þriðjudagur, júní 08, 2004

endilega lesið síðustu færslu til enda áður en lengra er haldið.....

já það er nokkuð kaldhæðnislegt að teygjukenningin mín stóðst að nokkru leyti. ég vona þó að allt hverfi ekki, en mér tókst þó að lenda á spítala í annað skiptið á ævi minni og er búin að vera þar síðan á laugardaginn. svo ég missi af götleikhúsvinnunni minni í nokkra daga og mun lifa í myglu, sem kemur ekki mjög vel inní björtu sýn mína á byrjun sumarsins. en ég get þó litið björtum augum á það að ég er nú reynslunni ríkari eftir tugi legustunda, gönguferða sveiflandi um mig stöng með vökvapokum og ögn götóttari eftir þónokkuð margar nálar. jú svo kynntist ég þeim guðrúnu og helgu herbergisfélögum mínum, það er erfitt að segja að við höfum verið á sömu bylgjulengd en þær voru nokkuð áhugaverðar stöllur sem munu örugglega eiga gott innlegg í fyrstu skáldsögu mína þar sem gullmolarnir flæddu af vörum þeirra.

ég mun vonandi kunna að meta sumarið ennþá betur þegar ég kemst á fætur. og teygjukenningin verður látin fjúka.

Engin ummæli: