laugardagur, ágúst 28, 2004

i piura er alltaf gott vedur. 25 stiga hiti og sol. thad rignir aldrei. goturnar eru fullar af folki og lifi. hundar reika um allt og ymis fleiri dyr. i baenum er midbaer og svo stor markadur thar sem thu getur fengid allt. jafnvel keypt ther lifandi haenu i poka eda geit bundna saman a fotunum eda slatrad theim a stadnum. staerstu gotur baejarins eru malbikadar en adrar eru ur sandi. sumir eiga bila en ca. 2/3 hlutar farartaekja eru litlir sendiferdabilar sem folk tredur ser i, litlir gulir leigubilar eda motortaxar sem eru moturhjol med farthegakerru. husin i piura eru flest ferkanta og oft med halfklaradri efri haed. thad er eins og murari hafi fengid slatta af mursetinum til ad byggja borg og hann aetlad ser um of og ekki nad ad klara almennilega verkid. fyrir framan flest husin eru svo stalhlid sem loka af innkeyrsluna og gardinn fra gotunni. allt i kringum piura eru svo lagreistir kofar ur sprekum, plotum eda spytum sem fataekasta folkid byr.

husid mitt er a tveimur haedum med 7 svefnherbergjum. en thad segir ekki allt. herbergin eru oll frekar litil. ekkert a golfunum. litid rafmagn og stundum vatn og tha bara kalt. thad er reyndar alltaf vatn a annari hvorri haedinni. eg thvae tvottinn minn sjalf i hondunum.

thratt fyrir ad hlutir sem okkur finnst sjalfsagdir a islandi eru ekki til stadar tha angrar thad mig ekki. mer lidur vel. folk i peru er rosalega gott folk og vedrid er alltaf gott. allir vilja allt fyrir mig gera thott skilningur a tungumalum hvors annars er ekki mikid til stadar. undanfarna dag er eg buin ad flaekjast um allan baeinn, hitta fullt og folki og profa margt nytt.



þriðjudagur, ágúst 24, 2004

eftir 14 tíma flug og 14 tíma rútuferd er eg komin til piura, baesins sem eg mun búa í naesta árid. piura er vin i eydimorkinni. rosa thurrt og allt i ryki. menn, bilar og motortaxar a thonum, bilflautur, koll og laeti.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

nú eru tæplega tveir sólahringar þar til ég skelli mér til perú. ég stefni að því að sinna þessari síðu meðan á dvöl minni stendur en e-mailið er einnig klassískt og það væri svei mér þá skemmtilegt ef vinir, kunningjar og enn ókunnugir vermdu pósthólf mitt, skyldu eftir e-mail og/eða skelltu mér á msn.
halllla@hotmail.com

sunnudagur, ágúst 01, 2004

alltaf reynir maður eitthvað nýtt. í gær kom stjórinn á árbæjarsafni og spurði mig hvort ég væri ekki til í að mjólka kusuna sem heitir reyndar skjalda og til var ég. sagðist alveg hafa mjólkað áður, væri bara doldið langt síðan. svo þegar ég er búin að krækja í kusuna, þrífa spenana og maka á mig júgursmyrsli, átta ég mig bara á því að ég hafði aldrei nokkurn tíma mjólkað kusu áður. en þrátt fyrir það þá gekk þetta bara svona eins og í sögu og allir sáttir með frammistöðuna sem kom mjög á óvart. en svarið var heldur ekki langt leita. það er nefninlega ekki hægt að segja að maður hafi ekki mjólkað ef maður hefur séð alla 52 þættina af Heidi þrisvar sinnum og farið í gegnum mjaltir mörg hundruð sinnum, þó það sé ekki nema í huganum. en það skilaði sér svo vel að ég datt í mjaltakonuhlutverk áræjarsafns.