"þeir"
dagarnir líða í jeddah og hitinn er farinn að lækka aðeins, farinn að vera undir fjörtíu stigunum yfir daginn sem eru tíðindi. smám saman reynir maður að laga sig að því sem er á annað borð hægt að laga sig að. hitanum, hótelinu, abay-unum/búrkunum og frelsissviptingunni. farinn að finna sig í þessu í þessum ólíka heimi. fyrstu dagana hér í jeddah var ég frekar buguð. buguð af reglufarganinni. mér fannst eins og allt sem ég gerði hlyti að vera vitlaust, hlyti að brjóta einherjar reglur. ég þorði ekki einu sinni að brosa til afgreiðslufólks. fannst að þá hlyti ég að vera álitin undirförul gála, eða sannkallaður heimskingi. ég var hrædd um að ef ég dansaði á brún reglnanna þá myndi ég draga réttindi kvenna niðrí svaðið (ekki að þau séu þar ekki nú þegar). ögrun myndi gera illt verra, allavega ögrun frá mér, vestrænni stelpu sem býr við algjört frelsi í samanburði við kynsystur mínar. ég áttaði mig hins vegar á því að ég var leyfa reglufarganinni að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. kúga og það sérstaklega konur. ég komst að því að með þess konar áframhaldi myndi ég sennilega glata huga mínum til sádi araba sem myndu ekkert vita hvað þeir ættu við hann að gera. ég einfaldlega kærði mig ekki um það að skilja sjálfa mig eftir hér. þótt það sé í lagi að vera hér í þrjá mánuði og reglulega áhugavert. ég vona að brúnardans minn dragi engann niður heldur reynist fólki frekar hvatning. eða því vil ég trúa. á þann hátt hefur dvöld mín lést og ógn hins “ógurlega valds” farið af herðum mínum. það er alls staðar hægt að láta sér líða vel, ef maður finnur pláss fyrir sjálfan sig.
sunnudagur, október 10, 2010
frá byrjuninni
við vorum ennþá í flugvélinni á flugvellinum í jeddah þegar menningarmunarinn náði taki á okkur. (þrátt fyrir að ég vinni hjá iceland experss) um hundrað manns sátu saman í flugvél sem var ekið fram og til baka á flugvellinum í jeddah í leit að stæði.
„fengum skilaboð um að við þurfum að bíða í tuttugu mínútur,“ sagði flugstjórinn, og við gerðum okkur til, settum upp hattana og huldum hárið.
„verðum víst að bíða í 40 mínútur í viðbót,“ hljómaði stuttu síðar. svo ég lagði mig í flugfreyjubúningnum með uppsett hárið. í þriðja skiptið talaði flugstjórinn: „æ, ég veit ekki hvenær þeim dettur í hug að aðstoða okkur, þeir eru farnir að biðja núna.“ tveimur tímum síðar fengum við að fara frá borði en þá tók við vegabréfaeftirlitið, sem tók einnig tímana tvo.
sádar biðja sex sinnum á dag. þá ómar bænakall yfir bæjum og borgum, öllu er lokað og allt er heilagt, þá er tími til að biðja svo fólk flykkist inn í næstu moskvu eða biður þar sem það er staðsett, jafnvel þótt það sé á miðri hraðbraut. lagt í kanti og beðið kanti. fyrsta bænakallið er um klukkan fimm á morgnanna, þegar birtir. næsta klukkan rúmlega sex þegar sólin rís, síðan í hádeginu, annað um klukkan hálf fjögur, þriðja um klukkan sex og það síðasta er milli klukkan sjö og átta á kvöldin. bænatímarnir eru mislangir, frá nokkrum mínútum upp í sirka fjörutíu mínútur. sá síðasti er lengstur. á meðan beðið er lokar allt. búðir loka, afgreiðslufólk hverfur frá í stórmörkuðum, breytt er yfir vörur á mörkuðum og göturnar fyllast þegar fólk hleypur til moskvanna og tæmast meðan beðið er.
hópurinn, aðallega samansettur af íslendingum, tyrkjum, bretum og egyptum býr á hóteli í miðbæ eyðimerkurborgarinnar jeddah sem liggur reyndar við rauða hafið. bærinn iðar af lífi og við erum í 3 mínútna labbi frá aðalmarkaði bæjarsins sem er kallaður „súkkið.“ í hina áttina frá hótelinu, reyndar nær en súkkið, er torg sem er oft kallað „chop-chop-squere“ vegna þess að á þessu torgi er fólk höggvið og hýtt, já, enn þann dag í dag. ég held ég geti leyft mér að fullyrða að ég hafi aldrei átt jafn klikkað útsýni út um gluggann, og þá á ég við í orðsins fyllstu merkingu. en hér á ég heima. næstu þrjá mánuðina.
