laugardagur, febrúar 28, 2004

frábær stemning. sex vinkonur búnar að vera að elda í allan dag. vöknuðum mishressar í einni þvögu. skelltum fyrst í pönnsur og erum svo búnar að vera að elda afmælismatinn hennar sigrúnar. fullt af lasannía. mmm. margt að spjalla um og skemmtilegheit. fórum nefninlega á árhátíð nokkra í gær. margar sögur að segja frá. misskemmtilegar og fólk misstollt af sögum sínum. en hva. sona er þetta. maður er nú bara í menntaskóla einu sinni, eða flestir og því er um að gera að skemmta sér sem mest við megum. þótt upp komi kannski óvæntar uppákomur, óvænt reiði, óvænt dansstemmning, óvænt rugl, óvænt daður eða kannski allt saman ekki svo óvænt. en það er nú bara til að krydda lífið. hafið það gott.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

nú er barsasta góðum áfanga lokið. söngkeppnin fór nefninlega fram á föstudaginn. og það bara nokkuð prýðilega. jú já atriðin voru upp og ofan sem er nú samt ekki nema jákvætt. aðveldara að vera sammála um sigurvegara. ég held líka barasta að allir hafi verið nokkuð sáttir við sigurvegara og þar með fulltrúa mh í söngkeppni framhaldsskólanna. það voru þær stöllur sunna og silla. ekki af verri endanum. fyrir utan það að vera með alveg frábært atriði í góðum mh fíling, þá höfðu þær hugsað þetta aðeins lengra, það er, þær höfðu platað hann andra í atriðið sem gerði að sjálfsögðu góða hluti, þar sem fyrstu sæti tónlistar keppna mh hafa hreinlega fest við drenginn.. þetta er í fjórða skiptið í röð að andrinn vermir fyrsta sætið! nokkuð gott.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

það er alltaf voðalega gaman þegar maður hefur gott tilefni til að blogga. já og í dag hef ég frábært tilefni! því með því að blogga í gær ylja ég dreng nokkrum að hjartarótum með gæskunni einni. tilefnið er einmitt það að í gær gat þessi merkilegi drengur í fyrsta skiptið keypt sér sígarettur, leigt sér ljósbláa mynd og gift sig allt í senn og það jafnvel löglega. já, hann varð átján ára og er þetta innileg afmælisgjöf til hans odds þorra frá mér! ... ég ætti kannski að gera góða greinargerð fyrir persónuleika odds þorra en þar sem hún býður uppá miklar spekúlesjónir læt ég það bíða betri tíma þar sem ég þarf að auka við orðaforða minn til að ná almenninlega að persónugreina kappann. en jú merkilegur er hann læt ég það gott heita að sinni. til hamingju!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

mér finnst alltaf jafn gaman þegar ókunnugt, pínu skrítið fólk talar við mig útá götu. í tilefni af því ætla ég að skrifa nokkur merkilega skondin samtöl sem ég hef átt undanfarið á stoppustöðum:

doldið subbulegur, þéttur gaur með þykk gleraugu.
gaur: heyrðu
ég: já
gaur: veistu hvort tvisturinn er farinn?
ég: nei því miður
gaur:veistu stundum langar mig bara svo að tala við eitthvern
ég: já, jú ég kannast alveg við það
gaur: já veistu ég vildi að ég gæti verið eins og harry potter
ég: já hann er nú alveg í sérflokki hann harry potter
gaur: já það er nefninlega svo kúl að hann getur bara allt og hann gerir bara allt sem hann langar til
ég: já það væri nú munur
gaur: já... en takk fyrir að tala við mig
ég: ekkert mál
gaur: ég er þá bara farinn... bless

gömul kona í ártúni - ekkert skrítin samt
kona: heyrðu kondu aðeins og sestu hjá mér, mig langar svo að segja þér smá dögu
ég: (settist) já
kona: ég er búin að bíða svo lengi og rak svo augun í pilsið þitt. það er nefninlega svo merkilegt að sjá ykkur stelpurnar nú til dags klæðast einungis undirpilsum.
ég: já svona er þetta, tískan gengur hring eftir hring
kona: já, en ég get svo sagt þér það að við hefðum aldrei vogað okkur að vera í þessum pilsum einum pilsa. og aldrei dirfst að láta sjást í blúnduna!
ég: nei, ég kannast við þessa sögu, en fynnst þér ekki gaman að við skulum nota og nýta föt þinnar kynslóðar?
kona: jú afskaplega... en ég hvísla því nú bara að þér að þetta voru bara nærfötin okkar
ég: já það er nú doldið skondið... en ég verð nú víst að stökkva uppí strætó núna.

gamall maður með rosalega sérkennileg augu
hann: jæja er verið að bíða eftir strætó?
ég: já
hann: þú verður nú að passa þig að láta þér ekki verða kallt
ég: já ég geri það, er með vetlinga og húfu og svona
hann: en það er nefninlega eitthver flensa að ganga
ég: já ég reyni að passa mig
hann: já gerðu það.. bless (labbar í burtu)
ég: bless
hann: (snýr við) þú mátt ekki missa af strætó
ég: nei, ég geri það vonandi ekki
hann: nei einmitt þá verður þér nefninlega svo kalt
ég: já ég veit það er nýstingskuldi úti
hann: já.. en jæja bless (fer)
ég: bless
hann: (snýr við) értu nokkuð búin að missa af strætó?
ég: nei ég held nú ekki
hann: áttu ekki bíl?
ég: nei
hann: en ég sé það á þér að þú keyrir
ég: jú já ég geri það
hann: já ég hef nefninlega séð þig á bíl, bara frekar langt síðan
ég: já það getur verið
hann: ég var nefninlega lögga
ég: já er það?
hann: já þegar ég var ungur, svona tvítugur
ég: nú er það
hann: en já ég vona að þér verði ekki kalt
ég: já ég passa mig
hann: já bless