sunnudagur, júlí 06, 2003

ég gæti í dag haldið áfram að segja frá vinnuheimi mínum. hversu dásamlegt það er að dvelja tímumunum saman í beðunum í fjölskyldugarðinum og láta hugann reika. en hins vegar ætla ég að sleppa því og líka að sleppa því að segja frá pælingum föstudagsins um hvað það væri merkilega skemmtilegt að eiga sameiginlega eiginleika með ánamöðkum. það er að segja að vera þeim eiginleikum búin að geta skorið sig í ellefu hluta en haldið samt áfram að lifa hinu ágætasta lífi. hvernig við gætum með því móti samtímis gengið á everest, þrætt við páfann, horft á lifandi vísindi og prjónað sokka. hlustað á justin, gert magaæfingar og sniffað lím. en nei ég ætla ekki að brjóta þetta frekar til mergjar. ég nebblega vann ekki þessa helgi, merkilegt nokk. heldur eyddi stórum hluta helgarinnar heima hjá henni sigrúnu þar sem til dæmis fór fram kveðjupartýið hennar siggu guatemala-fara. ég held barasta að það megi dæmast nokkuð ágætt partý, alla vega skemmti ég mér prýðilega. að mestu vel mannað og ágætis stemning. þrátt fyrir nokkrar uppákomur sem var reddað með snarræði. svo var ekki síður góð stemning í þrifnaðarpartýinu sem hélst gangandi fram eftir nóttu. og verð ég að koma því á framfæri hér að hann andri egils er í gífurlegri sókn á fyrsta sætið á lista kórsins yfir efnilegustu eiginmenn hans, þar sem hann stóð sig með eindæmum vel í eftirpatýinu góða. en já ég var bara nokkuð sátt við kvöldið.

Engin ummæli: