“beilað á brussel!!”
belgía bættist í landasafnið mitt. formlega. eftir “ræddum reglum” þá telst land ekki með nema að maður fari út fyrir flugvöllinn. því ákvað ég að nota tímann og skella mér í bæinn brussel. var búin að spyrjast fyrir hjá innfæddum en lítill varð árangur þeirrar upplýsingaöflunar.
eftir að hafa ekki áttað mig á staðháttum strax á lestarstöðinni er ekki nema von að andrúmsloftið yrði undarlegt. ég gekk beint útí stórt nýbúahverfi þar sem lítil rauðhærð stelpa með stóra skólatösku og hvíta prjónaða húfu með blómi vekur jafn mikla athygli og í fjarlægri heimsálfu. ég vissi nokkurn vegin í hvaða átt ég ætti að fara og ætlaði nú bara að labba. en eftir að hafa verið elt af nokkrum misáhugaverðum mönnum, áreytt pínu og upplifað suður ameríska stílinn. þá ákvað ég að stytta mér leið til baka (þrátt fyrir að hafa mjög oft skotið mig í fótinn við það atferli) og finna betri leið. en það leiddi mig í hverfi þar sem ég sá lítið af kvenfólki, eða þangað til að ég fattaði að gínurnar í gluggum “nærfataverslananna” væru jafn lifandi og ég. reyndar án hvítrar prjónaðrar húfu með blómi. og víst án ýmissa annarra flíka líka. svo ég fór og fann kort. sem leiddi mig uppá fallega hæð. og þar var falleg kirkja. en eftir að hafa ekki áttað mig á frekari staðháttum þá ákvað ég að gefast upp og halda á vit ævintýra geimstöðvar brussel áður en myrkrið myndi grípa mig og kannski líka eeinhverjir fleiri.
En ef ég bý til skáldsögu um þennan dag þá mun hún heita eftir færslunni og hljóta bókarkápu færslumyndar.
*svo hlaut að koma að því að ég lennti í því að fá ekki töskuna mína... já það gerðist líka í gær og við vonum að hún komi á næstunni
mánudagur, nóvember 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli