laugardagur, maí 31, 2008

þegar meðleigjendur mínir, gígja og helga, voru báðar út í útlöndum, mamma og pabbi voru líka í útlöndum, systur mínar líka í útlöndum og enginn maggi þá kom ég sjálfri mér á óvart og gróf upp lítinn gulan bangsa.

fimmtudagur, maí 29, 2008

adrenalínið fer af stað þegar það verður jarðskjálfti. ég veit ekki hvort það eru eftirskjálftar sem fara á eftir eða hvort það sé fiðringurinn í tánum og æsingurinn í mér sem veldur skjálftanum.

sunnudagur, maí 25, 2008



í gamla hljómalindarhúsinu er búið að opna nýtt kaffihús. það verður kaffihús, hjólaleiga, hjólasala og margt fleira ásamt því að starfsemi þess mun ná út yfir það að halda markað í sirkusportinu frá fim. til sun. í hverri viku.

skemmtilegt framtak.

fimmtudagur, maí 22, 2008

einu sinni var ekkert mál að týna síma eða veski á íslandi, maður gat verið nokkuð viss um að fá það aftur í hendurnar. núna eru tímarnir breyttir.

á mánudaginn var ég að mála framhliðina á hljómalindarhúsinu, var uppi í stiga og síminn minn lá á tröppunum við dyragættina fyrir neðan mig. ég vissi ekki fyrr en það var búið að nappa honum. þarna beint fyrir framan augun á mér.

það sem gerir þetta reyndar skondið er það að sama dag kemur mamma arkandi. búin að gefast upp á því að reyna að hringja í mig enda slökkt á símanum mínum. tilkynnir mér það að við systurnar (ég og védís) séum ómögulegar með síma. védís eigi ekki einu sinni síma lengur því að hennar síma hafi verið stolið í london daginn áður.

tvíburar tvíburar.

sunnudagur, maí 18, 2008

lífið er búið að vera ósköp ljúft. amælisboð og góðar stundir með vinum og kunningjum. þess á milli málað hús við laugarveg. eða ég virðist mála mig og stéttina frekar en húsið.

undarlegt atvik átti sér stað í gær. við gígja, ugla og maría kíktum út á lífið. á ölstofunni fóru karlmenn staðarins að rétta henni gígju miða með kámfengnum athugasemdum. jafnvel eigandi staðarins kom valhoppandi með miða. á miðunum voru ýmsar áletranir. sbr. "typpið mitt er kallaður hvalurinn." þetta var orðið óskaplega undarlegt allt saman og þegar miðarnir voru orðnir 5 og kaka í poka bæst við þá strunsuðum við gígja út. ég var orðin stórhneiksluð á hátterni karlpeningsins. í dag hefur gígja svo verið að reyta hár sitt yfir þessu, hvað var eiginlega í gangi.

og nú komst hún að niðurstöðunni. grínið var a la ugla og maría.

miðvikudagur, maí 07, 2008

ég fékk vinnu og það hefur slaknað á teygjunni.

helga er í leiðsögumannaskólanum og í gær ætluðum við að labba í henglinum. vorum tilbúnar í útivistafötunum klárar í slaginn þegar það kom í ljós að engin var með bíl og að það væri e.t.v. í lengra lagi að labba alla þessa leið. svo við örkuðum í útivistarfötunum í laugina. skemmtilegt tilbreyting. upplifðum reykjavík eins og túristar.

ætlaði að ausa úr skálum pirrings yfir skipulagsmál en einfaldlega nenni því ekki. það eru allir komnir með ógeð á skipulagsmálum í reykjavík, þau voru, eru og munu á næstunni, halda sig í ruglinu.

ég er einnig komin með nóg af lærdómi núna. ég held ekki lengur athygli og sé ég föstudaginn fyrir mér í hyllingum. þá mun langri törn loksins ljúka.

á laugardaginn munu "5 píkur" gera byltingu, segi ekki meir.

mánudagur, maí 05, 2008

það heldur áfram að teygjast á teyjunni.
[i thɪlɛpnɪ a:v θvi að au: mɔrkʏn ɛr phrou:v i ljouð- ɔ ljouðchɛrvɪsfrai:ðɪ ɛr plɔhkað i ljouðlɛtrɪ faistlan vɛrðʏr ɛhcɪ leinkrɪ að sɪn:ɪ]

(örlítil skekkja vegna hljóðletursskorts)

sunnudagur, maí 04, 2008

stemningin á þjóðabókhlöðunni er eins og á edrú menntaskólaballi.

laugardagur, maí 03, 2008

ég sit í glugganum á eymundsson með opnar bækur, en ég kemst ekki frá því að gjóta augum á manninn sem stendur hinum meginn við götuna. er hann að reyna að æla, ná e-u úr aftasta jaxlinum eða einfaldlega að éta á sér höndina?

fimmtudagur, maí 01, 2008


í dag er verkalýðsdagurinn. þeir mættu vera fleiri.

sólin og vorið gerði það að verkum að ég var mjög sveimhugi yfir lærdómnum í dag. átti notarlegan dag með mömmu minni, elduðum og fórum í sund, akkurat það sem maður á að gera á svona góðum degi. ( til að friða samviskuna )

manni leið eins og síld í tunnu í árbæjarlauginni. en allir voru glaðir og kátir. ég hugsa að íslendingar geti sett met í skapsveiflum á milli þess sem sólin er í felum og þegar hún loksins skríður hátt á loft. íslendingar kunna að meta sólina og líklega líka gróðurhúsaáhrifin. ætli það sé ástæða öfgafullrar orkunotkunar landans?