ég hef ákveðið að afneita strætó. strætó hefur ávalt verið mitt annað heimili. núna hafa þeir lagt niður leiðina heim til mín og þá legg ég niður samskipti mín við strætó. frekar kýs ég hjólið mitt og til að leggja enn meiri áherslu á óánægju mína ætla ég að flytja af landi brott.
afstaða borgar og ríkis er svo brengluð. það hefur komið í ljós fyrir löngu að það eru ekki fargjöld farþega sem dekka kostnað strætókerfisins. en það að fólk ferðist með strætó kemur með annarskonar langtímagróða. það að minni bílaumferð yrði og þyrfti minni vegaframkvæmdir. minni umferð skilaði líka því að ekki skipti máli hvort mislæg gatnamót væru til staðar. ég gæti endalaust haldið áfram.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli