samneyti mitt við lestarmiða er að taka á sig furðurlega þróun. síðast þegar ég tók lest ferðaðist ég með snarógildan lestarmiða frá berlín til kaupmannahafnar og lék dramatískan leikþátt til að losna við 40 evru sekt og kaupa 110 evra nýjan miða.
í þetta skiptið tókst mér að gleyma lestarmiðanum fyrir heimferðinni heima hjá mér í aix-en-provence. var hótað af sölumönnum lestarmiðanna að ég þyrfti að kaupa nýjan miða sem kostaði 100 evrur eða meira vegna stutts fyrirvara. ekkert "prenta út aftur".
en fyrir frábæra heppni í óheppninni vissi ég að 2 íslenskar stelpur væru á leiðinni til amsterdam frá aix í gegnum parís og þær komu með miðann minn í dag. hjúkket.
þriðjudagur, október 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli