föstudagur, desember 31, 2004

lifid getur verid kaldhaednislegt. eg helt a internet til ad skrifa um hvad strandirnar geta verid skemmtilegar. hvad eg nyt thess ad leika mer i oldunum og ad a strondinni skuli eg svo sannarlega eyda minum tima a naestunni thar sem surf verdur stundad og leikid a oldurnar.

en i postholfinu minu bidur min bref fra vedisi thar sem hun bendir mer a ad eg se sennilega mikid ut ur frettum og eg verdi ad kikja a mbl.is. svo eg kiki a mbl.is og ju eg er mikid ut ur frettum. eg vissi ad hamfarir attu ser stad i asiu en ekki hversu gridamiklar og almennilega hvar. ad svo morg lond og stort svaedi hafi ordid. ja oldur, sem eg maetti a internetid til ad lofa.

föstudagur, desember 24, 2004

gledleg jol allir saman .. og farsaelt komandi ar... eg vona ad allir hafi thad sem best um jolin og a komandi ari.
hedan er bara fint ad fretta.. allt er hvitt svo langt sem augad eygir thott thad se reyndar ekki odruvisi en adra daga, thar sem thetta er sandur en ekki snjor. klukkan 6.30 bid eg enn eftir jolanum her i landi sem hefjast ekki formlega fyrr en klukkan 12. tha eru opnadir pakkar, bordad og svo dukkid og dansad fram eftir nottu. thad verda heldur olik jol en min fyrri ar en thad verdur bar gaman ad bua ad nyrri lifsreynslu.
oska ykkur alls hins besta...

sunnudagur, desember 19, 2004

hingad til hef eg velt mer uppur thvi ad lif mitt se eins og lygasaga. nu hef eg komist ad thvi ad lif mitt er lygasaga herna. eftir fjora manudi med fjolskyldu minni hef eg komist ad thvi ad allan thann tima hafa thau logid ad mer. thau hafa logid ad mer aldri fjoskyldumedlima. vinkona min herna fra sviss komst ad thvi i gegnum fjolskyldu sina. en blessadi brodir minn sem litur ut fyrir ad vera 17-18 ara reynist ekki vera 27 ara heldur 32 ara og hinn brodirinn sem sagdist vera 30 ara er thvi allavega 35 ara. eg by thvi med fjoldkyldu sem er a aldrinum 32 ara til 68 ara. tveimur pobbum og afa og ommu. eg a erfitt med ad saetta mig vid ad thau hafi bara logid ad mer og enn verr fer thad i mig ad yngri brodirinn hafi tekid yngri aldur sinn svo bokstaflega ad meira ad segja spurdi 16 ara vinkonu mina hvort hun vildi vera kaerastan hans i fulustu alvoru. jah. uff.. svona gerist i peru.

sunnudagur, desember 12, 2004

thad eru alltaf allir ad hraeda mig herna. segja mer ohugnanlegar sogur af vopnudum innbrotum, mordum, stuldum og hverju sem er. mer lidur oryggri thegar eg geng a gotunum en thad eina sem gerir mig oorugga eru thessar sogur af vinum vina eda fraenkum vina og thess hattar. eg sjalf hef enga slaema reysnlu eda folk sem eg thekki. thvi er eg komin a thad ad leyfa thessu folki ekkert ad hraeda mig of mikid og eg sannfaerdist algjorlega um thad eftir ad braedur minir toku andkof a lofti og heldu ad eg vaeri ad deyja. malid er nefninlega ad thu getur daid ef tu opnar iskap eftir ad hafa drukkid eitthvad heitt! ef thu drekkur kaeldan drykk faerdu lika flensu.

fimmtudagur, desember 09, 2004

midbaerinn i piura er voda finn. ut fra honum koma svo finu hverfin. thvi lengra sem thu fer svo fra honum taka vid fataekari hverfi. hverfi byggd ur flettudum straum, sandi, mursteinum og drasli. thu tharft samt ekki ad labba lengur en i 20 minutur til ad komast i thessi hverfi. i eitt theirra helt eg a thridjudaginn med thremur laeknum fra oklahoma. thaer komu i gegnum kirkjuna herna og i einu thessara hverfa settum vid upp laeknisthjonustu i kirkju buna til ur straum. thnagad komu svo foreldrar ur hverfinu med bornin sin og fengu fria laeknisthjonusu og medul. hlutverk mitt var ad tulka. thad er, hjalpa til med ad spurja uti verki og utskyra hvad amadi ad og utskyra toku lyfja. thetta var sannarleg lifreynsla. fyrir hadegi tokum vid a moti 40 bornum. misjanflega veikum. oll fengu thau eitthvad. sum fengu medol onnur fengu vitamin, thad var thad sem skorti. hjartagalla 4 manada stelpu gatum vid ekki laeknad og eg thyddi ekki fyrir neinum thegar laeknirinn tautadi fyrir sjalfri ser "thessi litla stelpa lifir ekki af fyrsta arid."

föstudagur, desember 03, 2004

foreldrar minir herna i peru eru 68 og 67 ara. thau taka thvi ansi rolega, litid annad gert en horft a sjonvarp, sofa og ju fara i kirkju. thad sem meiri hluti dagsins fer i er ad sja um matinn. pabbinn planar allt saman, fer a markadinn og verslar. skrifar verdid a ollu og reiknar allt ut. svo er adalumraeduefnid yfir matnum hvad fiskurinn kostadi i dag eda saetu kartoflurnar. mamman byrjar svo ad elda um klukkan 10 a morgnanna thott maturinn se a milli 3 og 4. matartiminn er thvi hapunktur dagsins, thott litid fari i annarskonar umraedur en hvad allt kostadi a markadnum.

maturinn er voda godur. i thad minnsta tveir diksar a hverjum degi. alltaf supa og svo diskur med maltidinni. annadslagid er svo eftirmatur lika eda aukaforrettur. uff. svo bordum vid reyndar ekki kvoldmat sem er fint. hitinn ( sem fer upp fyrir 30 stig a hverjum einasta degi nuna ) gerir mann ekki mjog svangann. maturinn er voda godur. vid bordum fisk sirka 4 sinnum i viku. fyrstu 2 manudina vard eg 6 sinnum veik af matnum, aeldi fra mer vitinu, en nuna er eg bara hress.

vid eldamenskuna hefur mamman thjonustustelpu. nuna erum vid med thjonustustelpu numer 3. thaer eru sko allar saga ad segja fra.

1. stelpan. irma, vodalega saet stelpa ur fjollunum bara 15 ara. pinulitil og voda feimin. mer likadi rosa vel vid hana. hun atti heima hja okkur en for adrahverja helgi til fraenku sinnar i baenum sem var voda vond. eg reyndi ad vera voda god vid hana thott eg gaeti ekki sagt mikid og vid urdum bara hinar prydilegustu vinkonur. en svo var hun bara allt i einu farin og eg fekk ekkert ad vita. eftir einn og halfan manud. for heim til sin sem er i 9 klst fjarlaegd. eg var frekar sar.

2. stelpan . milla, mer likadi aldrei vel vid hana. 27 ara. hun kalladi mig bara stelpuna og trudi mer aldrei thegar eg sagdi eitthvad eda skyldi mig ekki, en let eins og hun skyldi mig. eg byrjadi ad laesa herberginu minu thager hun kom i husid. svo ef eg bakadi eitthvad eda eldadi i eldhusinu var hun duglega ad gretta sig yfir thvi og hneikslast. ef eg var ad vaska eitthvad upp skellti hun mjodminni i mig og til ad komast ad vaskinum. hunn stakk af einn daginn. hringdi svo og vildi koma aftur, stakk svo aftur af og vildi svo aftur koma aftur en tha vorum vid komin med nyja.

3.stelpan. carlotta, thad byrjadi skrautlega og verdur bara skrautlegra. hun vildi ekki hleypa mer inn fyrsta daginn sinn. fattadi ekki ad eg gaeti hugsanlega att heima i thessu husi. hefur sidan bara kallad mig barnid, gringuna eda dukkuna. eda thangad til eg vinsamlega benti henni a ad eg hetei halla. hun tilkynnti mer tha ad hun myndi bara kalla mig señorita. jaeja allaavega skarra en hitt. en mer for ekkert ad litast a blikuna thegar pabbinn sagdi mer ad hun hefdi sagt honum hvad hana langadi mikid ad fa ad koma vid mig. hun er mjog dugleg ad framfylgja thvi og mer er farid ad lida eins og dukku. hun er ca. taeplega fimmtug en heldur thvi statt og stodugt fram ad hun se 28 ara. vid glottum oll thegar hun toglast a thvi fram og aftur. greyid konan er svo hrikalega treggafud ad eg efast um ad hun verdi lengi hja okkur, fellur ekki vel i kramid a gomlu konunni og ekki baetti htad ur skak thegar hun slo pabbann fyrir ad koma of nalaegt ser. en eg get allavega safnad sogum af henni thangad til.


sunnudagur, nóvember 28, 2004

thad er ekki fra thvi ad madur se feiminn vid ad skrifa a bloggid sitt nuna thegar lifid er buid ad vera "venjulegt" her i peru undanfarid og engar lygalegar sogur til ad skella a netid.

en eg er bara hress. fjolskyldan ordin voda god og loksins eru gomlu hjonin farin ad kynnast mer betur. og mer fanst nokkud gott thegar gamla konan gaf mer thennan voda saeta kjol, gamaldags sem hun saumadi sjalf og sko vid. otrulega flott. vid erum ad verda bara prydilegar vinkonur thautt eg geti ekki neitad thvi ad vera alltaf pinu hraed vid hana. storu vortunar henanr eru kannski malid.

i skolanum er allt ad ganga betur. kemur allt med aukinni tungumalakunnattu. hafdi smat ahyggjur af thvi um daginn ad eg hefdi faelt fra mer nokkra bekkjarfelaga eftir ad hafa deilt med theim skodunum minum i kristinfraedi um ad efla abyrgd a gjordum sinum medal ungs folks vaeri betri lausn a otimabaerum thungunum en ad skella ser i hjonaband. thad fell ekki i godan jarveg en sem betur fer virdist thad ekki hafa rist mjog djupt a medal bekkjarfelaga, nema tha kannski ad eg held ad sonur kristinfraedikennarans hafi haett vid ad bjoda mer a lokaballid.

annars tha hef eg nu lokid themur manudum her i landi. og ognar mikid att ser stad a theim tima. spurning hvort naestu 8 manudir muni verda jafn vidburdarikir. vaeri sko ekki verra.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

og lygasogulifid i peru heldur afram. nu er thad thetta blessada tonlistarlif mitt sem aetlar ad sjoda uppur, ja eg tok med mer trompetinn til ad gripa i ef mer faeri ad leidast og ju hann er sannarlega ad standa sig.

eg fekk ad byrja i hljomsveit i haskolanum herna vegna thess ad eg vildi hafa eitthvad fleira fyrir stafni. thad for svo:

* fyrsta aefing min var med 2 saxafonum, 3 klarinettum, gitar, bassa, mer og trommu. vid spiludum gadi-amus, odinn til gledinnar og thjodsonginn a utskrift vid haskolann.

* fyrrnefnd hljomsveit vard svo ad djass sveit thar sem vid vorum farin ad spila thekkta hittara i jassheiminum og hljodfaeraskipunin var allt i einu ordin ad taeplega bigbandi. maettir voru nokkrir spilarar ur sinfo piura til vidbotar og vid spiludum a tvennum tonleikum i haskolanum.

* fyrrnefndar hljomsveitir voru svo ordnar allt i einu ad hljomveit skipadri likt og sinfoniuhljomsveit. skipadri atvinnumonnum ad meiri hluta, thar sem vid spiludum thjodlega tonlist peru undir songi og dansi a heljarinnartonleikum uppa tveggja tima programm og hundrudum ahorfenda.

* eg var svo gripinn til ad spila a opnun hatidar i skolanum minum, thar sem eg spiladi peruskan vals vid rosaundirtektir (sem eg blekki sjalfa mig a thvi ad hafi verid thvi eg gerdi vel en ekki bara vegna gattunar a thvi ad dukkan gaeti eitthvad).

* til ad toppa allt er eg svo allt i einu komin i sinfoniuhljomvet piura. thangad sem eg maeti a aefingar a morgnanna adur en eg fer i skolann. og spila 3 trompet i theim verkum sem hafa 3 trompet. hljomveitin er skipud atvinnuonlistarmonum sem taka sig reyndar mun alvarlegri en thau eru. ( ups, ae ). en thad er gaman. kynnist fullt af folki og ja, er allt i einu komin i sinfoniuhljomsveit. verd ad komast ad thvi hvort eg komist ekki bara a launaskra ;)

mánudagur, nóvember 08, 2004

helstu gledifrettir dagsins eru thaer ad loksins hefur mer tekist ad lida bara vel hja fjolskyldunni. thad tharf ad hafa humor fyrir fjolskyldu minni og tha vard bara allt miklu audveldara. mer fannst storskemmtilegt ad vappa med theim gomlu hjonunum um goturnar i dag. eg, hofdinu haerri en thau baedi og thau kjagandi afram eins og litlar endur. litil og voda krumpud. en allt gengur betur nuna thegar eg skil meira og somuleidis thegar thau atta sig meira og meira a mer. kom svo svakalega sterkt inn thegar eg var farin ad spila peruska tonlist a tonleikum. fyrst med heljarinnar storri sveit a tonleikum i haskolanum og sidar ein med gajon, sem er peruskt aslattarhljodfaeri, a hatid i skolanum minum.
her er folk vodalega anaegt med dansana sina og tonlist landsins og vid oll taekifaeri er spilud og dansad vid thjodlega tonlist. thvi er um ad gera ad tileinka ser eitthvern hluta af thvi.
braedurnir eru svo hressir. yngri brodurinn er farinn ad slaka adeins meira a og thad var mer mikill lettir thegar hann haetti ad anda ad ser alkoholi til ad slaka a yfir mer. nuna erum vid bara merkilega godir vinir. thad slo allt ut thegar eg tjaldadi med honum a efri haedinni og haldin sma utilega thar sem vini var bodi i heimsokn og spilad monapoli inni tjaldinu med sigurros i eyrunum. thad atti vel vid mig. hinn brodirinn faer svo ad vera adeins i stridi vid evropsku stelpuna thar sem hann kemst ekki upp med thad ad breyta skodunum hennar og klaedaburdi sem hann er ekki sattur vid. en eg vona bara ad hann fai adeins ad laera um fjolbreytni kvenna sem hann virdist ekki atta sig a. hann hefur sterkar skodanir um hlutverk kynjanna. madur reynir ad adlagast en svei mer tha eg aetla nu ekki ad henda fra mer personuleika minum og skodunum thvi thad gedjast ekki karlfuski i peru. greyid hann faer thvi ad kynnast odrum hlidum a malunum, thott hann kaeri sig ekki um thad og eg verd hans einkakennari.

miðvikudagur, október 27, 2004

Hedan ur peru er afram bara fint ad fretta.... lifid her verdur smam saman ad minu hversdagslegu lifi thott litid se hversdagslegt vid thad... skolinn minn half klikkadur asamt ansi morgu odru... thad nyjasta thar er nuna ad 6 og 7 ara bekkirnir hafa tekid sig saman vid ad leggja mig i einelti... nu snuast friminutur theirra um ad finna mig og oskra eins hatt og thau geta MUÑAKA (sem thydir dukka)og hlaupa svo i burtu .... thetta byrjar snemma...

annars var thad helst ad fretta ferdalag sem eg helt i seinustu helgi.... thad lidu ekki nema tvaer vikur og eg var haldin aftur uppi fjollin. i thetta skiptid tho a nokkud skrautlegri hatt en i fyrra skiptid. i thetta skiptid var eg drifin uppi rutu samdaegurs akvordun um brottfor og haldid upp i bae lengst upp i fjollum nalaegt landmaerum ekvador. aevintyrid byrjadi strax i rutuferdinni thar sem blessud rutan biladi og vid attum agaetis bidtima-stund i smathrorpi thar sem myndadist fylgihopur forvitnra krakka a svipstundu. en rutan komst i lag og vid heldum uppa a fjallstindinn thar sem thorpid ayabaca er stadsett. "the town in middle of nowhere" eins ogpabbi las eitthverstadar. thar var okkur komid fyrir i herbergi med thremur rumum. eda einu rumi og tveimur abreidum a golfinu. okkur sex sem ferdudumst saman. (thad reyndust svo vera thaegindi ferdarinnar).

adalaevintyrid atti ser stad a laugardeginum. tha heldum vid af stad um klukkan 2 i 4 klst gongu til ad skoda rustir a fjallstindi. sagdar vera machu pitsu nordursins. allavega tha heldum vid af stad. fimm evropubuar, strakur (brodir skiptinemastelpunnar fra frakklandi) fra piura og fraenka af stadnum. strakurinn buinn ad fullvissa okkur um ad thetta yrdi ekkert mal, vid myndum svo bara gista tharna uppfra, thar vaeru hus sem vid gaetum fengid gistingu i. svo vid heldum af stad uppi moti. upp endalaust i gengum regnskoginn og ja, svo for ad rigna og thad thvi regnskogarrigning, svo ekki leid a longu ad allt var ordid blautt. og thar ad auki myrkrid ad skella a. og einmitt tha datt straknum i hug ad leidretta thann misskilning ad hann vissi hvert vid vaerum ad fara. thvi var i orvaentingu leitad huss tharna i obbyggdum fjollum peru. rett adur en myrkrid skall a komum vid ad kofa sem virtist um stund vera mannlaus en kom svo i ljos ad var mannadur einum karlfuski. hann bjo i herbergi samansettu ur moldarveggjum, kalfskinni, mais og drasli og thar fengum vid gistingu. vid yljudum okkur tho vid eldinn i eldhusinu fyrst (sem var svipad svefnherberginu) thar sem vid steiktum okkur braud uppur dyrafitu, innan um blaut fot og sko. hlustudum a rigninguna og fordudum okkur fra dropum um got a thakinu. svo var thad thrautin ad pakka okkur fimm i aukarumid sem var stadsett i herbergi karlsins. thad var sannkollud "sild i tunnu" stemning en sildin hrundi tho smam saman fram ur og nottin thvi ekki svefnmikil. eftir ad hafa hlustad a hrotur grissins sem svaf undir ruminu, gafst eg upp og helt ut thar sem eg horfdi a strjornubjartan himininn hverfa fyrir solinni sem reis upp yfir haedirnar.
i morgunsolinni var svo karlinn kvaddur. frekar sattur vid thad ad hafa fengid 120 kr isl. fyrir gistingu sem var einmitt 6 sinnum meira en thad sem hann bad um. en tha var bara ad strunsa upp a fjallstindin thar sem 1000 ara borg beid okkar. ein i heiminum skodudum vid machu pitsu nordursins. i glampandi sol og utsyni til allra atta. fjoll ekvador jafnt og fjoll peru nut sin i morgun solinni. sannarlega satt vid lifid og tilveruna, og hvad tha aevintyri fyrsta hluta ferdar, vappadi eg svo til baka nidur haedirnar.

morgunsolin hafdu svo sidar thau ahrif a mig ad andlit mitt vard nokkud rautt eda ansi rautt og ekki baetti htad ur skak ad thad bolgnadi einnig og for svo ad flagna... thvi var thad stelpa likari norn en dukkku sem sneri aftur i skolann...

þriðjudagur, október 12, 2004

undanfarna viku hef eg fengid virkilega storan bita af Perú beint i aed. thad byrjadi sunnudainn fyrir viku thegar eg asamt vinum skelltum okkur a strondina. vid voknudum snemma og byrjudum a thvi ad fara a markadinn thar sem vid keyptum alla avexti sem okkur langadi i. morg kilo. appelsinur, mandarinur, epli, ferskjur, jardaber, melonu, banana, vinber, pipina og fleiri fyrir ca. 300 kronur islenskar. svo heldum vid med alla avextina okkar i rutu sem flutti okkur til smabaejar vid sjoinn thar sem vid tokum bil til nalaegrar strandar. thar vorum vid ein i heiminum a fallegri strond i marga klukkutima fyrir utan faeinar geitur, hund og mann med braud i korfu til solu. vid lekum okkur i heitum sjonum, bordudum avexti og letum solina thurka okkur. thegar solin for ad siga odum vid svo i flaedarmalinu ad smathorpi stadarins thar sem fundinn var fararskjoti til heimferdar.

tveimur dogum sidar var eg svo logd af stad i adra ferd. ferd til fjalla. afangastadurinn var thorpid Huaraz sem stendur undir haestu fjollum perú. thar idar allt af lifi eins og i baenum minum en fjolbreyttara og odruvisi lifi. thar tritla konurnar um goturnar i skrautlegu pilsunum sinum med hatta og gjarnan born a bakinu vafin inni skrautleg teppi. karlarnir gjarnan i ponsjoum med asna i taumi undir klifjum eda kerru fulla af landbunadarafurdum. utum allt sitja konur ad hekli eda prjonaskap og selja vorur sinar a skrautlegu teppum sinum. eg fekk alveg i magann a tvi ad horfa a heillandi menninguna thjota hja thar sem eg sat i rutunni. thetta var alveg eins og eg hafdi ymindad mer og ef eitthvad var enn tha meria heillandi. eg var fljot ad akveda ad innan tidar yrdi aftur haldid til fjalla. tho thegar hlyna tekur. eg hef greinilega adlagast hitanum herna i piura. gerdi mig ad hinu mesta fifli med thvi ad klaedast nanast ollum flikum minum i einu vegna kulda. kuldinn for ekki vel i mig og thad gerdi reyndar haedin ekki heldur enda for eg i yfir 5000 m haed. thad var tho allt thess virdi thar sem aevintyrathranni var sinnt i orfaa daga a ferd um heidbla fjallavotn, rustir inka og fallegs, framandi folks klaett i skrautleg fot og talandi framandi tungum.

fimmtudagur, september 30, 2004

ymislegt drifur a daga mina herna i peru. eftir ad hafa att godar stundir a laugardaginn med nyju hljomsveitinni minni herna i piura ( sem er ansi skrautleg ) . tokst mer ad verda ja nokkud mikid veik. aeldi ur mer vitinu, kynntist svo laekna stettinni herna i piura og greyid gamli madurinn, t.e. pabbinn a heimilnu fekk ad kynnast mer adeins betur. thar er hvernig thad getur verid ad vera med stelpu a heimilinu sem er tveimur kynnslodum yngri, fra evropu og ekki til i lata bjoda ser hvad sem er. thad er hann fekk ad kynnast broti af thvi hversu reid eg get ordid eftir ad hann raeddi i eitt skiptid ( af morgum ) um mig, a bylgjulengd kralrembunnar sem rikir her og gerdi rad fyrir thvi ad eg skildi ekki. aei. eg held ad gomlu hjonin hafi ekki vitad uti hvad thau voru ad fara thegar thau samthykktu ad taka mig.

miðvikudagur, september 22, 2004

til hamingju med afmaelid mamma min.

dagurinn i dag er buinn ad vera godur dagur. i dag for eg asamt bekkjarfelogum minum i skodunarferd i haskola herna rett fyrir utan baeinn. krakkarnir bekknum minum eru flest rosa hress og allir skemmtu ser rosa vel. en thratt fyrir thad eiga godar stundir saman tha gefa thau otrulega mikinn skit i hvert annad a sama tima. eg mun ekki komast inni thann humor. og tek thad ekkert naerri mer. thad er otrulegt hvad thau geta verid vond vid hvert annad. stridnin her er mjog personuleg. thad var alveg nytt fyrir mer i dag ad thykja fyndid thegar stelpurnar redust a nokkra straka og klipptu af theim harid. alveg vid harsvordinn og alls ekkert litid. eg gat bara ekki hlegid og skildi greyid strakinn, sem vard verst uti, rosa vel thegar augun a honum urdu frekar vot. a medan stelpurnar veltust um af hlatri. thad thykir einni g afskaplega fyndid ad stela og eta nesti hvers annars. rifa, krassa a og eydileggja baekur og fot.

ad klippa har var nytt i humornum herna i dag og jafnframt var thad nytt fyrir mer ad fa aeluna uppi hals vid ad sja eitthvad. en hun kom i morgun i skodunarferdinni i haskolanum. thar fengum vid nefninlega ad sja fostur mismunandi langt komin i throskaferlinu i glerkrukkum. mer var misbodid en thad var ekki buid. svo fengum vid nefninlega ad sja rotnandi likama manna vokva i eitthverskonar tonkum. lyktin var svo sterk ad eg fekk i augun. mer var svo sidferdislega misbodid en virtist vera su eina a theirri skodun. naest var thad bara ad skoda strutana.sunnudagur, september 19, 2004

