mánudagur, júní 30, 2003
ég átti alveg frábæran* dag í gær (það er að segja ef við snúum öllum lýsingarorðum með * til öfugrar merkingar ). í vinnunni, á súfanum, var allt í frábæru* standi. ég fékk t.d. að þurka sirka 10 lítra af yndislegu* vatni á klósetti súfistans þar sem vatnsleyðslurnar í vaskinn voru að leika lausum hala. svo var líka svo brjálaði að gera, í ofanálag, að allt varð svo ferlega ljúft* og notalegt*. það var samt svo leiðinlegt* að vinna með henni kolbrúnu sem er svo þreytandi* að það reddaði deginum. já en þrifum mínum var hinsvegar ekki lokið þann daginn þar sem ég fór þar næst heim til mín þar sem allt leit afskaplega vel* út í eldhúsinu og við tók áframhaldandi uppvask. og svo skúringarnar sem eru alltaf jafn hressandi*. semsagt um 12 klukkutímar af þrifum. já ég verða að segja að í gær hefði ég alveg verið til í að hafa haft eitthvern njóla mér til hjálpar!
laugardagur, júní 28, 2003
eftir langa yfirvofandi ógnun kom að því. við lögðum til atlögu. með skóflur og krumlur að vopni létum við þá finna fyrir því. þrátt fyrir að þeir risu hátt yfir höfðum okkar og enn ungir í anda, þá áttum við í engum erfiðleikum með að ná yfirhöndinni. hins vegar var marta á öðru máli. hún var nú ekki alveg sátt við þessa meðferð á grey njóladrengjunum, eins stæltir og þeir voru. en njólar eru njólar og þá skal fjarlægja. marta lumaði reyndar á ágætis hugmynd. hún stakk upp á því að við bara fengjum þeim nýtt hlutverk. að með þeim myndum við barasta manna heimilið mitt sem hefur verið ansi tómlegt undanfarna daga. þannig myndu þeir veita mér félagsskap og gætu til við húsverkin. og svo þegar foreldrar mínir kæmu heim þá væru þeir búnir að vaska upp, þrífa klósettin og kannski barasta mála þakið. og svo til að mamma og pápi héldu ekki að ég færi illa með nýju fjölskyldumeðlimina þá væri kannski einn í heitu baði og annar í bólinu þegar þau kæmu heim. en ni ekkert varð úr því.
ég veit ekki hvort það sé sniðugt að leyfa ímyndunaraflinu að hleypa með sig í gönur í vinnunni, en eitt er víst að tíminn flýgur og vinnan verður mun bærilegegri og hreint ekki svo óbærileg. ein hélt ég svo heim á leið, án njóla. ég veit ekki hvað er með mig að beila á soddan stæltum kauðum, en það gerði ég nú samt. heima tók ég mér svo þennan dýrindis fegurðarblund sem varð mér til mikillar undrunar heilir þrír klukkutímar eða þar til sigga hringdi. því reif ég mig á fætur, stakk blundinum undir stól og hélt í strætó, hress í bragði og mun fegurri. strætóferðin breyttist reyndar í bíltúr með sigrúnu, mörtu og siggu vítt og breytt um borgina og meira að segja í nálægðar sveitir til að dreifa blessaða beneventum blaðinu. ýmist við fögnuð eða pirring. já alveg rétt, beneventum er komið úr prentun og puðri. eftir ras og þjas í marga daga og vikur. en það er ritsmiðjan sem er djöfullinn, það er henni sem þið megið að bölva. en hinsvegar vorum við ekki í bölvunar stuði í gær, heldur vorum hressar í bragði á ferð um bæinn endilangan og enduðum þar sem annar endinn er, það er að segja heima hjá mér. þar bjuggum við til eftirrétt fyrir komandi dag og fórum svo í koddaslag með fiðurkoddum á háaloftinu alveg eftir uppskriftinni góðu og sofnuðum svo í fiðrinu allar svo innilega hamingjusamar!
ég veit ekki hvort það sé sniðugt að leyfa ímyndunaraflinu að hleypa með sig í gönur í vinnunni, en eitt er víst að tíminn flýgur og vinnan verður mun bærilegegri og hreint ekki svo óbærileg. ein hélt ég svo heim á leið, án njóla. ég veit ekki hvað er með mig að beila á soddan stæltum kauðum, en það gerði ég nú samt. heima tók ég mér svo þennan dýrindis fegurðarblund sem varð mér til mikillar undrunar heilir þrír klukkutímar eða þar til sigga hringdi. því reif ég mig á fætur, stakk blundinum undir stól og hélt í strætó, hress í bragði og mun fegurri. strætóferðin breyttist reyndar í bíltúr með sigrúnu, mörtu og siggu vítt og breytt um borgina og meira að segja í nálægðar sveitir til að dreifa blessaða beneventum blaðinu. ýmist við fögnuð eða pirring. já alveg rétt, beneventum er komið úr prentun og puðri. eftir ras og þjas í marga daga og vikur. en það er ritsmiðjan sem er djöfullinn, það er henni sem þið megið að bölva. en hinsvegar vorum við ekki í bölvunar stuði í gær, heldur vorum hressar í bragði á ferð um bæinn endilangan og enduðum þar sem annar endinn er, það er að segja heima hjá mér. þar bjuggum við til eftirrétt fyrir komandi dag og fórum svo í koddaslag með fiðurkoddum á háaloftinu alveg eftir uppskriftinni góðu og sofnuðum svo í fiðrinu allar svo innilega hamingjusamar!
