miðvikudagur, október 31, 2007


þeir sem hafa rölt í reykjadal og notið heita læksins í kuldanum, kúrt undir berum himni, tjaldi, skála, verið í roki og rigningu, steikt snigla upp úr hverum, kveikt varðeld og tínt fléttur handa pabba og alla sem langar til að prófa slíkt hið sama ættu að kíkja á þessa heimasíðu

pössum upp á umhverfið okkar.

þriðjudagur, október 30, 2007

bjó til nýjan bragarhátt í jólaboði í gær. já, það er frá tvennu að segja:

1. ég er að halda inn á slóðir íslenskunörda. það er bæði fyndið og kjánalegt. ætla að feta þá slóð svo ég geti notið mímis-vísindaferða og virðingar meðal samnemanda minna í íslenskunni, sem er reyndar bara stórskemmtileg.
bragarhátturinn heitir hölluháttur (breytti honum úr brúnahætti í hölluhátt vegna ítrekaðra áskoranna, ekki að ég vilji neitt sérstaklega eigna mér hann) honum fylgja nokkrar bragreglur:
fyrstu orð allra línanna verða að ríma auk seinustu orðanna. það er runurím fremst í línunum og líka aftast.
það eiga að vera stuðlar og höfuðstafir sem eru þannig að í línu 1 eru stuðlar, 2 einn höfuðstafur, 3 einn höfuðstafur og í 4 stuðlar aftur og þetta verða allt að vera sömu samhljóðarnir eða sérhljóðar. hér kemur dæmi:

halla heitir hnáta ein
alla jafna er hún sein
falla hennar bein á stein
kalla-r hátt og heyrist vein

2. þegar það kom jólasnjór í gær ákváðum við maggi að halda lítil jól til öryggis ef það kæmi enginn jólasnjór aftur. fórum þess vegna í bónus og keyptum jólaöl og jólaköku. en til að vera ekki með tvenn íslensk jól fóru þess jól fram á sænsku.

mánudagur, október 29, 2007

fékk þetta myndband sent á facebook. ég hló mjög lengi ein heima yfir þessu myndbandi. ákvað að taka því ekki persónulega.

miss douglas county, arizona í hæfileikakeppni fyrir miss arizona árið 1993.

laugardagur, október 27, 2007

síðasta helgi leið og nú er aftur komin helgi.

airwaveshelgin var mjög skemmtileg og var mjög sniðugt fyrirkomulag að tileinka hverju kvöldi einni staðsetningu.

miðvikudag og fimmtudag var haldið á nasa, föstudag í listasafnið, laugardaguinn í iðnó og sunnudag á gaukinn. þannig fór lítill tími í raðir, maður kynntist nýju efni og hlustaði líka á sitt uppáhald. svo var hægt að rölta eitthvað á milli í lok kvölds. næst er bara að redda sér press-passa þá væri þetta ennþá betra.

loney, dear eru, voru og halda áfram að vera svolítið uppáhald. mér fannst þau mjög skemmtileg í listasafninu á föstudaginn. slógu samt ekki út stemninguna í sumarnóttinni á litla sparkvellinum í götu á g-fest í sumar. en svo voru margir mjög skemmtilegir viðaukar og viðburðir.

annars er vikan búin að vera undirlöggð verkefnavinnu og verkefnaskilum. fyrir utan óhemjulegt skammdegisþunglyndi sem náði tökum á mér. en um það urðu til nokkrar limrur. ( íslenskuæla )

en nú er að duga' eða deyja
dyggð mun við rolu stríð heyja
um lífsins gleði
á dauðabeði
í holuna rolu mun fleygja

það í hjarta hennar og hugarskoti
hún hinkrar þess að bardaga sloti
og reitir sitt hár
þótt vandinn sé knár
ei vill hún vanda' í sínu koti.

svefninn sefar og sættir læti
ef ekki þá stígur við fæti
stelpuskjáta
og sjálfa mun láta
slepp' allri fýlu stað kæti.

föstudagur, október 19, 2007

ætla að setja inn síðasta þáttinn. er annars að hafa mjög gaman af airwaves og get ekki beðið eftir að setja inn svolítinn úrdrátt hátíðarinnar.

5. þáttur
tók þá heimskulegu ákvörðun að leita uppi 1. dagbókina mína. sú dagbók varð til þegar ég var 12 ára og nýflutt heim frá kanada, erfiður tími. get ekki annað sagt en að það hafi verið niðurdrepandi að lesa hvernig maður ofmat suma og vanmat aðra. gott þó að vita að maður viti betur núna. ég vildi að ég gæti afsakað hugsanir mínar sætt mig þær með staðhæfingunni “ ég var 12 ára “ en það er erfitt að horfa á að þetta var maður sjálfur. orðið ,,æðislega” var í hávegum haft og ótrúlegur síðufjöldi fór í að rakka sjálfa mig niður. ég vona að ég hafi aðallega skrifað í þessa bók þegar mér leið illa. annars myndi ég hafa flokkast sem mjög þunglyndur 12 ára krakki. en inná milli orða eins og ,,æðislega” ,,ljót” ,,hvít” ,,who cares” ,,óspennandi” og ,,abc” orða rakst ég á texta sem stingur í stúf við allt hitt. texta sem ég skrifaði um afa minn:

afi minn
afi minn var alltaf besti afi í heimi. þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. ég man þegar ég var svona 4 ára, þá tók hann út úr sér gervitennurnar og setti þær í glas. ég hefði aldrei séð svona áður og var alveg rosalega gáttuð. næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum úr, á meðan afi bara brosti. ég man líka hvað mér fannst skrítið að heilsa honum því að þegar hann tók í hendina á manni hrissti hann hana svo mikið að maður hristist allur eins og í jarðskjálfta. mér fannst líka alltaf jafnskrítið að kyssa afa á kinnina því hann var alltaf rakaður og maður fann broddana stingast í kinnarnar (öruglega bara útaf því að pabbi hefur alltaf haft skegg ). ég á endalausar góðar minningar um afa. eins og þegar við sátum í grasinu í reitnum uppí kjós, borðuðum nesti og létum sólina hlýja okkur. þegar við fórum að kirkjuhóli og í húsafell. og þegar amma og hann höfðu lagt leið sína í heimsókn til okkar bæði til bandaríkjanna og kanada og við védís þurftum að segja frá öllu sem var í kringum okkur. en samt voru þau svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau hefðu oft heyrt söguna oftar en einu sinni. ég man þegar við lékum okkur í garðinum í viðjugerðinu eða á dýnum sem við settum í stigann og notuðum sem rennibraut þegar það var leiðinlegt veður úti. þegar við sátum í eldhúsinu og föndruðum á eldhúsborðinu á móti afa sem sat alltaf í stólnum sínum og horfði á t.d. pappadisk verða að manni með rautt sítt hár og átti að vera afi að hugsa og þegar við komum hlaupandi upp stigann í leit að afa og þegar við fundum hann dauðþreyttan, sofandi í sófanum efir að hafa þurft að líta eftir nokkrum krakkagríslingum.

þriðjudagur, október 16, 2007

4. þáttur
ég hneikslast á heilsufríkum en kannski er ég bara svona bitur vegna tilraunar minnar til að fara í leikfimi sjálf í gær. ætlaði að skella mér í leikfimi kl. 7 í háskólaræktinni. heyrði kirkjuklukkurnar í neskirkju hringja þegar ég labbaði inn og ánægð með að vera á réttum tíma. það komst samt upp um mig sem antimorgunmanneskju því ég reyndist seinust inn í salinn og þar með sú manneskja sem fékk ekki að vera með því hópurinn einskorðaðist við 20 manns en ekki 21 manneskju. sagt að tíminn ( sem ég hafði nú mætt í áður ) væri fullur og að ég yrði að fara í tækjasalinn. í morgunúrilli mínu og pirringi yfir að hafa rifið mig á fætur fyrir tækjasal, strunsaði ég út í kuldann og myrkrið á stuttermabol. ég myndi frekar æla á tækjasali. bölvaði íþróttahúsi háskólans í sand og ösku og skokkaði út skerjagarðhringinn. þegar ég var eins langt og ég komst í burtu frá heitri sturtu og hlýjum fötum, steyptist ég á hausinn í myrkrinu. og þar sem ég var á stuttermabol, stuttum buxum þá tókst mér að hrufla hendur, handlegg og fót. var hálf volandi alla leiðina til baka og kom svo í blóði mínu og kulda aftur í íþróttahúsið. húsvörðurinn stökk við þegar hún heyrði mig koma þar sem það hafði sennilega kviknað á einhverju samviskubiti með að hafa bannað mér einni að vera með. vildi koma með einhverja málamiðlun og vera almennileg. almennilegheitin fóru uppí annað veldi þegar hún sá mig þarna í blóði mínu. hefur ábyggilega haldið að höfnun leikfimitímans hafi kveikt hjá mér sjálfseyðingarkvöt svo um kvöldið sagði pabbi mér að það væri búið að bæta við þessum leikfimi tímum svo að fleiri kæmust að. ekki vildi greyið konan hafa sjálfsmorð á herðunum. þótt ég geti hlegið að þessu núna þá fannst mér þetta ekki fyndið þá og ég held að ég hafi verið pínu leiðinleg við konuna þegar hún bauðst til að ná í plástur. ég ætlaði svo að vera bara dugleg til að bæta mér upp fyrir að hafa vaknað svona óhemjusnemma en þurfti þá að bíða fyrir utan þjóðabókhlöðuna í korter þar sem hún opnar ekki fyrr en 8.15. skjálfandi af kulda, með hor og blóð lekandi.

mánudagur, október 15, 2007

ætla að setja inn síðasta þáttinn. er annars að hafa mjög gaman af airwaves og get ekki beðið eftir að setja inn svolítinn úrdrátt hátíðarinnar.

5. þáttur
tók þá heimskulegu ákvörðun að leita uppi 1. dagbókina mína. sú dagbók varð til þegar ég var 12 ára og nýflutt heim frá kanada, erfiður tími. get ekki annað sagt en að það hafi verið niðurdrepandi að lesa hvernig maður ofmat suma og vanmat aðra. gott þó að vita að maður viti betur núna. ég vildi að ég gæti afsakað hugsanir mínar sætt mig þær með staðhæfingunni “ ég var 12 ára “ en það er erfitt að horfa á að þetta var maður sjálfur. orðið ,,æðislega” var í hávegum haft og ótrúlegur síðufjöldi fór í að rakka sjálfa mig niður. ég vona að ég hafi aðallega skrifað í þessa bók þegar mér leið illa. annars myndi ég hafa flokkast sem mjög þunglyndur 12 ára krakki. en inná milli orða eins og ,,æðislega” ,,ljót” ,,hvít” ,,who cares” ,,óspennandi” og ,,abc” orða rakst ég á texta sem stingur í stúf við allt hitt. texta sem ég skrifaði um afa minn:

afi minn
afi minn var alltaf besti afi í heimi. þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. ég man þegar ég var svona 4 ára, þá tók hann út úr sér gervitennurnar og setti þær í glas. ég hefði aldrei séð svona áður og var alveg rosalega gáttuð. næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum úr, á meðan afi bara brosti. ég man líka hvað mér fannst skrítið að heilsa honum því að þegar hann tók í hendina á manni hrissti hann hana svo mikið að maður hristist allur eins og í jarðskjálfta. mér fannst líka alltaf jafnskrítið að kyssa afa á kinnina því hann var alltaf rakaður og maður fann broddana stingast í kinnarnar (öruglega bara útaf því að pabbi hefur alltaf haft skegg ). ég á endalausar góðar minningar um afa. eins og þegar við sátum í grasinu í reitnum uppí kjós, borðuðum nesti og létum sólina hlýja okkur. þegar við fórum að kirkjuhóli og í húsafell. og þegar amma og hann höfðu lagt leið sína í heimsókn til okkar bæði til bandaríkjanna og kanada og við védís þurftum að segja frá öllu sem var í kringum okkur. en samt voru þau svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau hefðu oft heyrt söguna oftar en einu sinni. ég man þegar við lékum okkur í garðinum í viðjugerðinu eða á dýnum sem við settum í stigann og notuðum sem rennibraut þegar það var leiðinlegt veður úti. þegar við sátum í eldhúsinu og föndruðum á eldhúsborðinu á móti afa sem sat alltaf í stólnum sínum og horfði á t.d. pappadisk verða að manni með rautt sítt hár og átti að vera afi að hugsa og þegar við komum hlaupandi upp stigann í leit að afa og þegar við fundum hann dauðþreyttan, sofandi í sófanum efir að hafa þurft að líta eftir nokkrum krakkagríslingum.
3. þáttur
á leið minni í eymundsson hjólaði ég næstum á dauða dúfu. ég öskraði eins og smástelpa og var næstum flogin af hjólinu og fyrir stelpurnar tvær sem ég var að spjalla við. þá hefði dauða dúfan, í eins miklu sakleysi og hægt var að finna, getað orðið valdur af kjánalegu slysi. ég get ekki útskýrt af hverju dauð dýr á götunum, sérstaklega fuglar, kalla fram þessa tilfinningu í mér. ég kúgast og fæ einkenni áfallaröskunar í nokkurn tíma á eftir. sé myndina af fuglinum eða dýrinu poppa upp fyrir hugskotssjónir aftur og aftur.


(í mínu tilviki var afskaplega heimskulegt að googla orðin "dead bird")

ég var að velta því fyrir mér hvernig ég hefði átt að útskýra “næstum því æluna” sem var við það að steypast yfir fína bíl bæjarstjórans á álftanesi eftir að ég keyrði yfir dauðan máf á hringbrautinni. ég kúgaðist svo mikið og rembdist svo við að kyngja ælunni að ég var vart ökuhæf. þetta hlýtur að flokkast undir það sama og ofsahræðsla við köngulær og ánamaðka. mamma segir að þetta sé e-h genatengt og við litla umhugsun get ég samþykkt það. allavega þekki ég engan sem þjáist af sömu geðveiki nema hana védísi og hún er jú sú eina í heiminum sem er með nákvæmlega sömu genasamsetningu og ég.
2.þáttur
ég fór heim í andleysi mínu til mömmu og pabba. lærði smá og svo horfðum við á myndina lystina að lifa um hana örnu sem er langt leidd í heimi átröskunar. þetta var hræðileg mynd en ég held hún sé mikilvæg til að opna augu almennings fyrir þessum hræðilega sjúkdómi.átröskun er erfiður sjúkdómur og það er erfitt að vita hvernig maður á að snúa sér í meðhöndlun hans. sem vinur vill maður gera það sem í manns valdi stendur að brjóta á þessum sjúkdómi en það er svo mikið vonleysi sem fylgir geðsjúkdómi sem einkennist af því að sjúklingurinn hefur enga hvöt til að læknast. vill ekki breytast því hann sér sér ekki hag í því að hætta að verða mjór. vill sjúklingurinn breyta jákvæðu athyglinni sem hann fær frá módelskrifstofum, félögum, strákum, stelpum og samfélaginu í heild?edda í forma kom til okkar í jafningjafræðslunni í sumar. það var sárt að tala um þennan sjúkdóm. hvernig umhverfið og þessi brjálæðislega heilsudella og utanaðkomandi þrýstingur um grannan líkama hefur orðið orsök þess að prósentutala átröskunarsjúklinga hefur aukist mjög á undanförnum árum.

ég var eftir mig eftir að hafa séð þessa mynd. ég var svo reið gagnvart samfélaginu. holdafar íslendinga hefur snúist upp í öfgar í sitthvora áttina. ástæða offitu felst í því að börn og fullorðnir borða óhollt, óreglulega og hreyfa sig ekki neitt. ekki í því að þeir borða. krakkar eru alveg hætt að labba í skólann, skólaeldhúsin virðast mörg hver vera að berjast við fjárhagsörðuleika sem veldur því að börnin borða ekki einu sinni hollt í skólanum. svo koma margir foreldrar seint heim á kvöldin og grípa e-h skyndibita með sem krakkarnir borða rétt fyrir svefninn. sökin liggur hjá mörgum.svo er það svo fólkið sem lifir fyrir útlitsdýrkunina og tekur þátt í world-class brjálæðinu sem ríkir í samfélaginu okkar. í hádeginu mætir allt ríkasta ( árskort með baðstofu kostar 166.000 ) og fínasta fólkið í world-class í fínu dýru trimm outfittunum sínum til að sýna sig og sjá aðra og ýta undir ennþá meiri útlitsdýrkun. margar konur æfa og æfa þar til þær eru orðnar þvengmjóar og auðvitað líka brúnar og þegar brjóstin eru farin er því bara reddað með því að fá sér sílíkon. karlar og strákar keppast við að vera eins og brad pitt í fight club og hika margir hverjir ekki við að nota vafasöm fæðubótarefni. ég er kannski dómhörð en þetta er bara svo absúrt.
eftir jákvæðis-blogg á laugardaginn freistast ég til að setja inn hrakfarar-pirrings-blogg, dagsins í dag og gær, í nokkrum þáttum.

þar sem ég er svo löt að blogga nema þegar ég á að vera að skrifa ljóðaritgerð, þá ætla ég að setja inn þættina smám saman.

stundum vaknar maður og mann langar varla að fara á fætur því maður veit innst inni að þessi dagur mun verða furðulegur. þannig var dagurinn í gær.

hann byrjaði ósköp huggulega. sjávarniður, pönnukökubakstur og brunch í góðra vina hópi heima hjá steinunni björgu.1. þáttur
klukkan 1 fór ég að vinna í eymundsson. á leiðinni var ég næstum búin að hjóla á dauða dúfu (sem er einmitt innlegg 3. þáttar.) var svolítið andlaus en ekkert þó á afturfótunum. það sætti ekki tíðindum nema hvað að þybbinn, miðaldra maður af erlendu bergi brotnu með múllett kom og keypti símakort með vinum sínum. það útaf fyrir sig var ekki merkilegt nema því að maðurinn kom stuttu síðar aftur í búðina og hékk stöðugt við búðarborðið. skilningsleysi ríkti, hann tautaði um penna og blöð í láni og sitthvað fleira. mér þótti hann svolítið óþægilegur. hann starði mjög óþægilega og jafnmikið framan í mig og framan á mig. ég pældi svosem ekki í þessu fyrr en ég var búin að vinna og á leið heim. þegar ég labbaði út úr búðinni þá var maðurinn í horninu við útidyrnar, í hvarfi við búðarborðið ( ca. 2-3 klst eftir að hann kom fyrst ) og þegar hann sá mig þá strunsaði hann á eftir mér út. ég varð svo móðursjúklega hrædd að ég hentist á hjólið mitt og brunaði af stað heim. sá hvernig hann starði ennþá á mig og strunsaði í átt að mér þegar ég stóð við gatnamótin á lækjargötu svo ég þusti yfir á rauðum kalli. í bankastrætinu hitti ég siggu toll, stoppaði til að spjalla en þegar ég sá hvernig hann nálgaðist óðflugu með sitt subbulega augnaráð, hoppaði hjartað í mér og ég þusti af stað í óðagoti frá siggu sem ekki skildi upp né niður. þræddi hliðargötur þingholtanna til að hrista grey manninn af mér. ég skil ekki af hverju ég varð svona ofsalega hrædd við miðaldra mann sem vildi ábyggilega bara spyrja mig hvað klukkan væri eftir að hafa starað á barm minn í smá stund. ég kom heim rennandi sveitt og smitaði ragnheiði af hræðslunni í mér. þegar ég nuddaði spegilinn við baðherbergisþrif varð ragnheiði svo hverft við að hún stökk fram því henni heyrðist hún heyra gluggaskrjáf og var farin að ímynda sér miðaldra pólverja með múllet á gluggunum eða í eldhúsinu.
ég ætlaði að vakna snemma á laugardaginn. vaknaði ekki snemma og barasta frekar löt. svo ég ákvað að njóta letinnar og settist í litla bláa eldhúsið okkar á þorfinnsgötunni. ég opnaði blaðið, sem ber nú nýja heitið 24 stundir, og las nokkrar greinar. þar á meðal voru greinar um bjöllur sem eyðileggja við í gömlum húsum, sakamál frá liðnum tíma og grein um niðurfellt nauðgunarmál.

