föstudagur, febrúar 23, 2007



eins lítil morgunmanneskja og ég er, þá eru uppáhaldsstundirnar mínar á morgnana. það eru sérstakar stundir. það eru stundirnar þegar sólin skríður upp fyrir húsþökin og bæir og borgir vakna. sólin skín framaní svefnmyglað fólk á spani. það er með lubba í hárinu og drífur sig til að komast í tæka tíð í vinnuna. smám saman opna kaffihús og búðir. skilti eru sett útá götu. fólk tjattar með kaffibolla í hönd. smá hrollur er enn í líkamanum enda kuldi næturinnar enn í líkamanum. dagurinn er rétt að byrja.
smám saman fjölgar fólkinu og stemningin breytist í hina hversdagslegu stemningu hverrar borgar eða bæjar.
þegar ég dreg saman ferðalög mín þá hef ég komist að því að á þennan hátt hef ég kynnst fleiri borgum en ekki. mér til mikillar ánægju. það hefur nefnilega ekki verið óalgengt að ég poppi upp í borgum eftir; næturflug, næturlest eða næturrútu. það er best. að kynnast nýrri borg við daglega fæðingu.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007



hvað varð um forgang sjúkrabíla? það er eins og fólk hafi algjörlega misst virðingu fyrir því að sjúkrabílar eiga ávallt forgang. þ.e. með blikkandi ljósum. annað hvort það eða að fólk hefur mjög litla athygli undir stýri og víki þess vegna ekki. annað er ekki skárra en hitt.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

ríkistjórnin taldi það ekki eftir sér að banna friðsömum falun-gong meðlimum að koma inní landið í júní 2002. hvort ætli hafi meiri áhrif á íslenskt samfélag, þrjár grundvallastöður falon-gong eða klám?

mánudagur, febrúar 19, 2007

ef e-h þarf á hlátri að halda.
það er mörg ár síðan ég hef haft svona lítið að gera. ég hef samt nóg að gera. málið er þannig að ef ég hef ekki mikið af skipulagðri dagskrá. þegar svo er kem ég engu í verk. ef ég hef mikið á dagskránni, smellist ég í gír sem gerir mig mun afkastameiri.

þar sem ég bý ein með móður minni hefur hún ágætistíma til að koma að ráðleggingum og kenningum. hún sagði til dæmis; ef maður þarf að fá e-h gert fljótt á maður frekar að biðja manneskju um það sem hefur mikið að gera heldur en öfugt. það á við allavega í mínu tilviki.

ég mínum frítíma reyni ég þó að læra á gítar, gera ferðamyndamöppur, hlaupa, hitta fólk og fleira. en það er ekki mjög afkastamikið. fyrri fullyrðingu að kenna. svo ef e-h vill endilega setja fyrir mig verkefni ( helst borguð ) þá má sá hinn sami endilega koma þeim á framfæri við mig. ( eftir mjög ósannfærandi formála )

sunnudagur, febrúar 11, 2007

í haust skrifaði ég grein um strætó. þar mæltist ég t.d. til þess að það væri frítt í strætó. akureyrarbær hefur lagt niður fargjöld í almenningssamgöngur og jafnframt reykjanesbær. notkun á strætó hefur aukist um 60% á akureyri og 80% í reykjanesbæ. ég gæti vel trúað að það hlutfall yrði jafnvel hærra í reykjavík. það stendur svart á hvítu að það myndi borga sig fyrir reykjavík að leggja gjöldin niður. sjáum það gerast.
nú fer allt að rúlla. stúdentaleikhúsið fær að taka sinn toll af mínum tíma þessa dagana og ekki slæm notkun á tíma. við erum að fara að setja upp leikritið "þeir" og verður það vonandi á fjölunum í apríl.

ég hef lagt það í vana minn að skipta um lit hverja helgi. síðustu helgi fór ég í teiti í brúnappelsínugulum lit og þessa helgi hélt ég í teiti ljósgræn.

ég uppgötvaði karókí í gær. þrælgóð skemmtun. kóngurinn lifir.