a fostudaginn skellti eg mer i gongutur. thad reyndist svo ekki alveg jafn mikill gongutur og eg hafdi haldid. thad hafdi verid gripid a lofti ad mer thaetti gaman ad labba, svo brodirinn vildi baeta upp fyrir thad ad eg fengi aldrei ad labba neitt og skradi okkur i truarlega gongu til litils baejar vid strondina. svo a fostudaginn maettum vid a upphafsreitinn klukkan 4 eftir skola hja mer. hann hafdi sagt mer ad til baejarins vaeru 60 km og eg tok thvi bara. leist agaetlega a, en skildi samt ekki alveg hvernig allt thetta folk aetladi ad komast. thatta voru morg hundrud manns. margir hverjir a flippflopps, med dotid sitt i plastpokum og eg skil ekki enntha hvernig thad komst a leidarenda thvi vegalengdin var gengin i einum rikk. a 16 klst. eftir hverja 15 km var stoppad. fysrt i ca. 20 min. annad skiptid ca. klst og tha var sofid. thridja stoppid for svo lika i svefn. brodirnn hafdi jafnframt sagt mer ad morgunmatur vaeri frir og allur maturinn svo eg hafdi ekki paelt i thvi ad hafa med mer kjarngott nesti. var med rusinur, thrja avexti og vatn. eftir helming fyrsta afanga var komid myrkur og thad var alveg thangad til fyrri helmingur seinasta afanga hofst. thvi var thetta eins og ad ganga 60 km a hlaupabretti. ekkert ad sja og bara jafnsletta i gegnum eydimorkin i eina att i 16 klukkustundir. thad var gengid svo hratt ad ef thu vardst madur a thvi ad aetla ad halda uppi samraedum vid eitthvern. en thu gast ekkert gert. ju nema sungid med theim sem sungu sama truarlega songinn alla leidina. thu gast ekki gefist upp, thu gast ekki ordid eftir i eydimorkinni, ekkert val. thetta var eins og ad aganga i flottagongu. folk i einu fotunum sinum og med teppi og svefnpoka vafinn utan um sig. thetta var svaka upplifun sem er gaman ad hafa reynt en mun svo sannarlega ekki verda reynd aftur. dagurinn i gaer for svo i svefn. svaf i 14 tima. kom samt nokkud heil utur thessu en greyid brodurinn getur ekki gengid. ja hann a heidur ad thvi ad vera ofgakenndur.

fimmtudagur, september 16, 2004

af lifinu i peru er allt gott ad fretta. nu er thad komid i meiri reglu eftir ad skolinn hofst og sennilega ordid ad hverdagslegu lifi her thott thad se ekki mjog hversdagslegt fyrir mer. a hverjum degi ber eitthvad nytt fyrir augu ( thott thad se ekki alltaf merkilegra en kramda risarottan sem eg skokkadi fram a i morgun). baerinn verdur alltaf kunnuglegri og kunnugelgri, asamt folkinu og fleiru. solin heldur afram ad skina daginn inn og ut og nu fer hlynandi. folkid er svo alltaf jafn hresst og baerinn a sifellu idi.

thad er helst ad fretta, upphaf skolagongur minnar her, i sidustu viku. skolinn minn er litill einkaskola ekki svo langt i burtu fra husinu minu. ca. 20 min a labbinu og 5 min i mototaxa. eg hafdi hugsad mer ad labba i skolann en thad reyndist ekki vinsaelt af forradamonnum herna thar sem raudhaerd stelpa i skolabuning, ein a labbi i frekar subbulegu hverfi gaeti virkad sem steik a teini fyrir tha sem er ekki jafngodhjartadir og adrir. vegna thessa ferdast eg med einum af ognarmorgum mototoxum a hverjum degi kl 7.20 og kem heim 14.30.

bekkurinn minn samanstendur af 46 frekar hressum krokkum. 12 stelpum og 34 strakum. thau eru flest 16 og 17 ara og kennslustundirnar eru frekar spes. namsefnid virdist ekki skipta miklu malien samt vita krakkarnir merkilega mikid. mun mikilvaegara i timum er blistrid, sktulukost, matur, brefaskriftir, tjatt og noldur i kennurunum og brefkulukast. mer finnst stada kennarans ekki jog seftirsoknarverd. en thetta kemur ser svosem agaetlega fyrir mig thar sem eg kem ekki mjog sterkt inn namslega sed eg akvad thvi bara ad kasta fyrstu brefkulunni og gerast hluti af hopnum. bekkurinn hefur annars bara tekid mer nokkud vel. hitti til daemis fljotlega hana merly sem eg held ad sjai sig knuna til ad bjarga mer fra, skiptinemanum, fra glotun. hun var fljot ad kenna mer hinar helstu "sidareglur" og kippti mer svo i sund thar sem hun aetladi ser ad gera mig bruna.

fyrir utan skolann er svo nog ad gera, heimsoknir og flaekingur med braedrunum og vinum thess yngri, cinziu svissnesku og fjolskyldu hennar, bekkjarfelogum eda afs folki.
i kvold fer eg a fyrstu aefinguna mina i bigbandi eins af haskolunum herna og audvitad heldur danskennslan afram hvenaer sem taekifaeri gefst og allir leggja sitt ad morkum til ad kenna mer gullnu sporin.

um helgina fer eg svo i 60km truarlega gongu til nalaegs baejar. (thad var kannski tekid of bokstaflega thegar eg sagdi ad mer thatti gaman ad labba). en eg efast sam ekkert um ad thetta geti ordid skemmtilegt, allavega ahugavert og god hreyfing. i for verda brodirinn yngri, vinur hans, cinzia svissneska og ca. 200 haskolanemar ur baenum.

her er semsagt nog ad gera sem a agaetlega vid mig.
vona ad allir hafi thad sem best a froni

laugardagur, september 11, 2004

Heimilisfangid mitt i peru er:

co/ Nuñes Peña
Urb. Talara A-40
Piura
Piura
Peru

þriðjudagur, september 07, 2004

jaeja.. nu hef eg gengid i gegnum fyrsta skoladaginn. thad var bara alls ekki svo slaemur dagur. eftir ad hafa stadid i halftima i skolabuningunum okkar, bedid, sungid, blessad okkur, sungid og bedid hofust kennslustundir. namsefni virdist vera thad sem skiptir minnstu mali i timum. en kthad kemur svosem ekki ad sok thar sem eg skil her ekki mikid i heimspeki a spaensku. eg var fjotlega tekini fostur af nokkrum hressum stelpum og gat stautad uppur mer nokkrum ordum, thad er helstu upplysingum, en thad komst nu thad vel til skila ad rumlega fjortiu manns ( thad er bekkurinn minn ) kalla mig aeju. sem er svosem allt i lagi. thegar aejax brandararnir voru bunir.

föstudagur, september 03, 2004

nu eru tvaer vikur lidnar fra brottfor minni af froninu og eg bara vid goda heilsu. hef haft nog ad gera og stokkid inni menningu baejarins piura i peru. her er mikil matarmenning og dans menning. eg fekk ad sannreyna thad i gaer thegar eg datt inni afmaelisbod hja brodur vinkonu brodur mins herna og var fljotlega svipt a dansgolfid af feitum og hressum fraendum og braedrum afmaelisbarnsins. thad er thvi spurning hvort eg verdi ekki komin a lagid med dansinn thegar eg kem aftur a fronid ( var ekki alveg med a notunum i gaer).
eg veit ekki hvort eg nai litarhafti og danshaefileikum innfaedda en aldrei ad vita.

laugardagur, ágúst 28, 2004

i piura er alltaf gott vedur. 25 stiga hiti og sol. thad rignir aldrei. goturnar eru fullar af folki og lifi. hundar reika um allt og ymis fleiri dyr. i baenum er midbaer og svo stor markadur thar sem thu getur fengid allt. jafnvel keypt ther lifandi haenu i poka eda geit bundna saman a fotunum eda slatrad theim a stadnum. staerstu gotur baejarins eru malbikadar en adrar eru ur sandi. sumir eiga bila en ca. 2/3 hlutar farartaekja eru litlir sendiferdabilar sem folk tredur ser i, litlir gulir leigubilar eda motortaxar sem eru moturhjol med farthegakerru. husin i piura eru flest ferkanta og oft med halfklaradri efri haed. thad er eins og murari hafi fengid slatta af mursetinum til ad byggja borg og hann aetlad ser um of og ekki nad ad klara almennilega verkid. fyrir framan flest husin eru svo stalhlid sem loka af innkeyrsluna og gardinn fra gotunni. allt i kringum piura eru svo lagreistir kofar ur sprekum, plotum eda spytum sem fataekasta folkid byr.

husid mitt er a tveimur haedum med 7 svefnherbergjum. en thad segir ekki allt. herbergin eru oll frekar litil. ekkert a golfunum. litid rafmagn og stundum vatn og tha bara kalt. thad er reyndar alltaf vatn a annari hvorri haedinni. eg thvae tvottinn minn sjalf i hondunum.

thratt fyrir ad hlutir sem okkur finnst sjalfsagdir a islandi eru ekki til stadar tha angrar thad mig ekki. mer lidur vel. folk i peru er rosalega gott folk og vedrid er alltaf gott. allir vilja allt fyrir mig gera thott skilningur a tungumalum hvors annars er ekki mikid til stadar. undanfarna dag er eg buin ad flaekjast um allan baeinn, hitta fullt og folki og profa margt nytt.þriðjudagur, ágúst 24, 2004

eftir 14 tíma flug og 14 tíma rútuferd er eg komin til piura, baesins sem eg mun búa í naesta árid. piura er vin i eydimorkinni. rosa thurrt og allt i ryki. menn, bilar og motortaxar a thonum, bilflautur, koll og laeti.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

nú eru tæplega tveir sólahringar þar til ég skelli mér til perú. ég stefni að því að sinna þessari síðu meðan á dvöl minni stendur en e-mailið er einnig klassískt og það væri svei mér þá skemmtilegt ef vinir, kunningjar og enn ókunnugir vermdu pósthólf mitt, skyldu eftir e-mail og/eða skelltu mér á msn.
halllla@hotmail.com

sunnudagur, ágúst 01, 2004

alltaf reynir maður eitthvað nýtt. í gær kom stjórinn á árbæjarsafni og spurði mig hvort ég væri ekki til í að mjólka kusuna sem heitir reyndar skjalda og til var ég. sagðist alveg hafa mjólkað áður, væri bara doldið langt síðan. svo þegar ég er búin að krækja í kusuna, þrífa spenana og maka á mig júgursmyrsli, átta ég mig bara á því að ég hafði aldrei nokkurn tíma mjólkað kusu áður. en þrátt fyrir það þá gekk þetta bara svona eins og í sögu og allir sáttir með frammistöðuna sem kom mjög á óvart. en svarið var heldur ekki langt leita. það er nefninlega ekki hægt að segja að maður hafi ekki mjólkað ef maður hefur séð alla 52 þættina af Heidi þrisvar sinnum og farið í gegnum mjaltir mörg hundruð sinnum, þó það sé ekki nema í huganum. en það skilaði sér svo vel að ég datt í mjaltakonuhlutverk áræjarsafns.

mánudagur, júlí 26, 2004

það var mér sannur heiður að í seinustu viku var stofnaður aðdáendaklúbbur til heiðurs mér. hann saman stendur af ekki nema 136 moskítóflugum og eiga þær það sameiginlegt að hafa lagt sitt að mörkum til að tæma mig blóði og fylla mig sora. það er að segja ná sér í bita af mér og skilja eftir glæsileg rauð minnismerki vítt og breitt um líkama minn .  sjá sko til þess að ég vanræki nú ekki þennan fjölflugna aðdáendaklúbb.  

en ég gerði það nú samt, skildi klúbbinn eftir, þar sem ég er komin heim úr frábærri ferð til lettlands.  margar gullnar minningar sem urðu til með góðum hópi.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

hadidi ekki ad min se maett til lettlands. mikid fyrir thessi baltnesku lond. her er voda gott ad vera. er i littlum strandbae med svakastrond, odyru doti, yndaelu folki og her er bara allt til alls. svaka stud, er i workshoppi hja fronsku galdramanni og stjornanda lettneska sirkussins.

mánudagur, júlí 05, 2004

eftir að hafa flogið burt, sungið mikið, borðað skrítinn mat, labbað, skoðað, gist í fyrrvervandi njósnaraskóla sovétmanna, sungið, skemmt mér, sofið, tekið fjölda leigubíla, villst, hlegið, klúðrað leikþætti fyrir framan 3000 manns, farið á tónleika, verslað skó og skó og skó, setið í rútum og ferjum, dansað, upplifað nýjungar, eignast góða vini og minningar, fíflast og átt ómetanlegar stundir, þá er ég komin heim eftir ansi vel heppnaða ferð með kórnum.

vil ég þakka öllum kórfélögum og fylgifiski kærlega fyrir samveruna í ógleymanlegri ferð.

fimmtudagur, júní 24, 2004

svei mér þá, kominn tími til að skella mér í fyrstu utanlandferð sumarsins og ekki þá seinustu. á morgun held ég til eistlands með kórnum og munum svo sannarlega syngja með fjölmörgum eistum.

miðvikudagur, júní 23, 2004

nú er allt að gerast. enn ein vika hafin í fullu blússi hjá götuleikhúsinu og kóræfingar uppá hvern einasta dag. á morgun fara fram tónelikar kórsins í háteigskirkju klukkan 8.30 og hvet ég endilega alla til að mæta enda frítt inn.

sunnudagur, júní 13, 2004

til að leiðrétta nokkurn miskilning þá sáust engir tvíburar í ómskoðun minni. ég er ekki ófrísk og ómskoðunin mín þarna um daginn fólst í því að skoða á mér nýrun. það var vegna nýrnabotnabólgu sem var einmitt örsök sjúkrahúslegu minnar.

en það var margt uppá teningunum í dag, eftir að hafa farið á afs-námskeið í morgun hélt ég með götuleikhúsinu í afmæli andrésar andar í kringlunni. þar vorum við að gefa blöðrur, nammi og andrésblöð. það var magnað að allra verstir og gráðugastir voru foreldrarnir. margir létu eins og þeir ættu ekkert og tóku meira en þeir gátu borið. tjá manni um alla krakkana sína sem komust ekki með í kringlunna og myndu svo obboðslega langa í nammi. sumir reyndu svo að safna öllum tegundunum af andrésblöðum sem við vorum að dreifa. þetta minnti mig mjög á kosningabaráttuna í mh sem fór út fyrir öll mörk, þegar allir voru svo hrikalega svangir að frambjóðendurnir voru troðnir niður.

en þrátt fyrir græðgina í liðinu voru ansi mikið af sætum krökkum sem biðu í ofboði til að fá að knúsa andrés og voru voðalega sæt og góð. erfiðast var svo að þurfa að útskýra fyrir mörgum hverjum að ég væri ekki lína og þurfa þá að sjá vonbrigðissvipinn á andlitunum þeirra, þrátt fyrir loforð um kveðju til hennar.

föstudagur, júní 11, 2004

það voru svo sannarlega gleðileg tíðindi sem "blöstu" við þegar ég fór í ómskoðun í gær. kom ekki bara í ljós að það var ekki sýkingar og bólgur sem höfðu verið að hrjá mig, heldur sáust á skjánum tvíburar sem höfðu verið að naga í mér líffærin og þess vegna varð ég veik. svo höfðu þessir fjórir dagar á spítala og allar sýklalyfjadælingarnar, sem voru á annan tug, orðið til þess að tvíburarnir hreinlega róuðust doldið og þeir fundu sér annað að borða. jáh, að hugsa sér bara ef þeir hefðu fattað þetta fyrr hefði ég losnað við, eða á ég að segja glatað, góðu spítalastundunum mínum og gönguferðunum sveiflandi um mig vökvapokastöng.

miðvikudagur, júní 09, 2004

við í götuleikhúsinu erum eins og tíu litlir negrastrákar. við bara hrynjum í burtu eða inná spítala. því að í dag kíkti ég í vinnuna og komst að því að hún dísa lennti verr í því heldur en ég. hún barasta fótbraut sig svo illa í gær að hún verður sennilega í gifsi langleiðina út sumarið. ég vona bara að hún hressist fljótt og geti eitthvað mætt í vinnuna. það er svo margt að gera í saumaskap og þessháttar og svo væri nú sannarlega við hæfi kannski að gera einn spítalaleikþátt í tilefni tíðra ferða á þá heilsustofnun. þar gæti hún jafnvel þjónað lykilhlutverki. aldrei að vita. annars er heimsóknum mínum ekki lokið þangað og á morgun mun ég fara þangað í fyrstu ómskoðun mína. já ég er snemma í því. nema að þar verða nýru mín ómuð en ekkert annað.

þriðjudagur, júní 08, 2004

endilega lesið síðustu færslu til enda áður en lengra er haldið.....

já það er nokkuð kaldhæðnislegt að teygjukenningin mín stóðst að nokkru leyti. ég vona þó að allt hverfi ekki, en mér tókst þó að lenda á spítala í annað skiptið á ævi minni og er búin að vera þar síðan á laugardaginn. svo ég missi af götleikhúsvinnunni minni í nokkra daga og mun lifa í myglu, sem kemur ekki mjög vel inní björtu sýn mína á byrjun sumarsins. en ég get þó litið björtum augum á það að ég er nú reynslunni ríkari eftir tugi legustunda, gönguferða sveiflandi um mig stöng með vökvapokum og ögn götóttari eftir þónokkuð margar nálar. jú svo kynntist ég þeim guðrúnu og helgu herbergisfélögum mínum, það er erfitt að segja að við höfum verið á sömu bylgjulengd en þær voru nokkuð áhugaverðar stöllur sem munu örugglega eiga gott innlegg í fyrstu skáldsögu mína þar sem gullmolarnir flæddu af vörum þeirra.

ég mun vonandi kunna að meta sumarið ennþá betur þegar ég kemst á fætur. og teygjukenningin verður látin fjúka.

þriðjudagur, júní 01, 2004

loksins er vinnan byrjuð og líst mér bara vel á. þá er bara að vona að allt komist í gott horf. ég kann í raun ekki að vera í fríum, verð svo kaótísk og skrítin. gleymi að fara að sofa og fleira. en fríið var nú samt ósköp ljúft. góðar stundir með góðum vinum og endurheimtum vinum, systrum og fleirum og meira að segja fékk örlítið ástarævintýri að lýta dagsins ljós. ef svo má segja. allt til að gera fríið að góðu fríi.

nú hins vegar er hafin sumarvinnan, götuleikhúsið á virkum dögum og árbæjarsafn aðra hverja helgi. í dag hittumst við í fyrsta skipti í götuleikhúshópnum og leist mér bara vel á mannskapinn. örlítil kynjamisskipting en það kemur nú ekki að sök. við komum úr öllum áttum og er aldursmunurinn 8 ár á elsta eða elstu og yngstu manneskju.

við fimm yngstu í hópnum verðum að vinna bara í 6 vikur en fáum svo að fara til lettlands í júlí á eitthverskonar menningarhátíð sem mér líst bara ansi vel á. get ekki sagt að mér finnist það nokkuð verra en að vinna í 8 vikur á launum. eiginlega bara betra, allavega fyrir svona ferðaglaðar manneskujur eins og ég segi mig sjálfa stundum vera.

sumarið byrjaði allavega vel og mér líst vel á. vona að tóninn hafi verið gefinn. en ekki eitthver teygja af góðum hlutum sem safnast upp og svo slitni teygjan og allt hverfi. vonum bara það besta.

laugardagur, maí 29, 2004

guatemalafarinn snéri aftur í gær og það vakti sannarlega lukku. hún sigga virðist ekki mikið hafa breyst og er alveg jafn sæt og góð. bara doldið brúnni og ljóshærðari og talsverðri reynslu ríkari.

