fimmtudagur, desember 13, 2007

þetta er ein af þessum stundum...

ég sit á kaffitári og horfi á hundslappadrífuna fall beint niður í bankastrætið. ekki margir á ferli, kaffihúsið er fámennt og fólki sem röltir upp og niður bankastrætið er dúðað og þakið stórum snjóflygsum. í hátölurunum hljóma jólasöngvar luis armstrong og ég súpi á heitum kaffi-latte. þreytt og lúin eftir próftöku reyni ég að festa mig við söguhyggju og formgerðarstefnu, boðmiðlunarlíkan romans jakobson og bókmenntafræðilegar skilgreiningar.

þetta var glugg mitt út í samfélagið að sinni...

mánudagur, nóvember 12, 2007

í samhengi við frásögn mína af gæjanum sem saug uppí nefið er skemmtilegt að segja frá því að ég hef hrotið nær alla mína ævi.

í haust fékk ég skýringuna á því af hverju þetta stafar. ég vissi reyndar að ég hefði verið með krónsíka bakteríusýkingu í nefi til 8 ára aldurs en fljótlega fór ég að hrjóta aftur. nú hef ég fengið þá skýringu að orsökina megi rekja til atviks þegar ég var 10 ára.

þá fór ég út að leika mér niðrí skóla. við fórum í eltingaleik í kastalanum og það komu strákar að stríða okkur og elta. einn var á hælunum á mér og ég ýtti honum. en þar sem strákurinn var á línuskautum í mölinni þá datt hann aftur fyrir sig. honum brá svo mikið og reiddist að hann varð snælduvitlaus og ég flúði í ofboði. ég faldi mig á bakvið grind þar sem ég sá hann og sá líka þegar hann tók upp steinhnullung og þrykkti honum í átt að mér og ég man ekki fyrr en hann hafði lent í andlitinu mínu og blóðið var byrjað að fossa. ég grét hástöfum og hljóp heim og myndaði blóðslóð alla leið heim til mín. blóðið fossaði áfram og ég lá yfir baðinu heima þegar mamma stráksins hringdi til að fá skýringu þess að strákurinn hefði komið heim í losti. mamma og pabbi ákváðu að fara ekki með mig upp á slysló því það væri ekkert hægt að gera við nefbroti svo upp frá því hef ég verið með skakkt miðnes (brjóskið milli nasanna)og aumt nef, fundið tárin renna fram við smá nefpot, hrotið og við strákurinn höfum ekki verið vinir.

læknirinn minn sagði að það þyrfti að endurinnrétta á mér nefið ef ég vildi laga þetta en ég las á blogginu hennar sigríðar ásu að það sé nóg að rekast í hurðarkarm. mér datt líka í hug hvort málið væri kannski ekki enn búið að fyrnast þar sem það lítur út fyrir að hann raggi (örlagadrengurinn) muni verða vel stæður á næstunni og geta borgað mér bætur. kannski kæmist ég líka í séð og heyrt.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

í gær var ég hrjáð af hræðilegum leti/„ætlaði en gerði ekki“ degi.

vaknaði og hélt upp á kjalarnes til að brúðubílast. ætlaði að leika aðalbrúðuna í sýningunni en vegna þess að ég hafði aldrei komið við brúðuna áður hafði ég ekki alveg tökin á henni og ég lék hann ekki. veit reyndar ekki hvort það er afbrigðilegt að kunna ekki fullkomlega að leika brúðu sem þú hefur aldrei komið við áður. allavega. ætlaði auðvitað í málfræðitíma en náði ekki útaf brúðubílnum. hafði ætlað að hjálpa til með vörutalningu í eymundsson en klukkan 3, eftir tíma fannst mér of seint að mæta, þau hlytu að vera búin með þetta og tæki því ekki að mæta áður en ég færi í tónskólann. ætlaði í söngtíma kl 16.30 en fór ekki því hann féll niður. ugla sannfærði mig þá um að koma á leiksýningu stúdentaleikhússins. hafði ætlað í fimleika en fór ekki til að geta séð sýninguna. vegna roksins nennti ég ekki að hjóla uppí laugardal í hljómfræði sem ég hafði ætlað í svo ég hélt bara áfram að læra. gígja hringdi svo með tilboð um að fara á málfund í hinu húsinu á sama tíma og leiksýning. ákvað að fara frekar á fundinn í stað leikhúss. fundinum, sem ég hafði ætlað fara á, var aflýst svo ég fór ekki. á leið heim kl. 9 hitti ég starfsfólk eymundsson sem var að ljúka við vörutalninguna og hefði ekki veitt af aukahöndum.

ætlaði að leika sýningu, fara í tíma, söngtíma, vörutalningu, hljómfræði, fimleika, leiksýningu og á málfund – gerði hins vegar ekkert af þessu. Reyndar ekki bara mér að kenna en mér finnst þetta segja glöggt til um að einhver letipúki hafi náð tökum á mér.

dagurinn fór reyndar ekki bara í vaskinn – fór í umræðutíma, lærði nú eitthvað, átti góðar stundir með uglu og gígju, ræddi mikilvæg málefni við ásu í hinu húsinu og plataði svo magga með mér í útihlaup á álftanesi.

á að vera að skrifa ritgerð núna en er að blogga, er búin að sofa yfir mig og eyða 2 og ½ klst í matartíma. er leikurinn að endurtaka sig?

á maður að fara í vísindaferð í fyrirtæki sem maður fyrirlítur? á ég kannski að fara til að ausa þar úr banka þrætuþarfarinnar?

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

lifur er matur fátæka mannsins.
í gær elduðum við lifur og ragnheiður forðaði sér.

1 lifur kostar um 70 kr
1 kg kartöflur kostar um 180 kr

rúllar lifrarbitum uppúr hveiti, salti og pipar. svo steikir maður lifur upp úr sjóðandi heitri olíu og sýður kartöflur. býr til sósu úr soðinu á pönnunni, bætir bara við hveiti, vatni og kryddum. tilvalið að búa til kartöflumús með því að afhýða og stappa kartöflurnar með smá salti, sykri og mjólk.

þá ertu kominn með frábæra máltið sem kostar um 250 kr og er fyrir 3-4 manns. rosalega holl og fljótleg máltíð.

en margir myndu frekar æla býst ég við.

mánudagur, nóvember 05, 2007

ég skil af hverju það þykir ekki kurteisi að sjúga upp í nefið í frakklandi. ég var í tíma í háskólabíói og drengurinn fyrir aftan mig saug upp í nefið á nokkurra mínútna fresti. það sem vakti þó athygli mína var það að þetta var svona veikinda hljóð. hann saug upp í nefið og það var svona eins og horið og slímið safnaðist saman upp kokið og upp í munn. en þá gæti hann ekkert gert við það svo hann kyngdi því aftur. og þar að leiðandi límdist það aftur í kokið á honum. sem ylli því að leikurinn væri endurtekinn stuttu síðar. það sem þessi gæi tók svo upp á var það að fá sér epli. þetta var stórt og safaríkt epli sem hann fýsti mikið í og tók því mjög stóra og safaríka bita af eplinu. en hann var ekki svo meðvitaður um að hann væri stíflaður svo að hann reyndi að anda í gegnum eplið til skiptis við nefið sem fór svona að bubla í eins og þegar maður blæs með röri í kókómjólk eða kannski frekar þykka blómkálssúpu með vel soðnu blómkáli. orð eins og "slurp," "slarp," og "smjatt" lýsa ekki hugarástandi mínu nógu vel þessa stund en ég get ekki neitað því að drengurinn og hljóðmynd hans höfðu mikil áhrif á fyrirlestur jóns karls helgasonar um táknmyndir.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

oftast sofna ég á nokkrum sekúndum á kvöldin en á mánudaginn(alveg furðulegt tvíburadæmi) þá gat ég ekki sofnað. þá mundi ég nokkuð sem er virkilega afbrigðilegt en ég hef aldrei hugsað um það þannig áður. það er nefnilega þannig að þegar ég get ekki sofnað þá birtast mér fyrir sjónum tvær svipmyndir til skiptis. það eru tveir blýantsteiknaðir karlar. teiknimyndafígúrur í svarthvítu. annar er svona bollu gaur ljós allur yfirlitum með ávalar línur og lítið feitt bros. með lita, feita putta og með stutt ljóst hár. hinn maðurinn er líka teiknimyndafígúra sem er lítill og mjög horaður með svart skítugt hár og það er eins og það sé búið að krassa yfir hann. hann er veiklulegur og brosir ekki. þetta eru myndir sem ég þekki svo vel í huganum og þegar ég rifja það upp þá get ég ekki munað hvenær í ósköpunum ég fór að sjá þessa gaura. svo á milli þessara svipmynda koma svona „plobb“ hljóð eins og stór sápukúla sé að springa. hún er samt frekar eins og blaðra en það kemur ekki hvellur. ég veit ekki hvaða fordómar þetta eru í mér en mér líkar ekki mjög vel við þann granna.

miðvikudagur, október 31, 2007


þeir sem hafa rölt í reykjadal og notið heita læksins í kuldanum, kúrt undir berum himni, tjaldi, skála, verið í roki og rigningu, steikt snigla upp úr hverum, kveikt varðeld og tínt fléttur handa pabba og alla sem langar til að prófa slíkt hið sama ættu að kíkja á þessa heimasíðu

pössum upp á umhverfið okkar.

þriðjudagur, október 30, 2007

bjó til nýjan bragarhátt í jólaboði í gær. já, það er frá tvennu að segja:

1. ég er að halda inn á slóðir íslenskunörda. það er bæði fyndið og kjánalegt. ætla að feta þá slóð svo ég geti notið mímis-vísindaferða og virðingar meðal samnemanda minna í íslenskunni, sem er reyndar bara stórskemmtileg.
bragarhátturinn heitir hölluháttur (breytti honum úr brúnahætti í hölluhátt vegna ítrekaðra áskoranna, ekki að ég vilji neitt sérstaklega eigna mér hann) honum fylgja nokkrar bragreglur:
fyrstu orð allra línanna verða að ríma auk seinustu orðanna. það er runurím fremst í línunum og líka aftast.
það eiga að vera stuðlar og höfuðstafir sem eru þannig að í línu 1 eru stuðlar, 2 einn höfuðstafur, 3 einn höfuðstafur og í 4 stuðlar aftur og þetta verða allt að vera sömu samhljóðarnir eða sérhljóðar. hér kemur dæmi:

halla heitir hnáta ein
alla jafna er hún sein
falla hennar bein á stein
kalla-r hátt og heyrist vein

2. þegar það kom jólasnjór í gær ákváðum við maggi að halda lítil jól til öryggis ef það kæmi enginn jólasnjór aftur. fórum þess vegna í bónus og keyptum jólaöl og jólaköku. en til að vera ekki með tvenn íslensk jól fóru þess jól fram á sænsku.

mánudagur, október 29, 2007

fékk þetta myndband sent á facebook. ég hló mjög lengi ein heima yfir þessu myndbandi. ákvað að taka því ekki persónulega.

miss douglas county, arizona í hæfileikakeppni fyrir miss arizona árið 1993.

laugardagur, október 27, 2007

síðasta helgi leið og nú er aftur komin helgi.

airwaveshelgin var mjög skemmtileg og var mjög sniðugt fyrirkomulag að tileinka hverju kvöldi einni staðsetningu.

miðvikudag og fimmtudag var haldið á nasa, föstudag í listasafnið, laugardaguinn í iðnó og sunnudag á gaukinn. þannig fór lítill tími í raðir, maður kynntist nýju efni og hlustaði líka á sitt uppáhald. svo var hægt að rölta eitthvað á milli í lok kvölds. næst er bara að redda sér press-passa þá væri þetta ennþá betra.

loney, dear eru, voru og halda áfram að vera svolítið uppáhald. mér fannst þau mjög skemmtileg í listasafninu á föstudaginn. slógu samt ekki út stemninguna í sumarnóttinni á litla sparkvellinum í götu á g-fest í sumar. en svo voru margir mjög skemmtilegir viðaukar og viðburðir.

annars er vikan búin að vera undirlöggð verkefnavinnu og verkefnaskilum. fyrir utan óhemjulegt skammdegisþunglyndi sem náði tökum á mér. en um það urðu til nokkrar limrur. ( íslenskuæla )

en nú er að duga' eða deyja
dyggð mun við rolu stríð heyja
um lífsins gleði
á dauðabeði
í holuna rolu mun fleygja

það í hjarta hennar og hugarskoti
hún hinkrar þess að bardaga sloti
og reitir sitt hár
þótt vandinn sé knár
ei vill hún vanda' í sínu koti.

svefninn sefar og sættir læti
ef ekki þá stígur við fæti
stelpuskjáta
og sjálfa mun láta
slepp' allri fýlu stað kæti.

föstudagur, október 19, 2007

ætla að setja inn síðasta þáttinn. er annars að hafa mjög gaman af airwaves og get ekki beðið eftir að setja inn svolítinn úrdrátt hátíðarinnar.

5. þáttur
tók þá heimskulegu ákvörðun að leita uppi 1. dagbókina mína. sú dagbók varð til þegar ég var 12 ára og nýflutt heim frá kanada, erfiður tími. get ekki annað sagt en að það hafi verið niðurdrepandi að lesa hvernig maður ofmat suma og vanmat aðra. gott þó að vita að maður viti betur núna. ég vildi að ég gæti afsakað hugsanir mínar sætt mig þær með staðhæfingunni “ ég var 12 ára “ en það er erfitt að horfa á að þetta var maður sjálfur. orðið ,,æðislega” var í hávegum haft og ótrúlegur síðufjöldi fór í að rakka sjálfa mig niður. ég vona að ég hafi aðallega skrifað í þessa bók þegar mér leið illa. annars myndi ég hafa flokkast sem mjög þunglyndur 12 ára krakki. en inná milli orða eins og ,,æðislega” ,,ljót” ,,hvít” ,,who cares” ,,óspennandi” og ,,abc” orða rakst ég á texta sem stingur í stúf við allt hitt. texta sem ég skrifaði um afa minn:

afi minn
afi minn var alltaf besti afi í heimi. þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. ég man þegar ég var svona 4 ára, þá tók hann út úr sér gervitennurnar og setti þær í glas. ég hefði aldrei séð svona áður og var alveg rosalega gáttuð. næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum úr, á meðan afi bara brosti. ég man líka hvað mér fannst skrítið að heilsa honum því að þegar hann tók í hendina á manni hrissti hann hana svo mikið að maður hristist allur eins og í jarðskjálfta. mér fannst líka alltaf jafnskrítið að kyssa afa á kinnina því hann var alltaf rakaður og maður fann broddana stingast í kinnarnar (öruglega bara útaf því að pabbi hefur alltaf haft skegg ). ég á endalausar góðar minningar um afa. eins og þegar við sátum í grasinu í reitnum uppí kjós, borðuðum nesti og létum sólina hlýja okkur. þegar við fórum að kirkjuhóli og í húsafell. og þegar amma og hann höfðu lagt leið sína í heimsókn til okkar bæði til bandaríkjanna og kanada og við védís þurftum að segja frá öllu sem var í kringum okkur. en samt voru þau svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau hefðu oft heyrt söguna oftar en einu sinni. ég man þegar við lékum okkur í garðinum í viðjugerðinu eða á dýnum sem við settum í stigann og notuðum sem rennibraut þegar það var leiðinlegt veður úti. þegar við sátum í eldhúsinu og föndruðum á eldhúsborðinu á móti afa sem sat alltaf í stólnum sínum og horfði á t.d. pappadisk verða að manni með rautt sítt hár og átti að vera afi að hugsa og þegar við komum hlaupandi upp stigann í leit að afa og þegar við fundum hann dauðþreyttan, sofandi í sófanum efir að hafa þurft að líta eftir nokkrum krakkagríslingum.

þriðjudagur, október 16, 2007

4. þáttur
ég hneikslast á heilsufríkum en kannski er ég bara svona bitur vegna tilraunar minnar til að fara í leikfimi sjálf í gær. ætlaði að skella mér í leikfimi kl. 7 í háskólaræktinni. heyrði kirkjuklukkurnar í neskirkju hringja þegar ég labbaði inn og ánægð með að vera á réttum tíma. það komst samt upp um mig sem antimorgunmanneskju því ég reyndist seinust inn í salinn og þar með sú manneskja sem fékk ekki að vera með því hópurinn einskorðaðist við 20 manns en ekki 21 manneskju. sagt að tíminn ( sem ég hafði nú mætt í áður ) væri fullur og að ég yrði að fara í tækjasalinn. í morgunúrilli mínu og pirringi yfir að hafa rifið mig á fætur fyrir tækjasal, strunsaði ég út í kuldann og myrkrið á stuttermabol. ég myndi frekar æla á tækjasali. bölvaði íþróttahúsi háskólans í sand og ösku og skokkaði út skerjagarðhringinn. þegar ég var eins langt og ég komst í burtu frá heitri sturtu og hlýjum fötum, steyptist ég á hausinn í myrkrinu. og þar sem ég var á stuttermabol, stuttum buxum þá tókst mér að hrufla hendur, handlegg og fót. var hálf volandi alla leiðina til baka og kom svo í blóði mínu og kulda aftur í íþróttahúsið. húsvörðurinn stökk við þegar hún heyrði mig koma þar sem það hafði sennilega kviknað á einhverju samviskubiti með að hafa bannað mér einni að vera með. vildi koma með einhverja málamiðlun og vera almennileg. almennilegheitin fóru uppí annað veldi þegar hún sá mig þarna í blóði mínu. hefur ábyggilega haldið að höfnun leikfimitímans hafi kveikt hjá mér sjálfseyðingarkvöt svo um kvöldið sagði pabbi mér að það væri búið að bæta við þessum leikfimi tímum svo að fleiri kæmust að. ekki vildi greyið konan hafa sjálfsmorð á herðunum. þótt ég geti hlegið að þessu núna þá fannst mér þetta ekki fyndið þá og ég held að ég hafi verið pínu leiðinleg við konuna þegar hún bauðst til að ná í plástur. ég ætlaði svo að vera bara dugleg til að bæta mér upp fyrir að hafa vaknað svona óhemjusnemma en þurfti þá að bíða fyrir utan þjóðabókhlöðuna í korter þar sem hún opnar ekki fyrr en 8.15. skjálfandi af kulda, með hor og blóð lekandi.

mánudagur, október 15, 2007

ætla að setja inn síðasta þáttinn. er annars að hafa mjög gaman af airwaves og get ekki beðið eftir að setja inn svolítinn úrdrátt hátíðarinnar.

5. þáttur
tók þá heimskulegu ákvörðun að leita uppi 1. dagbókina mína. sú dagbók varð til þegar ég var 12 ára og nýflutt heim frá kanada, erfiður tími. get ekki annað sagt en að það hafi verið niðurdrepandi að lesa hvernig maður ofmat suma og vanmat aðra. gott þó að vita að maður viti betur núna. ég vildi að ég gæti afsakað hugsanir mínar sætt mig þær með staðhæfingunni “ ég var 12 ára “ en það er erfitt að horfa á að þetta var maður sjálfur. orðið ,,æðislega” var í hávegum haft og ótrúlegur síðufjöldi fór í að rakka sjálfa mig niður. ég vona að ég hafi aðallega skrifað í þessa bók þegar mér leið illa. annars myndi ég hafa flokkast sem mjög þunglyndur 12 ára krakki. en inná milli orða eins og ,,æðislega” ,,ljót” ,,hvít” ,,who cares” ,,óspennandi” og ,,abc” orða rakst ég á texta sem stingur í stúf við allt hitt. texta sem ég skrifaði um afa minn:

afi minn
afi minn var alltaf besti afi í heimi. þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. ég man þegar ég var svona 4 ára, þá tók hann út úr sér gervitennurnar og setti þær í glas. ég hefði aldrei séð svona áður og var alveg rosalega gáttuð. næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum úr, á meðan afi bara brosti. ég man líka hvað mér fannst skrítið að heilsa honum því að þegar hann tók í hendina á manni hrissti hann hana svo mikið að maður hristist allur eins og í jarðskjálfta. mér fannst líka alltaf jafnskrítið að kyssa afa á kinnina því hann var alltaf rakaður og maður fann broddana stingast í kinnarnar (öruglega bara útaf því að pabbi hefur alltaf haft skegg ). ég á endalausar góðar minningar um afa. eins og þegar við sátum í grasinu í reitnum uppí kjós, borðuðum nesti og létum sólina hlýja okkur. þegar við fórum að kirkjuhóli og í húsafell. og þegar amma og hann höfðu lagt leið sína í heimsókn til okkar bæði til bandaríkjanna og kanada og við védís þurftum að segja frá öllu sem var í kringum okkur. en samt voru þau svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau hefðu oft heyrt söguna oftar en einu sinni. ég man þegar við lékum okkur í garðinum í viðjugerðinu eða á dýnum sem við settum í stigann og notuðum sem rennibraut þegar það var leiðinlegt veður úti. þegar við sátum í eldhúsinu og föndruðum á eldhúsborðinu á móti afa sem sat alltaf í stólnum sínum og horfði á t.d. pappadisk verða að manni með rautt sítt hár og átti að vera afi að hugsa og þegar við komum hlaupandi upp stigann í leit að afa og þegar við fundum hann dauðþreyttan, sofandi í sófanum efir að hafa þurft að líta eftir nokkrum krakkagríslingum.
3. þáttur
á leið minni í eymundsson hjólaði ég næstum á dauða dúfu. ég öskraði eins og smástelpa og var næstum flogin af hjólinu og fyrir stelpurnar tvær sem ég var að spjalla við. þá hefði dauða dúfan, í eins miklu sakleysi og hægt var að finna, getað orðið valdur af kjánalegu slysi. ég get ekki útskýrt af hverju dauð dýr á götunum, sérstaklega fuglar, kalla fram þessa tilfinningu í mér. ég kúgast og fæ einkenni áfallaröskunar í nokkurn tíma á eftir. sé myndina af fuglinum eða dýrinu poppa upp fyrir hugskotssjónir aftur og aftur.


(í mínu tilviki var afskaplega heimskulegt að googla orðin "dead bird")

ég var að velta því fyrir mér hvernig ég hefði átt að útskýra “næstum því æluna” sem var við það að steypast yfir fína bíl bæjarstjórans á álftanesi eftir að ég keyrði yfir dauðan máf á hringbrautinni. ég kúgaðist svo mikið og rembdist svo við að kyngja ælunni að ég var vart ökuhæf. þetta hlýtur að flokkast undir það sama og ofsahræðsla við köngulær og ánamaðka. mamma segir að þetta sé e-h genatengt og við litla umhugsun get ég samþykkt það. allavega þekki ég engan sem þjáist af sömu geðveiki nema hana védísi og hún er jú sú eina í heiminum sem er með nákvæmlega sömu genasamsetningu og ég.
2.þáttur
ég fór heim í andleysi mínu til mömmu og pabba. lærði smá og svo horfðum við á myndina lystina að lifa um hana örnu sem er langt leidd í heimi átröskunar. þetta var hræðileg mynd en ég held hún sé mikilvæg til að opna augu almennings fyrir þessum hræðilega sjúkdómi.



átröskun er erfiður sjúkdómur og það er erfitt að vita hvernig maður á að snúa sér í meðhöndlun hans. sem vinur vill maður gera það sem í manns valdi stendur að brjóta á þessum sjúkdómi en það er svo mikið vonleysi sem fylgir geðsjúkdómi sem einkennist af því að sjúklingurinn hefur enga hvöt til að læknast. vill ekki breytast því hann sér sér ekki hag í því að hætta að verða mjór. vill sjúklingurinn breyta jákvæðu athyglinni sem hann fær frá módelskrifstofum, félögum, strákum, stelpum og samfélaginu í heild?



edda í forma kom til okkar í jafningjafræðslunni í sumar. það var sárt að tala um þennan sjúkdóm. hvernig umhverfið og þessi brjálæðislega heilsudella og utanaðkomandi þrýstingur um grannan líkama hefur orðið orsök þess að prósentutala átröskunarsjúklinga hefur aukist mjög á undanförnum árum.

ég var eftir mig eftir að hafa séð þessa mynd. ég var svo reið gagnvart samfélaginu. holdafar íslendinga hefur snúist upp í öfgar í sitthvora áttina. ástæða offitu felst í því að börn og fullorðnir borða óhollt, óreglulega og hreyfa sig ekki neitt. ekki í því að þeir borða. krakkar eru alveg hætt að labba í skólann, skólaeldhúsin virðast mörg hver vera að berjast við fjárhagsörðuleika sem veldur því að börnin borða ekki einu sinni hollt í skólanum. svo koma margir foreldrar seint heim á kvöldin og grípa e-h skyndibita með sem krakkarnir borða rétt fyrir svefninn. sökin liggur hjá mörgum.



svo er það svo fólkið sem lifir fyrir útlitsdýrkunina og tekur þátt í world-class brjálæðinu sem ríkir í samfélaginu okkar. í hádeginu mætir allt ríkasta ( árskort með baðstofu kostar 166.000 ) og fínasta fólkið í world-class í fínu dýru trimm outfittunum sínum til að sýna sig og sjá aðra og ýta undir ennþá meiri útlitsdýrkun. margar konur æfa og æfa þar til þær eru orðnar þvengmjóar og auðvitað líka brúnar og þegar brjóstin eru farin er því bara reddað með því að fá sér sílíkon. karlar og strákar keppast við að vera eins og brad pitt í fight club og hika margir hverjir ekki við að nota vafasöm fæðubótarefni. ég er kannski dómhörð en þetta er bara svo absúrt.
eftir jákvæðis-blogg á laugardaginn freistast ég til að setja inn hrakfarar-pirrings-blogg, dagsins í dag og gær, í nokkrum þáttum.

