þetta er ein af þessum stundum...
ég sit á kaffitári og horfi á hundslappadrífuna fall beint niður í bankastrætið. ekki margir á ferli, kaffihúsið er fámennt og fólki sem röltir upp og niður bankastrætið er dúðað og þakið stórum snjóflygsum. í hátölurunum hljóma jólasöngvar luis armstrong og ég súpi á heitum kaffi-latte. þreytt og lúin eftir próftöku reyni ég að festa mig við söguhyggju og formgerðarstefnu, boðmiðlunarlíkan romans jakobson og bókmenntafræðilegar skilgreiningar.
þetta var glugg mitt út í samfélagið að sinni...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)