þriðjudagur, desember 30, 2003

ég get ekki sagt annað en að íslendingar séu komnir í snjóhaminn. skyndilelga hefur fólk ófá tækifæri til að sanna góðskap sinn og hetjudáðir þar sem það stekkur út úr bílum sínum og potar aðra bíla af stað hér og þar. mér finnst þetta mjög gaman og það getur verið þrælspennandi að sitja í strætó núna með nefið klesst upp við glerið og horfa á aksjónið á götum borgarinnar. annars er ég viss um að þetta félli ekki í svo góaðn jarðveg ef jólin væru ekki nýlega um garð gengin og fólk enn í jólatjillinu. en í dag finnst mér þetta frábært.
ég var næstum sprungin úr hamingju í morgun þegar ég sá veðrið. vá hvað það getur verið gaman að fá doldið krassandi veður svona öðru hverju. við pabbi stukkum uppí jeppann okkar góða og héldum af stað með mig niðrí tjarnarbíó og hvílík ævintýraferð. hápunkturinn var þegar pabbi vildi ólmur halda á vit ævintýranna útaf veginum og út í móa. já á svona dögum kann ég sannarlega að meta að búa nánast í óbyggðum. þá fær maður sko óveðrið og ófærðina beint í æð ;)

mánudagur, desember 29, 2003

ég verð að viðurkenna að ég get ég ekki orða bundist yfir orðum sem látin voru falla á bloggsíðu nokkurri um eftirfarandi málefni:

-fólk sem ekki fer í sturtu á sundstöðum, nei réttara sagt konur sem ekki fara í sturtu
-tannkremstúbur
-fólk sem keyrir hægt
-tásusokka
-slipknot
-fréttir
- verkefnið "auður í krafti kvenna"
-arsenal
-hallgerði langbrók

þótt ég verði að segja að við (ég og skrifarinn) náum vel saman ;) þá er ég á nokkuð öðrum nótum gagnvart þessum málefnum :)

- fólk sem ekki fer í sturtu. ég er nokkuð viss um að hlutfall þessara sé mjög jafnt hjá kynjum. þegar stelpur koma út með þurrt hár, hafa ekki viljað bleyta það, þá svona á það til að sveiflast í vindinum, nokkuð augljóst. en ég hins vegar tek mér það bessaleyfi til að taka þá ályktun að piltarnir sem ekki fari í sturtu vilji ekki þvo úr hári sínu gel eða eitthvað þannig og þá held ég barasta að það sæjist ekki á þeim að þeir hafi ekki farið í sturtu. svo er ég líka nokkuð viss um að þetta fólk fer í sturtu þótt það þrífi ekki hárið og það að það bleyti hárið um leið og það kemur út, hlýtur að vera sjalgæft. þótt ég vilji ekki véfengja orð sundlaugavarðarins ;)

-tannkremstúbur ...

-fólk sem keyrir hægt.. ég veit að það getur verið pirrandi fyrir fók sem liggur lífið á, að keyra á eftir fólki sem keyrir hægt. en ég dreg þá ályktun líka að fólk sem keyrir hægt keyrir hægt af eitthverri ástæðu. ekki bara til að keyra hægt og pirra fólkið í kringum sig. því liggur ekki lífið á og mér finnst ekki nema sjálfsagt að leyfa fólki að silast í gegnum lífið á sínu eigin tempói. ég verð að viðurkenna að ég á það til að keyra hægt. þá er það mestmegnis vegna þess að ég á það til að sökkva mikið í djúpar hugsanir og þá held ég að það sé best fyrir aðra að ég keyri hægt. svo keyrir mamma mín hægt og mér dytti ekki í hug að hata hana fyrir það ;)

-tásusokkar... stórt skref í sjálfstæðisbaráttu tása... ísland barðist fyrir sjálfstæði, hví ekki tær :)

-slipknot... það eru svo margar milljónir sem eiga þá fyrir uppáhaldshljómsveit.. vá hvað það er gott.. það gerir tónlistarsmekk manns aðeins sérstakari gagnvart fjöldanum

-ég er mjög sammála þessu með fréttirnar en ég held ég hafi samt skýringu á þessu. sem er nokkuð augljós. við fáum bara fréttirnar gegnum þessar þjóðir sem eru teknar fram. ef íslensk hjón hefði dáið þarna og íslensku fréttaritari á staðnum þá hefði það væntanlega verið tekið fram hér á landi og ef svíjar til dæmis notuðu þá frétt myndu þeir sennilega halda sama innihaldi. sama með bandaríkjamennina. við fáum okkar fréttir frá þeim .. sama innihald og þeim finnst skipta máli fyrir sitt land.

- verkefnið "auður í krafti kvenna". því fylgja bæði kostir og gallar. já þar má kannski draga stundum fram smá kvenrembu. sértstakt kvenna þetta og hitt. en mér finnst samt að það megi vekja áhuga á því að þótt stelpum sé boðið eitthvað en strákum ekki. þá er það með fyrstu skiptum á þann hátt. áður voru það strákar sem fengu svona fín boð. í hundruðir ára sátu stelpur heima meðan strákar fengu þessu fínu boð á silfurfati. ég er heldur ekki að segja að konur eigi núna að hefna sín á körlunum. það leysir engan vanda heldur. en ég skil samt alveg pælinguna. það er verið að reyna að opna gátt fyrir konum sem hefur verið lokuð svo lengi á meðan hún var opin fyrir körlum. svo veit ég ekki betur en að þetta sé nú eitthvað í gangi hjá körlum líka. veittir eru styrkir til karla til háskólanáms í sumum greinum þar sem karlmenn skortir.

-arsenal... hvað get ég sagt...

-hallgerði langbrók... þótt ég hafi ekki leyft hallgerði að njóta þess heiðurs sem ég veitti henni með því að nefna slóð mína eftir henni lengur.... þá ber ég viðringu fyrir henni... því þótt hún hafi verið grimm og slóttug, þá ýtti hún undir kvenfrelsi... sýndi að það þarf ekki að vera karl til að hafa völd... ég réttlæti samt ekki gjörðir hennar, því hún kom illa fram. en mér finnst hún samt hafa haft fullan rétt á því að láta til sín taka ef henni var misboðið líkt og tíðkaðist meðal karla á þessum tíma.

púff... jæja... vona að ég hafi náð að sópa pínu burt af þessu hatri ;)

laugardagur, desember 27, 2003

ég hélt alltaf að ég væri bara all sæmileg með tölvur, en hef komist að því að ég hef logið að sjálfri mér í ófá ár. því að ég hreynlega hef þetta alls ekki í hendi mér. en ég kann að setja linka svo endilega látið mig vita til að linka ykkur. en, þar er reyndar hængur á þar sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að setja comment. en jæja. mér tókst líka að breyta urlinu mínu. eftir að hafa lesið njálu þá langaði mig hreynlega ekki að hafa þetta url lengur. ekki það að ég sé í hugarstríði við konu sem var kannski upp fyrir tæplega þúsund árum. nei heldur bara að mér fannst hún ekki verðskulda það svo mikið.... en jæja í staðinn er það púkinn...
með tveimur rosalegum byltum koms ég á á leiklistaræfingu í dag. hress í bragði eftir smá smakk af snjó hér og þar á gangstéttum þar sem nýju fínu skórnir mínur reyndust vera aðeins sléttbotnaðri en ég hafði gert mér grein fyrir. en tvær byltur gera mann bara hressari fyrir vikið. en svo fór að þegar ég mætti á staðinn var ekki æfing. en lánið lék við mig og tinna nokkur var á leið heim og skutla mér, ef skutla má kalla, marga kílómetra uppí óbyggðir þar sem ég á heima. en þetta var svosem ágætt í heild. gott innlegg í sólarhringssnúininginn minn. og hálftíma lesning af harry potter í strætó :)

föstudagur, desember 26, 2003

í dag er annar í jólum og í dag skrópuðu ansi margir kórfélagar í jólaboð til að syngja á landspítalanum. þeir gátu valið á milli þess að sytja enn einu sinni og raða í sér ljúffengum kræsingum, sem myndu gæla við bragðlaukana í örfáar sekúndur en heila eilíf við fitufrumufélaga sína á maga og á rassi. eða að rölta um hina drungalegu stofnun, sem spítalar eiga það til við að vera, og þjálfa raddböndin. með aðeins stundarrölti myndu þeir lífga uppá jólaandann hjá fólki sem myndi frekar vilja njóta jólaandans annarsstaðar en í kaldri steinbyggingu. ég held að valið hafi ekki verið erfitt og í dag röltu nokkrir tugir kórfélaga um þessa byggingu og sáu hana lifna við. við, nokkrir krakkar gátum á aðeins örlitlum tíma hresst svo marga við, einungis með því að hreyfa okkur úr stað og þenja raddböndin um leið. og ekki var það verra að fá að mynda fyrstu tónlist sem nýfætt ungabarn fær að hlusta á. þótt fjölskylduboðin eigi það til að vera mjög skemmtileg, þá þá hugsa ég það þau þurfi að vera ansi hörkuspes til að komast upp fyrir þá minningu sem maður á, eftir að hafa sungið á spítala á annan í jólum.

fimmtudagur, desember 25, 2003

eftir að mér barst formleg hótun vegna bloggleysis míns ákvað ég að skella mér í laugina á ný og sjá hvort hugmyndaflæði mitt mun standa undir því..... til að hressa uppá þetta breytti ég samt pínu til..