þar sem ég er svo löt að blogga nema þegar ég á að vera að skrifa ljóðaritgerð, þá ætla ég að setja inn þættina smám saman.

stundum vaknar maður og mann langar varla að fara á fætur því maður veit innst inni að þessi dagur mun verða furðulegur. þannig var dagurinn í gær.

hann byrjaði ósköp huggulega. sjávarniður, pönnukökubakstur og brunch í góðra vina hópi heima hjá steinunni björgu.



1. þáttur
klukkan 1 fór ég að vinna í eymundsson. á leiðinni var ég næstum búin að hjóla á dauða dúfu (sem er einmitt innlegg 3. þáttar.) var svolítið andlaus en ekkert þó á afturfótunum. það sætti ekki tíðindum nema hvað að þybbinn, miðaldra maður af erlendu bergi brotnu með múllett kom og keypti símakort með vinum sínum. það útaf fyrir sig var ekki merkilegt nema því að maðurinn kom stuttu síðar aftur í búðina og hékk stöðugt við búðarborðið. skilningsleysi ríkti, hann tautaði um penna og blöð í láni og sitthvað fleira. mér þótti hann svolítið óþægilegur. hann starði mjög óþægilega og jafnmikið framan í mig og framan á mig. ég pældi svosem ekki í þessu fyrr en ég var búin að vinna og á leið heim. þegar ég labbaði út úr búðinni þá var maðurinn í horninu við útidyrnar, í hvarfi við búðarborðið ( ca. 2-3 klst eftir að hann kom fyrst ) og þegar hann sá mig þá strunsaði hann á eftir mér út. ég varð svo móðursjúklega hrædd að ég hentist á hjólið mitt og brunaði af stað heim. sá hvernig hann starði ennþá á mig og strunsaði í átt að mér þegar ég stóð við gatnamótin á lækjargötu svo ég þusti yfir á rauðum kalli. í bankastrætinu hitti ég siggu toll, stoppaði til að spjalla en þegar ég sá hvernig hann nálgaðist óðflugu með sitt subbulega augnaráð, hoppaði hjartað í mér og ég þusti af stað í óðagoti frá siggu sem ekki skildi upp né niður. þræddi hliðargötur þingholtanna til að hrista grey manninn af mér. ég skil ekki af hverju ég varð svona ofsalega hrædd við miðaldra mann sem vildi ábyggilega bara spyrja mig hvað klukkan væri eftir að hafa starað á barm minn í smá stund. ég kom heim rennandi sveitt og smitaði ragnheiði af hræðslunni í mér. þegar ég nuddaði spegilinn við baðherbergisþrif varð ragnheiði svo hverft við að hún stökk fram því henni heyrðist hún heyra gluggaskrjáf og var farin að ímynda sér miðaldra pólverja með múllet á gluggunum eða í eldhúsinu.
ég ætlaði að vakna snemma á laugardaginn. vaknaði ekki snemma og barasta frekar löt. svo ég ákvað að njóta letinnar og settist í litla bláa eldhúsið okkar á þorfinnsgötunni. ég opnaði blaðið, sem ber nú nýja heitið 24 stundir, og las nokkrar greinar. þar á meðal voru greinar um bjöllur sem eyðileggja við í gömlum húsum, sakamál frá liðnum tíma og grein um niðurfellt nauðgunarmál.

það þykir ekki sæta tíðindum að nauðgunarmál sem þetta sé fellt niður. það eru ekki margir dómar sem falla í nauðgunarmálum. mál sem eru hrottaleg og virðast ótvíræð eru felld niður umvörpum.

vandinn liggur í samfélaginu í heild svo ég byrji nú bara á umfjöllunum um nauðganir. það skar í augu þennan morgun, og ekki í fyrsta skiptið, hvernig frásagnarstílnum var háttað. þessi tiltekni blaðamaður hefur ábyggilega ekki haft neitt slæmt fyrir sér eða efast um sanngildi eigin greinar, en hann féll samt í sömu súpu og aðrir kollegar hanns.

í greininni stóð: ,,konan er ein af þeim 12 konum sem töldu að sér hefði verið nauðgað árið 1998.” og oftar en ekki sér maður: ,,meint nauðgun." það er hræðilegt að þetta skulu vera svona. það er dregið í efa að konan geti gert sér grein fyrir því hvort svo alvarlegur glæpur hafi verið framinn á sér. í raun verið óbeint að véfengja vitnisburð hennar. þessi frásagnarmáti er nær undantekningalaust frásagnarmáti nauðgunarmála. aldrei myndum við sjá í 24 stundum. ,,maður taldi að hann hefði verið barinn” eða ,,meint líkamsárás."

(vitnað í fyrirlestra jafningjafræðslunnar sumarið 2007)

laugardagur, október 13, 2007


ég er komin aftur í hversdagsleikann eftir óraunverulega kínaferð. það kveikir í manni smá ævintýraþrá en ferðaþreyta og sú staðreynd að hversdagsleikinn er voðalega huggulegur þessa dagana heldur aftur af manni.

það er eins og sumarið sé marga mánuði í burtu, þessar tvær vikur í kína voru á við margra mánaða upplifanir.

þetta ár virðist ætla að verða með viðburðaríkasta móti og er nú þegar orðið. það verður skemmtilegt að gera ársyfirlit í lok árs og er ég nokkuð viss um að ýmislegt eigi eftir að bætast við.

þetta var virkilega sérstök kórferð. hún einkenndist af fyrirbærum sem ég tel mjög óvíst að muni einkenna kórferð á næstunni. hiti, kínaglíma, tjútt í hófi, borgarstjóraboð, 30 réttir og 6 súpur - máltíð, málmiskilningar, áhugi, magakveisur, asítófanus og immodium og samheldni, og áfram mætti telja.

ég ætla að reyna að skella inn nokkrum myndum við tækifæri.

túlkar og gætar voru uppáhaldsfólkið okkar sbr. shawn:

"do you know the word cat?"
"yes"
"do you know how to spell it?"
"yes, c-a-t"
"no, i-t"

ef ekki einu sinni á dag - þá tvisvar.

og steinunn hjá fjölskyldunni sinni við morgunverðarborðið.

"here in china we eat porkids"
"por kids?"
"yes yes, it's a traditional food for breakfast - want to try it"
"hm, yea ok, but por kids?"
"yes - here you go!"
"oh, ok, yes i see, poridge, ok"

og leiðsögumaðurinn okkar í wuhan. sem sagði í íslenskri þýðingu.

"við getum ekki séð hina brúna vegna frosksins"
(we can't see the other brigde because of the frog)

"vinsældir wuhan eru 8 milljónir"
(the popularity of wuhan is 8 millions)

og fjölskyldan mín í peking

"here is your bedroom"
"and here is the chicken"
"hmmm... ok .. yes the kitchen.. ok"

en hversagsleikinn er bara mjög skemmtilegur þessa dagana, svo margt innifalið. skemmtilegt nám og verkefni, söngtímar, flottasta og skemmtilegasta hjól í heimi, fimleikar, morgunleikfimi, þjóðarbókhlaðan, góðir vinir, meirihluti sem sprakk, mamma og pabbi, djasshljómfræði, brúðubíllinn, eymundsson, þorfinnsgata 12, sveitirnar tvær og maggi.

gæti ekki verið betra nema ef systur mínar tvær og restin af krúinu væru nær.

þegar maður hættir að hafa áhyggjur þá fer allt að rúlla og manni líður vel. ég vona að það geti bara haldið áfram.

laugardagur, september 15, 2007

ísland er að breytast.
ég man ekki eftir jafnskýrum árstíðamun og í ár. aldrei verið jafnheitt sumar og veðragott. svo kom haust. haustið skall fyrst á með miklum rigningum. gróðurinn varð vætunni feginn og hitinn hélst. svo þegar það var búið að rigna í nokkurn tíma ákvað veðrið að kólna. nú er kominn kuldi.

það er ekki bara veðurfarið sem er að breytast. í rauninni er svo margt að umturnast. háskólinn er stútfullur af fólki í lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði. það getur enginn hugsað sér að vinna við afgreiðslustörf og fólk af erlendu bergi brotnu færir sig inní afgreiðslustörfin. hvernig verður þetta eftir nokkur ár? stuðlar þetta ekki að aukinni stéttaskiptingu og fordómum í samfélaginu, jafnt og það eykur launamun og muninn á þeim ríku og fátæku. flestir ungir íslendingar ætla sér að ganga í störf þar sem þú færð 3-4 sinnum meira á mánuði en meðalafgreiðslumaður.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

verslunarhelginni var varið í vinnu og góðar stundir með fjölskyldu og vinum. kíkt á kaffihús þar sem karlpeningur landsins fór hamförum í brydda upp á samræðum - heyrðist á föstudegi:

ungur maður af erlendu bergi brotinn:

- i say something ?

ung íslensk stelpa svarar:

- ha?

- i say something ?

- ha?

- i say something to you ?

- yes, ok.

- you have nice shoes !


næsta kvöld:

ungur maður:

- má ég spyrja þig að svolitlu?

ung stelpa:

- já endilega, spurðu

- ég sko sef mjög lítið, grúska mjög mikið og ég var að spá

- já

- hefurðu skoðað e-h ættartölu þína?

- já alveg smá

- ég hef sko verið að skoða mikið konungsfjölskyldur í evrópu, getur verið að þú eigir ættir að rekja til konungsfjölskyldna í evrópu? þú er með mjög sterkan svip frá evrópsku konungsættunum....

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

þá er enn einu vinnutímabili mínu lokið jafningjafræðslunni. sjúklega gott sumar. góðir dagar í trjálundum og grasbölum með skemmtilegum krökkum.

ég hef aldrei búið að jafn fjölbreyttri starfsreynslu og eftir þetta ár. það er fengið betri þverskurð af íslensku þjóðfélagi. 6-7 ára krakka á frístundaheimili, 14-15 ára krakkarnir sem við hittum í jafningjafræðslunni, 17-20 ára samstarfsfólk jafningjafræðslunnar, svo vinir mínir á mínum aldri og stúdentaleikhúsið og samstarfsfólk í eymundssonkemur þar á eftir og svo hrafnista 70 - 98 ára. svo auðvitað fjölbreytileiki viðskiptavina eymundsson og svo lengi mætti telja.

laugardagur, júlí 07, 2007

nú er rigningin komin. þá er góð stund að súpa á kaffilatte á babalú með góðan jazz í eyrunum og frönsku ferðamannahóps óma um vöfflulyktandi loftið.



þegar veðurblíðan fær að renna beint í æð verða góð sumur best. góðu dagar sumarsins hafa verið fullnýttir, oftast í lautarbölum og trjárjóðrum með hópi frábærra 14-15 ára krakka og tveggja samstarfsmanna í sérflokki. þess á milli hef ég klifið fjöll, synnt í sjónum og haldið í ógleymanlega útilegu. við vinkonurnar héldum á arnarstapa þar sem bikiníið fékk að njóta sín fram á kvöld í veðurblíðunni. mikið sungið, kjaftað og leikir margir af hvers kyns tagi. frábær ferð í alla staði. ég á mestu snilldarvinkonur sem til eru!

fimmtudagur, júní 21, 2007

http://www.youtube.com/watch?v=LW9p5AcKx-U

ok þetta er náttúrulega svo töff. það sem vinir mínir í perú eru búnir að vera að dúlla sér við að læra undanfarið. set þeirra vídjó af þessum dansi inn við tækifæri. vá hvað ég sakna þess að dansa.

miðvikudagur, júní 13, 2007

jafningjafræðslan hefur tekið sinn toll af mínum tíma undanfarið. ekki illa varið þeim tíma. ég endurupplifi grunnskólaárin en um leið lít bjartari augum á árin sem liðu. ætli maður geti ekki bara gert upp við sig þessi erfiðu ár. það væri mikill plús í annars frábæran pakka sem sumarið stefnir í. kominn miður júní og búin að fá smá sólbruna. það er strax orðið meira af sumri en sumarið 2006.

fimmtudagur, maí 31, 2007

ég fékk þær gleðifréttir í dag að ég er með kinnholubólgu. það merkir það að það er hægt að lækna bæði nefmælsku mína og hrotur.

hræðilegustu tölvuleikirnir í mínu lífi eru svokallaðir iq leikir. leikir sem ég leyfi sjálfri mér að eyða tíma í því að ég "læri" e-h á þeim. deili þessum með ykkur sem védís kynnti fyrir mér

skráði mig í háskólann, flyt á föstudaginn, byrja í nýjum vinnum og hlakka til áframhaldandi sumars.

íslenskt sumar og íslensk sumarkvöld gera kuldann þess virði.

mánudagur, maí 28, 2007

búin að vera að hnoða saman myndasíðu


eftir letidaga í frakklandi tóku við letidagar í danmörku. þar lágu leiðir okkar védísar saman á ný. hugur hennar var helgaður verkefnaskilum en ég reyndi að vera ekki óþolandi gestur og hitti fólk og gerði mig upptekna svo hún gæti sinnt sínu. mór tókst ekki sem skyldi - var úti á þekju með leiðindi.

í kaupmannahöfn átti ég skemmtilegt tjútt í rigningunni með henni sigrúnu og hitti gott fólk í kongens have. kaffihús komu sterk inn og svo mætti pabbi á staðinn.

svo tók við ferð til jótlands. í lest þar sem heimilislega stemningin tröllreið öllu. þar sem við sátum á miðju gólfi urðum við að hluta leiksveiðis barna. vorum fyrr en varið farinn að teikna með þeim og bjarga þeim frá óförum. haukur var orðinn að mesta brandaraefni eins 2 ára, rosa sniðugt að reyna að troða uppí hann ókunnugu snuði. gamlir menn sváfu á öxlum þeirra ungu og aðrir sátu á gólfinu efa þau kom ekki með stól.

á jótlandi datt ég inní íslendingapartý. fáar klukkustundir fóru svo í svefn en snemma var rauði kagginn ræstur í leit að höfn norrænu.

við tóku svo 3 dagar af sjóveiki og svefni. ég sló öll met í því að vera leiðinlegur ferðafélagi og svaf sirka 20 klst á fyrsta sólarhringnum og hraut þar að auki. en svo tók fjörið við. sundferð í sundlaug sem var tóm, í staðinn fyllt stór bjórtunna af vatni og farið í "tunnuna". gufubað var á staðnum en mjög kaþólskt urðum að fara í sitthvort gufubaðið sem voru staðsett hlið við hlið. bíóið fór í svefn og við unnum ekkert í bingó en örvæntum ekki því við lækkuðum meðalaldurinn um 20 ár og eigum því mörg ár til stefnu.

bestu stundirnar voru án efa þegar við fórum í pikknikk á þilfarinu, elduðum pasta á baðherbergisgólfinu, trylltum lýðinn í "dans - star" ( og hækkuðum meðalaldurinn um 20 ár) og krúsuðum svo á kagganum í rigningu færeyja.

eftir marga klukkustundir í tollskoðun og tollvinnslu á seyðisfirði brunuðum við svo í góða veðri íslands alla leið í bæinn. með einu nauðsynlegu stoppi á kirkjubæjarklaustri hjá "ömmu" elínu þar sem við gleyptum í okkur pönnukökufjall, íslenska mjólk og kaffi.

svo rann litli rauði bíllinn í bæinn og ævintýrið var á enda.

nú tekur við sumarið sem ég vona að verði nýtt og gott ævintýri.

mánudagur, maí 14, 2007

hei! komst ad frabaerum eiginleika i gaer. eg er eins og harry potter. thad er, thegar eg lendi i sma spennu, eins og i gaer thegar gamli madurinn klessti a mig, tha verdur mer illt i eyranu og eg finn til i orinu. nu thykir mer synd ad orid skuli ekki vera a enninu minu.
thetta eru bunir ad vera skritnir dagar i frakklandi. einkennst af ohoppum en samt hefur allt reddast.

fyrsta kvoldid mitt; laesti hjolinu minu med las sem var ekki til lykill af.

annan daginn; sagadi hjolalasinn i sundur en var of sein til ad kaupa nyjan las vegna leiklistarferdar svo eg vafdi onyta lasnum um hjolid mitt. thegar eg kom til baka var lasinn bara eftir. eg fann hjolid mitt ca 200 metra i burtu.

thridja daginn; eyddi 2 klst i ad setja i mig krullur sem laku strax ur.

fjorda daginn; fekk lanadan bil, vantadi a hann bensin, vid leit af bensinstod sem vaeri opin a sunnudegi var klesst a mig. sma sjokk en bara hinn billinn skemmdist. ekkert vesen " fyrirgefdu, eigdu godan sunnudag "
svo seinar ad vid fundum ekkert bilastaedi i ollum strandbaenum. logdum a umferdareyju. fengum tvofalda sekt fyrir ad leggja svo bilar kaemust ekki framhja. sidan hvenaer keyrir madur a umferdareyjum?
thegar eg var ad laesa skottinu missti eg billyklana oni raesi en i skottinu fann eg snaeri med ongli a, svo mer tokst ad veida lyklana upp ur raesinu.
for a strondina og brann.
kagginn var puadur nidur a hradbrautum frakklands thar sem hann a svolitid erfitt med brekkurnar. ca. 80 km/klst en eg hafdi tha loggilda afsokun til ad fara ekki hradar. eitt ohapp er nog a einum degi.

