
ástæða lærileysis ásamt blogg-leysis er sú að leiklistin hefur haldið mér í heljargreipum. síðan í janúar hefur allur minn tími farið í æfingar og undirbúning. sem betur fer varð e-r afrakstur á þessu öllu saman og standa nú yfir sýningar á „drottinn blessi blokkina.“
einungis 4 sýningar eru eftir og ég hvet alla eindregið til að skella sér enda óskaplega krúttleg og hugguleg sýning.
sýningarnar sem eru eftir verða:
mán. 21. apríl kl. 20.00
þri. 22. apríl kl. 20.00
fim 24. apríl kl. 20.00
fös. 25. apríl kl. 23.30
miðasala er í síma 823 0823
nánar á http://studentaleikhusid.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli