þriðjudagur, október 12, 2004

undanfarna viku hef eg fengid virkilega storan bita af Perú beint i aed. thad byrjadi sunnudainn fyrir viku thegar eg asamt vinum skelltum okkur a strondina. vid voknudum snemma og byrjudum a thvi ad fara a markadinn thar sem vid keyptum alla avexti sem okkur langadi i. morg kilo. appelsinur, mandarinur, epli, ferskjur, jardaber, melonu, banana, vinber, pipina og fleiri fyrir ca. 300 kronur islenskar. svo heldum vid med alla avextina okkar i rutu sem flutti okkur til smabaejar vid sjoinn thar sem vid tokum bil til nalaegrar strandar. thar vorum vid ein i heiminum a fallegri strond i marga klukkutima fyrir utan faeinar geitur, hund og mann med braud i korfu til solu. vid lekum okkur i heitum sjonum, bordudum avexti og letum solina thurka okkur. thegar solin for ad siga odum vid svo i flaedarmalinu ad smathorpi stadarins thar sem fundinn var fararskjoti til heimferdar.

tveimur dogum sidar var eg svo logd af stad i adra ferd. ferd til fjalla. afangastadurinn var thorpid Huaraz sem stendur undir haestu fjollum perú. thar idar allt af lifi eins og i baenum minum en fjolbreyttara og odruvisi lifi. thar tritla konurnar um goturnar i skrautlegu pilsunum sinum med hatta og gjarnan born a bakinu vafin inni skrautleg teppi. karlarnir gjarnan i ponsjoum med asna i taumi undir klifjum eda kerru fulla af landbunadarafurdum. utum allt sitja konur ad hekli eda prjonaskap og selja vorur sinar a skrautlegu teppum sinum. eg fekk alveg i magann a tvi ad horfa a heillandi menninguna thjota hja thar sem eg sat i rutunni. thetta var alveg eins og eg hafdi ymindad mer og ef eitthvad var enn tha meria heillandi. eg var fljot ad akveda ad innan tidar yrdi aftur haldid til fjalla. tho thegar hlyna tekur. eg hef greinilega adlagast hitanum herna i piura. gerdi mig ad hinu mesta fifli med thvi ad klaedast nanast ollum flikum minum i einu vegna kulda. kuldinn for ekki vel i mig og thad gerdi reyndar haedin ekki heldur enda for eg i yfir 5000 m haed. thad var tho allt thess virdi thar sem aevintyrathranni var sinnt i orfaa daga a ferd um heidbla fjallavotn, rustir inka og fallegs, framandi folks klaett i skrautleg fot og talandi framandi tungum.

Engin ummæli: