag. að strætó gæti verið góð leið til að fá barn til að opna augun fyrir umhverfi sínu. að strætó gæti verið skemmtileg leið til að sjá margbreytileika annarra samfélagsþegna. engum finnst skrítið að taka strætó í útlöndum. hvers vegna er þá svona skrítið að taka strætó á Íslandi? jú, því íslenska strætókerfið er ekki aðgengilegt og það fer versnandi. thví skora ég á þá sem hafa völdin að bæta strætókerfið. um leið skora ég á alla hina að hugsa sig um tvisvar áður en þeir setjast upp í bíl til að aka borgina á enda. hvað eru þægindi? meðvitund? lærdómur? fordómar? framtíðin? strætó er öllum til hagnaðar.

mánudagur, september 25, 2006

frakkland frakkland. hvad get eg sagt. goda vedrid stendur sig med eindaemum og eg hef thad mjog gott. eiginlega of gott. helsta mein mitt greinanlegt er helst svefnsyki og vonbrigdi med eigin frammistodu i fronsku. en vid skulum sja hvad setur.

miðvikudagur, september 13, 2006

í bland við það að tannburstun á gervitönnum gerist mín sérgrein eignast maður vini á virkilega misjöfnum bylgjulengdum.

þó ekki til að bursta tennur, hélt ég í heimsókn til 89 ára fámáls manns nokkurs á deildinni. hann tilkynnti mér að nún skyldi hann ekki neitt í neinu þar sem ekkert yrði úr tímanum. og enn skrítnari varð hann þegar ég sagði að nú færi að líða að kvöldmatnum. enda var klukkan ekki nema 9 að morgni á hans úri. sem var jú stopp. þetta dútl þarna inni leyddi svo til frábærra samskipta er leið á kvöldið.

hann var ekki á því að borða matinn sinn og drollaði heil ósköp þótt fólk hvetti hann og klappaði á bakið. svo þegar allir voru nánast farnir tölti ég til hanns og spurði hvað væri nú að hrjá hann.

geir: það hefur orðið einhver misskilningur
ég: nú? í hverju felst sá misskilningur
geir: sko, við eigum að vera að borða saman, you and i, eat together.
ég: náði í nestið mitt og tyllti mér hjá honum nú jæja, við getum nú bjargað því.
geir: we should go upstairs.
ég: nú? upp? það er ekkert uppi.
geir: yes, the restaurant is upstairs. we shpuld eat there.
ég: held áfram að borða
geir: svo horfir hann á mig og glottir og segir if we came together, sit together, i expect us to leave together.
ég: hló og rúllaði honum inn í stofu
geir: no, we need to go where they dance, where we can dance.

ég: kíkti svo til hans.
geir: ertu komin? komstu í flugvél?
ég: nei nei, ég koma bara á hjóli.
geir: á hjóli? það hefur verið erfitt.

kvöldið leið svo þannig að hann sagði óspart við mig "you are doing a really good job, really good" eða þangað til að allt í einu rann fyrir honum ljós, að ég svaraði á íslensku og væri þar að leiðandi íslensk.

en samt skemmtilegt, að taka þátt í ferð geirs til útlanda. ég veit ekki á hvaða hóteli hann var eða í hvaða erindagjörðum en hann var greinilega í geiragírnum.

þriðjudagur, september 12, 2006



tsotsi er obboðslega flott mynd sem mér finnst að sem flestir ættu að sjá.

við marta römbuðum á myndina á laugardaginn. mér finnst ég ekki geta sagt neitt eða skrifað sem lýsir tilfinningaflóðinu á mynd sem þessari. ekkert í manns lífi getur nálgast það að skilja það sem fram fór. en það sem er sárast er það að þetta er alls ekkert einsdæmi um ástand sem þetta. við marta upplifðum umhverfið báðar eins og við hefðum séð þetta áður, þrátt fyrir að þær reynslur hefðu verið í sitthvoru landinu. en niðurstaðan er sú að fátækrahverfi bera með sér sama svip hvar sem er í heiminum. þar sem fólk notast við hvers kyns drasl og brak til að koma skjóli yfir höfuðið, þar sem lífið missir verðgildi og allt er viðgengið til að lifa af.

það er ekki oft sem ég verð jafn obboðslega dramatísk og háfleig eins og eftir þessa mynd. staðráðin í að gera það sem í mínu valdi stendur til að bjarga heiminum ;)

föstudagur, september 08, 2006

hulda eðalsamstarfkona, magni og popp eru skothelt þríeyki.

miðvikudagur, september 06, 2006

næturævintýrin halda áfram á hrafnistu í bland við skemmtilegar uppákomur um helgar í tóni við papaböll með pabba einum. vinkonuhópurinn hefur að mestu tvístrast, ýmist í heim lögfræði, læknisfræði, snæfellsnesinga, dana eða frakka. en heimur hrafnistunótta hefur uppá ýmilsegt að bjóða í bland við humarhússdaga. allavega í bili þar sem tíminn líður óðfluga og senn mun flogið til frakklands.

föstudagur, ágúst 25, 2006

til að gera langa sögu stutta þá missti ég af lestinni í berlín og þar sem miðinn minn var sértstakur afsláttarmiði gilti hann bara einu sinni og ég hefði þurft að kaupa nýjan miða. svo ég hafði það bara gott einn dag í viðbót í berlín og lét svo eins og mjög heimsk, mállaus stelpa sem var nógu sannfærandi til að blekkja tvo lestarverði. í staðinn fyrir að borga 40 evrur í sekt og vera hennt út komst ég til kaupmannahafnar með sekt uppá 3 evrur. ég get vel viðurkennt að hjartað hætti ekki að slá aukaslög af stressi fyrr en ég loksins komst til köben.

í köben beið mín systir góð og vinir sem ég naut samvista með á gaypride hátíðinni í köben og á kaffihúsatjilli. eftir heimsókn til ljúflingsbæjarins roskile og háskóla köben hélt ég svo heim á leið.

svo eru það bara næturvaktir á hrafnistu og að sjálfsögðu gigg í röðum með byssupissi. þar til haldið verður aftur út fyrir landssteinana.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

eftir að hafa spókað mig í suður þýskalandi. hélt ég norður á bóginn með stefnuna á berlín. í einn dag skyldi ég spóka mig í berlín áður en ferðinni yrði haldið áfram til köben. klukkan 7 um morgunn mætti ég í geimstöðina í þrívídd, sem nýja lestarstöðin í berlín er, og klukkan 8 var ég búin að labba allar hæðir og ganga stöðvarinnar og komin á sama stað og þegar ég mætti, engu nær um neitt. ég hugsaði mér að þetta væri að snúast uppí rugl svo ég stakk mér í djúpulaugina og valdi mér einn stað á neðanjarðarlestarkortinu sem ég var með og hélt þangað. þetta kort voru einu upplýsingarnar og vitneskja sem ég hafði í farteskinu um berlín.

staðurinn sem ég valdi var alexandersplads. þar fann ég svo götu sem hét ráðhúsgata, svo fann ég ráðhúsið, dómkirkjuna og svo kl. 12 var ég búin að skoða flest það sem ég komst að því síðar að væri í "to do in one day". þá hélt ég bara rambinu áfram, fór í sight-seeing í lestarkerfinu og loksins kl. 5 hitti ég dreng nokkur sem ég þekkti ekki neitt en var búinn að lofa mér gistingu. íbúðin er í tyrkneska hverfi berlínar þar sem hann býr ásamt tveimur öðrum krökkum. ég gerðist bara ein af hópnum og við röltum útí frispí og .....

frh. síðar

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

evropuverkefninu i balingen er lokid. 9 frabaerir dagar. get ekki sagt annad en ad thetta hafi verid notarlegasta ferd sem eg hef farid i. thar sem motto ferdafelagsins var "villense komennse kurennse". snerist mikid um ad kura. sidasti dagur verkefnisins vard sannarlega eftirminnilegur thegar vid sylgdum a kanoum nidur dona i frabaeru umhverfi. vid upplifdum okkur eins og i aevintyri og til ad gera thetta enn aevintyralegra var pocahontas-lagid sungid hastofum thegar vid heldum nidur fludirnar. en nu hafa ferdafelagar minir haldid i margar mismunandi attir og eg dulla mer herna i sudur-thyskalandi thar til eg held til berlinar i kvöld. einn dagur i theirri merkisborg og svo a slodir vina og fraenda i köben.

mánudagur, ágúst 07, 2006

er stödd i thjodverjalandi. eftir 9 daga merkisframkomu korsins i mainz hefur tekid vid 10 daga evropuverkefni i balingen. fra mörgu er ad segja ur korferdinni en svo virdist vera ad ferdin til balingen slai thad ut eftir ad hafa tynst i dag i fjöllunum i kring. eda tynst og ekki tynst.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

ég hef ákveðið að afneita strætó. strætó hefur ávalt verið mitt annað heimili. núna hafa þeir lagt niður leiðina heim til mín og þá legg ég niður samskipti mín við strætó. frekar kýs ég hjólið mitt og til að leggja enn meiri áherslu á óánægju mína ætla ég að flytja af landi brott.

afstaða borgar og ríkis er svo brengluð. það hefur komið í ljós fyrir löngu að það eru ekki fargjöld farþega sem dekka kostnað strætókerfisins. en það að fólk ferðist með strætó kemur með annarskonar langtímagróða. það að minni bílaumferð yrði og þyrfti minni vegaframkvæmdir. minni umferð skilaði líka því að ekki skipti máli hvort mislæg gatnamót væru til staðar. ég gæti endalaust haldið áfram.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

enn af götuleikhúsinu.

ekki amalegur endir á viðburðaríkum degi að fara í fótabað í gúmmíbáti í búningaeymslunni í góðra vina hópi.

mánudagur, júlí 10, 2006

ekki missa af frábæra barnaleikritinu "ævintýri úr dimmadal" í fluttningi götuleikhússins.
sýningar verða í hljómskálagarðinum (á bakvið sóltjöld gengt klifurgrindinni við hringbrautina).
þriðjudag: kl. 11, 13 og 14.30
miðvikudag: kl. 11, 13 og 14.30
fimmtudag kl. 13 og 14.30
föstudag kl. 11, 13 og 14.30
aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

sunnudagur, júlí 09, 2006

ég get státað af mjög skemmtilegri staðsetningu. á lækjartorgi kl. 05.56. að bíða eftir skutlunni. ávalt ber til tiðinda þegar götuleikhúsið er annars vegar. í kvöld fór það svo ad oddur gerðist mormóni.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

hvernig er hægt að glopra heilum degi? ég komst að því í dag. þegar maður heldur ekki, er bara hand viss um að dagurinn sé annar dagur, þá gloprar maður heilum degi.

ég er búin að vera í rusli útaf því að þegar ég vaknaði í morgun var miðvikudagur og dagurinn í gær var þriðjudagur. þangað til að ég komst að öðru. því glopraði ég heilum degi sem ég átti mig ekki alveg á hvar sé núna.

mánudagur, júlí 03, 2006

var að koma heim úr einu því fáránlegasta en jafnframt skemmtilegasta ferðalagi sem ég hef farið í. sló hátt uppí ýmsar skrautlegar ferðir í öðrum heimsálfum en með þessari ferð tókst mér að sanna fyrir sjálfri mér og ábyggilega e-h öðrum að maður þarf alls ekki að fara til útlanda til að kynnast framandi fólki og lenda í ótrúlegum aðstæðum.

ferðasagan mun koma í glefsum á lötu stelpunni. en nú skýt ég inn stikkorðum ferðarinnar og útskýri ef til vill e-h betur síðar.

puttaferðalag, lús, skilti, stætó, mosó, sveitapöbbinn áslákur, "að storka örlögunum", pikknikk á umferðareyju, far með betaníu-fólki, ( betaníuhópurinn = doldið róttækari en krossinn ), borgarnes, rakel tanía og anton, bjössaróló, heit laug, perfect score, hnakkar og bassabox, vegamót, týndur svefnpoki, löggufar, stykkishólmur, sofandi nunnur, fýlusjúkraliði, kostnaður ríkisins, rokkhljómsveit stykkishólms, narfastaðakaffihúsið, hjón í rómantískri ferð, matarboð, bæjarróninn, sorasvefn, sníkjuferð á baldri, sofandi ugla, ekkert far og syngjandi stelpur á vegi, feðgar í góðum gír, ís, safandi stúlkuskjátur við skilti, krossgötur, þoka, æla, rauðir anórakkar, flottur bíll, græn ugla, æla, þingeyri, svefn á borði, sigga, lífsháski, ungnaut í morðhug, hlátur, sólbakki, frakkland-brasilía, búðarpizza, bananar, haukur, upphitun fyrir greifana á balli í bolungarvík, biggi, vaxon, langi mangi, byssupiss meikaði það, tryllitr áheyrendur, vestfirðir, ísafjörður, puttinn, dekurmatur, binna og sigrún, stofutónleikar, keyra keyra, birkilundur, byssupissustopp, heimkoma, snilldarferð.

smá nasaþefur. snilldarferð.

mánudagur, júní 26, 2006

er kannski málið að gerast pípari og hætta þessu rugli. pípari kemur inn, beygir sig niður í nokkrar mínútur og röltir svo út með 9000 kr. fara til belgíu og læra píparann. ætli það sé ekki gott píparanám í belgíu. pott þétt.
eftir að hafa misst mig alveg í jónsmessuhlaupinu á föstudagskvöldið sem "þruman" og náð meira að segja 3. sæti í skemmtiskokkinu var tími til kominn að skella sér á frjálsíþróttaæfingu. þá fyrstu í 4 ár.

fór í frábæra brúðkaupsveislu á laugardaginn hjá mömmu hennar uglu. ég kom kl. 10 til að spila með byssupissi. þá var veislan búin að standa yfir síðan kl.4. það var feikilega góð stemning á staðnum og fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna þegar byssupiss steig á stokk.

eftir að brúðkaupsveislunni lauk héldum við í útskriftarveislu til kela en svo fljótlega í eftirpartý brúðkaupsveislunnar þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu með dönunum 40. nokkuð góð brúðkaupsveisla.

í gær tók svo við diskódans og pönk á árbæjarsafni.

nokkuð viðburðarík og skemmtileg helgi.

þriðjudagur, júní 20, 2006

19. júní er liðinn. kvennréttindadagurinn. dagsetningin og sá titill gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi.

byssupiss á nfs. götuleikhúsið á flandri. fæðingarjóga á lækjartorgi þar sem "unnustar" okkar voru leiddir í gegnum fæðinguna. rosalegt drama þar sem sveit, stöð2, redchile, göngutúr, skammir og spenna komu fyrir. og svo hörkutónleikar á barnum.

í tilefni dagsins sem var vil ég vekja mikla athygli á frábærri síðu:

http://www.latastelpan.is

og" í dag" átti líka halli afmæli. til hamingju með afmælið halli.

mánudagur, júní 12, 2006

andvaka.

sunnudagur, júní 11, 2006

rigning á mjög sterka tilfinningu í mér. rigning er uppáhalds veðrið mitt ef rokið lætur ekki sjá sig. ein besta stund lífs míns var þegar ég lenti í drauma rigningunni minni. alvöru rigningu. það var á bökkum amazon. við vorum búin að fylgjast með þessari rosalegu eldingasýningu í fjarska allan daginn. en það var komið kvöld þegar rigningin kom. við vorum nýkomin af diskóteki þorpsins. diskótekið var eina húsið í þorpinu sem var með rafmagn, ljós og tónlist. þetta var langt inní skóginum. langt frá allri siðmenningu. vegna hás geðþóttastuðuls hafði leiðsögumaðurinn okkar boðið okkur í heimsókn til þorpsins síns. í þessu þorpi lét ég þau orð falla að þarna myndi ég vilja ala upp börnin mín, sem er kaldhæðnislegt þar sem síðar um kvöldið barst mér einmitt tillaga um að verða móðir barna stráks nokkurs í þorpinu. eftir viðburðaríkan dag, hafa veitt pýranafiska, synt með vatnahöfrungum, grillað fenginn í koti hjóna sem aldrei höfðu verið annarstaðar en í kotinu sínu, ætlaði ég að koma mér í háttinn. en á sömu stundu og ég lagði höfuðið á koddann heyrði ég hvernig rigningin nálgaðist. hvernig smám saman barði hún jörðina nær og nær tjaldinu. ég fékk fiðring í magann og stökk út. á stutt buxum og hlýrabol. ég kallaði á stelpurnar hvort þær ætluðu að missa af þessu, en þær umluðu bara e-h út í annað. ég var því ein, stelpa að láta draum sinn rætast, að dansa í rigningunni. hinni einu sönnu. þetta voru svo stórir dropar að ég gat svalað þorstanum á svipstundu með því að snúa andlitinu upp og opna munninn. eins og smástelpa valhoppaði ég ein á bökkum amazon, í myrkri og hinni einu sönnu rigningu. þungum, heitum dropum. eftir einungis örfáar sekúndur var eins og ég hefði stungið mér í sundlaug. og þannig. ekki með vott af kulda í kroppnum lagði ég höfuðið á koddann.

laugardagur, júní 10, 2006

ég var svo lengi í timburverslun byko að mér var boðið í grillveislu starfsfólks. vona að það hafi verið vegna þess að við vorum að kaupa heljarinnar magn af timbri en ekki vegna kyns míns. hlutföllin í veilsunni voru um 1/25 og ég býst við því að það sé ekki erfitt að giska á hvorn veginn það var.

föstudagur, júní 09, 2006

ég er mjög sátt við gaurinn sem rakst á staðhæfingarnar um álverð á íslandi á heimasíðu alcoa í brasilíu. heimasíða alcoa í brasilíu! vel gert.

þriðjudagur, júní 06, 2006

"tharna eru bara allir saman komnir sem kus´ hann"

- ummæli móður minnar þegar halldór mætti ásamt flokknum í sjónvarpið í gærkvöldi.

laugardagur, júní 03, 2006

sumarið er komið og því fylgja nýir tímar. efnilegt hingað til fyrir utan frekar ferlegar niðurstöður sveitastjórnarkosninga.

um daginn kom mynd af stúlknahljómsveitinni nælon á tímariti morgunblaðsins. á forsíðunni mátti sjá þær í sínu fínasta pússi. hvítur alklæðnaður. eitthvað tilbúið lúkk sem ég get ekki trúað því að nokkur stelpa á þessum aldri myndi vilja eiga nokkurn þátt í. heyrðist: "þetta er fólkið sem kýs sjálfstæðisflokkinn og stjórnar landinu okkar." eru þessar stelpur, eða þ.e. batteríið í kringum þær ekki gott dæmi um brenglaða samfélagið okkar? að það gleypi við fyrirbærum sem er svo meðvitað sköpuð fyrir markaðinn. byggist ekki sköpunargáfu einsatklinganna eða frumkvöðlastarfi. sýnir það ekki að fólk í okkar samfélagi lifir í blekkingu með ansi margt. má kannski þannig skýra fylgi svo yfirborðskennds flokks sem sjálfstæðisflokkurinn er.

gott dæmi um hljómsveit sem á miklu frekar að taka til fyrirmyndar er byssupiss. árangur og vinsældir byssupiss náðu hæðum í síðustu viku. en þetta er bara rétt að byrja.

ég átti ekki í erfiðleikum með að kjósa.

við systurnar nýttum okkur "góð stefnumál" sjálfstæðisflokksins og fengum okkur bjór í þeirra boði. ef það skyldi kalla stefnu til eftirbreytni. mh-ingar oftar en ekki með vg barmmerki fjölmenntu.

sjálfstæðisflokkurinn fær þó hrós fyrir sterkabrjóstsykraskálina sem fór í ferðalag með nokkrum stelpurófum í nafni vg. smalaði frekar en ekki fáeinum atkvæðum og öreigarnir voru næringunni feignir.

dóra takefusa er semsagt regular costumer. en var líka tekin í nefið.

ljúflingsadagar liðu með systrunum tveimur. ekki svo oft sem það verður.

en svo var það útskriftin. mh... og frábær veisla heima í sveitinni. mjög vel mannað og auðvitað tróð byssupiss upp.

götuleikhúsið og lærdómur skullu á.

byssupiss hélt áfram að meika það.

...og góða veðrið og sumarið mætti loksins á staðinn.

mánudagur, maí 22, 2006

í gær fór fram gleðskapur á heimili okkar systra af margskonar tilefnum. tvöfalt tvítugsafmæli, próflok, mh-lok, kveðjupartý, sumarpartý, grillveisla, júróvísjón og allt sem manni dettur í hug. gott fólk og góð steming. þótt vantað hafi nokkur góð andlit.

í dag fór fram vorvítamín í mh. sumarlegt og gaman.

ég vann 4 vaktina mína á kaffi-parís. mér finnst mjög fyndið að vinna þar. ég umgengst fólk sem ég myndi annars aldrei umgangast. mér finnst það skemmtilegt. það er mjög fjölþjóðlegur bragur á starfsfólkinu. sem er frábært því að ég nýti mér 3 tungumál til nánast jafns.

laugardagur, maí 13, 2006

ég er komin á þrítugsaldurinn.

var að hegða mér eins og fífl á vorhátíð í grunnskólanum borgaskóla. það hötuðu mig allir fyrir að vera alveg einstaklega óþolandi. en mér tókst bara samt að vera alveg einstaklega óþolandi og fá borgað fyrir það.

ætli það hafi ekki verið eitthver örvæntingafull tilraun til að halda í "barnið" í mér. en ég býst við því að það sé farið. nú verður alltaf bara óhuggulegt að sjá "fullorðna" konu hegða sér eins og fífl.

ég var í 4 klst stærðfræðiprófi á afmælisdaginn minn. skilaði ljótasta prófi sem ég hef á ævinni skilað. það var hressandi.

ég þarf á næstu dögum að velja milli tveggja frábærra starfstilboða. hvort sem ég vel verður frábært. ég sé fram á mjöög gott sumar.

mér finnst fáránlegt hvað mikilvæg málefni sem er ábótavant í reykjavík fá ekki að heita stefnumál fyrir sveitastjórnarkosningar. það á kannski að vera í höndum ríkisstjórnarinnar en mér finnst bara borgin líka vera að vanrækja bestu auðlind þjóðarinnar, sem eru ungt fólk og menntamál. við höfum allt til að búa í landi með öflugt og gott menntakerfi en við köstum því á bug. viljum frekar virkja ár á hálendinu sem auðlind en sjáum ekki mestu auðlind þjóðarinnar. auðlind sem allir ættu að vera sammála því að virkja. og eins og andri snær sagði í bókinni sinni. þá er bábylja að kasta þessu þannig fram "en hvað eigum við að gera með svona mikið af menntafólki? hvar á það að fá vinnu?" þá mun menntað fólk skapa sér vinnu. það er einn kosturinn við að vera vel menntaður. gott menntakerfi leiða af sér mörg önnur góð kerfi.

ég fékk stærstu virkjun íslandssögunnar í afmælisgjöf. afmælisdags míns mun minnst sem: þegar hornsteinninn var lagður í mestu mistök þjóðarinnar. þá finnst mér betra að eiga afmæli á mæðradaginn.

tékkið á nfs í fyrramálið kl. 11. þetta fólk.

laugardagur, maí 06, 2006

vorglaðningur skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna var samkoma sem verður seint toppuð.

fimmtudagur, maí 04, 2006

það er alveg fáránlegt að sofa svona mikið. fór að sofa í gær klukkan 11 vaknaði klukkan 7, fór í próf, kom heim klukkan 11 og svaf til 6. ég þykist vera í prófum en er algjörlega að fara með það með því að ná mér í magapest.

laugardagur, apríl 29, 2006

dagurinn í gær var eiginlega of góður til að vera sannur. þessi dagur mun lengi í minni hafður....


  • besta veður ársins
  • girnilegur morgunmatur í massavís
  • vopnahlé við agnete
  • morgunpartý
  • systir guðbjörg
  • jesú breytti vatni í vín
  • amish-hreyfingin brynjar
  • bláar frumur
  • ruðningsmenn
  • dimmision atriði
  • bróðir armand
  • gölluð glimmersprengja
  • lambið jóhannes
  • human piramit
  • fjölskrúðug gönguferð
  • puttaferðalag
  • rán
  • laugarvegurinn
  • hilmir
  • austurvöllur
  • sólarlúr
  • heyskapur
  • íþaka
  • halda á lofti keppni
  • allafar
  • kóræfing
  • jesús er besti vinur barnanna
  • sviðasulta
  • smán
  • sundhöllinn
  • höfuðhögg
  • heim
  • lúr
  • hverfis
  • gott fólk
  • kennarar
  • náttúrufræðistelpan og já...
  • bjór
  • sveifla
  • kjökur
  • hjörtur hjaltalín
  • gígja
  • kb
  • teiknibóla og blóð
  • skúrinn
endilega bætið við listann...
takk fyrir samveruna... og fyrir eftirminnilegasta daginn í mh....

miðvikudagur, apríl 19, 2006

cocorosie 17. maí újé

í gær var ég að hjóla og komst að því að gott pikknikk ( kl. 7.30 á þriðjudagsmorgni ) verður ekki endurtekið í senn. þar sem áður var gróðursæll bali á umferðareyju, er núna komin hola. moldarhola þar sem í mesta lagi væri hægt að gera ( þó allglæsilegt ) drullubú.
ég hef umturnað lífi mínu, orsök: ég hef týnt skólakortinu mínu (strætókort í 9 mánuði). það hefur sína kosti og galla.

gallar:
það kostaði 25.000 kr.
nú tekur það mig lengur en 30 mín að komast niðrí bæ.
ég mun fá meiri vöðvabólgu á því að bera skólatöskuna mína.
ég mæti sveitt í skólann.
vond lykt af mér.
snýki meira för og er óþolandi.
foreldrar mínir verða þreytt og pirruð á að pikka mig upp.

en kostirnir eru fleiri:
það er löngu búið að borga sig.
það er nú að koma lok apríl og kortið gilti til 1 jún.
læri kannski að tjilla meira.
kannski fæ ég freknur.
ég verð að laga hjólið mitt.
ég labba meira.
ég hjóla meira.
anda að mér fersku lofti.
manna mig frekar uppí sníkja far.
redda mér.
kem sveitt í skólann.

mánudagur, apríl 17, 2006

það er svo langt síðan að ég hef átt frí að ég kann ekki að vera eirðalaus. ég æði bara aftur og aftur út að labba eða í sund. þótt það sé í raun nóg að gera við lærdóminn.

ég held að eirðarleysi mitt sé svo sérkennilegt þesa stundina vegna ákveðins stefnuleysis og óvissu. það er svo skrítið að hanga í lausu lofti með það sem tekur við í nánustu framtíð.

ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að gera í sumar, hvað þá hvað ég mun gera næsta vetur. ég er þó hlaðin hugmyndum.

eirðarleysi mitt einkennist af gnógt hugmynda en sem hlaðast í fjall á herðum mér. því eins og andri snær segir í bókinni sinni þá: "er hugmyndin af sjálfstæðu fólki ekki sjálfstætt fólk" og "hugmyndin af bíl ekki bíll". ég verð að láta hugmyndirnar verða að einhverju áþreifanlegu. en þær eru orðnar að fjalli sem krefst kjarksöfnunar til uppgöngu.

og með síðustu setningunni gróf ég holu sem ég datt oní.

laugardagur, apríl 15, 2006

það voru 4 stelpur sem stoppuðu mig á laugaveginum. sögðust vera frá hollandi. já, sagði ég og var voða almennileg, alltaf til í að hjálpa viltum útlendignum. þær buðu mér á ráðstefnu, sem væri tilvalin fyrir mig ef ég elskaði jesú. ráðstefnu sem vegurinn í kópavogi stæði fyrir. ég sagði bara "interesting" og "nice" til skiptis og var oboðslega góð á því. smeigði mér þó frá mætingu með því að ljúga því að ég væri á leið útá land, en lofaði að dreifa nokkrum miðum fyrir þær.

ég var samt með amviskubit. ég hef komist að því fyrir löngu að ég elska jesú ekkert meira en aðra menn sem voru uppi fyrir 2000 árum. en alltaf þegar ég lendi í þessum aðstæðum stend ég sjálfa mig að því að vera svo almennileg og áhugsöm að það kyndir undir boðberum jesú. þótt það stangist á við mína trú. vil vera almennileg þótt mín innri sannfæring sé algjörlega á skjön við boðskap þeirra.

er það kannski ekkert skárra að vera kammó útá götu og styðja við áróður sértrúarsafnaða sem stangast á við mína innri tilfiiningu en bara að vera köld og ganga í burtu?
hver er maðurinn/konan?:

"Við fórum í tívolí í gær. Ég fór í öll tækin. Ég fékk líka ís og vann beygjanlegan blýant af því öll börn fengu vinning þótt þau töpuðu. Ég borgaði 20 kr fyrir að brjóta fimm diska á einum bás. Síðan keypti ég mér rauða hárkollu og reyndi að vinna rauðan "I Love You" hjartabangsa. Starfsfólkið hélt að ég væri fjórtán ára. Það fannst okkur mömmu fyndið.

Uppáhalds myndin mín þegar ég var ung og geðveik var söngvamyndin Gypsy með Bette Midler í aðalhlutverki. Á Laugarásvídjóleigunni var til eitt eintak af myndinni og ég var sú eina sem hafði nokkurn tímann leigt hana, en ég leigði hana alltaf reglulega."

svooo lýsandi fyrir vissan snilling
við védís vorum að skrifa j.k. rowling til að spyrja hana hvort við gætum gerst tengdadætur í wesley fjölskyldunni.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

þegar maður getur sofnað í heitri sólinni útá svölum.. þá hlýtur vorið að vera að koma

mánudagur, apríl 10, 2006

uppáhalds mitt er að fá fiðring í magann. fiðringur í maganum boðar undantekningalaust eitthvað spennandi.
ég ætla að eiga minn þátt í því að gera leynibloggarann ragnheiði að opinberum bloggara

miðvikudagur, apríl 05, 2006

ég á svo erfitt með að ákveða mig. ég á sérstaklega erfitt með að ákveða hvað ég skal taka mér fyrir hendur á næsta ári. ég fæ engar dellur. vil helst bara gera allt. ætli það sé þá ekki þjóðráð að grípa hugmyndina hans kára finns á lofti og gerast atafnakona.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

í dag átti ég í hrókasamræðum við hildi ploder, tuma, gígju og rán um það hvort maður blotnaði meira á því að labba ákveðna vegalengd eða hlaupa í rigningu. aðallega ég á móti tuma. ég sagði að maður kæmist þurrari vegalngdina ef maður hlypi nokkuð rösklega en tumi sagði að þá myndi maður safna mun fleiri dropum, maður myndi klessa á fleiri. ég skyldi nú alveg hvað hann var að fara en ég vildi ekki sætta mig við aðra hugmynd en mína fyrr en ég væri búin að skrifa vísindavefnum. en lánið lék við mig. við erum greinilega ekki þau einu sem hafa vellt þessu fyrir okkur.

http://visindavefur.hi.is/?id=232

þar hafið þið það hildur og tumi!
ég er halla og ég bloggaði stundum einu sinni. nú þykist ég loksins ætla að blogga á ný. aldrei að vita að það gæti runnið eitthvað meira sannfærandi til sjávar en útlit mitt ber með sér.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

klukk2
(þá er að sjá hvort ég verð minna en 4 mánuði að skrifa þetta klukk)

