sunnudagur, janúar 25, 2004

nú eru bara tvær sýningar eftir af henni lísu. um að gera að skella sér ef ekki er nú þegar búið að því. sýningarnar eru nú samt enn í sífelldri þróun, svo endilega ef þið hafið farið á frumsýninguna er ég viss um að það yrði eins og að fara á splúnku nýja sýningu að fara á loka sýninguna. jáh. húmoristar leikfélagsins eru nefninlega farnir að sletta klaufunum. antoine beitti líka sérstaklega skemmtilegri kennarasleikjutækni í sýningunni í dag og talaði hlutverk sitt sem kötturinn með frönskum hreim, í tilefni þess að sigríður anna nokkur, frönsku kennari í mh var í salnum. en já málgleði mín bíður nú lægri hlut fyrir þreytunni svo ég læt þetta duga...

miðvikudagur, janúar 21, 2004

skandall. já mikill skandall atarna. að láta þetta líðast. að blogga ekki vegna anna. þvílíkur skandall. en nú mun verða breyting á. því önnum er nú að ljúka, það er að segja allavega hjá leikfélaginu. en þótt mikið hafi verið að gera hefur það svefnlausu nóttanna virði. frumsýningarvikan er alveg sérstök! ótrúleg stemning. svo kom út bara þessi þrususýning. spes. en samt þrususýning. það er nú varla hægt að segja annað en að lísa sé pínu spes. eða bara mjög spes. en já fleira hefur nú borið á góma. þar ber kannski að nefna að týnda tvíburasystir mín poppaði skyndilega upp á ný hér á fróni. það var mjög skemmtilegt að hitta hana og hún hefur harla lítið breyst verð ég að segja... og svona til að halda samhengi við fyrri blogg þá vann ég hana algjörlega þegar hún fór að halda því fram að hún hefði náð sér í bollu kynnar. ég bara kippti niður treflinum og við blöstu ekki bara bollukinnar, heldur voru þær líka í hinum fegurstu litum!

miðvikudagur, janúar 07, 2004

í dag er búinn að vera hinn fínasti dagur fyrir utan smá vankanta. já það er í raun ekkert sældarlíf að líta út eins og hamstur. en hins vegar fylgir því mikil gleði að hlusta á sögu mína um tannlæknaferðina, þar sem svipurinn, sem einu sinni var bros er nett óhugnanlegur. þá nefninlega verð ég óhugnanlega lík eitthverri teiknimyndapersónu sem ég get ekki komið fyrir mig hver er. ferðin til tannlæknisins var hins vegar hin fínasta. þar sat ég og hlustaði á bylgjuna á meðantannsinn deyfði mig, skar mig svo upp, sagaði og boraði, og reif svo upp þessa blessuðu jaxla. skemmtilegast var þó að horfa á saumaskapinn í lokinn, þar sem spegill er þannig staðsettur fyrir ofan mann svo að maður getur fylgst með. það var mjög raunverulegt að horfa á þennan saumaskap, mjög líkt eitthverri inniblasaumaskap úr vissum sjónvarpsþætti, fyrir utan nokkrar hvítar örður. fyndni hluti sögunnar felst þó í afleiðingum deyfingar á talmál mitt og drykkjar innðbyrðingar, eða réttara sagt tilraunum mínum til þeirra iðkanna. svo ég efast um það að ég tjái mig um þann hluta á rituðu máli. ;)

þriðjudagur, janúar 06, 2004

gleðilegt nýtt ár öll sömul!
spenningurinn er í hámarki þessa dagana. fyrir utan það að kærkomin systir fer fljótlega að láta sjá sig, þá tók ég upp einkenni hamstra í dag. það sem mér þykir sérlega merkilegt við það er að þetta er í annað skiptið sem ég geri það. svo ég rifji upp góða sögu, þá var fyrra skiptið um páskana þegar ég var 12 ára. hress í bragði hélt í ég í blíðskaparveðri í göngutúr með fjölskyldunni í skaftafelli. við völdum okkur ágætis göngutúr sem átti að vera um 5 km. en þvílíkt blíðskaparveður var að við lengdum gönguna aðeins um 10 km þar sem við strunsuðum í snjónum og létum sólana leika við okkur. en viti menn. þótt það hafi verið mars, kalt og snjór þá tókst okkur systurum að verða ansi rauðar, já doldið sólbrunnar... og það sem meira var, var það að morguninn eftir þá vorum við, já við báðar, tútnaðar út í andlitinu. það var satt best að segja ekki mjög ánægjulekt að finna nýtt landslag andlistsins, og já finna, því augnlokin voru svo bólgin að þau opnuðust varla og því lítið að sjá. það fyndnasta af öllu saman, verð ég að segja, var þegar við komum niður og vorum kynntar fyrir frænku sem við höfðum aldrei séð áður. svipurinn á henni var jafnvel ófrínilegri heldur en okkar svipir. sem voru þó ekki grettur. en já. ég dag fór ég í endajaxlatöku, sem er einmitt ástæðan fyrir hamstraeinkennunum. ég ætla samt að láta það vera að segja frá aðgerðinni í smáatriðum, þar sem ég hló svo mikið seinast að ég reif eitthvern saum.. allavega hættir ekki að blða núna...látum það bíða betri tíma ;)