mánudagur, júlí 26, 2004

það var mér sannur heiður að í seinustu viku var stofnaður aðdáendaklúbbur til heiðurs mér. hann saman stendur af ekki nema 136 moskítóflugum og eiga þær það sameiginlegt að hafa lagt sitt að mörkum til að tæma mig blóði og fylla mig sora. það er að segja ná sér í bita af mér og skilja eftir glæsileg rauð minnismerki vítt og breitt um líkama minn .  sjá sko til þess að ég vanræki nú ekki þennan fjölflugna aðdáendaklúbb.  

en ég gerði það nú samt, skildi klúbbinn eftir, þar sem ég er komin heim úr frábærri ferð til lettlands.  margar gullnar minningar sem urðu til með góðum hópi.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

hadidi ekki ad min se maett til lettlands. mikid fyrir thessi baltnesku lond. her er voda gott ad vera. er i littlum strandbae med svakastrond, odyru doti, yndaelu folki og her er bara allt til alls. svaka stud, er i workshoppi hja fronsku galdramanni og stjornanda lettneska sirkussins.

mánudagur, júlí 05, 2004

eftir að hafa flogið burt, sungið mikið, borðað skrítinn mat, labbað, skoðað, gist í fyrrvervandi njósnaraskóla sovétmanna, sungið, skemmt mér, sofið, tekið fjölda leigubíla, villst, hlegið, klúðrað leikþætti fyrir framan 3000 manns, farið á tónleika, verslað skó og skó og skó, setið í rútum og ferjum, dansað, upplifað nýjungar, eignast góða vini og minningar, fíflast og átt ómetanlegar stundir, þá er ég komin heim eftir ansi vel heppnaða ferð með kórnum.

vil ég þakka öllum kórfélögum og fylgifiski kærlega fyrir samveruna í ógleymanlegri ferð.