fimmtudagur, september 28, 2006

thar sem eg hef engar krassandi sogur af frakklandi.... enntha, aetla ég ad setja inn grein sem ég skrifadi einn godvidrisdag herna i la france.....

hvað er þetta strætó”?

strætó hefur verið mitt annað heimili allt frá því að ég reyndi að setjast á “bungurnar” til að ná niður. ut um glugga strætó kynntist ég mannlífi reykjavíkurborgar allt frá ystu jöðrum í àrbæ niður í miðbæ, þar sem leið lá í tónskólann. ferðum fjölgaði með aldrinum og við bættust ferðir í skólann. fyrst innan hverfis og svo í mh, þúsundir ferða. reynslan af strætó gat verið skrautleg. en ég væri, í orðsins fyllstu merkingu, á öðrum stað í lífinu ef ekki væri fyrir strætó. thað sem veldur því að ég tek mér nú penna í hönd er neikvæð umræða og viðhorf til strætó. efnishyggja okkar og kröfur um þægindi hafa farið með okkur sem aftur hefur víðtækar afleiðingar. strætó er ekki lengur þáttur í uppeldi eða hluti af okkar daglega lífi. “góðærið” hefur það í för með sér að á landinu eru fleiri bílar en íbúar með bílpróf og mörgu hefur verið stungið undir stól sem varðar það sem er í raun gott fyrir samfélag í heild og umhverfi.

tilraunir til bætts strætókerfis
síðastliðinn vetur voru gerðar breytingar á skipulagi strætókerfisins. stofnleiðir voru settar á með mikilli tíðni ferða. oánægja heyrðist í kjölfarið. Í àrbæ með að leið 10 hefði verið tekin út og langt væri að ganga á stoppistöðvar. oánægjuraddir eru hærri en þær jákvæðu. breytingarnar voru til batnaðar fyrir fjölskyldu mína. ferðatími í skóla styttist. langir skóladagar urðu léttari þegar hægt var að komast heim í eyðum í stundatöflu, hvíla sig, fá sér að borða, fara í sturtu eða læra.
erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og líka fólki að meta þessar breytingarnar. fólki sem hafði lifað við hitt strætókerfið í mörg ár. hvað þá fólki sem hafði aldrei gefið strætó tækifæri. e.t.v. vegna þess sem betur hafði mátt fara en var nú búið að laga. eftir að leið 19 fyllti í gatið sem myndast hafði eftir brotthvarf leiðar 10 voru íbúar àrbæjar komnir á gott ról. en ekki lengi. stofnleið 5 var lögð niður og klippt á aðaltengiæð àrbæinga við sjö stóra skóla og marga stóra vinnustaði borgarinnar. “vegna slæms reynslutímabils.” thað reynslutímabil var sumarleyfistíminn. i vor voru 9 strætóferðir á hverri klukkustund á annatíma úr àrbæjarhverfi en í haust voru þær 3. à morgnana halda allir sem leið eiga í háskólana þrjá hi, hr og khi og í framhaldsskólana mr, mh, versló og kvennó saman í strætó. allir þessir skólar byrja uppúr kl. átta. Í àrtúni hitta allir àrbæingarnir alla grafavogsbúa á sömu leið. thá troða allir úr àrbæ sér inn í tvo fulla strætisvagna á leið úr grafarvogi. ef þeir fyllast svo mikið að ekki er hægt að loka hurðunum verða þeir sem ekki komast með eftir og bíða í 20 mínútur. thar fóru þægindin svo ekki sé talað um öryggið.

hvað, ef ekki strætó?
eftir 13 ár í strætókerfinu gafst ég upp. eftir að leið 5 var lögð niður hefur hjólið skilað mér betur og fyrr heim en strætó. en ég er heppin að vera ennþá ung stelpa og sé mér það fært. síðan þá hef ég hjólað milli vinnustaða og heimilis. að keyra í íslenskri umferð er ekkert grín, en að hjóla er enn verra. ekki er gert ráð fyrir hjólreiðamönnum í umferðinni. hvorki af öðrum vegfarendum né veðrum eða vindum. thá virðist besta lausnin að vera í bíl með miðstöðina á fullu. en er það lausn? er lausn að bæta í bílaflauminn sem situr fastur á hverjum morgni? er það breyting til batnaðar í lífi einstaklingsins? að sitja fastur í umferðarteppu á leið í vinnu/skóla og úr vinnu/skóla? er það leiðin til að byrja daginn og enda? og láta mengunina eftir sig liggja. er maður þá ekki betur settur í strætó? geta horft á hringiðuna og vita að maður er að hlífa umhverfinu og um leid sjàlfum sér frà hægfara umferðateppu?

thar sem lausnin liggur
lausnin er einföld en það er erfitt að fá fólk til að meðtaka hana. hún felst í breyttu viðhorfi. vandamálið er fordómar sem aftur stafa af þekkingarleysi. kostir góðs almenningskerfis hafa gleymst. gleymst bæði á borði borgarstjórnar og á flestum eldhúsborðum íslenskra heimila. gróðinn af strætó felst ekki í þeim 250 kr. sem hver einstaklingur setur í kassann hjá strætóbílstjóranum. gróðinn yrði eflaust meiri ef sá kassi fengi að fjúka. gróðinn af rekstri strætó liggi í því sem strætó gerir fyrir samfélagið. minni bílaeign, færri nagladekk á götunum. milljóna/milljarða króna sparnaður í vegaframkvæmdir og viðgerðir. hægt væri að nýta svæði sem fara undir bílastæði og sleppa því að búa til ný. thað gleymist að horfa á almenningssamgöngur í samhengi við samfélag. að strætó gæti verið góð leið til að fá barn til að opna augun fyrir umhverfi sínu. að strætó gæti verið skemmtileg leið til að sjá margbreytileika annarra samfélagsþegna. engum finnst skrítið að taka strætó í útlöndum. hvers vegna er þá svona skrítið að taka strætó á Íslandi? jú, því íslenska strætókerfið er ekki aðgengilegt og það fer versnandi. thví skora ég á þá sem hafa völdin að bæta strætókerfið. um leið skora ég á alla hina að hugsa sig um tvisvar áður en þeir setjast upp í bíl til að aka borgina á enda. hvað eru þægindi? meðvitund? lærdómur? fordómar? framtíðin? strætó er öllum til hagnaðar.

mánudagur, september 25, 2006

frakkland frakkland. hvad get eg sagt. goda vedrid stendur sig med eindaemum og eg hef thad mjog gott. eiginlega of gott. helsta mein mitt greinanlegt er helst svefnsyki og vonbrigdi med eigin frammistodu i fronsku. en vid skulum sja hvad setur.

miðvikudagur, september 13, 2006

í bland við það að tannburstun á gervitönnum gerist mín sérgrein eignast maður vini á virkilega misjöfnum bylgjulengdum.

þó ekki til að bursta tennur, hélt ég í heimsókn til 89 ára fámáls manns nokkurs á deildinni. hann tilkynnti mér að nún skyldi hann ekki neitt í neinu þar sem ekkert yrði úr tímanum. og enn skrítnari varð hann þegar ég sagði að nú færi að líða að kvöldmatnum. enda var klukkan ekki nema 9 að morgni á hans úri. sem var jú stopp. þetta dútl þarna inni leyddi svo til frábærra samskipta er leið á kvöldið.

hann var ekki á því að borða matinn sinn og drollaði heil ósköp þótt fólk hvetti hann og klappaði á bakið. svo þegar allir voru nánast farnir tölti ég til hanns og spurði hvað væri nú að hrjá hann.

geir: það hefur orðið einhver misskilningur
ég: nú? í hverju felst sá misskilningur
geir: sko, við eigum að vera að borða saman, you and i, eat together.
ég: náði í nestið mitt og tyllti mér hjá honum nú jæja, við getum nú bjargað því.
geir: we should go upstairs.
ég: nú? upp? það er ekkert uppi.
geir: yes, the restaurant is upstairs. we shpuld eat there.
ég: held áfram að borða
geir: svo horfir hann á mig og glottir og segir if we came together, sit together, i expect us to leave together.
ég: hló og rúllaði honum inn í stofu
geir: no, we need to go where they dance, where we can dance.

ég: kíkti svo til hans.
geir: ertu komin? komstu í flugvél?
ég: nei nei, ég koma bara á hjóli.
geir: á hjóli? það hefur verið erfitt.

kvöldið leið svo þannig að hann sagði óspart við mig "you are doing a really good job, really good" eða þangað til að allt í einu rann fyrir honum ljós, að ég svaraði á íslensku og væri þar að leiðandi íslensk.

en samt skemmtilegt, að taka þátt í ferð geirs til útlanda. ég veit ekki á hvaða hóteli hann var eða í hvaða erindagjörðum en hann var greinilega í geiragírnum.

þriðjudagur, september 12, 2006



tsotsi er obboðslega flott mynd sem mér finnst að sem flestir ættu að sjá.

við marta römbuðum á myndina á laugardaginn. mér finnst ég ekki geta sagt neitt eða skrifað sem lýsir tilfinningaflóðinu á mynd sem þessari. ekkert í manns lífi getur nálgast það að skilja það sem fram fór. en það sem er sárast er það að þetta er alls ekkert einsdæmi um ástand sem þetta. við marta upplifðum umhverfið báðar eins og við hefðum séð þetta áður, þrátt fyrir að þær reynslur hefðu verið í sitthvoru landinu. en niðurstaðan er sú að fátækrahverfi bera með sér sama svip hvar sem er í heiminum. þar sem fólk notast við hvers kyns drasl og brak til að koma skjóli yfir höfuðið, þar sem lífið missir verðgildi og allt er viðgengið til að lifa af.

það er ekki oft sem ég verð jafn obboðslega dramatísk og háfleig eins og eftir þessa mynd. staðráðin í að gera það sem í mínu valdi stendur til að bjarga heiminum ;)

föstudagur, september 08, 2006

hulda eðalsamstarfkona, magni og popp eru skothelt þríeyki.

miðvikudagur, september 06, 2006

næturævintýrin halda áfram á hrafnistu í bland við skemmtilegar uppákomur um helgar í tóni við papaböll með pabba einum. vinkonuhópurinn hefur að mestu tvístrast, ýmist í heim lögfræði, læknisfræði, snæfellsnesinga, dana eða frakka. en heimur hrafnistunótta hefur uppá ýmilsegt að bjóða í bland við humarhússdaga. allavega í bili þar sem tíminn líður óðfluga og senn mun flogið til frakklands.