laugardagur, maí 29, 2004

guatemalafarinn snéri aftur í gær og það vakti sannarlega lukku. hún sigga virðist ekki mikið hafa breyst og er alveg jafn sæt og góð. bara doldið brúnni og ljóshærðari og talsverðri reynslu ríkari.

mánudagur, maí 17, 2004

pústið var ekki langt og holan frekar vanrækt, eða þar til tveimur klukkustundum síðar.
ef nýliðin helgi boðar það sem koma skal, þá verður þetta sannarlegt súper sumar. á föstudaginn skullum við átta stelpur saman í vesturbæjarísbúðinni. marta, ragga og sigrún höfðu gefist upp við að bíða eftir sólsetrinu á gróttu og við védís pikkuðum upp hildi og guðrún og rakel létu sig ekki vanta. allar alveg frekar lúnar eitthvað eftir próftörnina svo ísinn var alveg nóg fyrir kvöldið. hins vegar breyttist það pínu þar sem slegið var upp stelpupartýi í trukknum okkar og við brunuðum niðrí bæ og langaði virkilega til að nota föstudagskvöldið í málþóf á alþingi. en við komust reyndar að því að alþingismenn sofa líka svo við ákváðum að strunsa á borgóbjórkvöld. það samanstóð af afskaplega fáum undir fertugu svo við reyndum reyndar að lappa aðeins uppá dansgólfið en strunsuðum fljótlega út, þó eftir nokkrar góðar sveiflur. stelpupartýið hélt því áfram bara í bláa trukknum og hláturtaugarnar ætluðu allt um koll að keyra. gleðin var í hámarki. en þreytan fór fljótlega að segja til sín og því að haldið heim í bólið til að eiga nú eitthvað eftir fyrir júróvisjónið sem koma skyldi.
laugardagurinn fór mikið í tiltekt og þrif, æfingar og saumaskap en þegar skyggja tók var haldið í júróvisjón partý til hennar sigrúnar eddu. þar var bara ansi góð stemning ýmislegt sem kom uppá en endaði þó vel að lokum. þar var bara nokkuð vel mannað en þó haldið af stað í annað partý er leið á kvöldið. þar lentum við í frekar subbulegu kjallarapartýi þar sem eldhúsvaskurinn var notaður til jafns við salernið. við stelpurnar létum það þó ekki á okkur fá og héldum á okkur góðu stuði og nú hafði dálítill karlpeningur einnig blandað sér í málin. en sem áður var tímanum ekki sóað og skundað á dillon þar sem mh var saman kominn. eða það má segja það og gott betur þar sem nokkuð var um horfna mh-inga, alls ekki til ama. en margt gott fólk var þar á sveimi og hinar skemmtilegustu umræður á margs lags nótum. svo var það að mínu mati vel mannaður hópur sem arkaði þaðan út. þá héldu þó uppákomurnar áfram. já það var svo sannarlega skemmtilegt að hitta til dæmis efnafræðikennarann minn hana soffíu í mjög góðum gír. þar sem hún leysti frá skjóðunni um áhugaverðar langanir til ýmissa gjörða. hildur átti líka gott innlegg þar sem hún stökk á fótboltaþjálfarann hennar ragnhildar og kyssti þar sem hún hélt að hann væri ásgrímur íslenskukennari (sem reyndist síðan líka misskilningur) kvöldsins mun þó líklegast vera minnst sem kvöldsins sem marta gaf skít í skóna sína og tók sér staf í hönd sem gandálfur hinn hvíti eða grái.
sunnudagurinn var svo sannarlega ekki síðri en fyrri dagar helgarinnar en á nokkuð annan hátt. þá spilaði korkusystir mín á útskriftartónleikum sínum í salnum sér til sannarlega mikils sóma þar sem hún fór algjörlega á kostum og stóð sig sko sannarlega með prýði. var svo glæsilega þarna á sviðinu að ég get ekki sagt annað en maður hefði verið frekar stoltur þótt maður ætti ekki mikið í tónleikunum. það var mjög gaman að sjá löngu horfna fjölskylduvini sem poppuðu upp og létu sjá sig ásamt öðrum sem mér þótti mjög gaman að sjá. eftir tónleikana var svo hörku veisla heima í sveitinni og alveg troðið af fólki. mikill matur og mikil gleði. kvöldið var svo kúplað niður með sundferð og kaffihúsi.
þetta var allt of löng færsla, en góð helgi og þakkir fá allir sem átti þátt í henni.

föstudagur, maí 14, 2004

ég kláraði loksins prófin mín í dag. og gekk bara merkilega vel í efnafræði miðað við hversu miklu var varið í lærdóm. ég var samt almennt frekar dugleg að læra, frekar vond við sjálfan mig sem þýðir að ég er eiginlega bara alveg búin á því. er því að hugsa um að grafa mig oní holu þangað til að ég hef pústað.

miðvikudagur, maí 12, 2004

í tilefni dagsins þá ákvað ég að fara ekki alveg strax heim eftir jarðfræðiprófið, heldur skrapp á eiríksgötuna, þar sem ég lagðist undir hnífinn (eða nálina reyndar). svona til að koma svo því blóði sem eftir var á hreyfingu ákvað ég að skreppa og leigja mér eina bláa mynd og til að setja punktinn yfir i-ið ákvað ég að koma við á hlemmi hjá hinum fyllibyttunum og kaupa mér nokkra vindlinga. í kvöld ætla ég svo að toppa daginn með því að fagna brúðkaupi mínu á bjórkvöldi.
já það er draumur að vera átján.

þriðjudagur, maí 11, 2004

þessa dagana eyði ég óvenjulega miklum tíma í annari hlið hússins míns. það er þeim megin sem herbergið er og tölvuaðstaðan. það skemmtilega við það er að á báðum stöðum hef ég afskaplega góða yfirsýn á líf nágrananna. það skemmtilega er líka að þau dvelja löngum stundum úti við að passa uppá hundana sína og á örfáum dögum verður maður margs vísari. svo endilega ef eitthverjum brennir eitthvað á huga um nágrana mína til vesturs þá hef ég svarið.

föstudagur, maí 07, 2004

ég horfði um daginn á þáttinn o.c. á skjá einum. svona þáttur sem svo margir fyllast eitthverri þrá að lifa betra lífi. þar sem allir eru svo fallegir og svo ríkir og allt svo yfirþyrmandi. en svo er svo skemmtilegt að pæla í því hvort það væri nokkuð svo erfitt að sjá líf eitthvers hérna á íslandi í hyllingu ef aðeins við hefðum þessa effecta sem maður tekur varla eftir í þáttunum en gerir þá um leið svo rosalega. hvernig væri það nú ef öllum atburðum dagsins fylgdi tónlist við hæfi. hvernig væri það nú ef það myndi alltaf dynja franskt rapp þegar maður hlypi á eftir strætó. svo væru allir augngotur súmmaðir út og hægt á. og ekki má gleyma því að hafa tónlist við hæfi. og ég get sannarlega sagt að ef "hössl" dytti algjörlega úr orðaforða íslendinga ef allt dúll með hinu kyninu ( eða sama ) væri undirstrikað með hátindi eitthvers tónlistarlegs meistaraverks, væri sýnt hægt, í súmmi og þar að auki með glimmeri. jah, þá held ég að hollywood yrði ekki lengur í umræðunni.

fimmtudagur, maí 06, 2004

í dag fór líffræði oní skúffu

þriðjudagur, maí 04, 2004

það er svo margt sem er hægt að gera á sumrin, ég má til með að rifja upp eina skemmtilega uppákomu sem átti sér stað síðast liðið sumar. þannig var mál með vexti að ég hjólaði alltaf í vinnuna niðrí laugardal kl. 7 á morgnanna síðasta sumar. svo vildi svo skemmtilega til að ég var farin að mæta nokkuð oft nokkrum kórfélögum sem voru sömuleiðis á leið í vinnuna en í hina áttina. við mættumst gjarnan á umferðareyju við miklubrautina svona eldsnemma á morgnanna. þegar doldið liðið á sumarið hittumst við í partýi þar sem bryddað var uppá því hvort málið væri ekki bara að hafa smá morgunkaffi einn svona morgunn við miklubrautina. mikið hlegið og planað eins og þekkist. en það skemmtilega við þessa sögu er að andrarnir og skúli tóku bara svo vel í þetta að andri hringdi kvöldið fyrir síðasta vinnudag minn og spurði hvort málið væri ekki að hrinda þessu í framkvæmd. jú svo sannarlega. svo við hittumst klukkan 7 á umferðareyju við miklubrautina daginn eftir með bollur, álegg, heitt kakó, kaffi og teppi og snæddum þennan prýðilega morgunverð á teppi í rigningunni og leyfðum umferð miklubrautarinnar og aðra vegfarendur bera okkur augum. úr varð bara þræl skemmtileg minning.
í dag fór franska oní skúffu

mánudagur, maí 03, 2004

búnkar eru lykillausn prótímans. þeir felast í því að vera búnir til úr hverri námsgrein sem taka á próf í. svo þegar grein búnkans er lokið fær hann að fljúga oní skúffu. hingað til hefur léttir þessara fáu mínúta drifið mig heila í gegnum próf. svo ég vona sannarlega að sjö mínútur þessara næstu tveggja vikna muni ekki svíkja mig.

í dag fór íslenskan oní skúffu.

sunnudagur, maí 02, 2004

það er margt misjafnt að segja

prófin byrja á morgun
á föstudaginn var seinasti skóladagurinn minn í rúmlega ár
í gær áttum við sigrún í mjög alvarlegum samræðum um jafnrétti kynjanna þar sem staðreyndir voru sláandi
grey grænu laufin í garðinum þurfa að líða enn eina snjókomuna hérna í sveitinni
ég fer í 7 próf
en
á föstudaginn unnu mannlegu helvítin mortar
í gær var dagur verkalýðsins
í dag mun ég setja punktinn yfir i-ið á sex ára ferli mínum í litla big-bandinu hans sigga flosa í sal fíh klukkan 6
í dag á helmingur mannlegra helvíta afmæli og óska ég þeim jakobi og atla til hamingju með daginn
eftir prófin kemur sumarið