mánudagur, nóvember 27, 2006

védís virðist hafa smitað mig af óheppni. fékk ekki ferðatösku, varð veik, týndi húslyklum, sprakk á hjólinu mínu, missti röddina þegar ég átti að fara í framburðarpróf.... og ég vona að þessi listi verði ekki lengri...annars þá skrapp ég uppí alpana á laugardaginn.... það var stuð...

föstudagur, nóvember 24, 2006

sól sól skín á mig. í gær sátum við útá torgi á stuttermabolum og supum á kaffi. og mánuður til jóla. gleðitíðindi... eða kannski akkurat hitt... umhugsunarefni... gróðurhúsaáhrif og hækkandi hitastig...
á blogginu hennar veru er að finna ferðasöguna til feneyja....
http://veraknuts.blogspot.com/

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

ég átti alveg eftir að blogga um hina frábæru vettvangsferðinni sem við vera fórum í með jarðfræðideild feneyjaháskóla. við urðum margs vísari og ég læt nokkrar myndir fylgja með ferðasögunni.

byrjuðum á því að halda á nokkuð fagurt svæði sem er nokkuð nálægt jökli. mjög fallegt og vera mjög fljótt kominn í jarðfræðigírinn. vera vildi alltaf leggja e-h til málana, enda var hún dyggur nemandi í jarðfræði 103 í mh og með þetta allt á hreinu.

en við látum myndirnar bara tala sínu máli.

heitu laugarnar voru vel metinn áfangastaður.....
þótt það væri gaman .....þá var 2 sinnum mjög hætt við því að ég yrði mér að voða.. en það fór betur en á horfðist...

en vera kom til bjargar... enda var hún mun yfirvegaðri yfir hættunum og passaði sannarlega uppá fólkið þegar elgosið var nálægt....
en í heildina sannarlega frábær ferð og mikill lærdómur dreginn af...

mánudagur, nóvember 20, 2006

“beilað á brussel!!”


belgía bættist í landasafnið mitt. formlega. eftir “ræddum reglum” þá telst land ekki með nema að maður fari út fyrir flugvöllinn. því ákvað ég að nota tímann og skella mér í bæinn brussel. var búin að spyrjast fyrir hjá innfæddum en lítill varð árangur þeirrar upplýsingaöflunar.

eftir að hafa ekki áttað mig á staðháttum strax á lestarstöðinni er ekki nema von að andrúmsloftið yrði undarlegt. ég gekk beint útí stórt nýbúahverfi þar sem lítil rauðhærð stelpa með stóra skólatösku og hvíta prjónaða húfu með blómi vekur jafn mikla athygli og í fjarlægri heimsálfu. ég vissi nokkurn vegin í hvaða átt ég ætti að fara og ætlaði nú bara að labba. en eftir að hafa verið elt af nokkrum misáhugaverðum mönnum, áreytt pínu og upplifað suður ameríska stílinn. þá ákvað ég að stytta mér leið til baka (þrátt fyrir að hafa mjög oft skotið mig í fótinn við það atferli) og finna betri leið. en það leiddi mig í hverfi þar sem ég sá lítið af kvenfólki, eða þangað til að ég fattaði að gínurnar í gluggum “nærfataverslananna” væru jafn lifandi og ég. reyndar án hvítrar prjónaðrar húfu með blómi. og víst án ýmissa annarra flíka líka. svo ég fór og fann kort. sem leiddi mig uppá fallega hæð. og þar var falleg kirkja. en eftir að hafa ekki áttað mig á frekari staðháttum þá ákvað ég að gefast upp og halda á vit ævintýra geimstöðvar brussel áður en myrkrið myndi grípa mig og kannski líka eeinhverjir fleiri.

En ef ég bý til skáldsögu um þennan dag þá mun hún heita eftir færslunni og hljóta bókarkápu færslumyndar.

*svo hlaut að koma að því að ég lennti í því að fá ekki töskuna mína... já það gerðist líka í gær og við vonum að hún komi á næstunni

föstudagur, nóvember 17, 2006


feneyjar eru stærsta völundarhús sem ég hef komið í.


ég þykist vera með góða rýmisgreind (samkvæmt sjálfsprófi í lifandi vísindum). sem þýðir að ég á auðvelt með að rata, góð í skák og góð í að vita hvað er hinum megin á teningnum.

en núna í haust hef ég fengið það í hausinn að ofmeta hæfileika minn til að rata. fyrst þegar ég labbaði í 1 og hálfa klukkustund um nótt í parís og hafði ekki hugmynd um hvar ég lennt. enda gerir metro kerfið mann mjög áttavilltan. hin skiptin voru svo hérna í feneyjum. sem eru eins og völundarhús. önnur hver gata er t-gata og endar í kanal, vegg eða lokuðu hliði. svo ég hef eytt hræðilega miklum tíma af minni dýrmætu viku í að reyna að leysa mig út úr völundarhúsinu.

en... feneyjar eru frábærar og við vera erum að njóta þeirra til hins ýtrasta. litlu útidúrar mínar hafa leitt til skemmtilegra samskipta við infædda.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

feneyjar eru frábær staður. hingað til hef ég miskilið staðinn. en endurnýjun upplýsinga er í mikilli vinnslu.
verona er frábær borg. ég á mikið eftir.....

sunnudagur, nóvember 12, 2006

held eg geti ekki bloggad neitt af viti a einni minutu sem eg a eftir af timanum minum. mer finnst bara mjog gaman ad koma med faerslu ur thessari geimstod sem flugvollurinn i brussel er.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

ég fann tvö íslensk ungmenni hérna í aix. annað þeirra heitir auður og hún skrapp með mér til marseille í gær.


ég virðist ætla að taka upp þá tækni að búa ein með mæðrum þetta árið. núna bý ég ein með mömmu vinkonu minnar þar sem hún ákvað að flytja til pabba síns og þegar ég kem heim þá flytur pabbi til danmerkur og ég verð ein með mömmu minni. hingað til hefur það gengið vel og ég vona að það haldi áfram á þeirri braut.

mánudagur, nóvember 06, 2006

er komin aftur "heim" til aix eftir notarlega viku í parís.


bestu stundirnar án efa frábær systradagur sem poppaði upp, exótísk máltíð að hætti siggu og höllu, hildarkúr eftir 2 klst næturgöngu, og góðir bitar af góðum vinum og fjölskyldum þeirra.set inn smá myndasjó af skemmtilegumáltíðinni sem við sigga elduðum úr ávöxtum og grænmeti sem við höfðum ekki séð áður og keyptum á kínverskum súpermarkaði.

það eina sem reyndist ekki gott var agar agar og kannski afleiðingar gula grænmetisins sem litaði alla fingur mína gula í fleiri daga og sömuleiðis tannbursta og uppþvottabursta.