laugardagur, apríl 29, 2006

dagurinn í gær var eiginlega of góður til að vera sannur. þessi dagur mun lengi í minni hafður....


 • besta veður ársins
 • girnilegur morgunmatur í massavís
 • vopnahlé við agnete
 • morgunpartý
 • systir guðbjörg
 • jesú breytti vatni í vín
 • amish-hreyfingin brynjar
 • bláar frumur
 • ruðningsmenn
 • dimmision atriði
 • bróðir armand
 • gölluð glimmersprengja
 • lambið jóhannes
 • human piramit
 • fjölskrúðug gönguferð
 • puttaferðalag
 • rán
 • laugarvegurinn
 • hilmir
 • austurvöllur
 • sólarlúr
 • heyskapur
 • íþaka
 • halda á lofti keppni
 • allafar
 • kóræfing
 • jesús er besti vinur barnanna
 • sviðasulta
 • smán
 • sundhöllinn
 • höfuðhögg
 • heim
 • lúr
 • hverfis
 • gott fólk
 • kennarar
 • náttúrufræðistelpan og já...
 • bjór
 • sveifla
 • kjökur
 • hjörtur hjaltalín
 • gígja
 • kb
 • teiknibóla og blóð
 • skúrinn
endilega bætið við listann...
takk fyrir samveruna... og fyrir eftirminnilegasta daginn í mh....

miðvikudagur, apríl 19, 2006

cocorosie 17. maí újé

í gær var ég að hjóla og komst að því að gott pikknikk ( kl. 7.30 á þriðjudagsmorgni ) verður ekki endurtekið í senn. þar sem áður var gróðursæll bali á umferðareyju, er núna komin hola. moldarhola þar sem í mesta lagi væri hægt að gera ( þó allglæsilegt ) drullubú.
ég hef umturnað lífi mínu, orsök: ég hef týnt skólakortinu mínu (strætókort í 9 mánuði). það hefur sína kosti og galla.

gallar:
það kostaði 25.000 kr.
nú tekur það mig lengur en 30 mín að komast niðrí bæ.
ég mun fá meiri vöðvabólgu á því að bera skólatöskuna mína.
ég mæti sveitt í skólann.
vond lykt af mér.
snýki meira för og er óþolandi.
foreldrar mínir verða þreytt og pirruð á að pikka mig upp.

en kostirnir eru fleiri:
það er löngu búið að borga sig.
það er nú að koma lok apríl og kortið gilti til 1 jún.
læri kannski að tjilla meira.
kannski fæ ég freknur.
ég verð að laga hjólið mitt.
ég labba meira.
ég hjóla meira.
anda að mér fersku lofti.
manna mig frekar uppí sníkja far.
redda mér.
kem sveitt í skólann.

mánudagur, apríl 17, 2006

það er svo langt síðan að ég hef átt frí að ég kann ekki að vera eirðalaus. ég æði bara aftur og aftur út að labba eða í sund. þótt það sé í raun nóg að gera við lærdóminn.

ég held að eirðarleysi mitt sé svo sérkennilegt þesa stundina vegna ákveðins stefnuleysis og óvissu. það er svo skrítið að hanga í lausu lofti með það sem tekur við í nánustu framtíð.

ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að gera í sumar, hvað þá hvað ég mun gera næsta vetur. ég er þó hlaðin hugmyndum.

eirðarleysi mitt einkennist af gnógt hugmynda en sem hlaðast í fjall á herðum mér. því eins og andri snær segir í bókinni sinni þá: "er hugmyndin af sjálfstæðu fólki ekki sjálfstætt fólk" og "hugmyndin af bíl ekki bíll". ég verð að láta hugmyndirnar verða að einhverju áþreifanlegu. en þær eru orðnar að fjalli sem krefst kjarksöfnunar til uppgöngu.

og með síðustu setningunni gróf ég holu sem ég datt oní.

laugardagur, apríl 15, 2006

það voru 4 stelpur sem stoppuðu mig á laugaveginum. sögðust vera frá hollandi. já, sagði ég og var voða almennileg, alltaf til í að hjálpa viltum útlendignum. þær buðu mér á ráðstefnu, sem væri tilvalin fyrir mig ef ég elskaði jesú. ráðstefnu sem vegurinn í kópavogi stæði fyrir. ég sagði bara "interesting" og "nice" til skiptis og var oboðslega góð á því. smeigði mér þó frá mætingu með því að ljúga því að ég væri á leið útá land, en lofaði að dreifa nokkrum miðum fyrir þær.

