föstudagur, ágúst 25, 2006

til að gera langa sögu stutta þá missti ég af lestinni í berlín og þar sem miðinn minn var sértstakur afsláttarmiði gilti hann bara einu sinni og ég hefði þurft að kaupa nýjan miða. svo ég hafði það bara gott einn dag í viðbót í berlín og lét svo eins og mjög heimsk, mállaus stelpa sem var nógu sannfærandi til að blekkja tvo lestarverði. í staðinn fyrir að borga 40 evrur í sekt og vera hennt út komst ég til kaupmannahafnar með sekt uppá 3 evrur. ég get vel viðurkennt að hjartað hætti ekki að slá aukaslög af stressi fyrr en ég loksins komst til köben.

í köben beið mín systir góð og vinir sem ég naut samvista með á gaypride hátíðinni í köben og á kaffihúsatjilli. eftir heimsókn til ljúflingsbæjarins roskile og háskóla köben hélt ég svo heim á leið.

svo eru það bara næturvaktir á hrafnistu og að sjálfsögðu gigg í röðum með byssupissi. þar til haldið verður aftur út fyrir landssteinana.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

eftir að hafa spókað mig í suður þýskalandi. hélt ég norður á bóginn með stefnuna á berlín. í einn dag skyldi ég spóka mig í berlín áður en ferðinni yrði haldið áfram til köben. klukkan 7 um morgunn mætti ég í geimstöðina í þrívídd, sem nýja lestarstöðin í berlín er, og klukkan 8 var ég búin að labba allar hæðir og ganga stöðvarinnar og komin á sama stað og þegar ég mætti, engu nær um neitt. ég hugsaði mér að þetta væri að snúast uppí rugl svo ég stakk mér í djúpulaugina og valdi mér einn stað á neðanjarðarlestarkortinu sem ég var með og hélt þangað. þetta kort voru einu upplýsingarnar og vitneskja sem ég hafði í farteskinu um berlín.

staðurinn sem ég valdi var alexandersplads. þar fann ég svo götu sem hét ráðhúsgata, svo fann ég ráðhúsið, dómkirkjuna og svo kl. 12 var ég búin að skoða flest það sem ég komst að því síðar að væri í "to do in one day". þá hélt ég bara rambinu áfram, fór í sight-seeing í lestarkerfinu og loksins kl. 5 hitti ég dreng nokkur sem ég þekkti ekki neitt en var búinn að lofa mér gistingu. íbúðin er í tyrkneska hverfi berlínar þar sem hann býr ásamt tveimur öðrum krökkum. ég gerðist bara ein af hópnum og við röltum útí frispí og .....

frh. síðar

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

evropuverkefninu i balingen er lokid. 9 frabaerir dagar. get ekki sagt annad en ad thetta hafi verid notarlegasta ferd sem eg hef farid i. thar sem motto ferdafelagsins var "villense komennse kurennse". snerist mikid um ad kura. sidasti dagur verkefnisins vard sannarlega eftirminnilegur thegar vid sylgdum a kanoum nidur dona i frabaeru umhverfi. vid upplifdum okkur eins og i aevintyri og til ad gera thetta enn aevintyralegra var pocahontas-lagid sungid hastofum thegar vid heldum nidur fludirnar. en nu hafa ferdafelagar minir haldid i margar mismunandi attir og eg dulla mer herna i sudur-thyskalandi thar til eg held til berlinar i kvöld. einn dagur i theirri merkisborg og svo a slodir vina og fraenda i köben.

mánudagur, ágúst 07, 2006

er stödd i thjodverjalandi. eftir 9 daga merkisframkomu korsins i mainz hefur tekid vid 10 daga evropuverkefni i balingen. fra mörgu er ad segja ur korferdinni en svo virdist vera ad ferdin til balingen slai thad ut eftir ad hafa tynst i dag i fjöllunum i kring. eda tynst og ekki tynst.