þriðjudagur, desember 30, 2003
ég get ekki sagt annað en að íslendingar séu komnir í snjóhaminn. skyndilelga hefur fólk ófá tækifæri til að sanna góðskap sinn og hetjudáðir þar sem það stekkur út úr bílum sínum og potar aðra bíla af stað hér og þar. mér finnst þetta mjög gaman og það getur verið þrælspennandi að sitja í strætó núna með nefið klesst upp við glerið og horfa á aksjónið á götum borgarinnar. annars er ég viss um að þetta félli ekki í svo góaðn jarðveg ef jólin væru ekki nýlega um garð gengin og fólk enn í jólatjillinu. en í dag finnst mér þetta frábært.
ég var næstum sprungin úr hamingju í morgun þegar ég sá veðrið. vá hvað það getur verið gaman að fá doldið krassandi veður svona öðru hverju. við pabbi stukkum uppí jeppann okkar góða og héldum af stað með mig niðrí tjarnarbíó og hvílík ævintýraferð. hápunkturinn var þegar pabbi vildi ólmur halda á vit ævintýranna útaf veginum og út í móa. já á svona dögum kann ég sannarlega að meta að búa nánast í óbyggðum. þá fær maður sko óveðrið og ófærðina beint í æð ;)
mánudagur, desember 29, 2003
ég verð að viðurkenna að ég get ég ekki orða bundist yfir orðum sem látin voru falla á bloggsíðu nokkurri um eftirfarandi málefni:
-fólk sem ekki fer í sturtu á sundstöðum, nei réttara sagt konur sem ekki fara í sturtu
-tannkremstúbur
-fólk sem keyrir hægt
-tásusokka
-slipknot
-fréttir
- verkefnið "auður í krafti kvenna"
-arsenal
-hallgerði langbrók
þótt ég verði að segja að við (ég og skrifarinn) náum vel saman ;) þá er ég á nokkuð öðrum nótum gagnvart þessum málefnum :)
- fólk sem ekki fer í sturtu. ég er nokkuð viss um að hlutfall þessara sé mjög jafnt hjá kynjum. þegar stelpur koma út með þurrt hár, hafa ekki viljað bleyta það, þá svona á það til að sveiflast í vindinum, nokkuð augljóst. en ég hins vegar tek mér það bessaleyfi til að taka þá ályktun að piltarnir sem ekki fari í sturtu vilji ekki þvo úr hári sínu gel eða eitthvað þannig og þá held ég barasta að það sæjist ekki á þeim að þeir hafi ekki farið í sturtu. svo er ég líka nokkuð viss um að þetta fólk fer í sturtu þótt það þrífi ekki hárið og það að það bleyti hárið um leið og það kemur út, hlýtur að vera sjalgæft. þótt ég vilji ekki véfengja orð sundlaugavarðarins ;)
-tannkremstúbur ...
-fólk sem keyrir hægt.. ég veit að það getur verið pirrandi fyrir fók sem liggur lífið á, að keyra á eftir fólki sem keyrir hægt. en ég dreg þá ályktun líka að fólk sem keyrir hægt keyrir hægt af eitthverri ástæðu. ekki bara til að keyra hægt og pirra fólkið í kringum sig. því liggur ekki lífið á og mér finnst ekki nema sjálfsagt að leyfa fólki að silast í gegnum lífið á sínu eigin tempói. ég verð að viðurkenna að ég á það til að keyra hægt. þá er það mestmegnis vegna þess að ég á það til að sökkva mikið í djúpar hugsanir og þá held ég að það sé best fyrir aðra að ég keyri hægt. svo keyrir mamma mín hægt og mér dytti ekki í hug að hata hana fyrir það ;)
-tásusokkar... stórt skref í sjálfstæðisbaráttu tása... ísland barðist fyrir sjálfstæði, hví ekki tær :)
-slipknot... það eru svo margar milljónir sem eiga þá fyrir uppáhaldshljómsveit.. vá hvað það er gott.. það gerir tónlistarsmekk manns aðeins sérstakari gagnvart fjöldanum
-ég er mjög sammála þessu með fréttirnar en ég held ég hafi samt skýringu á þessu. sem er nokkuð augljós. við fáum bara fréttirnar gegnum þessar þjóðir sem eru teknar fram. ef íslensk hjón hefði dáið þarna og íslensku fréttaritari á staðnum þá hefði það væntanlega verið tekið fram hér á landi og ef svíjar til dæmis notuðu þá frétt myndu þeir sennilega halda sama innihaldi. sama með bandaríkjamennina. við fáum okkar fréttir frá þeim .. sama innihald og þeim finnst skipta máli fyrir sitt land.
- verkefnið "auður í krafti kvenna". því fylgja bæði kostir og gallar. já þar má kannski draga stundum fram smá kvenrembu. sértstakt kvenna þetta og hitt. en mér finnst samt að það megi vekja áhuga á því að þótt stelpum sé boðið eitthvað en strákum ekki. þá er það með fyrstu skiptum á þann hátt. áður voru það strákar sem fengu svona fín boð. í hundruðir ára sátu stelpur heima meðan strákar fengu þessu fínu boð á silfurfati. ég er heldur ekki að segja að konur eigi núna að hefna sín á körlunum. það leysir engan vanda heldur. en ég skil samt alveg pælinguna. það er verið að reyna að opna gátt fyrir konum sem hefur verið lokuð svo lengi á meðan hún var opin fyrir körlum. svo veit ég ekki betur en að þetta sé nú eitthvað í gangi hjá körlum líka. veittir eru styrkir til karla til háskólanáms í sumum greinum þar sem karlmenn skortir.
-arsenal... hvað get ég sagt...
-hallgerði langbrók... þótt ég hafi ekki leyft hallgerði að njóta þess heiðurs sem ég veitti henni með því að nefna slóð mína eftir henni lengur.... þá ber ég viðringu fyrir henni... því þótt hún hafi verið grimm og slóttug, þá ýtti hún undir kvenfrelsi... sýndi að það þarf ekki að vera karl til að hafa völd... ég réttlæti samt ekki gjörðir hennar, því hún kom illa fram. en mér finnst hún samt hafa haft fullan rétt á því að láta til sín taka ef henni var misboðið líkt og tíðkaðist meðal karla á þessum tíma.
púff... jæja... vona að ég hafi náð að sópa pínu burt af þessu hatri ;)
-fólk sem ekki fer í sturtu á sundstöðum, nei réttara sagt konur sem ekki fara í sturtu
-tannkremstúbur
-fólk sem keyrir hægt
-tásusokka
-slipknot
-fréttir
- verkefnið "auður í krafti kvenna"
-arsenal
-hallgerði langbrók
þótt ég verði að segja að við (ég og skrifarinn) náum vel saman ;) þá er ég á nokkuð öðrum nótum gagnvart þessum málefnum :)
- fólk sem ekki fer í sturtu. ég er nokkuð viss um að hlutfall þessara sé mjög jafnt hjá kynjum. þegar stelpur koma út með þurrt hár, hafa ekki viljað bleyta það, þá svona á það til að sveiflast í vindinum, nokkuð augljóst. en ég hins vegar tek mér það bessaleyfi til að taka þá ályktun að piltarnir sem ekki fari í sturtu vilji ekki þvo úr hári sínu gel eða eitthvað þannig og þá held ég barasta að það sæjist ekki á þeim að þeir hafi ekki farið í sturtu. svo er ég líka nokkuð viss um að þetta fólk fer í sturtu þótt það þrífi ekki hárið og það að það bleyti hárið um leið og það kemur út, hlýtur að vera sjalgæft. þótt ég vilji ekki véfengja orð sundlaugavarðarins ;)
-tannkremstúbur ...
-fólk sem keyrir hægt.. ég veit að það getur verið pirrandi fyrir fók sem liggur lífið á, að keyra á eftir fólki sem keyrir hægt. en ég dreg þá ályktun líka að fólk sem keyrir hægt keyrir hægt af eitthverri ástæðu. ekki bara til að keyra hægt og pirra fólkið í kringum sig. því liggur ekki lífið á og mér finnst ekki nema sjálfsagt að leyfa fólki að silast í gegnum lífið á sínu eigin tempói. ég verð að viðurkenna að ég á það til að keyra hægt. þá er það mestmegnis vegna þess að ég á það til að sökkva mikið í djúpar hugsanir og þá held ég að það sé best fyrir aðra að ég keyri hægt. svo keyrir mamma mín hægt og mér dytti ekki í hug að hata hana fyrir það ;)
-tásusokkar... stórt skref í sjálfstæðisbaráttu tása... ísland barðist fyrir sjálfstæði, hví ekki tær :)
-slipknot... það eru svo margar milljónir sem eiga þá fyrir uppáhaldshljómsveit.. vá hvað það er gott.. það gerir tónlistarsmekk manns aðeins sérstakari gagnvart fjöldanum
-ég er mjög sammála þessu með fréttirnar en ég held ég hafi samt skýringu á þessu. sem er nokkuð augljós. við fáum bara fréttirnar gegnum þessar þjóðir sem eru teknar fram. ef íslensk hjón hefði dáið þarna og íslensku fréttaritari á staðnum þá hefði það væntanlega verið tekið fram hér á landi og ef svíjar til dæmis notuðu þá frétt myndu þeir sennilega halda sama innihaldi. sama með bandaríkjamennina. við fáum okkar fréttir frá þeim .. sama innihald og þeim finnst skipta máli fyrir sitt land.
- verkefnið "auður í krafti kvenna". því fylgja bæði kostir og gallar. já þar má kannski draga stundum fram smá kvenrembu. sértstakt kvenna þetta og hitt. en mér finnst samt að það megi vekja áhuga á því að þótt stelpum sé boðið eitthvað en strákum ekki. þá er það með fyrstu skiptum á þann hátt. áður voru það strákar sem fengu svona fín boð. í hundruðir ára sátu stelpur heima meðan strákar fengu þessu fínu boð á silfurfati. ég er heldur ekki að segja að konur eigi núna að hefna sín á körlunum. það leysir engan vanda heldur. en ég skil samt alveg pælinguna. það er verið að reyna að opna gátt fyrir konum sem hefur verið lokuð svo lengi á meðan hún var opin fyrir körlum. svo veit ég ekki betur en að þetta sé nú eitthvað í gangi hjá körlum líka. veittir eru styrkir til karla til háskólanáms í sumum greinum þar sem karlmenn skortir.
-arsenal... hvað get ég sagt...
-hallgerði langbrók... þótt ég hafi ekki leyft hallgerði að njóta þess heiðurs sem ég veitti henni með því að nefna slóð mína eftir henni lengur.... þá ber ég viðringu fyrir henni... því þótt hún hafi verið grimm og slóttug, þá ýtti hún undir kvenfrelsi... sýndi að það þarf ekki að vera karl til að hafa völd... ég réttlæti samt ekki gjörðir hennar, því hún kom illa fram. en mér finnst hún samt hafa haft fullan rétt á því að láta til sín taka ef henni var misboðið líkt og tíðkaðist meðal karla á þessum tíma.
púff... jæja... vona að ég hafi náð að sópa pínu burt af þessu hatri ;)
laugardagur, desember 27, 2003
ég hélt alltaf að ég væri bara all sæmileg með tölvur, en hef komist að því að ég hef logið að sjálfri mér í ófá ár. því að ég hreynlega hef þetta alls ekki í hendi mér. en ég kann að setja linka svo endilega látið mig vita til að linka ykkur. en, þar er reyndar hængur á þar sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að setja comment. en jæja. mér tókst líka að breyta urlinu mínu. eftir að hafa lesið njálu þá langaði mig hreynlega ekki að hafa þetta url lengur. ekki það að ég sé í hugarstríði við konu sem var kannski upp fyrir tæplega þúsund árum. nei heldur bara að mér fannst hún ekki verðskulda það svo mikið.... en jæja í staðinn er það púkinn...
með tveimur rosalegum byltum koms ég á á leiklistaræfingu í dag. hress í bragði eftir smá smakk af snjó hér og þar á gangstéttum þar sem nýju fínu skórnir mínur reyndust vera aðeins sléttbotnaðri en ég hafði gert mér grein fyrir. en tvær byltur gera mann bara hressari fyrir vikið. en svo fór að þegar ég mætti á staðinn var ekki æfing. en lánið lék við mig og tinna nokkur var á leið heim og skutla mér, ef skutla má kalla, marga kílómetra uppí óbyggðir þar sem ég á heima. en þetta var svosem ágætt í heild. gott innlegg í sólarhringssnúininginn minn. og hálftíma lesning af harry potter í strætó :)
föstudagur, desember 26, 2003
í dag er annar í jólum og í dag skrópuðu ansi margir kórfélagar í jólaboð til að syngja á landspítalanum. þeir gátu valið á milli þess að sytja enn einu sinni og raða í sér ljúffengum kræsingum, sem myndu gæla við bragðlaukana í örfáar sekúndur en heila eilíf við fitufrumufélaga sína á maga og á rassi. eða að rölta um hina drungalegu stofnun, sem spítalar eiga það til við að vera, og þjálfa raddböndin. með aðeins stundarrölti myndu þeir lífga uppá jólaandann hjá fólki sem myndi frekar vilja njóta jólaandans annarsstaðar en í kaldri steinbyggingu. ég held að valið hafi ekki verið erfitt og í dag röltu nokkrir tugir kórfélaga um þessa byggingu og sáu hana lifna við. við, nokkrir krakkar gátum á aðeins örlitlum tíma hresst svo marga við, einungis með því að hreyfa okkur úr stað og þenja raddböndin um leið. og ekki var það verra að fá að mynda fyrstu tónlist sem nýfætt ungabarn fær að hlusta á. þótt fjölskylduboðin eigi það til að vera mjög skemmtileg, þá þá hugsa ég það þau þurfi að vera ansi hörkuspes til að komast upp fyrir þá minningu sem maður á, eftir að hafa sungið á spítala á annan í jólum.
fimmtudagur, desember 25, 2003
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
nú eru dögum mínum sem einkabarni lokið í bili. það var bara hreint ágætis tímabil. mikið sem ég hef lært og vonandi þroskast eitthvað einnig. þannig er nefninlega mál með vexti að mættur er á heimilið skiptinemi sem mun dvelja hér þar til systur mínar mæta aftur á svæðið. það er að segja í janúar. þá verða þær báðar mættar. hann, það er að segja skiptineminn, heitir wim og kemur frá belgíu og er alveg óhugnanlega líkur pabba mínum. hann er rauðhærður (sem reyndar pabbi minn er ekki) með skegg og gleraugu, segir ekkert sérstaklega mikið en er nokkuð vinalegur og frekar klár, hann er líka mjög jákvæður. svo allt þetta nema að hann er rauðhærður passar algjörlega við pabba minn og það rauðhærða á hann í staðinn sameiginlegt með öðrum fjölskyldumeðlimum. annars hef ég ekki mikið um kauðann að babbla. veit svo sem ekki mikið um hann og hef í rauninni ekki myndað mér mikla skoðun á honum. en það verður ábyggilega mjög lærdómsríkt að hafa skyndilega dreng á heimilinu og ég vona að nái mér einnig í þroska að því leiti.
föstudagur, ágúst 15, 2003
í dag, eftir heilmikið strögl við að vakna, drösluðumst við marta niðrí skólann okkar góða og létum aldeilis hendur standa fram úr ermum. það er við bjuggum til ágætis íverustað í skólabyggingunni miðri. stað þar sem við munum væntanlega fá að vara ófáum stundum á komandi önn. já þessi staður heitir nebblega sómalía og hefur reyndar verið þarna áður. það er að segja allavega hefur þetta verið sómalía utanfrá en ekki hægt að tala um herbergi innan frá vegna óendalega mikilla hluta, það er drasls. því tókum við höndum saman ásamt hluta stjórnarinnar og tókum bara rækilegan skurk í herberginu og þar leyndist þá hinn ágætasti íverustaður...
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
við marta erum að draga hvor aðra í ruglið, það er að segja ef rugl skyldi kalla. marta nefninlega krassaði bílskúr ömmu sinnar og mætti svo heim til mín með ljúfuna sína* fulla af efnum og fíneríi sem varð til þess að "saumastofan í sveitinni" varð til. það er að segja að efri hæð hússins míns var skyndilega breytt í hina ágætu saumastofu. við höfum því setið nú í tvo daga með sveitt ennið að galdra fram hinar skondnustu flíkur. á meðan við spjöllum og hlustum á tónlist. svo að ég held við getum bara verið sáttar með lífið. félagsskapur, tónlist, lausn á margra ára bældri sköpunarþörf og síðast en ekki síst flíkur á færibandi sem bíða ólmar eftir notkun. eftir flæðinu, sem nú er, að dæma þá held ég að við hreynlega týnumst hér það sem eftir er vikunnar.
*bíllinn hennar mörtu
*bíllinn hennar mörtu
föstudagur, ágúst 08, 2003
í kvöld fór ég á hina ágætustu leiksýningu. það er date. verð ég barasta að segja að ég skemmti mér hreint ágætlega og létti af mér þó nokkrum hlátursgusum. heyr heyr, hrós til ofleiks. þótti mér mjög gaman að sjá þó nokkra fara að kostum og þótti mér nokkuð skondið að reka augun eitt sinn í mörð nokkurn sem við fengum eitt sinn að umgangast í leiklistarferð um árið og á restin af leikhóp ofleiks samúð mína alla að hafa þurft að vinna með þeim dordingli sem hann mörður er. annars verð ég að segja að drengirnir þarna á bæ héldu heiðri leikfélags mh vel á lofti. http://www.date.is
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
jamm og jæja, það er kominn tími til að ströglast áfram í mínu hversdags lífi hérna á fróni eftir ágætis upplifun í fjarlægum löndum. eftir frábæra upplifun í fjarlægum löndum. en það er svo skrítið með þessa upplifun að hún er bara eins og draumur, langur draumur. því þetta var svo mikið sem ég upplifði ein og allar minningar mínar snúast mest megnis um ákveðna persónuleika og smáatriði sem enginn þekkir nema sá sem var á staðnum. því er verður þetta líkast draumi, eitthvað sem aðeins þú veist hvernig var í rauninni og aðeins þú nýtur raunverulega að rifja upp. það er jafnframt svo skrítið að koma heim því á þetta stuttum tíma hef ég kynnst svo miklu nýju og kynnst svo mörgum og lært svo margt að eitthvernveginn þá býst maður við því að hérna hafi líka heilmikið breyst, en svo kemst maður að því að hér er allt auðvitað alveg nákvæmlega eins. það hefur samt verið mjög gott að sofa í rúminu sínu og heyra í vinum sínum, sem var jafnframt var hugsað til úr fjarlægu löndunum…
mánudagur, ágúst 04, 2003
já og jæja þá er heim komið. ég er samt svo þreytt að ég hel ég bralli bara eitthvað á morgun á þseesa síðu mína. ég held nefninlega að þegar húðliturinn er farinn að nálgast grænan á sama tíma og maður hefur sofið um það bil 4 tíma á seinustu tveimur nóttum, þá sé það merki um að komið sé að því að leggjast í bólið..
laugardagur, ágúst 02, 2003
fimmtudagur, júlí 10, 2003
þriðjudagur, júlí 08, 2003
morgunstund gefur gull í mund. já ég er bara merkilega fersk á leið í skondnasta pikknikk sem ég hef farið í. já klukkan sjö verð ég mætt í pikknikk með bollurnar mínar sem ég slumpaði saman í gærkvöldi. þannig er nefninlega mál með vexti að tveir andrar plús tveir rauðhærðir gefa af sér ónáttúrulegt fyrirbæri. en þessu fyrirbæri datt einmitt í hug að efna til pikknikks á umferðareyjunni þar sem við mætumst á morgnanna. safna minningum, já safna minningum.
sunnudagur, júlí 06, 2003
ég gæti í dag haldið áfram að segja frá vinnuheimi mínum. hversu dásamlegt það er að dvelja tímumunum saman í beðunum í fjölskyldugarðinum og láta hugann reika. en hins vegar ætla ég að sleppa því og líka að sleppa því að segja frá pælingum föstudagsins um hvað það væri merkilega skemmtilegt að eiga sameiginlega eiginleika með ánamöðkum. það er að segja að vera þeim eiginleikum búin að geta skorið sig í ellefu hluta en haldið samt áfram að lifa hinu ágætasta lífi. hvernig við gætum með því móti samtímis gengið á everest, þrætt við páfann, horft á lifandi vísindi og prjónað sokka. hlustað á justin, gert magaæfingar og sniffað lím. en nei ég ætla ekki að brjóta þetta frekar til mergjar. ég nebblega vann ekki þessa helgi, merkilegt nokk. heldur eyddi stórum hluta helgarinnar heima hjá henni sigrúnu þar sem til dæmis fór fram kveðjupartýið hennar siggu guatemala-fara. ég held barasta að það megi dæmast nokkuð ágætt partý, alla vega skemmti ég mér prýðilega. að mestu vel mannað og ágætis stemning. þrátt fyrir nokkrar uppákomur sem var reddað með snarræði. svo var ekki síður góð stemning í þrifnaðarpartýinu sem hélst gangandi fram eftir nóttu. og verð ég að koma því á framfæri hér að hann andri egils er í gífurlegri sókn á fyrsta sætið á lista kórsins yfir efnilegustu eiginmenn hans, þar sem hann stóð sig með eindæmum vel í eftirpatýinu góða. en já ég var bara nokkuð sátt við kvöldið.
ég held ég sé að fá skilaboð um að ég og tölvur eigum ekki samleið. ég hafði fulla trú á mér í tölvum þangað til ég byrjaði á þessu bloggi. bara það að posta bloggin mín hefur reynst mér fáránlega erfitt. aftur og aftur skrifa ég eitthver reiðinar býsn sem hverfa þegar ég posta þau og gengur ekkert að publisha eða neitt. en þesum grunsemdum mínum verður nú eytt þar sém ég ætla ekki að verða eftir í tækniþróun heimsins og verða antitölvuvædd.
mánudagur, júní 30, 2003
ég átti alveg frábæran* dag í gær (það er að segja ef við snúum öllum lýsingarorðum með * til öfugrar merkingar ). í vinnunni, á súfanum, var allt í frábæru* standi. ég fékk t.d. að þurka sirka 10 lítra af yndislegu* vatni á klósetti súfistans þar sem vatnsleyðslurnar í vaskinn voru að leika lausum hala. svo var líka svo brjálaði að gera, í ofanálag, að allt varð svo ferlega ljúft* og notalegt*. það var samt svo leiðinlegt* að vinna með henni kolbrúnu sem er svo þreytandi* að það reddaði deginum. já en þrifum mínum var hinsvegar ekki lokið þann daginn þar sem ég fór þar næst heim til mín þar sem allt leit afskaplega vel* út í eldhúsinu og við tók áframhaldandi uppvask. og svo skúringarnar sem eru alltaf jafn hressandi*. semsagt um 12 klukkutímar af þrifum. já ég verða að segja að í gær hefði ég alveg verið til í að hafa haft eitthvern njóla mér til hjálpar!
laugardagur, júní 28, 2003
eftir langa yfirvofandi ógnun kom að því. við lögðum til atlögu. með skóflur og krumlur að vopni létum við þá finna fyrir því. þrátt fyrir að þeir risu hátt yfir höfðum okkar og enn ungir í anda, þá áttum við í engum erfiðleikum með að ná yfirhöndinni. hins vegar var marta á öðru máli. hún var nú ekki alveg sátt við þessa meðferð á grey njóladrengjunum, eins stæltir og þeir voru. en njólar eru njólar og þá skal fjarlægja. marta lumaði reyndar á ágætis hugmynd. hún stakk upp á því að við bara fengjum þeim nýtt hlutverk. að með þeim myndum við barasta manna heimilið mitt sem hefur verið ansi tómlegt undanfarna daga. þannig myndu þeir veita mér félagsskap og gætu til við húsverkin. og svo þegar foreldrar mínir kæmu heim þá væru þeir búnir að vaska upp, þrífa klósettin og kannski barasta mála þakið. og svo til að mamma og pápi héldu ekki að ég færi illa með nýju fjölskyldumeðlimina þá væri kannski einn í heitu baði og annar í bólinu þegar þau kæmu heim. en ni ekkert varð úr því.
ég veit ekki hvort það sé sniðugt að leyfa ímyndunaraflinu að hleypa með sig í gönur í vinnunni, en eitt er víst að tíminn flýgur og vinnan verður mun bærilegegri og hreint ekki svo óbærileg. ein hélt ég svo heim á leið, án njóla. ég veit ekki hvað er með mig að beila á soddan stæltum kauðum, en það gerði ég nú samt. heima tók ég mér svo þennan dýrindis fegurðarblund sem varð mér til mikillar undrunar heilir þrír klukkutímar eða þar til sigga hringdi. því reif ég mig á fætur, stakk blundinum undir stól og hélt í strætó, hress í bragði og mun fegurri. strætóferðin breyttist reyndar í bíltúr með sigrúnu, mörtu og siggu vítt og breytt um borgina og meira að segja í nálægðar sveitir til að dreifa blessaða beneventum blaðinu. ýmist við fögnuð eða pirring. já alveg rétt, beneventum er komið úr prentun og puðri. eftir ras og þjas í marga daga og vikur. en það er ritsmiðjan sem er djöfullinn, það er henni sem þið megið að bölva. en hinsvegar vorum við ekki í bölvunar stuði í gær, heldur vorum hressar í bragði á ferð um bæinn endilangan og enduðum þar sem annar endinn er, það er að segja heima hjá mér. þar bjuggum við til eftirrétt fyrir komandi dag og fórum svo í koddaslag með fiðurkoddum á háaloftinu alveg eftir uppskriftinni góðu og sofnuðum svo í fiðrinu allar svo innilega hamingjusamar!
ég veit ekki hvort það sé sniðugt að leyfa ímyndunaraflinu að hleypa með sig í gönur í vinnunni, en eitt er víst að tíminn flýgur og vinnan verður mun bærilegegri og hreint ekki svo óbærileg. ein hélt ég svo heim á leið, án njóla. ég veit ekki hvað er með mig að beila á soddan stæltum kauðum, en það gerði ég nú samt. heima tók ég mér svo þennan dýrindis fegurðarblund sem varð mér til mikillar undrunar heilir þrír klukkutímar eða þar til sigga hringdi. því reif ég mig á fætur, stakk blundinum undir stól og hélt í strætó, hress í bragði og mun fegurri. strætóferðin breyttist reyndar í bíltúr með sigrúnu, mörtu og siggu vítt og breytt um borgina og meira að segja í nálægðar sveitir til að dreifa blessaða beneventum blaðinu. ýmist við fögnuð eða pirring. já alveg rétt, beneventum er komið úr prentun og puðri. eftir ras og þjas í marga daga og vikur. en það er ritsmiðjan sem er djöfullinn, það er henni sem þið megið að bölva. en hinsvegar vorum við ekki í bölvunar stuði í gær, heldur vorum hressar í bragði á ferð um bæinn endilangan og enduðum þar sem annar endinn er, það er að segja heima hjá mér. þar bjuggum við til eftirrétt fyrir komandi dag og fórum svo í koddaslag með fiðurkoddum á háaloftinu alveg eftir uppskriftinni góðu og sofnuðum svo í fiðrinu allar svo innilega hamingjusamar!
miðvikudagur, júní 25, 2003
ég held barasta að persónuleikinn minn hafi klofnað í tvennt. til skilgreiningar þá er það annars vegar úfin úrill hæna og hins vegar síblaðrandi svefngalsandi sprelligosinn. hænan er mjög þreytt og úrill. hún hatar sprelligosann og vill helst að hann rotni í fjörunni og láti hana aldeilis eiga sig. er hún einnig mjög laginn í skítkasti og er það mest sprelligosinn sem lendir fyrir því en einnig utanaðkomandi aðilir sem hafa í óheppni sinni verið viðstaddir skítkast af þessu tagi. hún er sko yfir sprelligosann hafinn og lætur hann aldeilis finna fyrir því. hún vill gefa skít í allt nema það að sofa og það verður að passa vel á sér puttana ef hún fær ekki jafn mikinn svefn og námsráðgjafinn segir. ef hún réði þá byggi ég á veðurmælingastöð á hveravöllum þar sem maður þarf bara að vakna stöku sinnum á sólarhring til að lesa á mælana og eyða svo hinum tímanum í að sofa. hún væri reyndar líka hreinlega til í að vera á atvinnuleysisbótum og lifa á baunum til að geta legið í rúminu pínu lengur. hins vegar er það sívökuli svefngalsandi síblaðrandi sprelligosinn. hann á málflóðið sjaldan langt undan og grípur ósjaldan til þess til að réttlæta og fegra það sem sleppur frá úrillu hænunni útí andrúmsloftið. sprelligosinn keyrir sig stöðugt áfram og þykir frábærlega skemmtilegt að spila á píanóið þegar klukkan er farin að ganga tvo að nóttu þótt að hann viti að ég eigi nú að vera mætt í vinnuna klukkan hálf átta. ef hann fengi að ráða þá væri ég núna að röltast og bæjast með sumarfrísfólkinu, tæki mér svo góðan hjólatúr útá gróttu og mætti svo hress í bragði í vinnuna í fyrramálið og kannski bara með marhnút á öngli til að skella á grillið. það verður því verðugt verkefni að kryfja þessi tvo furðufyrirbæri til mergjar eða innyfla og reyna svo að sauma þarmana saman og sjá svo hvort þeir fari ekki að melta í sameiningu.
í dag kláraði ég helminginn af bílprófinu mínu. það bóklega. þá er ég komin einu skrefi nær því að geta keyrt bæinn endilangan. mér gekk bara nokkuð vel. þótt ég hefði eytt miklum tíma í að íhuga hvernig ég ætti að tilkynna ökukennaranum mínum að ég hefði fallið. en svo barasta gekk þetta eins og í sögu og ég fékk barasta eina villu. hún var sú að það reyndist rangt að það mætti stansa og hleypa út farþegum á stoppustöðvum. þar komst ég að því að við pabbi höfum aldeilis brotið umferðarreglurnar í gegnum árin þar sem við höfum einmitt nýtt okkur þessa tækni þegar við höfum keyrt strætóana uppi eftir að ég hef misst af þeim. en já villur eru til að læra af þeim. og gleðifréttirnar urðu þær að ég þurfti ekki að tilkynna neinum að ég hefði fallið og þurfti ekki að hafa sektarkennd yfir hangslinu okkar siggu fram eftir nóttu. svo er bara að sjá hvernig ég reiði mig af í næsta prófi. já, stundin er að nálgast. heimkeyrslur með höllu heyra bráðum sögunni til!
sunnudagur, júní 22, 2003
eitt algengasta sumarvandamál mitt hefur notið sín undan farna daga. syfja. mér hefur hreinlega aldrei tekist að kyngja þeirri staðreynd að maður verður að fara að sofa á sumarkvöldum þótt það sé bjart. þannig hefur það svo þróast að ég hreinlega verð of þreytt. sem sést augljóslega á afköstum mínum í arfareitingum í fjölskyldugarðinum. en í dag komst ég að gullinni lausn vandamálsins. ég tók nefninlega upp þá merkilegu bók "akstur og umferð - almennt ökunám." yfir lestri mínum tókst mér að sofa dýrindis svefni þótt sólin væri um þann mund hæst á lofti. því mun ég halda áfram lestri mínum í kvöld ásamt því að innbyrða flóuðu mjólkina hennar mörtu, sem hefur reyndar reynst mér vel líka, og mæta fílefld klukkan hálf átta í fyrramálið í vinnu mína og láta arfann sannarlega finna fyrir því.
fimmtudagur, júní 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)