eftir að hafa misst mig alveg í jónsmessuhlaupinu á föstudagskvöldið sem "þruman" og náð meira að segja 3. sæti í skemmtiskokkinu var tími til kominn að skella sér á frjálsíþróttaæfingu. þá fyrstu í 4 ár.
fór í frábæra brúðkaupsveislu á laugardaginn hjá mömmu hennar uglu. ég kom kl. 10 til að spila með byssupissi. þá var veislan búin að standa yfir síðan kl.4. það var feikilega góð stemning á staðnum og fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna þegar byssupiss steig á stokk.
eftir að brúðkaupsveislunni lauk héldum við í útskriftarveislu til kela en svo fljótlega í eftirpartý brúðkaupsveislunnar þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu með dönunum 40. nokkuð góð brúðkaupsveisla.
í gær tók svo við diskódans og pönk á árbæjarsafni.
nokkuð viðburðarík og skemmtileg helgi.
mánudagur, júní 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli