fimmtudagur, apríl 29, 2004

mamma er alltaf pínu svekkt yfir því að ég ætli að halda af landi brott og í gær sýndi hún mér eftirfarandi frétt sem kom í morgunblaðinu:

hengdu borgarstjórann í mótmælaskyni

þúsundir manna, sem mótmæltu mikilli spillingu í borginni ilave í perú, ruddust í fyrradag inn í ráðhúsið, tóku þar borgarstjórann og hengdu í næsta ljósastaur. Höfðu þeir einnig á brott með sér þrjá embættismenn borgarinnar og hefur ekkert til þeirra spurst.
borgin ilave er í 4.000 metra hæð uppi í andesfjöllum og búa þar um 90.000 manns, aðallega aymara-indíánar. snemma í þessum mánuði lokuðu borgarbúar öllum vegum til borgarinnar til að leggja áherslu á þá kröfu, að borgarstjórinn, cirilo fernando robles cayomamani, segði af sér. sökuðu þeir hann um að stjórna borginni eins og einræðisherra og hafa stolið opinberu fé. þá hefði ríkisstjórnin aldrei látið svo lítið að bregðast við umkvörtunum þeirra.
eftir að hafa hengt borgarstjórann hélt mannfjöldinn að lögreglustöð í borginni og frelsaði þar þrjá menn, sem höfðu verið handteknir fyrir að kynda undir mótmælunum.


í fyrra las ég tvær bækur sem voru byggðar á sönnum atburðum í perú. "rancas - þorp á heljarþröm"
og "hinn ósýnilegi" eftir manuel scorza. þær sögðu frá þeirri kúgun sem indíánar urðu fyrir í heimalandi sínu, perú, þar sem þeir áttu og eiga ekkert sökótt við yfirvaldið nema að vera til. það var mjög sláandi að sjá hvað þau létu bjóða sér. það var líka séð til þess að höfundurinn væri sendur í útlegð. því held ég að það búi ansi mikið að baki því að þúsundir safnist saman geri eitthvað svo hrottalegt eins og að hengja borgarstjórann sinn.

svo fannst mér bróðir minn koma með góðan púnkt: "halla nær nú ekki að verða borgarstjóri á einu ári!"

miðvikudagur, apríl 28, 2004

í dag var góður dagur og á góðum degi eiga mh-ingar það til að setjast út og sleikja sólina og við þá iðju plompa stundum upp hinar merkilegustu samræður. ég átti einmitt merkilegar samræður við nokkrar stallsystur mínar á drumbi útí sólinni í dag.

niðurstaða umræðnanna var sú að ég, elín og gígja ætlum að búa í kommúnu ásamt fjölskyldum okkar þar sem við munum halda veröld tölvuleikja og sjónvarps frá börnum okkar svo þau verði ekki félagslega og líkamlega bæld.

mánudagur, apríl 26, 2004

það er svo langt síðan að það var seinast venjulegur mánudagur. en það sem gerir venjulega mánudaga svo skemmtilega er mánudagshefðin. já á mánudögum eigum við sigrún það sameiginlegt að vera í frönsku í seinasta tíma og þurfa svo að mæta á hljómsveitaræfingu þar sem við erum báðar elstar. það þarf nú ekki að vera alslæmt en við sigrún notum það sem afsökun fyrir því að eiga gott droll eftir skóla á mánudögum sem við köllum mánudagshefðina. þá er jafnan skondrast heim til sigrúnar þar sem brauð er ristað. í dag var sérstaklega skemmtilegur mánuagur þar sem við fengum hugboð í hámarki drollsins að skondrast niðrí bæ og viti menn dettum við ekki bara niðrá tvær stúlkukindur á vappi sem við könnuðumst bara frekar vel við þar sem önnur er með sama dna og ég og hin bara marta smarta. þá höfðu þær einnig átt góðan dag í góða veðrinum. já alltaf jafn gaman þegar sólin lætur sjá sig. þá léttist brúnin gjarnan svo skemmtilega.

föstudagur, apríl 23, 2004

í dag var dimmison. það er alltaf jafn gaman að sjá hversu vel fólki hefur tekist að plana viðburðinn. en það sem mér finnst án efa eitt það skemmtilegasta er þegar dimmison kórfélagar mæta á kóræfingu. skemmtilega hress og með skemmtilega skrautleg skemmtiatriði. í dag tóku þau andri og björg tetris tvíleik og sigrún sló í gegn með snilldarlagi sínu. þótt þau hafi verið skemmtileg þá held ég að hún sigríður ása verði seint slegin út eftir síðasta dimmison, þegar hún mætti í nunnabúning og söng prestaröddina fyrir messusvörin af öllum sálarkröftum. ég fer ennþá að hlæja þegar ég hugsa um það. en annars þá verð ég samt að viðurkenna að einkennisklæddu mönnunum tókst að toppa braveheart atriðið í fyrra, og ég er ekki viss um að atrið dagsins í dag verði toppað í bráð á þennan hátt.
í gærkvöldi fór ég í saumaklúbb með skvísuvinkonum mínum úr árbænum. við vorum allar saman í klúbbi í árseli og fórum saman í hina merkilegustu ferð til slóvakíu um árið og höldum saumaklúbb ca. einu sinni í mánuði svona eftir að leiðir skildu. það sem mér finnst skemmtilegast við það, er það að ég kann alltaf betur og betur að meta þær. þær voru vinkonur mínar í árbæjarskóla, en mér fannst ég samt alltaf pínu útá kannti, hélt að ég væri kannski með eitthverja spes genasamsetningu sem gerði mig bara doldið öðru vísi og að ég þirfti bara að sætta mig við það. en svo fór ég í mh og komst að því að genasamsetning væri ekkert það spes, þar sem ég blandaðist bara hópnum. svona þegar ég hugsa um það eftir á þá sé ég að ég gaf þá bara frekar mikinn skít í árbæjarskólavinkonur mínar, vanmat allann þann vinskap sem þær veittu mér í gegnum árin, vegna þess að hann var ekki alveg efit mínu höfði. tók bara upp eitthvern hroka um að í mh væri besta fólkið. fannst hundleiðinlegt í saumó og var algjörlega með nefið uppí loftið. allavega þá er púnkturinn sá ég er mjög sátt við það hafa áttað mig á því hvað skvísuvinkunur mínar sem frábærar stelpur og hvað mér þykir alltaf skemmtilegt að hitta þær þótt það sé ekki það oft.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

gleðilegt sumar!

það er mjög ótrúlegt að sjá hversu gott veður er í dag og það merkilega þá helst því að í dag er einmitt sumardagurinn fyrsti. bara að vona að dagurinn í dag gefi tóninn fyrir komandi sumar. sem væri mjög gleðilegt fyrir utan það að það bendir til enn meiri gróðurhúsa áhrifa með hækkandi hitastigi og tilheyrandi... annars hefur margt á daga mína drifið síðan síðast var bloggað og þá helst að nefna ferð nokkra á egilsstaði með kórnum. ég held að það hafi verið nokkuð einróma sátt við ferðina. var bara mjög gaman og góð aðstaða þótt planið hafi þá helst verið nokkuð þétt skipað, tónleikar gengið upp og ofan og þreyta farin að hrjá lýðinn. en í heildina var þetta mjög góð ferð og ég trúi ekki öðru en að hún hafi hrisst upp í kórfélögum og þjappað þeim saman.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

engar smá gleðifréttir í dag. bara komin með bestu vinnuna, það er að ég þarf ekki að örvænta vegna eirðarleysis í sumar þar sem ég krækti mér í stöðu í götuleikhúsinu. bara ansi sátt. fæ útrás fyrir kjánaskap minn og eirðarleysi og það sem er ekki verra, á barasta ágætis launum!

mánudagur, apríl 12, 2004

nú þegar páskafríið er senn á enda er mér loksins að takast að hanga í leti án þess að vera yfirþyrmandi eirðarlaus. er það galli eða kostur, það er að segja að hafa takmarkaða hæfileika til að slaka á?

laugardagur, apríl 10, 2004

ég leigði í gær myndina the pianist. átti eftir að sjá hana og þurfti að leigja eitthverja mynd fyrir sögu 203 til að fjalla um. mér fannst þetta mjög vel gerð mynd en hún hefur verið að pirra mig mikið síðan í gær. ég get nefninlega ekki skilgreint almennilega hvað mér fannst um hana. þetta er orðið svo skrítið mál. það er búið að gera svo margar myndir um ofsóknirnar gyðinga og aftur og aftur fyllist maður viðbjóði. maður hneykslast á því hvernig í ósköpunum þetta gat gerst og svo stutt síðan. en þannig er það að svona atburðir eiga sér stað enn þann dag í dag. um þessar mundir eru þúsudir manna drepnir í súdan á dag, og það er ekki svo langt síðan að hrikaleg fjöldamorð voru framin í rúanda. þetta er í nútímanum. en svo hugsa ég jú já ofsóknir gyðinga voru náttúrulega á vesturlöndum sem fluttu það svo miklu nær. en ég er samt ekki sátt þar sem heimurinn hefur minnkað svo mikið á seinustu 60 árum með aukinni fjarskiptatækni og öðrum tækniframförum. mér fannst líka mjög erfitt með myndina var að hún vann mann algjörlega á band með gyðingunum sem er doldið kaldhæðnislegt þar sem þeirra fólk á sinn þátt í því að í dag geisar mikill ófriður í vissum miðjarðarhafslöndum og að þar þurfi óbreyttir borgar að sæta ofbledi og morðum fyrir jafn mikla sök og gyðingar áður fyrr. ég er samt ekki að réttlæta þessa hrikalegu atburði sem áttu sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. það er mjög erfitt að kyngja því að þessi harka og fantaskapur skuli finnast í manneðlinu sem á að heita vitra skepna jarðarinnar. en það að með þessum fjölda mynda um seinni heimsstrjöldina þá koma þessir atburðir út þannig að þeir eigi sér ekki sambærileg dæmi. en sú er alls ekki raunin, þetta á sér stað útum allan heim án þess að nokkuð eða lítið sé að gert.

föstudagur, apríl 09, 2004

svona talandi um ferðir, þá fór ég í eina í gær sem var jú já merkilega lík ilmandi blómabreiðu, svona fyrst ég er komin í svona innilegar myndlýsingar. við stelpuskjáturnar skelltum okkur nefninlega uppí bústað. þar var lítið annað gert en eldað, borðað, farið í göngutúra, spilað og kúrt. uppskrift af frábærri afslöppunarferð. já, dýrindismatur, frábærar gönguferðir þar sem við sigrún fengum útrás fyrir ofvirknina og ljúfur tími eftirmats og spila. ég verð samt að segja að sá eða sú sem fann upp orðatiltækið að sá sem er óheppinn í spilum sé heppinn í ástum reddaði kvöldinu. það er að segja hélt mér í góðum gír fram eftir kvöldi þrátt fyrir fáránlega léglega spilatækni eða heppni. allavega þá var ég alls ekki það sár þar sem ég var virkilega farin að trúa því að nú kæmi prinsinn á hvíta hestinum og bankaði á bústaðarhurðina með písknum sínum og saman myndum við hverfa í sólarlagið. en nei svo varð ekki. pínu vonbrigði en samt ekki þar sem þessir klukkutímar í góðra vinahópi gátu ekki auðveldlega verið toppaðir af prinsi á hvítum hesti. sérstaklega ekki þar sem ég er ekki það mikið fyrir hesta og hvað þá prinsa, nema kannski william, það bara frekar ófrumlegt. en jæja. frábær ferð í alla staði. og nú væri kannski sniðugt að snúa sér að lærdómnum.

mánudagur, apríl 05, 2004

það er frábært að vera í stórfélaginu! sérstaklega útaf ferðum sem heita í höfuðið á þeim og já sérstaklega þegar þær eru jafn frábærar og líkar ilmandi blómabreiðu eins og þessi frábæra ferð sem var farin í gær. jú ég skemmti mér barasta prýðilega, get ekki sagt annað, en það hefði samt ekki verið mikill munur á ef við hefðum bara skellt upp einu góðu stórfélagspartýii í garðgeymslunni undir pallinum í garðinum heima hjá mér. já ég held það segi ansi mikið. en hva. maður er kannski bara svo góðu vanur. eða nei kannski ekki. það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið, já hva, jú, subbulegur staður og stemningin doldið í anda við það kannski. en jú já þetta er nú það sem fólk fýsir í. svona hressar stórfélagsferðir. og jú þær eru spes.

sunnudagur, apríl 04, 2004

í dag hef ég gengið í hóp amiskvenna. þannig var það að ég skellti mér í kolaportið í gær með mömmu minni. hef ekki farið þangað í langan tíma þar sem ég ákvað einu sinni að ég væri of snobbuð fyrir staðinn. hins vegar skelltum við mamma okkur þangað í gær og ég bara varð nokkuð hrifin. svo hrifin að ég strunsaði þaðan út með tvo kjóla og hefði viljað fara út með ca. 36 í viðbót. það var bara allt morandi í þessum snilldarkjólum, kjólum sem ég hefði sannarlega viljað vera búin að rekast á fyrir árshátíðarnar tvær sem ég fór á þetta árið. en jú tvær kjólar fóru þó með mér út í poka og í boði mömmu. getur komið sér vel að þykja gömul föt flott þar sem mamma verður alltaf ung í anda og er tilbúin að kaupa þessi fínu föt, þykir svo gaman að ég skuli nota þau. en já annar kjóllinn er síðan svo skemmtilega amislegur að ég gæti hreinlega logið að vísindamönnum að við í amisflokknum höfum uppgötvað nýja fluttningsvél sem kom mér bara sisvona úr hlöðunni heima í pensilvanyu til hins farsælda fróns.