miðvikudagur, ágúst 20, 2003
nú eru dögum mínum sem einkabarni lokið í bili. það var bara hreint ágætis tímabil. mikið sem ég hef lært og vonandi þroskast eitthvað einnig. þannig er nefninlega mál með vexti að mættur er á heimilið skiptinemi sem mun dvelja hér þar til systur mínar mæta aftur á svæðið. það er að segja í janúar. þá verða þær báðar mættar. hann, það er að segja skiptineminn, heitir wim og kemur frá belgíu og er alveg óhugnanlega líkur pabba mínum. hann er rauðhærður (sem reyndar pabbi minn er ekki) með skegg og gleraugu, segir ekkert sérstaklega mikið en er nokkuð vinalegur og frekar klár, hann er líka mjög jákvæður. svo allt þetta nema að hann er rauðhærður passar algjörlega við pabba minn og það rauðhærða á hann í staðinn sameiginlegt með öðrum fjölskyldumeðlimum. annars hef ég ekki mikið um kauðann að babbla. veit svo sem ekki mikið um hann og hef í rauninni ekki myndað mér mikla skoðun á honum. en það verður ábyggilega mjög lærdómsríkt að hafa skyndilega dreng á heimilinu og ég vona að nái mér einnig í þroska að því leiti.
föstudagur, ágúst 15, 2003
í dag, eftir heilmikið strögl við að vakna, drösluðumst við marta niðrí skólann okkar góða og létum aldeilis hendur standa fram úr ermum. það er við bjuggum til ágætis íverustað í skólabyggingunni miðri. stað þar sem við munum væntanlega fá að vara ófáum stundum á komandi önn. já þessi staður heitir nebblega sómalía og hefur reyndar verið þarna áður. það er að segja allavega hefur þetta verið sómalía utanfrá en ekki hægt að tala um herbergi innan frá vegna óendalega mikilla hluta, það er drasls. því tókum við höndum saman ásamt hluta stjórnarinnar og tókum bara rækilegan skurk í herberginu og þar leyndist þá hinn ágætasti íverustaður...
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
við marta erum að draga hvor aðra í ruglið, það er að segja ef rugl skyldi kalla. marta nefninlega krassaði bílskúr ömmu sinnar og mætti svo heim til mín með ljúfuna sína* fulla af efnum og fíneríi sem varð til þess að "saumastofan í sveitinni" varð til. það er að segja að efri hæð hússins míns var skyndilega breytt í hina ágætu saumastofu. við höfum því setið nú í tvo daga með sveitt ennið að galdra fram hinar skondnustu flíkur. á meðan við spjöllum og hlustum á tónlist. svo að ég held við getum bara verið sáttar með lífið. félagsskapur, tónlist, lausn á margra ára bældri sköpunarþörf og síðast en ekki síst flíkur á færibandi sem bíða ólmar eftir notkun. eftir flæðinu, sem nú er, að dæma þá held ég að við hreynlega týnumst hér það sem eftir er vikunnar.
*bíllinn hennar mörtu
*bíllinn hennar mörtu
föstudagur, ágúst 08, 2003
í kvöld fór ég á hina ágætustu leiksýningu. það er date. verð ég barasta að segja að ég skemmti mér hreint ágætlega og létti af mér þó nokkrum hlátursgusum. heyr heyr, hrós til ofleiks. þótti mér mjög gaman að sjá þó nokkra fara að kostum og þótti mér nokkuð skondið að reka augun eitt sinn í mörð nokkurn sem við fengum eitt sinn að umgangast í leiklistarferð um árið og á restin af leikhóp ofleiks samúð mína alla að hafa þurft að vinna með þeim dordingli sem hann mörður er. annars verð ég að segja að drengirnir þarna á bæ héldu heiðri leikfélags mh vel á lofti. http://www.date.is
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
jamm og jæja, það er kominn tími til að ströglast áfram í mínu hversdags lífi hérna á fróni eftir ágætis upplifun í fjarlægum löndum. eftir frábæra upplifun í fjarlægum löndum. en það er svo skrítið með þessa upplifun að hún er bara eins og draumur, langur draumur. því þetta var svo mikið sem ég upplifði ein og allar minningar mínar snúast mest megnis um ákveðna persónuleika og smáatriði sem enginn þekkir nema sá sem var á staðnum. því er verður þetta líkast draumi, eitthvað sem aðeins þú veist hvernig var í rauninni og aðeins þú nýtur raunverulega að rifja upp. það er jafnframt svo skrítið að koma heim því á þetta stuttum tíma hef ég kynnst svo miklu nýju og kynnst svo mörgum og lært svo margt að eitthvernveginn þá býst maður við því að hérna hafi líka heilmikið breyst, en svo kemst maður að því að hér er allt auðvitað alveg nákvæmlega eins. það hefur samt verið mjög gott að sofa í rúminu sínu og heyra í vinum sínum, sem var jafnframt var hugsað til úr fjarlægu löndunum…
mánudagur, ágúst 04, 2003
já og jæja þá er heim komið. ég er samt svo þreytt að ég hel ég bralli bara eitthvað á morgun á þseesa síðu mína. ég held nefninlega að þegar húðliturinn er farinn að nálgast grænan á sama tíma og maður hefur sofið um það bil 4 tíma á seinustu tveimur nóttum, þá sé það merki um að komið sé að því að leggjast í bólið..
laugardagur, ágúst 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)