þriðjudagur, janúar 30, 2007

áður en veikindin kipptu undan mér fótunum tókst mér að fara leiksýningu lfmh. draugadans. ég varð mjög hrifin. ótrúlega mikill kraftur í leikurunum og mér fannst að þau ásamt leikstjóranum jóni gunnari hafi tekist mjög vel til og skapað nýja veröld úr tjarnabíói. ég mæli sannarlega með því að fólk láti sig ekki vanta á síðustu sýningarhelgina. 3 og 4 feb. mikil skemmtun í bland við mikla gæsahúð.

mánudagur, janúar 29, 2007




ég á mikið eftir.. újé.. ég mun eiga nóg að gera.. það sem eftir er...
hvað er að frétta...

við védís hittumst í barcelona fyrir skömmu. áttum 4 ljúfa daga í spánverja ríki og bætti þar með nýju landi á listann minn.

ég átti ekki að komast til baka til frakklands á vankvæða. það eru e-h álög sem liggja á mér í sambandi við lestir og í þessu tilviki rútur. ég missti af rútunni minni. þar sem það hafði verið skráð vitlaus tímasetning á miðann minn. semsagt hafði tíminn hjá annar rútustöð verið skráður við rútustöðina sem ég ætlaði að fara frá. en ég var ekki tilbúin að viðurkenna ósigur minn . ég hafði 14 mínútur til að koma mér í annan hluta borgarinnar og því átti ég maraþon hlaup um metro kerfi barcelonaborgar. hátindur hlaupsins var án efa þegar ég kom 5 mínútum eftir að rútan átti að fara og sá hana beygja út af rútuplaninu. ég veifaði höndum og með öndina í hálsinum tók dramatískasta endasprett sem ég hef nokkurntíma tekið. sem betur fer náði ég að vekja á mér athygli og gæjarnir stoppuðu rútuna og hleyptu mér með.

mér lá svo á að ná þessari blessuðu rútu þar sem daginn eftir beið mín flug heim á leið. ég hafði því nokkrar klst. til að pakka dótinu mínu og ganga frá ýmsum málum. þar sem ég hafði enga vigt til ráðrúma þá krossaði ég fingur fyrir því að vera ekki með neina yfirvigt og til öryggis klæddi mig í reiðinnar ósköp af fötum. ég var eins og la gorda bella (mexíkóska sápuóperan sem mér skilst að sé farið að sýna.) gat ekki sett hendur niður með síðum enda var ég í 2 síðerma bolum, kjól, sokkabuxum, buxum, ullarsokkum og skóm, 3 hettupeysum, ullarpeysu, regnkápu, ullarkápu, með húfu og vettlinga og trefil. minna hefði það ekki mátt vera en ég slapp þó við skrekkinn. enda bláfátæk og hef ekki ráð á því að láta rukka mig um yfirvigt.

en þrátt fyrir að hafa klætt mig svo vel þá náði ég mér í pest og því hef ég einungis komist til íslands í fjarlægð. síðan á föstudaginn hef ég legið með flensu. ég man ekki hvenær það var seinast þegar ég fekk flensu. leiðindafyrirbæri. en ég ætla rétt að vona að hún geri sér ekki mjög heimakært í líkama mínum.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

lennti í atviki í kvöld sem ég held að geti bara átt sér stað í frakklandi.

á tehúsi með tveimur sænskum vinkonum

afgreiðslustrákurinn: hvað má bjóða ykkur stelpur
stelpurnar: jasmín te
afgr: og þér?
ég: hmm.. ég veit ekki.. þetta er svolítið erfitt val ( hundrað tegundir af tei )
afgr: ertu búin að prófa ljóða-teið?
ég: ( sakleysin uppmáluð ) nei, en mér lýst ágætlega á það. segjum það.

5 mínútum seinna

afgr: jæja hér er jasmín teið - og hér er ljóðateið
svo krýpur hann niður og fer með gullfallegt franskt ljóð ( var það ábyggilega þar sem það innihélt svo stór orð að ég skyldi harla lítið )
ég: (roðna mjööög mikið enda flestir á tehúsinu að fylgjast með ) fallegt

og til að gera þetta svo grátlegt...

afgr: kanntu ekki e-h fallegt sænskt ljóð til að fara með fyrir mig?
( ég lít með biðjandi augum á vinkonur mínar sem eru jú sænskar, en þær hrista hausinn og segjast ekkert kunna af sænskum ljóðum)
ég: jú, reyndar ( reyndar án þess að krjúpa en samt með rómantíkina í fluttningnum)
"hjung om stúdentens lukklige doog
loot om os frjaujdas i ungdommes hoog
senn klappar hjertad med fríska sloog
og den juslenske framtid er voor."
afgr: þetta var mjög fallegt, þótt ég skildi ekki mikið, eftir hvern er það?
ég: ég er bara ekki með það alveg á hreinu. þetta er svona þjóðvísa, mjög gömul.

mér tókst að vera mjög sannfærandi, þökk sé óaðfinnanlegri framburðarkennslu mörtu rósar á ófáum kóræfingum. hefði verið ennþá betra ef stelpurnar hefðu ekki komið upp um mig með óstöðvandi flissi..

sunnudagur, janúar 14, 2007

tók áskoruninni...

http://flickr.com/photos/halla_mia

heimilisfang:

halla
co/famille strauch
3 allée des musiciens
13100 aix-en-provence
france

fimmtudagur, janúar 11, 2007


photoshop.... újé
það er mjög absúrt að borða hangikjöt með uppsúf, kartöflum og grænum orabaunum á stuttermabol í glampandi sól og blíðu.. en það gerði ég í gær...

miðvikudagur, janúar 10, 2007

thad stod 24 stig a hitamaelum borgarinnar i gaer!! annadhvort biludu their allir i einu asamt mer. eda tha bara ad thetta se alveg faranlegt. venjulegt hitastig herna i januar er i kringum 0 stig......

evropubuar sem eru ekki islendingar virdast vera mun medvitadri um umhverfid sitt. folk er mjog ahyggjufullt yfir thessu. her er sjalfsagt mal ad allir flokki. eigi litinn sparsaman bil ef their eiga bil og spari kyndingu og rafmagn. allavega baedi their frakkar og their thjodverjar sem eg hef kynnst thetta arid.

hvar erum vid stodd?

þriðjudagur, janúar 09, 2007

arid 2006 er lidid og komid nytt ar.... gledilegt nytt ar!

arid 2006 var merkilegt ar.
sidasta onnin i mh sem einkenndist af raungreina marathoni i 28 einingum i bland vid gnogt tvitugsafmaela. leikfelagid tok sinn tima fyrst og tonlistin tok svo vid. sumarid vard ad byssupisssumrinu mikla. byssupiss turadi um landid og let sig ekki vanta godar samkomur. gotuleikhusid einkenndist af kuri og eg held eg hafi sett met til langstima i ad ferdast um landid. hatindur theirra ferdalaga var puttaferdalagid um vestferdi med uglu og gotuleikhusferd til seydisfjardar. manadar thyskalandsferd tok svo vid sem var rett best ad segja mjog fjolbreytt. endadi med eftirmynnilegri lestarferd fra berlin til koben og notarlegum dogum i koben. september helgadist af vinnustryti, ef ekki a hrafnistu tha a humarhusinu, allt thangad til var haldid a vit aevintyranna i aix i frakklandi. vika i paris og vika i feneyjum. og jolin stodu svo fyrir sinu. e-h stadar tharna inni kom reyndar upp utskriftin okkar vedisar og flestra okkar vinkvenna og einnig tvitugsafmaelid okkar....

en nu er eg komin aftur til aix eftir notarlega daga i heimahusum. thar sem var mikid sofid, bordad, lesid, kurad, bordad lesid og kurad. hins vegar byrjadi arid a thvi ad plon min thetta arid snara toku u-beygju og vonbrigdaflodbylgja skall a. svo nu er mal ad snara thvi besta ur ollu.

en thad hefur farid mjog vel. thratt fyrir ad orlaganornirnar spynni torfaeruvef tha hef eg att mjog goda daga a thessu nyja ari. sma uturdur til isafjardar var skemmtileg orkusprauta, tonleikar hja systur minni med kammersveitinni isafold? ( sem eg hefdi att ad auglysa fyrir nokkrum dogum ) og svo afturkoman til aix. datt inni party heima hja mer thegar eg kom a laugardagskvoldid og svo datt finnur inn a sunnudaginn. attum virkilega skemmtilegan dag og enduruppgotvudum til daemis frabaera spilid memory card. otrulegt spil!

i gaer hof hid franska lif sinn vanagang og solin heldur afram ad skina... en thad er stutt i heimkomu... og tha beytist vedrattan....