miðvikudagur, júní 25, 2003
ég held barasta að persónuleikinn minn hafi klofnað í tvennt. til skilgreiningar þá er það annars vegar úfin úrill hæna og hins vegar síblaðrandi svefngalsandi sprelligosinn. hænan er mjög þreytt og úrill. hún hatar sprelligosann og vill helst að hann rotni í fjörunni og láti hana aldeilis eiga sig. er hún einnig mjög laginn í skítkasti og er það mest sprelligosinn sem lendir fyrir því en einnig utanaðkomandi aðilir sem hafa í óheppni sinni verið viðstaddir skítkast af þessu tagi. hún er sko yfir sprelligosann hafinn og lætur hann aldeilis finna fyrir því. hún vill gefa skít í allt nema það að sofa og það verður að passa vel á sér puttana ef hún fær ekki jafn mikinn svefn og námsráðgjafinn segir. ef hún réði þá byggi ég á veðurmælingastöð á hveravöllum þar sem maður þarf bara að vakna stöku sinnum á sólarhring til að lesa á mælana og eyða svo hinum tímanum í að sofa. hún væri reyndar líka hreinlega til í að vera á atvinnuleysisbótum og lifa á baunum til að geta legið í rúminu pínu lengur. hins vegar er það sívökuli svefngalsandi síblaðrandi sprelligosinn. hann á málflóðið sjaldan langt undan og grípur ósjaldan til þess til að réttlæta og fegra það sem sleppur frá úrillu hænunni útí andrúmsloftið. sprelligosinn keyrir sig stöðugt áfram og þykir frábærlega skemmtilegt að spila á píanóið þegar klukkan er farin að ganga tvo að nóttu þótt að hann viti að ég eigi nú að vera mætt í vinnuna klukkan hálf átta. ef hann fengi að ráða þá væri ég núna að röltast og bæjast með sumarfrísfólkinu, tæki mér svo góðan hjólatúr útá gróttu og mætti svo hress í bragði í vinnuna í fyrramálið og kannski bara með marhnút á öngli til að skella á grillið. það verður því verðugt verkefni að kryfja þessi tvo furðufyrirbæri til mergjar eða innyfla og reyna svo að sauma þarmana saman og sjá svo hvort þeir fari ekki að melta í sameiningu.
í dag kláraði ég helminginn af bílprófinu mínu. það bóklega. þá er ég komin einu skrefi nær því að geta keyrt bæinn endilangan. mér gekk bara nokkuð vel. þótt ég hefði eytt miklum tíma í að íhuga hvernig ég ætti að tilkynna ökukennaranum mínum að ég hefði fallið. en svo barasta gekk þetta eins og í sögu og ég fékk barasta eina villu. hún var sú að það reyndist rangt að það mætti stansa og hleypa út farþegum á stoppustöðvum. þar komst ég að því að við pabbi höfum aldeilis brotið umferðarreglurnar í gegnum árin þar sem við höfum einmitt nýtt okkur þessa tækni þegar við höfum keyrt strætóana uppi eftir að ég hef misst af þeim. en já villur eru til að læra af þeim. og gleðifréttirnar urðu þær að ég þurfti ekki að tilkynna neinum að ég hefði fallið og þurfti ekki að hafa sektarkennd yfir hangslinu okkar siggu fram eftir nóttu. svo er bara að sjá hvernig ég reiði mig af í næsta prófi. já, stundin er að nálgast. heimkeyrslur með höllu heyra bráðum sögunni til!
sunnudagur, júní 22, 2003
eitt algengasta sumarvandamál mitt hefur notið sín undan farna daga. syfja. mér hefur hreinlega aldrei tekist að kyngja þeirri staðreynd að maður verður að fara að sofa á sumarkvöldum þótt það sé bjart. þannig hefur það svo þróast að ég hreinlega verð of þreytt. sem sést augljóslega á afköstum mínum í arfareitingum í fjölskyldugarðinum. en í dag komst ég að gullinni lausn vandamálsins. ég tók nefninlega upp þá merkilegu bók "akstur og umferð - almennt ökunám." yfir lestri mínum tókst mér að sofa dýrindis svefni þótt sólin væri um þann mund hæst á lofti. því mun ég halda áfram lestri mínum í kvöld ásamt því að innbyrða flóuðu mjólkina hennar mörtu, sem hefur reyndar reynst mér vel líka, og mæta fílefld klukkan hálf átta í fyrramálið í vinnu mína og láta arfann sannarlega finna fyrir því.
fimmtudagur, júní 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)