ég var samt með amviskubit. ég hef komist að því fyrir löngu að ég elska jesú ekkert meira en aðra menn sem voru uppi fyrir 2000 árum. en alltaf þegar ég lendi í þessum aðstæðum stend ég sjálfa mig að því að vera svo almennileg og áhugsöm að það kyndir undir boðberum jesú. þótt það stangist á við mína trú. vil vera almennileg þótt mín innri sannfæring sé algjörlega á skjön við boðskap þeirra.

er það kannski ekkert skárra að vera kammó útá götu og styðja við áróður sértrúarsafnaða sem stangast á við mína innri tilfiiningu en bara að vera köld og ganga í burtu?
hver er maðurinn/konan?:

"Við fórum í tívolí í gær. Ég fór í öll tækin. Ég fékk líka ís og vann beygjanlegan blýant af því öll börn fengu vinning þótt þau töpuðu. Ég borgaði 20 kr fyrir að brjóta fimm diska á einum bás. Síðan keypti ég mér rauða hárkollu og reyndi að vinna rauðan "I Love You" hjartabangsa. Starfsfólkið hélt að ég væri fjórtán ára. Það fannst okkur mömmu fyndið.

Uppáhalds myndin mín þegar ég var ung og geðveik var söngvamyndin Gypsy með Bette Midler í aðalhlutverki. Á Laugarásvídjóleigunni var til eitt eintak af myndinni og ég var sú eina sem hafði nokkurn tímann leigt hana, en ég leigði hana alltaf reglulega."

svooo lýsandi fyrir vissan snilling
við védís vorum að skrifa j.k. rowling til að spyrja hana hvort við gætum gerst tengdadætur í wesley fjölskyldunni.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

þegar maður getur sofnað í heitri sólinni útá svölum.. þá hlýtur vorið að vera að koma

mánudagur, apríl 10, 2006

uppáhalds mitt er að fá fiðring í magann. fiðringur í maganum boðar undantekningalaust eitthvað spennandi.
ég ætla að eiga minn þátt í því að gera leynibloggarann ragnheiði að opinberum bloggara

miðvikudagur, apríl 05, 2006

ég á svo erfitt með að ákveða mig. ég á sérstaklega erfitt með að ákveða hvað ég skal taka mér fyrir hendur á næsta ári. ég fæ engar dellur. vil helst bara gera allt. ætli það sé þá ekki þjóðráð að grípa hugmyndina hans kára finns á lofti og gerast atafnakona.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

í dag átti ég í hrókasamræðum við hildi ploder, tuma, gígju og rán um það hvort maður blotnaði meira á því að labba ákveðna vegalengd eða hlaupa í rigningu. aðallega ég á móti tuma. ég sagði að maður kæmist þurrari vegalngdina ef maður hlypi nokkuð rösklega en tumi sagði að þá myndi maður safna mun fleiri dropum, maður myndi klessa á fleiri. ég skyldi nú alveg hvað hann var að fara en ég vildi ekki sætta mig við aðra hugmynd en mína fyrr en ég væri búin að skrifa vísindavefnum. en lánið lék við mig. við erum greinilega ekki þau einu sem hafa vellt þessu fyrir okkur.

http://visindavefur.hi.is/?id=232

þar hafið þið það hildur og tumi!
ég er halla og ég bloggaði stundum einu sinni. nú þykist ég loksins ætla að blogga á ný. aldrei að vita að það gæti runnið eitthvað meira sannfærandi til sjávar en útlit mitt ber með sér.