mánudagur, júní 26, 2006

er kannski málið að gerast pípari og hætta þessu rugli. pípari kemur inn, beygir sig niður í nokkrar mínútur og röltir svo út með 9000 kr. fara til belgíu og læra píparann. ætli það sé ekki gott píparanám í belgíu. pott þétt.
eftir að hafa misst mig alveg í jónsmessuhlaupinu á föstudagskvöldið sem "þruman" og náð meira að segja 3. sæti í skemmtiskokkinu var tími til kominn að skella sér á frjálsíþróttaæfingu. þá fyrstu í 4 ár.

fór í frábæra brúðkaupsveislu á laugardaginn hjá mömmu hennar uglu. ég kom kl. 10 til að spila með byssupissi. þá var veislan búin að standa yfir síðan kl.4. það var feikilega góð stemning á staðnum og fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna þegar byssupiss steig á stokk.

eftir að brúðkaupsveislunni lauk héldum við í útskriftarveislu til kela en svo fljótlega í eftirpartý brúðkaupsveislunnar þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu með dönunum 40. nokkuð góð brúðkaupsveisla.

í gær tók svo við diskódans og pönk á árbæjarsafni.

nokkuð viðburðarík og skemmtileg helgi.

þriðjudagur, júní 20, 2006

19. júní er liðinn. kvennréttindadagurinn. dagsetningin og sá titill gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi.

byssupiss á nfs. götuleikhúsið á flandri. fæðingarjóga á lækjartorgi þar sem "unnustar" okkar voru leiddir í gegnum fæðinguna. rosalegt drama þar sem sveit, stöð2, redchile, göngutúr, skammir og spenna komu fyrir. og svo hörkutónleikar á barnum.

í tilefni dagsins sem var vil ég vekja mikla athygli á frábærri síðu:

http://www.latastelpan.is

og" í dag" átti líka halli afmæli. til hamingju með afmælið halli.

mánudagur, júní 12, 2006

andvaka.

sunnudagur, júní 11, 2006

rigning á mjög sterka tilfinningu í mér. rigning er uppáhalds veðrið mitt ef rokið lætur ekki sjá sig. ein besta stund lífs míns var þegar ég lenti í drauma rigningunni minni. alvöru rigningu. það var á bökkum amazon. við vorum búin að fylgjast með þessari rosalegu eldingasýningu í fjarska allan daginn. en það var komið kvöld þegar rigningin kom. við vorum nýkomin af diskóteki þorpsins. diskótekið var eina húsið í þorpinu sem var með rafmagn, ljós og tónlist. þetta var langt inní skóginum. langt frá allri siðmenningu. vegna hás geðþóttastuðuls hafði leiðsögumaðurinn okkar boðið okkur í heimsókn til þorpsins síns. í þessu þorpi lét ég þau orð falla að þarna myndi ég vilja ala upp börnin mín, sem er kaldhæðnislegt þar sem síðar um kvöldið barst mér einmitt tillaga um að verða móðir barna stráks nokkurs í þorpinu. eftir viðburðaríkan dag, hafa veitt pýranafiska, synt með vatnahöfrungum, grillað fenginn í koti hjóna sem aldrei höfðu verið annarstaðar en í kotinu sínu, ætlaði ég að koma mér í háttinn. en á sömu stundu og ég lagði höfuðið á koddann heyrði ég hvernig rigningin nálgaðist. hvernig smám saman barði hún jörðina nær og nær tjaldinu. ég fékk fiðring í magann og stökk út. á stutt buxum og hlýrabol. ég kallaði á stelpurnar hvort þær ætluðu að missa af þessu, en þær umluðu bara e-h út í annað. ég var því ein, stelpa að láta draum sinn rætast, að dansa í rigningunni. hinni einu sönnu. þetta voru svo stórir dropar að ég gat svalað þorstanum á svipstundu með því að snúa andlitinu upp og opna munninn. eins og smástelpa valhoppaði ég ein á bökkum amazon, í myrkri og hinni einu sönnu rigningu. þungum, heitum dropum. eftir einungis örfáar sekúndur var eins og ég hefði stungið mér í sundlaug. og þannig. ekki með vott af kulda í kroppnum lagði ég höfuðið á koddann.

laugardagur, júní 10, 2006

ég var svo lengi í timburverslun byko að mér var boðið í grillveislu starfsfólks. vona að það hafi verið vegna þess að við vorum að kaupa heljarinnar magn af timbri en ekki vegna kyns míns. hlutföllin í veilsunni voru um 1/25 og ég býst við því að það sé ekki erfitt að giska á hvorn veginn það var.

föstudagur, júní 09, 2006

ég er mjög sátt við gaurinn sem rakst á staðhæfingarnar um álverð á íslandi á heimasíðu alcoa í brasilíu. heimasíða alcoa í brasilíu! vel gert.

þriðjudagur, júní 06, 2006

"tharna eru bara allir saman komnir sem kus´ hann"

- ummæli móður minnar þegar halldór mætti ásamt flokknum í sjónvarpið í gærkvöldi.

laugardagur, júní 03, 2006

sumarið er komið og því fylgja nýir tímar. efnilegt hingað til fyrir utan frekar ferlegar niðurstöður sveitastjórnarkosninga.

um daginn kom mynd af stúlknahljómsveitinni nælon á tímariti morgunblaðsins. á forsíðunni mátti sjá þær í sínu fínasta pússi. hvítur alklæðnaður. eitthvað tilbúið lúkk sem ég get ekki trúað því að nokkur stelpa á þessum aldri myndi vilja eiga nokkurn þátt í. heyrðist: "þetta er fólkið sem kýs sjálfstæðisflokkinn og stjórnar landinu okkar." eru þessar stelpur, eða þ.e. batteríið í kringum þær ekki gott dæmi um brenglaða samfélagið okkar? að það gleypi við fyrirbærum sem er svo meðvitað sköpuð fyrir markaðinn. byggist ekki sköpunargáfu einsatklinganna eða frumkvöðlastarfi. sýnir það ekki að fólk í okkar samfélagi lifir í blekkingu með ansi margt. má kannski þannig skýra fylgi svo yfirborðskennds flokks sem sjálfstæðisflokkurinn er.

gott dæmi um hljómsveit sem á miklu frekar að taka til fyrirmyndar er byssupiss. árangur og vinsældir byssupiss náðu hæðum í síðustu viku. en þetta er bara rétt að byrja.

ég átti ekki í erfiðleikum með að kjósa.

við systurnar nýttum okkur "góð stefnumál" sjálfstæðisflokksins og fengum okkur bjór í þeirra boði. ef það skyldi kalla stefnu til eftirbreytni. mh-ingar oftar en ekki með vg barmmerki fjölmenntu.

sjálfstæðisflokkurinn fær þó hrós fyrir sterkabrjóstsykraskálina sem fór í ferðalag með nokkrum stelpurófum í nafni vg. smalaði frekar en ekki fáeinum atkvæðum og öreigarnir voru næringunni feignir.

dóra takefusa er semsagt regular costumer. en var líka tekin í nefið.

ljúflingsadagar liðu með systrunum tveimur. ekki svo oft sem það verður.

en svo var það útskriftin. mh... og frábær veisla heima í sveitinni. mjög vel mannað og auðvitað tróð byssupiss upp.

götuleikhúsið og lærdómur skullu á.

byssupiss hélt áfram að meika það.

...og góða veðrið og sumarið mætti loksins á staðinn.