fimmtudagur, júní 24, 2004
miðvikudagur, júní 23, 2004
sunnudagur, júní 13, 2004
til að leiðrétta nokkurn miskilning þá sáust engir tvíburar í ómskoðun minni. ég er ekki ófrísk og ómskoðunin mín þarna um daginn fólst í því að skoða á mér nýrun. það var vegna nýrnabotnabólgu sem var einmitt örsök sjúkrahúslegu minnar.
en það var margt uppá teningunum í dag, eftir að hafa farið á afs-námskeið í morgun hélt ég með götuleikhúsinu í afmæli andrésar andar í kringlunni. þar vorum við að gefa blöðrur, nammi og andrésblöð. það var magnað að allra verstir og gráðugastir voru foreldrarnir. margir létu eins og þeir ættu ekkert og tóku meira en þeir gátu borið. tjá manni um alla krakkana sína sem komust ekki með í kringlunna og myndu svo obboðslega langa í nammi. sumir reyndu svo að safna öllum tegundunum af andrésblöðum sem við vorum að dreifa. þetta minnti mig mjög á kosningabaráttuna í mh sem fór út fyrir öll mörk, þegar allir voru svo hrikalega svangir að frambjóðendurnir voru troðnir niður.
en þrátt fyrir græðgina í liðinu voru ansi mikið af sætum krökkum sem biðu í ofboði til að fá að knúsa andrés og voru voðalega sæt og góð. erfiðast var svo að þurfa að útskýra fyrir mörgum hverjum að ég væri ekki lína og þurfa þá að sjá vonbrigðissvipinn á andlitunum þeirra, þrátt fyrir loforð um kveðju til hennar.
en það var margt uppá teningunum í dag, eftir að hafa farið á afs-námskeið í morgun hélt ég með götuleikhúsinu í afmæli andrésar andar í kringlunni. þar vorum við að gefa blöðrur, nammi og andrésblöð. það var magnað að allra verstir og gráðugastir voru foreldrarnir. margir létu eins og þeir ættu ekkert og tóku meira en þeir gátu borið. tjá manni um alla krakkana sína sem komust ekki með í kringlunna og myndu svo obboðslega langa í nammi. sumir reyndu svo að safna öllum tegundunum af andrésblöðum sem við vorum að dreifa. þetta minnti mig mjög á kosningabaráttuna í mh sem fór út fyrir öll mörk, þegar allir voru svo hrikalega svangir að frambjóðendurnir voru troðnir niður.
en þrátt fyrir græðgina í liðinu voru ansi mikið af sætum krökkum sem biðu í ofboði til að fá að knúsa andrés og voru voðalega sæt og góð. erfiðast var svo að þurfa að útskýra fyrir mörgum hverjum að ég væri ekki lína og þurfa þá að sjá vonbrigðissvipinn á andlitunum þeirra, þrátt fyrir loforð um kveðju til hennar.
föstudagur, júní 11, 2004
það voru svo sannarlega gleðileg tíðindi sem "blöstu" við þegar ég fór í ómskoðun í gær. kom ekki bara í ljós að það var ekki sýkingar og bólgur sem höfðu verið að hrjá mig, heldur sáust á skjánum tvíburar sem höfðu verið að naga í mér líffærin og þess vegna varð ég veik. svo höfðu þessir fjórir dagar á spítala og allar sýklalyfjadælingarnar, sem voru á annan tug, orðið til þess að tvíburarnir hreinlega róuðust doldið og þeir fundu sér annað að borða. jáh, að hugsa sér bara ef þeir hefðu fattað þetta fyrr hefði ég losnað við, eða á ég að segja glatað, góðu spítalastundunum mínum og gönguferðunum sveiflandi um mig vökvapokastöng.
miðvikudagur, júní 09, 2004
við í götuleikhúsinu erum eins og tíu litlir negrastrákar. við bara hrynjum í burtu eða inná spítala. því að í dag kíkti ég í vinnuna og komst að því að hún dísa lennti verr í því heldur en ég. hún barasta fótbraut sig svo illa í gær að hún verður sennilega í gifsi langleiðina út sumarið. ég vona bara að hún hressist fljótt og geti eitthvað mætt í vinnuna. það er svo margt að gera í saumaskap og þessháttar og svo væri nú sannarlega við hæfi kannski að gera einn spítalaleikþátt í tilefni tíðra ferða á þá heilsustofnun. þar gæti hún jafnvel þjónað lykilhlutverki. aldrei að vita. annars er heimsóknum mínum ekki lokið þangað og á morgun mun ég fara þangað í fyrstu ómskoðun mína. já ég er snemma í því. nema að þar verða nýru mín ómuð en ekkert annað.
