sunnudagur, október 10, 2010


frá byrjuninni

við vorum ennþá í flugvélinni á flugvellinum í jeddah þegar menningarmunarinn náði taki á okkur. (þrátt fyrir að ég vinni hjá iceland experss) um hundrað manns sátu saman í flugvél sem var ekið fram og til baka á flugvellinum í jeddah í leit að stæði.
„fengum skilaboð um að við þurfum að bíða í tuttugu mínútur,“ sagði flugstjórinn, og við gerðum okkur til, settum upp hattana og huldum hárið.
„verðum víst að bíða í 40 mínútur í viðbót,“ hljómaði stuttu síðar. svo ég lagði mig í flugfreyjubúningnum með uppsett hárið. í þriðja skiptið talaði flugstjórinn: „æ, ég veit ekki hvenær þeim dettur í hug að aðstoða okkur, þeir eru farnir að biðja núna.“ tveimur tímum síðar fengum við að fara frá borði en þá tók við vegabréfaeftirlitið, sem tók einnig tímana tvo.

sádar biðja sex sinnum á dag. þá ómar bænakall yfir bæjum og borgum, öllu er lokað og allt er heilagt, þá er tími til að biðja svo fólk flykkist inn í næstu moskvu eða biður þar sem það er staðsett, jafnvel þótt það sé á miðri hraðbraut. lagt í kanti og beðið kanti. fyrsta bænakallið er um klukkan fimm á morgnanna, þegar birtir. næsta klukkan rúmlega sex þegar sólin rís, síðan í hádeginu, annað um klukkan hálf fjögur, þriðja um klukkan sex og það síðasta er milli klukkan sjö og átta á kvöldin. bænatímarnir eru mislangir, frá nokkrum mínútum upp í sirka fjörutíu mínútur. sá síðasti er lengstur. á meðan beðið er lokar allt. búðir loka, afgreiðslufólk hverfur frá í stórmörkuðum, breytt er yfir vörur á mörkuðum og göturnar fyllast þegar fólk hleypur til moskvanna og tæmast meðan beðið er.


hópurinn, aðallega samansettur af íslendingum, tyrkjum, bretum og egyptum býr á hóteli í miðbæ eyðimerkurborgarinnar jeddah sem liggur reyndar við rauða hafið. bærinn iðar af lífi og við erum í 3 mínútna labbi frá aðalmarkaði bæjarsins sem er kallaður „súkkið.“ í hina áttina frá hótelinu, reyndar nær en súkkið, er torg sem er oft kallað „chop-chop-squere“ vegna þess að á þessu torgi er fólk höggvið og hýtt, já, enn þann dag í dag. ég held ég geti leyft mér að fullyrða að ég hafi aldrei átt jafn klikkað útsýni út um gluggann, og þá á ég við í orðsins fyllstu merkingu. en hér á ég heima. næstu þrjá mánuðina.

Engin ummæli: