mánudagur, mars 19, 2007

védís er byrjuð að blogga: http://vedis.blog.is

mín megin ríkir bloggstífla. ég hef frá litlu að segja og litla orku til að tjá mig. ef ég er ekki á stúdentaleikhúsæfingu er ég með 35 börnum, 30 gamalmennum eða útlendingum og óþolinmóðum viðskiptavinum bókabúðar..

ekki þykir mér það þó leiðinlegt...

fimmtudagur, mars 15, 2007

af mbl.is
Á vappi með svan Lögreglan í Stokkhólmi stöðvaði konu sem var á göngu með svan í plastpoka. Svanurinn hafði flækst í fiskilínu og sagðist konan ætla með hann til dýralæknis. Að sögn lögreglunnar er ekki ólöglegt að fara með svan til dýralæknis en þeir þekktu konuna því í janúar var gerð húsleit hjá henni og fundust þá ellefu svanir heima hjá henni.

Samkvæmt sænskum lögum er óheimilt að geyma svani heima hjá sér lengur en í tvo sólarhringa. Dagens Nyheter sagði frá þessu í dag.

þriðjudagur, mars 13, 2007enginn ætti að láta fram hjá sér fara frönsku költ-myndina "le pére noel est une ordure" sem er sýnd í dag í háskólabíói kl. 17.45.