til að gera langa sögu stutta þá missti ég af lestinni í berlín og þar sem miðinn minn var sértstakur afsláttarmiði gilti hann bara einu sinni og ég hefði þurft að kaupa nýjan miða. svo ég hafði það bara gott einn dag í viðbót í berlín og lét svo eins og mjög heimsk, mállaus stelpa sem var nógu sannfærandi til að blekkja tvo lestarverði. í staðinn fyrir að borga 40 evrur í sekt og vera hennt út komst ég til kaupmannahafnar með sekt uppá 3 evrur. ég get vel viðurkennt að hjartað hætti ekki að slá aukaslög af stressi fyrr en ég loksins komst til köben.
í köben beið mín systir góð og vinir sem ég naut samvista með á gaypride hátíðinni í köben og á kaffihúsatjilli. eftir heimsókn til ljúflingsbæjarins roskile og háskóla köben hélt ég svo heim á leið.
svo eru það bara næturvaktir á hrafnistu og að sjálfsögðu gigg í röðum með byssupissi. þar til haldið verður aftur út fyrir landssteinana.
föstudagur, ágúst 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli