þriðjudagur, júlí 25, 2006

ég hef ákveðið að afneita strætó. strætó hefur ávalt verið mitt annað heimili. núna hafa þeir lagt niður leiðina heim til mín og þá legg ég niður samskipti mín við strætó. frekar kýs ég hjólið mitt og til að leggja enn meiri áherslu á óánægju mína ætla ég að flytja af landi brott.

afstaða borgar og ríkis er svo brengluð. það hefur komið í ljós fyrir löngu að það eru ekki fargjöld farþega sem dekka kostnað strætókerfisins. en það að fólk ferðist með strætó kemur með annarskonar langtímagróða. það að minni bílaumferð yrði og þyrfti minni vegaframkvæmdir. minni umferð skilaði líka því að ekki skipti máli hvort mislæg gatnamót væru til staðar. ég gæti endalaust haldið áfram.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

enn af götuleikhúsinu.

ekki amalegur endir á viðburðaríkum degi að fara í fótabað í gúmmíbáti í búningaeymslunni í góðra vina hópi.

mánudagur, júlí 10, 2006

ekki missa af frábæra barnaleikritinu "ævintýri úr dimmadal" í fluttningi götuleikhússins.
sýningar verða í hljómskálagarðinum (á bakvið sóltjöld gengt klifurgrindinni við hringbrautina).
þriðjudag: kl. 11, 13 og 14.30
miðvikudag: kl. 11, 13 og 14.30
fimmtudag kl. 13 og 14.30
föstudag kl. 11, 13 og 14.30
aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

sunnudagur, júlí 09, 2006

ég get státað af mjög skemmtilegri staðsetningu. á lækjartorgi kl. 05.56. að bíða eftir skutlunni. ávalt ber til tiðinda þegar götuleikhúsið er annars vegar. í kvöld fór það svo ad oddur gerðist mormóni.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

hvernig er hægt að glopra heilum degi? ég komst að því í dag. þegar maður heldur ekki, er bara hand viss um að dagurinn sé annar dagur, þá gloprar maður heilum degi.

ég er búin að vera í rusli útaf því að þegar ég vaknaði í morgun var miðvikudagur og dagurinn í gær var þriðjudagur. þangað til að ég komst að öðru. því glopraði ég heilum degi sem ég átti mig ekki alveg á hvar sé núna.

mánudagur, júlí 03, 2006

var að koma heim úr einu því fáránlegasta en jafnframt skemmtilegasta ferðalagi sem ég hef farið í. sló hátt uppí ýmsar skrautlegar ferðir í öðrum heimsálfum en með þessari ferð tókst mér að sanna fyrir sjálfri mér og ábyggilega e-h öðrum að maður þarf alls ekki að fara til útlanda til að kynnast framandi fólki og lenda í ótrúlegum aðstæðum.

ferðasagan mun koma í glefsum á lötu stelpunni. en nú skýt ég inn stikkorðum ferðarinnar og útskýri ef til vill e-h betur síðar.

puttaferðalag, lús, skilti, stætó, mosó, sveitapöbbinn áslákur, "að storka örlögunum", pikknikk á umferðareyju, far með betaníu-fólki, ( betaníuhópurinn = doldið róttækari en krossinn ), borgarnes, rakel tanía og anton, bjössaróló, heit laug, perfect score, hnakkar og bassabox, vegamót, týndur svefnpoki, löggufar, stykkishólmur, sofandi nunnur, fýlusjúkraliði, kostnaður ríkisins, rokkhljómsveit stykkishólms, narfastaðakaffihúsið, hjón í rómantískri ferð, matarboð, bæjarróninn, sorasvefn, sníkjuferð á baldri, sofandi ugla, ekkert far og syngjandi stelpur á vegi, feðgar í góðum gír, ís, safandi stúlkuskjátur við skilti, krossgötur, þoka, æla, rauðir anórakkar, flottur bíll, græn ugla, æla, þingeyri, svefn á borði, sigga, lífsháski, ungnaut í morðhug, hlátur, sólbakki, frakkland-brasilía, búðarpizza, bananar, haukur, upphitun fyrir greifana á balli í bolungarvík, biggi, vaxon, langi mangi, byssupiss meikaði það, tryllitr áheyrendur, vestfirðir, ísafjörður, puttinn, dekurmatur, binna og sigrún, stofutónleikar, keyra keyra, birkilundur, byssupissustopp, heimkoma, snilldarferð.

smá nasaþefur. snilldarferð.