það þykir ekki sæta tíðindum að nauðgunarmál sem þetta sé fellt niður. það eru ekki margir dómar sem falla í nauðgunarmálum. mál sem eru hrottaleg og virðast ótvíræð eru felld niður umvörpum.

vandinn liggur í samfélaginu í heild svo ég byrji nú bara á umfjöllunum um nauðganir. það skar í augu þennan morgun, og ekki í fyrsta skiptið, hvernig frásagnarstílnum var háttað. þessi tiltekni blaðamaður hefur ábyggilega ekki haft neitt slæmt fyrir sér eða efast um sanngildi eigin greinar, en hann féll samt í sömu súpu og aðrir kollegar hanns.

í greininni stóð: ,,konan er ein af þeim 12 konum sem töldu að sér hefði verið nauðgað árið 1998.” og oftar en ekki sér maður: ,,meint nauðgun." það er hræðilegt að þetta skulu vera svona. það er dregið í efa að konan geti gert sér grein fyrir því hvort svo alvarlegur glæpur hafi verið framinn á sér. í raun verið óbeint að véfengja vitnisburð hennar. þessi frásagnarmáti er nær undantekningalaust frásagnarmáti nauðgunarmála. aldrei myndum við sjá í 24 stundum. ,,maður taldi að hann hefði verið barinn” eða ,,meint líkamsárás."

(vitnað í fyrirlestra jafningjafræðslunnar sumarið 2007)

laugardagur, október 13, 2007


ég er komin aftur í hversdagsleikann eftir óraunverulega kínaferð. það kveikir í manni smá ævintýraþrá en ferðaþreyta og sú staðreynd að hversdagsleikinn er voðalega huggulegur þessa dagana heldur aftur af manni.

það er eins og sumarið sé marga mánuði í burtu, þessar tvær vikur í kína voru á við margra mánaða upplifanir.

þetta ár virðist ætla að verða með viðburðaríkasta móti og er nú þegar orðið. það verður skemmtilegt að gera ársyfirlit í lok árs og er ég nokkuð viss um að ýmislegt eigi eftir að bætast við.

þetta var virkilega sérstök kórferð. hún einkenndist af fyrirbærum sem ég tel mjög óvíst að muni einkenna kórferð á næstunni. hiti, kínaglíma, tjútt í hófi, borgarstjóraboð, 30 réttir og 6 súpur - máltíð, málmiskilningar, áhugi, magakveisur, asítófanus og immodium og samheldni, og áfram mætti telja.

ég ætla að reyna að skella inn nokkrum myndum við tækifæri.

túlkar og gætar voru uppáhaldsfólkið okkar sbr. shawn:

"do you know the word cat?"
"yes"
"do you know how to spell it?"
"yes, c-a-t"
"no, i-t"

ef ekki einu sinni á dag - þá tvisvar.

og steinunn hjá fjölskyldunni sinni við morgunverðarborðið.

"here in china we eat porkids"
"por kids?"
"yes yes, it's a traditional food for breakfast - want to try it"
"hm, yea ok, but por kids?"
"yes - here you go!"
"oh, ok, yes i see, poridge, ok"

og leiðsögumaðurinn okkar í wuhan. sem sagði í íslenskri þýðingu.

"við getum ekki séð hina brúna vegna frosksins"
(we can't see the other brigde because of the frog)

"vinsældir wuhan eru 8 milljónir"
(the popularity of wuhan is 8 millions)

og fjölskyldan mín í peking

"here is your bedroom"
"and here is the chicken"
"hmmm... ok .. yes the kitchen.. ok"

en hversagsleikinn er bara mjög skemmtilegur þessa dagana, svo margt innifalið. skemmtilegt nám og verkefni, söngtímar, flottasta og skemmtilegasta hjól í heimi, fimleikar, morgunleikfimi, þjóðarbókhlaðan, góðir vinir, meirihluti sem sprakk, mamma og pabbi, djasshljómfræði, brúðubíllinn, eymundsson, þorfinnsgata 12, sveitirnar tvær og maggi.

gæti ekki verið betra nema ef systur mínar tvær og restin af krúinu væru nær.

þegar maður hættir að hafa áhyggjur þá fer allt að rúlla og manni líður vel. ég vona að það geti bara haldið áfram.