fimmtudagur, janúar 12, 2006

klukk 1
5 hlutir ómerkilegir hlutir sem gæti samt verið gaman að vita

það sem ég myndi helst af öllu vilja eiga í heiminum er úrið hans benharðs
- úrið hans benharðs kom fram í samnefndum sjónvarpsþáttum í ríkissjónvarpinu fyrir mörgum árum. með því er hægt að stoppa tímann. allt nema sjálfan sig. á þennan hátt gæti ég verið að allan daginn. náð góðum svefni, lært heima, æft mig og allt sem byggist á einveru. ég væri því þeim mun betur upplöggð fyrir hverskyns félagslegs athæfi þegar ég setti tímann aftur í gang.

ég hélt að ég væri mjög skrítin þangað til að ég fór í mh. ég er ekki að segja að ég hafi hætt að vera skrítin þegar ég kom þangað heldur kannski að þar komst ég að því að það væri meira af skrítnu fólki en bara ég og eineggja tvíburasystir mín, sem hlaut þá að vera skrítin líka. í árbæjarskóla leitast allir við að vera eins og falla inní sönu staðalímyndina. ég gerði það ekki og féll þess vegna ekki í kramið á neinunm nema kannski jú kennurum. ég hélt þess vegna og að ég væri bara gölluð, já frá mínum innstu hjartarótum var ég fullviss um að ég væri á annarri bylgjulengd en mannkynið. (mannkynið=(allavega jafnaldrar mínir í árbæjarskóla)) .

ég hef enga þolinmæði til að vera veik. þess vegna skít ég mig í fótinn í hvert skipti sem ég verð veik. ég gef mér ekki tíma til að vera veik og þar af leiðandi hef ég ekki tíma til að láta mér batna. það leiðir af sér að ég verð bara ennþá veikari eða veik í marga daga. gott dæmi um þessi skotsár á fótum mér má nefna það þegar ég fékk blöðrubólgu og tímdi ekki að vera veik þar sem ég var nýbyrjuð í nýju frábæru vinnunni minni sem var götuleikhúsið og endaði á því að vera löggð inná spítala í 5 daga með blóðsýkingu og nýrnabotnabólgu.

ég er mjög sérvitur á matarkombó. ég er með bannlista yfir matartegundir sem mega ekki fara saman og sömuleiðis á mat sem má endilega fara saman.
gott kombó:
bananar=cappuchinodrykkur=kókómjólk=skyr=flatkaka=smör=döðlur
(þarna mætti t.d. alls ekki vera appelsínusafi eða grænmeti eða ostur)
annað kombó:
núðlusúpa=kók
(þar má barasta hreinlega ekkert annað fara með)
lakkrís=mjólk
(ég gæti ekki hugsað mér að drekka neitt annað með lakkrís)

mjög slæm kombó:
ávaxtasafi / sætabrauð
(bara mjólk eða kókómjólk með sætabrauði)
saltkjöt / karrí
(það er náttúrulega mjög skrítið)
grjónagrautur / appelsínusafi
(pabbi fær sér það alltaf, skil það ekki)

jæja ég man ekki meira... enda afskaplega lákúrulegt...

verði ykkur að góðu