föstudagur, október 08, 2010
ef ég ætti að gera hryllingsmynd þá myndi ég láta hana gerast í molli, verslunarmiðstöð. þá væri jeddah í sádi arabíu álitlegur staður til að taka upp myndina. nóg af mollum og í raun ekki mikið mál að rýma þau þar sem þau eru hvort eð er alltaf næstum hálftóm.
ef einhver hefur þörf fyrir því að láta nudda stéttarskiptingu framan í sig þá mæli ég með jeddah. í rykinu og eyðimörkinni, innan um hálfbyggðar/hrundar byggingar er meira magn af nýtískulegum mollum en ég vissi að kæmust fyrir í einni borg.
af hverju að fara til ameríku að versla? veldu sádi arabíu!
ef einhver hefur þörf fyrir því að láta nudda stéttarskiptingu framan í sig þá mæli ég með jeddah. í rykinu og eyðimörkinni, innan um hálfbyggðar/hrundar byggingar er meira magn af nýtískulegum mollum en ég vissi að kæmust fyrir í einni borg.
af hverju að fara til ameríku að versla? veldu sádi arabíu!
fimmtudagur, október 07, 2010
púkinn vaknar í sádi arabíu
innilega velkomin til sádi arabíu við vonum að þú njótir dvalarinnar en það eru þó nokkrir hlutir sem við biðjum þig um að hafa í huga:
fimm stranglega bannaðir hlutir:
áfengi
kynferðislegt siðleysi
klám
svínakjöt
að konur keyri
að konur klæðist öðru en búrkum ( slæða yfir höfuðið þó eitthvað á reiki)
annað sem er bannað (bara ekki stranglega bannað, en samt bannað):
menn mega ekki nálgast eða tala við sádi-arabískar konur án þess að hafa verið boðið það af fjölskyldumeðlim hennar eða eiginmanni.
maður tekur við hlutum með hægra hendi, aldrei vinstri.
ekki sýna sólana á skónum eða iljarnar.
klæða sig siðsamlega, stuttbuxur bannaðar.
ekki fara inn í moskvu nema þú sért múslimi.
ekki taka myndir af sádum, nema að hann hafi gefið þeir leyfi til þess.
svo er það það sem er ekki bannað en fyrirlitið og þannig eiginlega bannað:
vinna sem kona.
mynda augnsamband við fólk.
knúsast eða snertast á almanna færi.
konur mega ekki sitja frammí í bíl, nema að ökumaðurinn sé maðurinn þeirra eða bíllinn fullur.
vera með laust hár sem kona.
vera ein sem kona, helst ekki tvær heldur - þrjár eða fleiri.
ekki stunda líkamsrækt sem kona.
ekki nota sundlaugina á hótelinu í 45 stiga hitanum, sem kona.
ekki nota tennisvellina á hótelinu sem kona.
innilega velkomin til sádi arabíu við vonum að þú njótir dvalarinnar en það eru þó nokkrir hlutir sem við biðjum þig um að hafa í huga:
fimm stranglega bannaðir hlutir:
áfengi
kynferðislegt siðleysi
klám
svínakjöt
að konur keyri
að konur klæðist öðru en búrkum ( slæða yfir höfuðið þó eitthvað á reiki)
annað sem er bannað (bara ekki stranglega bannað, en samt bannað):
menn mega ekki nálgast eða tala við sádi-arabískar konur án þess að hafa verið boðið það af fjölskyldumeðlim hennar eða eiginmanni.
maður tekur við hlutum með hægra hendi, aldrei vinstri.
ekki sýna sólana á skónum eða iljarnar.
klæða sig siðsamlega, stuttbuxur bannaðar.
ekki fara inn í moskvu nema þú sért múslimi.
ekki taka myndir af sádum, nema að hann hafi gefið þeir leyfi til þess.
svo er það það sem er ekki bannað en fyrirlitið og þannig eiginlega bannað:
vinna sem kona.
mynda augnsamband við fólk.
knúsast eða snertast á almanna færi.
konur mega ekki sitja frammí í bíl, nema að ökumaðurinn sé maðurinn þeirra eða bíllinn fullur.
vera með laust hár sem kona.
vera ein sem kona, helst ekki tvær heldur - þrjár eða fleiri.
ekki stunda líkamsrækt sem kona.
ekki nota sundlaugina á hótelinu í 45 stiga hitanum, sem kona.
ekki nota tennisvellina á hótelinu sem kona.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)