fimmtudagur, maí 31, 2007

ég fékk þær gleðifréttir í dag að ég er með kinnholubólgu. það merkir það að það er hægt að lækna bæði nefmælsku mína og hrotur.

hræðilegustu tölvuleikirnir í mínu lífi eru svokallaðir iq leikir. leikir sem ég leyfi sjálfri mér að eyða tíma í því að ég "læri" e-h á þeim. deili þessum með ykkur sem védís kynnti fyrir mér

skráði mig í háskólann, flyt á föstudaginn, byrja í nýjum vinnum og hlakka til áframhaldandi sumars.

íslenskt sumar og íslensk sumarkvöld gera kuldann þess virði.

mánudagur, maí 28, 2007

búin að vera að hnoða saman myndasíðu


eftir letidaga í frakklandi tóku við letidagar í danmörku. þar lágu leiðir okkar védísar saman á ný. hugur hennar var helgaður verkefnaskilum en ég reyndi að vera ekki óþolandi gestur og hitti fólk og gerði mig upptekna svo hún gæti sinnt sínu. mór tókst ekki sem skyldi - var úti á þekju með leiðindi.

í kaupmannahöfn átti ég skemmtilegt tjútt í rigningunni með henni sigrúnu og hitti gott fólk í kongens have. kaffihús komu sterk inn og svo mætti pabbi á staðinn.

svo tók við ferð til jótlands. í lest þar sem heimilislega stemningin tröllreið öllu. þar sem við sátum á miðju gólfi urðum við að hluta leiksveiðis barna. vorum fyrr en varið farinn að teikna með þeim og bjarga þeim frá óförum. haukur var orðinn að mesta brandaraefni eins 2 ára, rosa sniðugt að reyna að troða uppí hann ókunnugu snuði. gamlir menn sváfu á öxlum þeirra ungu og aðrir sátu á gólfinu efa þau kom ekki með stól.

á jótlandi datt ég inní íslendingapartý. fáar klukkustundir fóru svo í svefn en snemma var rauði kagginn ræstur í leit að höfn norrænu.

við tóku svo 3 dagar af sjóveiki og svefni. ég sló öll met í því að vera leiðinlegur ferðafélagi og svaf sirka 20 klst á fyrsta sólarhringnum og hraut þar að auki. en svo tók fjörið við. sundferð í sundlaug sem var tóm, í staðinn fyllt stór bjórtunna af vatni og farið í "tunnuna". gufubað var á staðnum en mjög kaþólskt urðum að fara í sitthvort gufubaðið sem voru staðsett hlið við hlið. bíóið fór í svefn og við unnum ekkert í bingó en örvæntum ekki því við lækkuðum meðalaldurinn um 20 ár og eigum því mörg ár til stefnu.

bestu stundirnar voru án efa þegar við fórum í pikknikk á þilfarinu, elduðum pasta á baðherbergisgólfinu, trylltum lýðinn í "dans - star" ( og hækkuðum meðalaldurinn um 20 ár) og krúsuðum svo á kagganum í rigningu færeyja.

eftir marga klukkustundir í tollskoðun og tollvinnslu á seyðisfirði brunuðum við svo í góða veðri íslands alla leið í bæinn. með einu nauðsynlegu stoppi á kirkjubæjarklaustri hjá "ömmu" elínu þar sem við gleyptum í okkur pönnukökufjall, íslenska mjólk og kaffi.

svo rann litli rauði bíllinn í bæinn og ævintýrið var á enda.

nú tekur við sumarið sem ég vona að verði nýtt og gott ævintýri.

mánudagur, maí 14, 2007

hei! komst ad frabaerum eiginleika i gaer. eg er eins og harry potter. thad er, thegar eg lendi i sma spennu, eins og i gaer thegar gamli madurinn klessti a mig, tha verdur mer illt i eyranu og eg finn til i orinu. nu thykir mer synd ad orid skuli ekki vera a enninu minu.
thetta eru bunir ad vera skritnir dagar i frakklandi. einkennst af ohoppum en samt hefur allt reddast.

fyrsta kvoldid mitt; laesti hjolinu minu med las sem var ekki til lykill af.

annan daginn; sagadi hjolalasinn i sundur en var of sein til ad kaupa nyjan las vegna leiklistarferdar svo eg vafdi onyta lasnum um hjolid mitt. thegar eg kom til baka var lasinn bara eftir. eg fann hjolid mitt ca 200 metra i burtu.

thridja daginn; eyddi 2 klst i ad setja i mig krullur sem laku strax ur.

fjorda daginn; fekk lanadan bil, vantadi a hann bensin, vid leit af bensinstod sem vaeri opin a sunnudegi var klesst a mig. sma sjokk en bara hinn billinn skemmdist. ekkert vesen " fyrirgefdu, eigdu godan sunnudag "
svo seinar ad vid fundum ekkert bilastaedi i ollum strandbaenum. logdum a umferdareyju. fengum tvofalda sekt fyrir ad leggja svo bilar kaemust ekki framhja. sidan hvenaer keyrir madur a umferdareyjum?
thegar eg var ad laesa skottinu missti eg billyklana oni raesi en i skottinu fann eg snaeri med ongli a, svo mer tokst ad veida lyklana upp ur raesinu.
for a strondina og brann.
kagginn var puadur nidur a hradbrautum frakklands thar sem hann a svolitid erfitt med brekkurnar. ca. 80 km/klst en eg hafdi tha loggilda afsokun til ad fara ekki hradar. eitt ohapp er nog a einum degi.

fimmta daginn; i dag er ringing og hudin getur jafnad sig og eg get sael haldid afram ferdalaginu. auveldara ad stinga af ur rigningunni en ur solinni.
rakst a daudann unga uta gotu. er buin ad vera med tarin i augunum og aeluna uppi koki sidan tha. eg er eins og marta og grays anatomy thegar kemur ad kromdum dyrum.
heimur versnandi fer. folk virdist almennt vera hraett. hraett vid breytingar jafnvel thott thad yrdu breytingar til batnadar.

helmingur thjodarinnar i frakklandi er frekar sorgmaeddur yfir thvi sem thau hafa kosid yfir sig.

saensk vinkona, sem er i heimsokn eins og eg, er i rusli yfir thvi hversu mikid hefur breyst til hins verri vegar eftir ad haegrimenn toku vid i svithjod.

eg vard fyrir vonbrigdum vegna gilda og verdmaetamats islensku thjodarinnar.

föstudagur, maí 11, 2007

thad eina goda vid thad ad eirikur hauksson hafi ekki komist afram er thad ad eg held thad hefdi verid of erfitt ad vera mikilli fjarlaegd a degi sem inniheldi baedi eirik hauksson i urslitum eurovision og kosningar og thad lika a fodseldagen. eg aetla samt ad halda afram ad senda hugbod til folks ad kjosa rettan flokk. svo eg geri rad fyrir thvi ad missa af heilmikilli spennu, thott eirikur se ekki partur af henni.

i gaer for eg i sma ferd ad sja leiklistarhopinn minn setja upp lokasyningu hopsins i odrum bae. allur dagurinn for i thetta. syningin var ja, bara fin. eg reyndi eftir fremsta megni ad vera frabeaer ahorfandi. en hlaturinn minn hvarf ut i eymdina og gin 50 midaldra/eldri manneskja sem fannst thetta endilega ekkert til ad hlaegja af. eftir a var baerinn buinn ad undirbua veislu. ekki slaemt.

a leidinni heim fekk eg far med brasiliskum gaeja sem svona i ospurdum frettum sagdi okkur fra thvi ad hann hefdi 10 sinnum lent i slysum a thessum bil. eg get ekki neitad thvi ad hafa viljad stokkva ut en a somu andra keyrir hann spegilinn utan i flutningabil. jah.

eg hafdi hugsad mer ad gera svo rosa mikid thessa daga, fara svo vida, en eg er komin a tha skodun ad slaka bara almennilega a i godum felagsskap. madur verdur luinn i thessari tungumalafloru. i gaer voru tolud vid mig 7 tungmal. hofudid nalaegt sudupunkti.

fimmtudagur, maí 10, 2007

ferdalagid heldur afram.

nu er eg komin i enntha meiri sol i sudur-frakklandi. herna thar sem folk er misjafnlega sorgmaett eda glatt med kosningar lidinnar helgar.

poppadi upp "surprise" i gamla bekknum minum og hitti akkurat a kvedjupartyid theirra svo thad var skemmtilegt.

thad er eins og eg hafi farid heim i gaer. sleppti bara nokkrum rigningarsomum dogum her i aix, setti upp frabaera syningu med studentaleikhusinu, kynntist fullt af frabaeru folki. vann 3 mismunandi en laerdomsrikar vinnur, komst inni leiklistarskola, song a hamrahlidartonleikum, ferdadist til barcelona, london og berlinar, profadi a bua ein med modur minni, var bitin i eyrad, atti godar stundir med vinkonum, vinum og margt fleira.

bekkurinn minn herna er enntha med somu 4 baekurnar og thau voru med fyrir jol og eg klaradi thegar eg var viku i feneyjum. eg held eg hefdi daid ef eg hefdi verid afram i sama bekk.

svo er ekki litil dramatik sem lagdist yfir bekkin. ein stelpa for heim vegna thess ad pabbi hennar fekk hjartaafall og var naer dauda en lifi og onnur sem greyndist med eitlakrabbamein og vard ad fara heimi i medferd. uff.

en ja thad er rosa gott ad hitta gott folk sem enn er vid thetta haf. dagarnir verda tho faerri en fyrr var um raett thar sem dagarnir i berlin urdu fleiri. nadi heilum degi meira med vedisi og svo degi med berlinarvinum minum. thad reyndist mer mikill laerdomur. aetti eiginlega ad skella inn einni faerslu thvi til utskyringar og vangaveltingar fljotlega. en nu er thad solin og leikhusferd sem naelir ser i tima minn.

sendi sma sol i vidhengi.

föstudagur, maí 04, 2007

eftir nokkra daga i london er eg komin til berlinar. thad hefur allt gengid vel og naer afallalaust. eg atti goda daga i systurhusum i london. kom svo sidla kvölds til berlinar og hitti hana siggu saetu. eg reif hana fram ur og vid heldum a stefnumot vid berlinskan vin. hann syndi okkur naeturlifid. fullt af folki a lifinu en a sömu stundu og eg segi vid max: "munurinn a naeturlifinu a islandi og utlöndum er sa ad madur thekkir alltaf e-h a svona storum stad eins og thessum a islandi". en jah, madur tharf ekki ad vera a islandi til ad thekkja e-h. tharna poppadi allt i einu upp elin jakobs skolasystir okkar ur mh. eg tok ord min snarlega til baka.

i dag höfum vid sigga svo spokad okkur. vappad um, keypt okkur eins sko, drukkid kaffi og bordad bretsel. nuna seinni partinn heldum vid i gard, nokkud fra thar sem vid bödudum okkur i solinni, gaeddum okkur a öli og bretsel og horfdum a mannlifid. a sömu 5 minutunum hringdu svo jakob nokkur og jafningjafraedslan. jakob er godur, thyskur vinur minn sem eg helt ad vaeri e-h stadar tyndur thar sem eg hafdi ekkert heyrt fra honum eftir komu mina til berlinar. og ja jafningjafraedslan hringdi til ad bjoda mer vinnu i sumar. mikil gledi og eftirvaenting fylgu thessum samtölum. innan stundar kom jakob hjolandi a gula hjolinu sinu med teppi og frispidiska. urdu fagnadarfundir og snilldartaktar i frispi litu dagsins ljos.

nu erum vid sigga komnar a fina hostelid okkar thar sem adrir gestir hafa ekki latid fram hja ser fara ad vid erum i hljomsveit sem er ad sigra heiminn. "hey you girls from pistol-piss, how're u today?" heyrist oma a göngunum.

vid erum utiteknar og saelar thar sem myndavelamissir siggu var leidrettur rett i thessu, myndavelin fundin og vonbrigdi dagsins eru ur sögunni. vid tekur eintom gledi og fer vaxandi thar sem tyndi tviburinn rennur i hladid innan tidar.