þriðjudagur, júní 08, 2004
endilega lesið síðustu færslu til enda áður en lengra er haldið.....
já það er nokkuð kaldhæðnislegt að teygjukenningin mín stóðst að nokkru leyti. ég vona þó að allt hverfi ekki, en mér tókst þó að lenda á spítala í annað skiptið á ævi minni og er búin að vera þar síðan á laugardaginn. svo ég missi af götleikhúsvinnunni minni í nokkra daga og mun lifa í myglu, sem kemur ekki mjög vel inní björtu sýn mína á byrjun sumarsins. en ég get þó litið björtum augum á það að ég er nú reynslunni ríkari eftir tugi legustunda, gönguferða sveiflandi um mig stöng með vökvapokum og ögn götóttari eftir þónokkuð margar nálar. jú svo kynntist ég þeim guðrúnu og helgu herbergisfélögum mínum, það er erfitt að segja að við höfum verið á sömu bylgjulengd en þær voru nokkuð áhugaverðar stöllur sem munu örugglega eiga gott innlegg í fyrstu skáldsögu mína þar sem gullmolarnir flæddu af vörum þeirra.
ég mun vonandi kunna að meta sumarið ennþá betur þegar ég kemst á fætur. og teygjukenningin verður látin fjúka.
já það er nokkuð kaldhæðnislegt að teygjukenningin mín stóðst að nokkru leyti. ég vona þó að allt hverfi ekki, en mér tókst þó að lenda á spítala í annað skiptið á ævi minni og er búin að vera þar síðan á laugardaginn. svo ég missi af götleikhúsvinnunni minni í nokkra daga og mun lifa í myglu, sem kemur ekki mjög vel inní björtu sýn mína á byrjun sumarsins. en ég get þó litið björtum augum á það að ég er nú reynslunni ríkari eftir tugi legustunda, gönguferða sveiflandi um mig stöng með vökvapokum og ögn götóttari eftir þónokkuð margar nálar. jú svo kynntist ég þeim guðrúnu og helgu herbergisfélögum mínum, það er erfitt að segja að við höfum verið á sömu bylgjulengd en þær voru nokkuð áhugaverðar stöllur sem munu örugglega eiga gott innlegg í fyrstu skáldsögu mína þar sem gullmolarnir flæddu af vörum þeirra.
ég mun vonandi kunna að meta sumarið ennþá betur þegar ég kemst á fætur. og teygjukenningin verður látin fjúka.
þriðjudagur, júní 01, 2004
loksins er vinnan byrjuð og líst mér bara vel á. þá er bara að vona að allt komist í gott horf. ég kann í raun ekki að vera í fríum, verð svo kaótísk og skrítin. gleymi að fara að sofa og fleira. en fríið var nú samt ósköp ljúft. góðar stundir með góðum vinum og endurheimtum vinum, systrum og fleirum og meira að segja fékk örlítið ástarævintýri að lýta dagsins ljós. ef svo má segja. allt til að gera fríið að góðu fríi.
nú hins vegar er hafin sumarvinnan, götuleikhúsið á virkum dögum og árbæjarsafn aðra hverja helgi. í dag hittumst við í fyrsta skipti í götuleikhúshópnum og leist mér bara vel á mannskapinn. örlítil kynjamisskipting en það kemur nú ekki að sök. við komum úr öllum áttum og er aldursmunurinn 8 ár á elsta eða elstu og yngstu manneskju.
við fimm yngstu í hópnum verðum að vinna bara í 6 vikur en fáum svo að fara til lettlands í júlí á eitthverskonar menningarhátíð sem mér líst bara ansi vel á. get ekki sagt að mér finnist það nokkuð verra en að vinna í 8 vikur á launum. eiginlega bara betra, allavega fyrir svona ferðaglaðar manneskujur eins og ég segi mig sjálfa stundum vera.
sumarið byrjaði allavega vel og mér líst vel á. vona að tóninn hafi verið gefinn. en ekki eitthver teygja af góðum hlutum sem safnast upp og svo slitni teygjan og allt hverfi. vonum bara það besta.
nú hins vegar er hafin sumarvinnan, götuleikhúsið á virkum dögum og árbæjarsafn aðra hverja helgi. í dag hittumst við í fyrsta skipti í götuleikhúshópnum og leist mér bara vel á mannskapinn. örlítil kynjamisskipting en það kemur nú ekki að sök. við komum úr öllum áttum og er aldursmunurinn 8 ár á elsta eða elstu og yngstu manneskju.
við fimm yngstu í hópnum verðum að vinna bara í 6 vikur en fáum svo að fara til lettlands í júlí á eitthverskonar menningarhátíð sem mér líst bara ansi vel á. get ekki sagt að mér finnist það nokkuð verra en að vinna í 8 vikur á launum. eiginlega bara betra, allavega fyrir svona ferðaglaðar manneskujur eins og ég segi mig sjálfa stundum vera.
sumarið byrjaði allavega vel og mér líst vel á. vona að tóninn hafi verið gefinn. en ekki eitthver teygja af góðum hlutum sem safnast upp og svo slitni teygjan og allt hverfi. vonum bara það besta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)