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
kaffikona-samt meiri kaffiþræll
leiðsögumaður á árbæjarsafni- bestu dagarnir voru þegar maður gat verið "ung stúlka sofandi á 7 áratugnum" (það er, svo fáir á safninu að maður gat tekið sér blund) og svo góðu dagarnir með kusu, þegar ég varð að mjaltakonu safnsins
götuleikari - skemmtilegt
ískona-í ísbúðinni álfheimum

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
amelie
lína langsokkur
áramótaskaupið '85
magnús

4 staðir sem ég hef búið á í gegnum ævina:
þverás 21
osoyoos crecent 31
þingvellir
las acacias 224

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
úrið hans bernharðs
david attenborough
örninn
heiða

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
parís
amsterdam
kastoria
costa rica

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
(nf)mh.is
wikipedia.org
google.com
ruv.is

4matarkyns sem ég held uppá:
endur
ceviche
ananas
japanska kjúklingaréttinn hans pabba

4 bækur sem ég hef lesið:
flugdrekahlauparinn
karitas án titils
sossa sólskinsbarn
sagan af pí

4 "staðir" sem ég vildi heldur vera núna:
á kajak í amazon
í móa
en el puente viejo
á föstudeginum 7 apríl

4 bloggarar sem ég klukka:
rakel
ugla
védís
geir

fimmtudagur, janúar 12, 2006

klukk 1
5 hlutir ómerkilegir hlutir sem gæti samt verið gaman að vita

það sem ég myndi helst af öllu vilja eiga í heiminum er úrið hans benharðs
- úrið hans benharðs kom fram í samnefndum sjónvarpsþáttum í ríkissjónvarpinu fyrir mörgum árum. með því er hægt að stoppa tímann. allt nema sjálfan sig. á þennan hátt gæti ég verið að allan daginn. náð góðum svefni, lært heima, æft mig og allt sem byggist á einveru. ég væri því þeim mun betur upplöggð fyrir hverskyns félagslegs athæfi þegar ég setti tímann aftur í gang.

ég hélt að ég væri mjög skrítin þangað til að ég fór í mh. ég er ekki að segja að ég hafi hætt að vera skrítin þegar ég kom þangað heldur kannski að þar komst ég að því að það væri meira af skrítnu fólki en bara ég og eineggja tvíburasystir mín, sem hlaut þá að vera skrítin líka. í árbæjarskóla leitast allir við að vera eins og falla inní sönu staðalímyndina. ég gerði það ekki og féll þess vegna ekki í kramið á neinunm nema kannski jú kennurum. ég hélt þess vegna og að ég væri bara gölluð, já frá mínum innstu hjartarótum var ég fullviss um að ég væri á annarri bylgjulengd en mannkynið. (mannkynið=(allavega jafnaldrar mínir í árbæjarskóla)) .

ég hef enga þolinmæði til að vera veik. þess vegna skít ég mig í fótinn í hvert skipti sem ég verð veik. ég gef mér ekki tíma til að vera veik og þar af leiðandi hef ég ekki tíma til að láta mér batna. það leiðir af sér að ég verð bara ennþá veikari eða veik í marga daga. gott dæmi um þessi skotsár á fótum mér má nefna það þegar ég fékk blöðrubólgu og tímdi ekki að vera veik þar sem ég var nýbyrjuð í nýju frábæru vinnunni minni sem var götuleikhúsið og endaði á því að vera löggð inná spítala í 5 daga með blóðsýkingu og nýrnabotnabólgu.

ég er mjög sérvitur á matarkombó. ég er með bannlista yfir matartegundir sem mega ekki fara saman og sömuleiðis á mat sem má endilega fara saman.
gott kombó:
bananar=cappuchinodrykkur=kókómjólk=skyr=flatkaka=smör=döðlur
(þarna mætti t.d. alls ekki vera appelsínusafi eða grænmeti eða ostur)
annað kombó:
núðlusúpa=kók
(þar má barasta hreinlega ekkert annað fara með)
lakkrís=mjólk
(ég gæti ekki hugsað mér að drekka neitt annað með lakkrís)

mjög slæm kombó:
ávaxtasafi / sætabrauð
(bara mjólk eða kókómjólk með sætabrauði)
saltkjöt / karrí
(það er náttúrulega mjög skrítið)
grjónagrautur / appelsínusafi
(pabbi fær sér það alltaf, skil það ekki)

jæja ég man ekki meira... enda afskaplega lákúrulegt...

verði ykkur að góðu