fimmta daginn; i dag er ringing og hudin getur jafnad sig og eg get sael haldid afram ferdalaginu. auveldara ad stinga af ur rigningunni en ur solinni.
rakst a daudann unga uta gotu. er buin ad vera med tarin i augunum og aeluna uppi koki sidan tha. eg er eins og marta og grays anatomy thegar kemur ad kromdum dyrum.
heimur versnandi fer. folk virdist almennt vera hraett. hraett vid breytingar jafnvel thott thad yrdu breytingar til batnadar.

helmingur thjodarinnar i frakklandi er frekar sorgmaeddur yfir thvi sem thau hafa kosid yfir sig.

saensk vinkona, sem er i heimsokn eins og eg, er i rusli yfir thvi hversu mikid hefur breyst til hins verri vegar eftir ad haegrimenn toku vid i svithjod.

eg vard fyrir vonbrigdum vegna gilda og verdmaetamats islensku thjodarinnar.

föstudagur, maí 11, 2007

thad eina goda vid thad ad eirikur hauksson hafi ekki komist afram er thad ad eg held thad hefdi verid of erfitt ad vera mikilli fjarlaegd a degi sem inniheldi baedi eirik hauksson i urslitum eurovision og kosningar og thad lika a fodseldagen. eg aetla samt ad halda afram ad senda hugbod til folks ad kjosa rettan flokk. svo eg geri rad fyrir thvi ad missa af heilmikilli spennu, thott eirikur se ekki partur af henni.

i gaer for eg i sma ferd ad sja leiklistarhopinn minn setja upp lokasyningu hopsins i odrum bae. allur dagurinn for i thetta. syningin var ja, bara fin. eg reyndi eftir fremsta megni ad vera frabeaer ahorfandi. en hlaturinn minn hvarf ut i eymdina og gin 50 midaldra/eldri manneskja sem fannst thetta endilega ekkert til ad hlaegja af. eftir a var baerinn buinn ad undirbua veislu. ekki slaemt.

a leidinni heim fekk eg far med brasiliskum gaeja sem svona i ospurdum frettum sagdi okkur fra thvi ad hann hefdi 10 sinnum lent i slysum a thessum bil. eg get ekki neitad thvi ad hafa viljad stokkva ut en a somu andra keyrir hann spegilinn utan i flutningabil. jah.

eg hafdi hugsad mer ad gera svo rosa mikid thessa daga, fara svo vida, en eg er komin a tha skodun ad slaka bara almennilega a i godum felagsskap. madur verdur luinn i thessari tungumalafloru. i gaer voru tolud vid mig 7 tungmal. hofudid nalaegt sudupunkti.

fimmtudagur, maí 10, 2007

ferdalagid heldur afram.

nu er eg komin i enntha meiri sol i sudur-frakklandi. herna thar sem folk er misjafnlega sorgmaett eda glatt med kosningar lidinnar helgar.

poppadi upp "surprise" i gamla bekknum minum og hitti akkurat a kvedjupartyid theirra svo thad var skemmtilegt.

thad er eins og eg hafi farid heim i gaer. sleppti bara nokkrum rigningarsomum dogum her i aix, setti upp frabaera syningu med studentaleikhusinu, kynntist fullt af frabaeru folki. vann 3 mismunandi en laerdomsrikar vinnur, komst inni leiklistarskola, song a hamrahlidartonleikum, ferdadist til barcelona, london og berlinar, profadi a bua ein med modur minni, var bitin i eyrad, atti godar stundir med vinkonum, vinum og margt fleira.

bekkurinn minn herna er enntha med somu 4 baekurnar og thau voru med fyrir jol og eg klaradi thegar eg var viku i feneyjum. eg held eg hefdi daid ef eg hefdi verid afram i sama bekk.

svo er ekki litil dramatik sem lagdist yfir bekkin. ein stelpa for heim vegna thess ad pabbi hennar fekk hjartaafall og var naer dauda en lifi og onnur sem greyndist med eitlakrabbamein og vard ad fara heimi i medferd. uff.

en ja thad er rosa gott ad hitta gott folk sem enn er vid thetta haf. dagarnir verda tho faerri en fyrr var um raett thar sem dagarnir i berlin urdu fleiri. nadi heilum degi meira med vedisi og svo degi med berlinarvinum minum. thad reyndist mer mikill laerdomur. aetti eiginlega ad skella inn einni faerslu thvi til utskyringar og vangaveltingar fljotlega. en nu er thad solin og leikhusferd sem naelir ser i tima minn.

sendi sma sol i vidhengi.

föstudagur, maí 04, 2007

eftir nokkra daga i london er eg komin til berlinar. thad hefur allt gengid vel og naer afallalaust. eg atti goda daga i systurhusum i london. kom svo sidla kvölds til berlinar og hitti hana siggu saetu. eg reif hana fram ur og vid heldum a stefnumot vid berlinskan vin. hann syndi okkur naeturlifid. fullt af folki a lifinu en a sömu stundu og eg segi vid max: "munurinn a naeturlifinu a islandi og utlöndum er sa ad madur thekkir alltaf e-h a svona storum stad eins og thessum a islandi". en jah, madur tharf ekki ad vera a islandi til ad thekkja e-h. tharna poppadi allt i einu upp elin jakobs skolasystir okkar ur mh. eg tok ord min snarlega til baka.

i dag höfum vid sigga svo spokad okkur. vappad um, keypt okkur eins sko, drukkid kaffi og bordad bretsel. nuna seinni partinn heldum vid i gard, nokkud fra thar sem vid bödudum okkur i solinni, gaeddum okkur a öli og bretsel og horfdum a mannlifid. a sömu 5 minutunum hringdu svo jakob nokkur og jafningjafraedslan. jakob er godur, thyskur vinur minn sem eg helt ad vaeri e-h stadar tyndur thar sem eg hafdi ekkert heyrt fra honum eftir komu mina til berlinar. og ja jafningjafraedslan hringdi til ad bjoda mer vinnu i sumar. mikil gledi og eftirvaenting fylgu thessum samtölum. innan stundar kom jakob hjolandi a gula hjolinu sinu med teppi og frispidiska. urdu fagnadarfundir og snilldartaktar i frispi litu dagsins ljos.

nu erum vid sigga komnar a fina hostelid okkar thar sem adrir gestir hafa ekki latid fram hja ser fara ad vid erum i hljomsveit sem er ad sigra heiminn. "hey you girls from pistol-piss, how're u today?" heyrist oma a göngunum.

vid erum utiteknar og saelar thar sem myndavelamissir siggu var leidrettur rett i thessu, myndavelin fundin og vonbrigdi dagsins eru ur sögunni. vid tekur eintom gledi og fer vaxandi thar sem tyndi tviburinn rennur i hladid innan tidar.

laugardagur, apríl 28, 2007

hvað er að frétta:

eyrnamál: saumarnir teknir úr í dag. hjúkkan á hrafnistu hlaut þann heiður þar sem ég hafði ekki gefið mér tíma til að fara til heimilislæknis né sá fram á að gefa mér tíma til þess næstu daga.
ég hætti að taka sýklalyfin eftir fáeina daga þar sem ég gleymdi þeim heima. en þrátt fyrir að vera kjáni sem endranær þá lítur þetta bara vel út. allt á sínum stað.
birkir virðist vera að koma verr útúr þessu en ég.

stúdentaleikhúsið: á morgun munu fara fram lokasýningar stúdentaleikhússins á examínasjón.
merkilegt má þykja að hjörtur jóhann, sem ætti að fara með veigamikil hlutverk í sýningunni, verður ekki til staðar þar sem hann taldi 700 hundruð fátæk börn vera mikilvægari en sýningin.
í stað hjartar mun leikendahópur ásamt hljómsveit skella sér í hverskyns hjartarlíki. spennandi að sjá.
sýningin kl. 8 á morgun er uppseld en ég vil benda á hörkulokasýningu sem mun verða kl. 11.

vinnur: í dag var væntanlega síðasti dagur minn á frístundaheimilinu víðiseli. ég get ekki annað sagt en að ég muni sakna þessara gríslinga. alla ljúflinganna og gauranna sem segja: "gaur" í hverri setningu.
mér var boðin vinna í vinnuskólanum. ég held ég hugsi mig tvisvar um.
stuðið er á hrafnistu. þar er bófi sem stelur gervitönnum.

ferðalög: á þriðjudaginn held ég í smávegis ferðalag. stefnan er sett á höfuðborgirnar london, berlín og köben. innifalin í ferðinni er vika í sól og sumarhita suður-frakklands. áætluð heimkoma er 23. maí og er aldrei að vita að inní ferðalagið laumist höfuðborg lítilla eyja í norðri og stór bátur.

sunnudagur, apríl 22, 2007

ósköp hef ég verið dugleg að væla yfir óheppni minni þetta árið. ég hef spurt guð hvers vegna. en já, atvik helgarinnar hafa kennt mér að hætta þessu væli og hlæja af hlutunum. þetta gat ekki orðið skrautlegra. punkturinn var settur yfir i-ið.

ég hélt á kórárshátíð á föstudaginn. en ég stoppaði stutt. eftir að hafa sötrað einn bjór í rólegheitunum og peppað mig upp í tjúttið, var ég ekki fyrr mætt á dansgólfið að ég var lögð af stað uppá slysó. eyrað hafði laskast. í hressum dansi varð ég fyrir tönnum sem hjuggu gat á bakvið eyrað á mér.

með stórt opið sár, innan um mikið af fullu, ungu fólki og blóði, breyttist kvöldið í ævintýri. blóðstreymið var óstöðvandi og lækirnir láku niður hálsinn minn og niður á milli brjóstanna.

upplifun mín af drukknu kvenfólki á kvennaklósetti gerist ekki betri. fæstir kipptu sér upp við blóðpolla á gólfinu. sumar héldu að með því að draga mig á eintal myndi blæðingin stoppa. aðrar máttu ekki vera að því að pæla í þessu og æptu: “á enginn rauðan varalit?" - auðvitað bauð ég henni blóð. þetta var of kjánalegt til að ég gæti hamið mig.

ég hló stanslaust. ég gat ekki hætt. þetta var of fáránlegt til að vera satt. marta, með læknagenin í sér, tautaði fyrir munni sér hvar bitinn úr eyranu mínu væri. - ábyggilega á dansgólfinu. þar sem við sáum ekki fram á að loka þessu sári, var brunað uppá slysó.

ég hafði mjög gaman af því að segja frá því hvernig ég í sakleysi mínu mætti sallaróleg á kór-árshátið og hvernig dansfélaga mínum tókst að bíta í eyrað á mér í hressum dansi.

mér tókst að vera skrautlegasta tilvik kvöldsins á slysó. áfram var hlegið og starfsfólkið slóst í för. brandararnir og grínið valt fram af vörum okkar hjúkkunnar, læknisins og mörtu, sem fékk frábæra sýnikennslu. við urðum þó að róa okkur niður eftir mikið glens svo hægt væri að sauma mig almennilega án hristings.

útkoman varð; 7-8 spor í eyra og sýklalyf í viku. marta var snillingur og ragnheiður frábær félagsskapur á biðstofu slysó. en það er ekkert grín að fá mannabit.
birkir hefur snúið baki við “blæ” sem millinafni og tekið upp þjálla nafn sem mun vera "tyson". birkir tyson

fimmtudagur, apríl 12, 2007



ristillinn ( okkar litla leikhús, ártúnsbrekku ) á hug minn allan....

stúdentaleikhúsið kynnir; examínasjón.....

sýningartímar:
14. apríl - frumsýning
16. apríl
18. apríl
19. apríl
20. apríl
21. apríl
22. apríl
24. apríl
25. apríl
28. apríl - kl. 8 og 11

mánudagur, mars 19, 2007

védís er byrjuð að blogga: http://vedis.blog.is

mín megin ríkir bloggstífla. ég hef frá litlu að segja og litla orku til að tjá mig. ef ég er ekki á stúdentaleikhúsæfingu er ég með 35 börnum, 30 gamalmennum eða útlendingum og óþolinmóðum viðskiptavinum bókabúðar..

ekki þykir mér það þó leiðinlegt...

fimmtudagur, mars 15, 2007

af mbl.is




Á vappi með svan Lögreglan í Stokkhólmi stöðvaði konu sem var á göngu með svan í plastpoka. Svanurinn hafði flækst í fiskilínu og sagðist konan ætla með hann til dýralæknis. Að sögn lögreglunnar er ekki ólöglegt að fara með svan til dýralæknis en þeir þekktu konuna því í janúar var gerð húsleit hjá henni og fundust þá ellefu svanir heima hjá henni.

Samkvæmt sænskum lögum er óheimilt að geyma svani heima hjá sér lengur en í tvo sólarhringa. Dagens Nyheter sagði frá þessu í dag.

þriðjudagur, mars 13, 2007



enginn ætti að láta fram hjá sér fara frönsku költ-myndina "le pére noel est une ordure" sem er sýnd í dag í háskólabíói kl. 17.45.

föstudagur, febrúar 23, 2007



eins lítil morgunmanneskja og ég er, þá eru uppáhaldsstundirnar mínar á morgnana. það eru sérstakar stundir. það eru stundirnar þegar sólin skríður upp fyrir húsþökin og bæir og borgir vakna. sólin skín framaní svefnmyglað fólk á spani. það er með lubba í hárinu og drífur sig til að komast í tæka tíð í vinnuna. smám saman opna kaffihús og búðir. skilti eru sett útá götu. fólk tjattar með kaffibolla í hönd. smá hrollur er enn í líkamanum enda kuldi næturinnar enn í líkamanum. dagurinn er rétt að byrja.
smám saman fjölgar fólkinu og stemningin breytist í hina hversdagslegu stemningu hverrar borgar eða bæjar.
þegar ég dreg saman ferðalög mín þá hef ég komist að því að á þennan hátt hef ég kynnst fleiri borgum en ekki. mér til mikillar ánægju. það hefur nefnilega ekki verið óalgengt að ég poppi upp í borgum eftir; næturflug, næturlest eða næturrútu. það er best. að kynnast nýrri borg við daglega fæðingu.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007



hvað varð um forgang sjúkrabíla? það er eins og fólk hafi algjörlega misst virðingu fyrir því að sjúkrabílar eiga ávallt forgang. þ.e. með blikkandi ljósum. annað hvort það eða að fólk hefur mjög litla athygli undir stýri og víki þess vegna ekki. annað er ekki skárra en hitt.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

ríkistjórnin taldi það ekki eftir sér að banna friðsömum falun-gong meðlimum að koma inní landið í júní 2002. hvort ætli hafi meiri áhrif á íslenskt samfélag, þrjár grundvallastöður falon-gong eða klám?

mánudagur, febrúar 19, 2007

ef e-h þarf á hlátri að halda.
það er mörg ár síðan ég hef haft svona lítið að gera. ég hef samt nóg að gera. málið er þannig að ef ég hef ekki mikið af skipulagðri dagskrá. þegar svo er kem ég engu í verk. ef ég hef mikið á dagskránni, smellist ég í gír sem gerir mig mun afkastameiri.

þar sem ég bý ein með móður minni hefur hún ágætistíma til að koma að ráðleggingum og kenningum. hún sagði til dæmis; ef maður þarf að fá e-h gert fljótt á maður frekar að biðja manneskju um það sem hefur mikið að gera heldur en öfugt. það á við allavega í mínu tilviki.

ég mínum frítíma reyni ég þó að læra á gítar, gera ferðamyndamöppur, hlaupa, hitta fólk og fleira. en það er ekki mjög afkastamikið. fyrri fullyrðingu að kenna. svo ef e-h vill endilega setja fyrir mig verkefni ( helst borguð ) þá má sá hinn sami endilega koma þeim á framfæri við mig. ( eftir mjög ósannfærandi formála )

sunnudagur, febrúar 11, 2007

í haust skrifaði ég grein um strætó. þar mæltist ég t.d. til þess að það væri frítt í strætó. akureyrarbær hefur lagt niður fargjöld í almenningssamgöngur og jafnframt reykjanesbær. notkun á strætó hefur aukist um 60% á akureyri og 80% í reykjanesbæ. ég gæti vel trúað að það hlutfall yrði jafnvel hærra í reykjavík. það stendur svart á hvítu að það myndi borga sig fyrir reykjavík að leggja gjöldin niður. sjáum það gerast.
nú fer allt að rúlla. stúdentaleikhúsið fær að taka sinn toll af mínum tíma þessa dagana og ekki slæm notkun á tíma. við erum að fara að setja upp leikritið "þeir" og verður það vonandi á fjölunum í apríl.

ég hef lagt það í vana minn að skipta um lit hverja helgi. síðustu helgi fór ég í teiti í brúnappelsínugulum lit og þessa helgi hélt ég í teiti ljósgræn.

ég uppgötvaði karókí í gær. þrælgóð skemmtun. kóngurinn lifir.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

áður en veikindin kipptu undan mér fótunum tókst mér að fara leiksýningu lfmh. draugadans. ég varð mjög hrifin. ótrúlega mikill kraftur í leikurunum og mér fannst að þau ásamt leikstjóranum jóni gunnari hafi tekist mjög vel til og skapað nýja veröld úr tjarnabíói. ég mæli sannarlega með því að fólk láti sig ekki vanta á síðustu sýningarhelgina. 3 og 4 feb. mikil skemmtun í bland við mikla gæsahúð.

mánudagur, janúar 29, 2007




ég á mikið eftir.. újé.. ég mun eiga nóg að gera.. það sem eftir er...
hvað er að frétta...

við védís hittumst í barcelona fyrir skömmu. áttum 4 ljúfa daga í spánverja ríki og bætti þar með nýju landi á listann minn.

ég átti ekki að komast til baka til frakklands á vankvæða. það eru e-h álög sem liggja á mér í sambandi við lestir og í þessu tilviki rútur. ég missti af rútunni minni. þar sem það hafði verið skráð vitlaus tímasetning á miðann minn. semsagt hafði tíminn hjá annar rútustöð verið skráður við rútustöðina sem ég ætlaði að fara frá. en ég var ekki tilbúin að viðurkenna ósigur minn . ég hafði 14 mínútur til að koma mér í annan hluta borgarinnar og því átti ég maraþon hlaup um metro kerfi barcelonaborgar. hátindur hlaupsins var án efa þegar ég kom 5 mínútum eftir að rútan átti að fara og sá hana beygja út af rútuplaninu. ég veifaði höndum og með öndina í hálsinum tók dramatískasta endasprett sem ég hef nokkurntíma tekið. sem betur fer náði ég að vekja á mér athygli og gæjarnir stoppuðu rútuna og hleyptu mér með.

mér lá svo á að ná þessari blessuðu rútu þar sem daginn eftir beið mín flug heim á leið. ég hafði því nokkrar klst. til að pakka dótinu mínu og ganga frá ýmsum málum. þar sem ég hafði enga vigt til ráðrúma þá krossaði ég fingur fyrir því að vera ekki með neina yfirvigt og til öryggis klæddi mig í reiðinnar ósköp af fötum. ég var eins og la gorda bella (mexíkóska sápuóperan sem mér skilst að sé farið að sýna.) gat ekki sett hendur niður með síðum enda var ég í 2 síðerma bolum, kjól, sokkabuxum, buxum, ullarsokkum og skóm, 3 hettupeysum, ullarpeysu, regnkápu, ullarkápu, með húfu og vettlinga og trefil. minna hefði það ekki mátt vera en ég slapp þó við skrekkinn. enda bláfátæk og hef ekki ráð á því að láta rukka mig um yfirvigt.

en þrátt fyrir að hafa klætt mig svo vel þá náði ég mér í pest og því hef ég einungis komist til íslands í fjarlægð. síðan á föstudaginn hef ég legið með flensu. ég man ekki hvenær það var seinast þegar ég fekk flensu. leiðindafyrirbæri. en ég ætla rétt að vona að hún geri sér ekki mjög heimakært í líkama mínum.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

lennti í atviki í kvöld sem ég held að geti bara átt sér stað í frakklandi.

á tehúsi með tveimur sænskum vinkonum

afgreiðslustrákurinn: hvað má bjóða ykkur stelpur
stelpurnar: jasmín te
afgr: og þér?
ég: hmm.. ég veit ekki.. þetta er svolítið erfitt val ( hundrað tegundir af tei )
afgr: ertu búin að prófa ljóða-teið?
ég: ( sakleysin uppmáluð ) nei, en mér lýst ágætlega á það. segjum það.

5 mínútum seinna

afgr: jæja hér er jasmín teið - og hér er ljóðateið
svo krýpur hann niður og fer með gullfallegt franskt ljóð ( var það ábyggilega þar sem það innihélt svo stór orð að ég skyldi harla lítið )
ég: (roðna mjööög mikið enda flestir á tehúsinu að fylgjast með ) fallegt

og til að gera þetta svo grátlegt...

afgr: kanntu ekki e-h fallegt sænskt ljóð til að fara með fyrir mig?
( ég lít með biðjandi augum á vinkonur mínar sem eru jú sænskar, en þær hrista hausinn og segjast ekkert kunna af sænskum ljóðum)
ég: jú, reyndar ( reyndar án þess að krjúpa en samt með rómantíkina í fluttningnum)
"hjung om stúdentens lukklige doog
loot om os frjaujdas i ungdommes hoog
senn klappar hjertad med fríska sloog
og den juslenske framtid er voor."
afgr: þetta var mjög fallegt, þótt ég skildi ekki mikið, eftir hvern er það?
ég: ég er bara ekki með það alveg á hreinu. þetta er svona þjóðvísa, mjög gömul.

mér tókst að vera mjög sannfærandi, þökk sé óaðfinnanlegri framburðarkennslu mörtu rósar á ófáum kóræfingum. hefði verið ennþá betra ef stelpurnar hefðu ekki komið upp um mig með óstöðvandi flissi..

sunnudagur, janúar 14, 2007

tók áskoruninni...

http://flickr.com/photos/halla_mia

heimilisfang:

halla
co/famille strauch
3 allée des musiciens
13100 aix-en-provence
france

fimmtudagur, janúar 11, 2007


photoshop.... újé
það er mjög absúrt að borða hangikjöt með uppsúf, kartöflum og grænum orabaunum á stuttermabol í glampandi sól og blíðu.. en það gerði ég í gær...

miðvikudagur, janúar 10, 2007

thad stod 24 stig a hitamaelum borgarinnar i gaer!! annadhvort biludu their allir i einu asamt mer. eda tha bara ad thetta se alveg faranlegt. venjulegt hitastig herna i januar er i kringum 0 stig......

evropubuar sem eru ekki islendingar virdast vera mun medvitadri um umhverfid sitt. folk er mjog ahyggjufullt yfir thessu. her er sjalfsagt mal ad allir flokki. eigi litinn sparsaman bil ef their eiga bil og spari kyndingu og rafmagn. allavega baedi their frakkar og their thjodverjar sem eg hef kynnst thetta arid.

hvar erum vid stodd?

þriðjudagur, janúar 09, 2007

arid 2006 er lidid og komid nytt ar.... gledilegt nytt ar!

arid 2006 var merkilegt ar.
sidasta onnin i mh sem einkenndist af raungreina marathoni i 28 einingum i bland vid gnogt tvitugsafmaela. leikfelagid tok sinn tima fyrst og tonlistin tok svo vid. sumarid vard ad byssupisssumrinu mikla. byssupiss turadi um landid og let sig ekki vanta godar samkomur. gotuleikhusid einkenndist af kuri og eg held eg hafi sett met til langstima i ad ferdast um landid. hatindur theirra ferdalaga var puttaferdalagid um vestferdi med uglu og gotuleikhusferd til seydisfjardar. manadar thyskalandsferd tok svo vid sem var rett best ad segja mjog fjolbreytt. endadi med eftirmynnilegri lestarferd fra berlin til koben og notarlegum dogum i koben. september helgadist af vinnustryti, ef ekki a hrafnistu tha a humarhusinu, allt thangad til var haldid a vit aevintyranna i aix i frakklandi. vika i paris og vika i feneyjum. og jolin stodu svo fyrir sinu. e-h stadar tharna inni kom reyndar upp utskriftin okkar vedisar og flestra okkar vinkvenna og einnig tvitugsafmaelid okkar....

en nu er eg komin aftur til aix eftir notarlega daga i heimahusum. thar sem var mikid sofid, bordad, lesid, kurad, bordad lesid og kurad. hins vegar byrjadi arid a thvi ad plon min thetta arid snara toku u-beygju og vonbrigdaflodbylgja skall a. svo nu er mal ad snara thvi besta ur ollu.

en thad hefur farid mjog vel. thratt fyrir ad orlaganornirnar spynni torfaeruvef tha hef eg att mjog goda daga a thessu nyja ari. sma uturdur til isafjardar var skemmtileg orkusprauta, tonleikar hja systur minni med kammersveitinni isafold? ( sem eg hefdi att ad auglysa fyrir nokkrum dogum ) og svo afturkoman til aix. datt inni party heima hja mer thegar eg kom a laugardagskvoldid og svo datt finnur inn a sunnudaginn. attum virkilega skemmtilegan dag og enduruppgotvudum til daemis frabaera spilid memory card. otrulegt spil!

i gaer hof hid franska lif sinn vanagang og solin heldur afram ad skina... en thad er stutt i heimkomu... og tha beytist vedrattan....