mánudagur, október 23, 2006



védís er búin að vera hjá mér í 5 daga. langþráð hvíld eftir óhappatíma hennar í danmörku. við sluppum samt við óheppnina hérna í provence héraði. sluppum lifandi frá ógurlegum flækjum hraðbrauta og gífurlegs hraða og dónalegra handahreyfinga óþolinmóðra ökumanna. enda ekki í þægindahring íslenskrar stelpu að verða að keyra á 110 km hraða. eftir að hafa gert tilraun til að ganga á fjall, verið elltar af ógeðsmanni í marseille, brunað eftir hraðbrautum í hinar fallegu víkur suður frakklands, sleikt sólina og borðað góðan mat. hélt védís á vit ævintýranna í london og ég hélt áfram að stauta mig framúr í frönskunni.

Engin ummæli: