miðvikudagur, apríl 30, 2008

guðný frá klömbrum dó úr ást. maður guðnýjar, séra sveinn níelsson, yfirgaf guðnýju eftir átta ára hjónaband og olli skilnaðurinn henni slíkum harmi að hún veslaðist upp og dó.

sveini var lýst svo: "sveinn var með afbrigðum glæsilegur maður, hár, herðibreiður og svipmikill. hann var skapstór, stilltur, en þykkjuþungur. nokkuð þótti hann viðkvæmur fyrir sjálfum sér og jafnvel hégómagjarn." guðnýju var lýst svo: "guðný var smávaxin og fínbyggð og meira hneigð til söngs, ljóðagerðar og bóklesturs en búsýslu.... hún var annáluð fyrir góðsemi sína og hjartahlýju." um samskipti þeirra hjóna segir svo: "ekki munu hjónin hafa verið skaplík, og sagnir eru til um árekstra í hjónabandi þeirra. bera þær sagnir það með sér, að þrátt fyrir gáfur og menntun séra sveins hafi guðný verið honum snjallari á ýmsum sviðum....bæði hjónin ortu ljóð og vísur, en ekki lék á tveim tungum, hvort þeirra var snjallara á því sviði. viðkvæmni sveins vegna andlegra yfirburða konu hans verður aðeins skilin sem afleiðing af stolti hans og óvenjulegri tilfinningasemi fyrir sjálfum sér."

"sit ég og syrgi" eftir guðnýju frá klömbrum.

sit ég og syrgi mér horfinn
sárt þreyða vininn,
er lifir í laufgræna dalnum
þótt látin sé ástin.
fjöll eru og firnindi vestra
hann felst þeim að baki.
gott er að sjá þig nú sælan,
þá sigrar mig dauðinn.

mér finnst ólíklegt að til séu dæmi sem eru á hinn veginn. að kona fari frá manni því að hann sé betri en hún í e-u. konan má ekki vera betri en kallinn. þá fer hann frá henni. þótt hún elski hann það mikið að hún deyi. á hún að bæla sig niður til að honum líði betur?

þótt þetta dæmi sé síðan í gamladaga þá er þetta ennþá til í dag. stormasöm sambönd þar sem strákurinn hegðar sér eins og asni vegna minnimáttakenndar.

einu sinni keppti ég í 1500m hlaupi (í perú) með strákum. ég var búin að æfa og æfa í langan tíma. við vorum um 15 að keppa, ég kom númer 7 í mark af 8. allir strákarnir hættu þegar ég fór fram úr þeim. þeir gátu ekki komið á eftir stelpu í mark. skemmtilegt dæmi.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

það er ótrúlegt hvernig það er hægt að klúðra því að fá vinnu. ætlaði að vera svo pott þétt með þetta en núna er apríl og ég er ekki með neina af þeim 5 vinnum sem ég sótti um. ég vona að hafnanirnar og klúðrin safnist saman í teygju sem tognar á þangað til að hún sleppur og þá fái maður e-ð frábært upp í hendurnar. er ég kannski of kröfuhörð og bjartsýn? of viss um að ég ætti að geta fengið frábæra vinnu?

ég veit svosem að ég get fengið margar frábærar vinnur. vinnur sem eru skemmtilegar en í algjörri góðgerðavinnu sem kæmi í ljós um hver mánaðarmót. ég get eiginlega ekki unnið svoleiðis vinnu einu sinni enn.

ef e-r veit um vellaunaða vinnu og sæmilega skemmtilega endilega látið mig vita. að vinna með túristum, skrifa og leika í bíómynd þætti mér til dæmis mjög skemmtilegt. hvar ertu himnasending?

sunnudagur, apríl 27, 2008

dauðasyndirnar sjö eru: hroki, öfund, reiði, þunglyndi/leti, ágirnd, ofát og munúðlíf. ábyggilega algengustu orðin sem eru notið til að lýsa íslensku nútímasamfélagi.

laugardagur, apríl 26, 2008

ég gat ekki annað en heyrt samræðurnar á næsta borði.

tvær ca. 15 ára stelpur með tískublöð

a: maður á ekki að byrja á svona lýtaaðgerðum, þá verður maður svona.
b: það er samt allt í lagi svona ein eða tvær
a: já, kannski.

(skoða viðbeinin sín)
b: hvernig er beinið mitt?
a: það stendur alveg svolítið út, en mitt?
b: já, alveg meira en mitt.

b: oh, ég væri til í að vera svona mjó
a: þú ert svona mjó
b: nei ekki næstum því! ekki næstum því! (ca. 175cm og 55 kg)

b: heyrðu, strákarnir sögðu um daginn að þú værir með stór brjóst
a: er það?
b: já.

a: veistu hver _____ er ?
b: nei, hver er það?
a: æi, hún er þarna í ____ skólanum.
a: hún er sko með stærri brjóst en pamela anderson
b: í alvöru?
a: já ég skal sýna þér það á eftir, þau eru sko náttúruleg.
b: er það?
a: já, og það er sko alltaf strákar að stoppa hana í smáralind og láta hana hoppa fyrir sig.
b: ok, er hún feit?
a: já, kannski svona.
b: oj.

a: heyrðu veistu hvað?
b: hvað?
a: mamma hennar _____ er búin að eignast 3 börn og er með alveg sléttan maga.
b: í alvöru.
a: mig langar geðveikt að vera þannig.

í dag á hún helga - sambýliskona, frænka og vinkona 22 ára afmæli!
til hamingju með afmælið helga!

fimmtudagur, apríl 24, 2008

gleðilegt sumar!
ég er sumarstelpa og get ekki beðið eftir því að klára prófin. ganga á fjöll, liggja í grasinu og mosanum og anda að mér lyktinni af lynginu.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

ég held að það hafi verið réttlætiskennd mín sem var að tala þegar reiðin blossaði upp við áhorf þessa myndbands. þetta er komið út í algjöra vitleysu. vörubílstjórarnir búnir að sprengja alla þolinmæði og lögreglan farin að grípa til ofbeldis.

hvað býr að baki? er sérsveitin skipuð mönnum sem býða eftir að fá útrás fyrir ofbeldið sitt án persónulegra afleiðinga eða málalenginga. ætlar lögreglan að leysa baráttumál vörubílstjóra með ofbeldi? halda vörubílstjórar að þeir öðlist virðingu með skítkasti og grjótkasti.

ég skil ekki af hverju svona mál fara alltaf út í vitleysu hérna á íslandi. við erum lítil þjóð þar sem fáeinar hræður mótmæla allt er rólegt miðað við erlendis. við njótum þeirra forréttinda að vera fámenn, auðug þjóð sem ætti að geta unnið flestum málum á sómasamlegan hátt. við gerum það hins vegar ekki. mótmæli ganga út í öfgar og virðast hætta að vera málefnaleg málefnabarátta. lögregluvaldið vill vera hluti af stórþjóð og nota það sem ætti að heita úrslita kosti þegar þeim hentar. táragas, handtökur og brimvörðu búningana sína. er þetta minnimáttarkenndin sem talar? leystust e-r vandamál í dag? er e-r sáttur? jú kannski ofbeldissinnar. ég vona að þetta sé ekki það sem kemur dómínukeðjunni af stað.

nú fer hver að verða síðastur að kíkja á sýninguna "drottinn blessi blokkina" þótt ég efist um að það gagnist e-ð að setja þær upplýsingar inn á þessa síðu...
en ef e-r skyldi álpast hingað inn þá...

fim. 24. apríl kl. 22.00 og fös 25. apríl kl. 24.00

nánar á http://studentaleikhusid.is

þriðjudagur, apríl 22, 2008


ég vaknaði algjörlega í rusli í morgun. mig hafði dreymt að ég hefði sneitt eyrað af honum oddi. ofboðslega ljúfum strák sem á ekkert slæmt skilið. það er ótrúlegt hvað draumar geta farið með mann. í draumnum mínum þá hafði ég verið örlítið pirruð í skapinu og var hann oddur viðstaddur til að lenda undir ausum pirrings míns. til að leggja áherslu á hversu pirruð ég var þá ætlaði ég að þrykkja ótrúlega frábæra hjólinu mínu, sem á heldur ekkert slæmt skilið, í jörðina. það fór ekki betur en svo að ég kastaði hjólinu mínu þannig að það sneiddi eyrað af oddi og þarna stóð hann alblóðugur með eyrað í hendinni. þá vaknaði ég. fyrirgefðu oddur!

sunnudagur, apríl 20, 2008

próflestur er hafinn og hann vex mér svo óskaplega í augum. ég reyni að ná endum saman en mér til óhugnaðar sé ég stöðugt fyrir mér ármann jakobsson með prik og kalda glottið sitt sem hver sá maður sem veit ekki allt fær að kenna á.



ástæða lærileysis ásamt blogg-leysis er sú að leiklistin hefur haldið mér í heljargreipum. síðan í janúar hefur allur minn tími farið í æfingar og undirbúning. sem betur fer varð e-r afrakstur á þessu öllu saman og standa nú yfir sýningar á „drottinn blessi blokkina.“

einungis 4 sýningar eru eftir og ég hvet alla eindregið til að skella sér enda óskaplega krúttleg og hugguleg sýning.

sýningarnar sem eru eftir verða:

mán. 21. apríl kl. 20.00
þri. 22. apríl kl. 20.00
fim 24. apríl kl. 20.00
fös. 25. apríl kl. 23.30

miðasala er í síma 823 0823

nánar á http://studentaleikhusid.is