föstudagur, janúar 09, 2009

piura og áramótin

um hollu flaeddu blendnar tilfinningar thegar keyrt var inn i piura. ekkert breytt. allt vid hid sama. og a rutustodunni beid okkar litil saet kona sem knusadi okkur og kyssti. mamman hennar. thar med gengum vid inní hlýjuna í piura en um leid inní sápuóperu. pabbinn farinn frá mommunni fyrir "hóru" (ord mommunnar), hann reynir ad kaupa bornin med gjofum - 13 bolir í ripley handa stráknum, hún kemst ad thvi ad hann hafi lika verid med annarri konu thar sem hann vann í frumskóginum og med theirri konu eigi hann barn. systurdóttir mommunnar var raend, kom svo ekki heim af strondinni i marga daga og let ekkert vita, thar á undan hafdi hún rifist svo heiftarlega vid mommu sína ad hún fluttu út (18 ára) og mamman okkar hirti hana upp af gotunni, mágurinn rosalega veikur og dó í dag. bródirinn kyssti adra stelpu en kaerustuna sína, kaeraastan haetti med honum, hann reyndi ad braeda hana aftur med thvi ad skreyta allt húsid med blómum og fondradi plakat med ástarjátningu. uppáhaldshundinum var raent, thjónustustelpan fór í september og sídan thá hefur hvorki verid thrifid né eldad og kettirnir thrír fengid ad leika lausum hala og kúki. pabbinn skuldum vafinn og kennir mommunni um. hún má ekki einu sinni halda e-mailinu sínu í fridi. eins og hún komst ad ordi thá má hann fá fullnaegingar med 20 konum en hún ekki einu sinni rafraent. ísskápurinn biladi og ef gud hefdi ekki vakid mommuna og hún séd hvernig ísskáurinn skaut gneistum og slokkt á honum thá hefdum vid ábyggilega dáid vid sprenginguna. og svona gaetum vid haldid áfram og áfram.

en pily (mamman) segist vera ánaegd ad vid seum hérna, nú er hún farin ad borda og vid erum búnar ad hjálpast ad vid ad thrífa og elda. hún virdist vera ad taka gledi sína á ný eftir áfollin undanfarid. vid gerum okkar besta og thvi hafa ferdalogin okkar ekki verid lengri hedan en 3 dagar á strondina til ad fagna nýja árinu.

vinir hollu sannfaerdu okkur um ad fara bara a strondina og redda okkur thar gistingu. vid heldum thvi bara ut i ovissuna til ad halda hefdinni, vera i ovissu a hatidisdogum. i versta falli tha graefum vid okkur bara i sandinn. vid fengum ad sofa a flatsaeng med unglingspiltum ( brodur hollu og vinum hans )fyrstu nottina sem voru ad sturlast i hormonaflaedi og gigja fekk ad kynnast sinum skerf af thvi. drengur sem hun hafdi aldrei sed adur ( vinur brodur hollu ) notadi serstaka taktik til ad taela gigju sem folst i thvi ad troda ser a dynuna hennar, kreista hana svo og káfa á, reyndi ítrekad ad kyssa hana og sleikja og elti hana svo um allt hus. gigja var ordin svo reid ad hun endadi a ad lemja unglingsstrakinn, segja ad hun vaeri 28 ara og hvad hann heldi eiginlega ad hann vaeri. hann do ad lokum.

i hraedilegri lykt voknudum vid og fordudum okkur ur hormónabaelinu. ceviche og strondin bidu okkar og sólin kom betur fram vid okkur en unglingsstrákur naeturinnar. en sólin myndi halda sína leid aftur og vid vorum heimilislausar. svo vid roltum heim í húsid og veltum fyrir okkur hvernig vid aettum ad snúa okkur í thessu máli. nú var húsid ordid pakkad af eldri fraendum og fraenkum sem voru komin frá lima til ad dvelja í fína húsinu med fraendfólki sínu. vegna heimilisleysis okkar tókum vid rádin í okkar hendur. notum sídari part dagsins í ad tjatta vid fraendurnar og fraenkurnar, spjalla um ísland, perú og lífid og eftir 2 klst thegar thad kom til tals ad vid yrdum ad fara og finna okkur gistingu thá kom thad ekki til máls. tharna myndum vid vera og ekki fara fet. okkur til mikillar ánaegju var dýna rifin af strákunum og komid fyrir hjá thjónustustelpunum tveimur ( sem hofdu algjorlega laert ad hafa stjorn á hormónum sínum ).

nýja árid gekk í gard thetta kvold og vid vorum staddar í voda fínni veislu. thar var dansad og drukkid og horft á flugeldasýningu. thannig byrjadi nýja árid í hitanum í perú ásamt thvi ad unglingstrákur vard fyrir bardinu á hollu sem henti honum í sjóinn, henni til mikillar skemmtunar en honum ekki. nýjársdagur var haldinn hátídlegur med strond og sjósvamli. kvoldinu fylgdi naesta veisla og thá vorum vid ordnar lúnar. thad var voda gott ad koma aftur til piura 2. janúar. sólbrenndar og komnar med nóg af partýum, unglingsstrákum, sandi og thví ad vera útigangsmenn.

Engin ummæli: