þriðjudagur, ágúst 12, 2008

það eru sannarlega sérstakir ferðamenn sem koma til okkar í upplýsingamiðstöðina skarfabakka (þar sem stóru skemmtiferðaskipin koma).

í dag kom einn maður sem vildi taka skutluna. ( rúta sem keyrir á hverjum klukkutíma milli sundahafnar og miðbæjarins ) hann var nýbúinn að missa af henni og þurfi þar af leiðandi að bíða í 1 klst eftir næstu. samstarfkona mín mælti með því að hann labbaði niðrí bæ í góða veðrinu. það eru um 4 km og tekur um 40 mín. hún sýndi honum líka á korti hvernig hann gæti bara fylgt göngustígnum meðfram sjónum þangað til að hann kæmi niðrí miðbæ.

um 2 klst síðar kemur maðurinn aftur og sýnir samstarfskonu mínni á korti ásamt því að segja henni að hann hafi gengið göngustíginn þar til að hann kom að byggingasvæði þar sem hefði verið að byggja e-ð tónlistarhús eða hótel og að framkvæmdirnar hafi lokað stígnum. hann hafi séð e-r skilti en ekki vitað hvað þau þýddu svo að hann komst ekki lengra. svo hann snéri bara við og labbaði sömu leið til baka án þess að kíkja í miðbæinn. hún hafði gleymt að segja honum hvernig hann kæmist fram hjá þessu byggingarsvæði og í miðbæinn.

föstudagur, ágúst 08, 2008

á fjórum mánuðum sem ég bjó í frakklandi fór ég oftar í bíó en á mörgum árum á íslandi. ástæðan var sú að í bænum mínum voru rekin 3 kvikmyndahús og tvö þeirra lögðu mikið upp úr því, andstætt því þriðja, að sýna alþjóðlegar myndir. þau hundsuðu þó ekki bandaríkin og sýndu t.d. myndirnar little miss sunshine og babel. fyrir nema kostaði 7 evrur í bíó og á þeim tíma var evran um 85 kr.

það var því ekki slæm kvöldstund að rölta í bíó og maður hikaði ekki við að splæsa miða á sjálfan sig þótt maður færi einn. maður sá ekki eftir því. í frakklandi sá ég í bíó myndir frá t.d. malí, kóreu, bosníu, frakklandi auk um 30 annarra þjóða sem áttu stuttmyndir á árlegu stuttmyndahátíð bæjarins.

myndirnar voru margar hverjar hráar en fallegar og vörpuðu oftar en ekki sýn á heim sem maður þekkti ekki áður. þá opnuðust gáttir sem hver sem er hefur gott að því að kíkja inn um.

græna ljósið hefur komið með nauðsynlegt afl inn í kvikmyndamenningu íslendinga en það er svo mikil synd að við skulum ekki nýta okkur enn betur tækifærið til að gera landann víðsýnni og opnari fyrir ólíkum menningarheimum. eða er ég akkúrat núna að nefna e-ð sem hinn almenni íslendingur er á móti? það kæmi mér ekki á óvart.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008


ég er komin á þann aldur að ef ég er á vappi með lítið kríli með mér gerir fólk ráð fyrir því að ég sé mamma þess. oftast er litli frændi minn úlfur talinn vera sonur minn og sérstaklega vegna þess að hann er rauðhærður. fólk gerir einfaldlega ráð fyrir því. það virðist vera nægilegt kennileiti til að álíta megi einstaklinga í sömu fjölskyldu.

við úlfur trompuðum svo allt með því að fá hörð og krakkana hans með í mission útí viðey. þar vorum við saman komin 5 rauðhærð saman á báti og nokkuð öruggt að allir hafa talið okkur vera par með litlu rauðhærðu börnin okkar. lítil rauðhærð fjölskylda. afskaplega frjósöm og rösk að þessu, komin með þrjú lítil rauðhærð börn á fjórum árum og rétt komin yfir tvítugt.

laugardagur, ágúst 02, 2008

það versta við vinnualkolisma er að hann gerir ekki ráð fyrir samskiptum við vini og fjölskyldu né fjallgöngum og útiveru.