mánudagur, maí 22, 2006

í gær fór fram gleðskapur á heimili okkar systra af margskonar tilefnum. tvöfalt tvítugsafmæli, próflok, mh-lok, kveðjupartý, sumarpartý, grillveisla, júróvísjón og allt sem manni dettur í hug. gott fólk og góð steming. þótt vantað hafi nokkur góð andlit.

í dag fór fram vorvítamín í mh. sumarlegt og gaman.

ég vann 4 vaktina mína á kaffi-parís. mér finnst mjög fyndið að vinna þar. ég umgengst fólk sem ég myndi annars aldrei umgangast. mér finnst það skemmtilegt. það er mjög fjölþjóðlegur bragur á starfsfólkinu. sem er frábært því að ég nýti mér 3 tungumál til nánast jafns.

laugardagur, maí 13, 2006

ég er komin á þrítugsaldurinn.

var að hegða mér eins og fífl á vorhátíð í grunnskólanum borgaskóla. það hötuðu mig allir fyrir að vera alveg einstaklega óþolandi. en mér tókst bara samt að vera alveg einstaklega óþolandi og fá borgað fyrir það.

ætli það hafi ekki verið eitthver örvæntingafull tilraun til að halda í "barnið" í mér. en ég býst við því að það sé farið. nú verður alltaf bara óhuggulegt að sjá "fullorðna" konu hegða sér eins og fífl.

ég var í 4 klst stærðfræðiprófi á afmælisdaginn minn. skilaði ljótasta prófi sem ég hef á ævinni skilað. það var hressandi.

ég þarf á næstu dögum að velja milli tveggja frábærra starfstilboða. hvort sem ég vel verður frábært. ég sé fram á mjöög gott sumar.

mér finnst fáránlegt hvað mikilvæg málefni sem er ábótavant í reykjavík fá ekki að heita stefnumál fyrir sveitastjórnarkosningar. það á kannski að vera í höndum ríkisstjórnarinnar en mér finnst bara borgin líka vera að vanrækja bestu auðlind þjóðarinnar, sem eru ungt fólk og menntamál. við höfum allt til að búa í landi með öflugt og gott menntakerfi en við köstum því á bug. viljum frekar virkja ár á hálendinu sem auðlind en sjáum ekki mestu auðlind þjóðarinnar. auðlind sem allir ættu að vera sammála því að virkja. og eins og andri snær sagði í bókinni sinni. þá er bábylja að kasta þessu þannig fram "en hvað eigum við að gera með svona mikið af menntafólki? hvar á það að fá vinnu?" þá mun menntað fólk skapa sér vinnu. það er einn kosturinn við að vera vel menntaður. gott menntakerfi leiða af sér mörg önnur góð kerfi.

ég fékk stærstu virkjun íslandssögunnar í afmælisgjöf. afmælisdags míns mun minnst sem: þegar hornsteinninn var lagður í mestu mistök þjóðarinnar. þá finnst mér betra að eiga afmæli á mæðradaginn.

tékkið á nfs í fyrramálið kl. 11. þetta fólk.

laugardagur, maí 06, 2006

vorglaðningur skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna var samkoma sem verður seint toppuð.

fimmtudagur, maí 04, 2006

það er alveg fáránlegt að sofa svona mikið. fór að sofa í gær klukkan 11 vaknaði klukkan 7, fór í próf, kom heim klukkan 11 og svaf til 6. ég þykist vera í prófum en er algjörlega að fara með það með því að ná mér í magapest.