mánudagur, maí 17, 2004

pústið var ekki langt og holan frekar vanrækt, eða þar til tveimur klukkustundum síðar.
ef nýliðin helgi boðar það sem koma skal, þá verður þetta sannarlegt súper sumar. á föstudaginn skullum við átta stelpur saman í vesturbæjarísbúðinni. marta, ragga og sigrún höfðu gefist upp við að bíða eftir sólsetrinu á gróttu og við védís pikkuðum upp hildi og guðrún og rakel létu sig ekki vanta. allar alveg frekar lúnar eitthvað eftir próftörnina svo ísinn var alveg nóg fyrir kvöldið. hins vegar breyttist það pínu þar sem slegið var upp stelpupartýi í trukknum okkar og við brunuðum niðrí bæ og langaði virkilega til að nota föstudagskvöldið í málþóf á alþingi. en við komust reyndar að því að alþingismenn sofa líka svo við ákváðum að strunsa á borgóbjórkvöld. það samanstóð af afskaplega fáum undir fertugu svo við reyndum reyndar að lappa aðeins uppá dansgólfið en strunsuðum fljótlega út, þó eftir nokkrar góðar sveiflur. stelpupartýið hélt því áfram bara í bláa trukknum og hláturtaugarnar ætluðu allt um koll að keyra. gleðin var í hámarki. en þreytan fór fljótlega að segja til sín og því að haldið heim í bólið til að eiga nú eitthvað eftir fyrir júróvisjónið sem koma skyldi.
laugardagurinn fór mikið í tiltekt og þrif, æfingar og saumaskap en þegar skyggja tók var haldið í júróvisjón partý til hennar sigrúnar eddu. þar var bara ansi góð stemning ýmislegt sem kom uppá en endaði þó vel að lokum. þar var bara nokkuð vel mannað en þó haldið af stað í annað partý er leið á kvöldið. þar lentum við í frekar subbulegu kjallarapartýi þar sem eldhúsvaskurinn var notaður til jafns við salernið. við stelpurnar létum það þó ekki á okkur fá og héldum á okkur góðu stuði og nú hafði dálítill karlpeningur einnig blandað sér í málin. en sem áður var tímanum ekki sóað og skundað á dillon þar sem mh var saman kominn. eða það má segja það og gott betur þar sem nokkuð var um horfna mh-inga, alls ekki til ama. en margt gott fólk var þar á sveimi og hinar skemmtilegustu umræður á margs lags nótum. svo var það að mínu mati vel mannaður hópur sem arkaði þaðan út. þá héldu þó uppákomurnar áfram. já það var svo sannarlega skemmtilegt að hitta til dæmis efnafræðikennarann minn hana soffíu í mjög góðum gír. þar sem hún leysti frá skjóðunni um áhugaverðar langanir til ýmissa gjörða. hildur átti líka gott innlegg þar sem hún stökk á fótboltaþjálfarann hennar ragnhildar og kyssti þar sem hún hélt að hann væri ásgrímur íslenskukennari (sem reyndist síðan líka misskilningur) kvöldsins mun þó líklegast vera minnst sem kvöldsins sem marta gaf skít í skóna sína og tók sér staf í hönd sem gandálfur hinn hvíti eða grái.
sunnudagurinn var svo sannarlega ekki síðri en fyrri dagar helgarinnar en á nokkuð annan hátt. þá spilaði korkusystir mín á útskriftartónleikum sínum í salnum sér til sannarlega mikils sóma þar sem hún fór algjörlega á kostum og stóð sig sko sannarlega með prýði. var svo glæsilega þarna á sviðinu að ég get ekki sagt annað en maður hefði verið frekar stoltur þótt maður ætti ekki mikið í tónleikunum. það var mjög gaman að sjá löngu horfna fjölskylduvini sem poppuðu upp og létu sjá sig ásamt öðrum sem mér þótti mjög gaman að sjá. eftir tónleikana var svo hörku veisla heima í sveitinni og alveg troðið af fólki. mikill matur og mikil gleði. kvöldið var svo kúplað niður með sundferð og kaffihúsi.
þetta var allt of löng færsla, en góð helgi og þakkir fá allir sem átti þátt í henni.

föstudagur, maí 14, 2004

ég kláraði loksins prófin mín í dag. og gekk bara merkilega vel í efnafræði miðað við hversu miklu var varið í lærdóm. ég var samt almennt frekar dugleg að læra, frekar vond við sjálfan mig sem þýðir að ég er eiginlega bara alveg búin á því. er því að hugsa um að grafa mig oní holu þangað til að ég hef pústað.

miðvikudagur, maí 12, 2004

í tilefni dagsins þá ákvað ég að fara ekki alveg strax heim eftir jarðfræðiprófið, heldur skrapp á eiríksgötuna, þar sem ég lagðist undir hnífinn (eða nálina reyndar). svona til að koma svo því blóði sem eftir var á hreyfingu ákvað ég að skreppa og leigja mér eina bláa mynd og til að setja punktinn yfir i-ið ákvað ég að koma við á hlemmi hjá hinum fyllibyttunum og kaupa mér nokkra vindlinga. í kvöld ætla ég svo að toppa daginn með því að fagna brúðkaupi mínu á bjórkvöldi.
já það er draumur að vera átján.

þriðjudagur, maí 11, 2004

þessa dagana eyði ég óvenjulega miklum tíma í annari hlið hússins míns. það er þeim megin sem herbergið er og tölvuaðstaðan. það skemmtilega við það er að á báðum stöðum hef ég afskaplega góða yfirsýn á líf nágrananna. það skemmtilega er líka að þau dvelja löngum stundum úti við að passa uppá hundana sína og á örfáum dögum verður maður margs vísari. svo endilega ef eitthverjum brennir eitthvað á huga um nágrana mína til vesturs þá hef ég svarið.

föstudagur, maí 07, 2004

ég horfði um daginn á þáttinn o.c. á skjá einum. svona þáttur sem svo margir fyllast eitthverri þrá að lifa betra lífi. þar sem allir eru svo fallegir og svo ríkir og allt svo yfirþyrmandi. en svo er svo skemmtilegt að pæla í því hvort það væri nokkuð svo erfitt að sjá líf eitthvers hérna á íslandi í hyllingu ef aðeins við hefðum þessa effecta sem maður tekur varla eftir í þáttunum en gerir þá um leið svo rosalega. hvernig væri það nú ef öllum atburðum dagsins fylgdi tónlist við hæfi. hvernig væri það nú ef það myndi alltaf dynja franskt rapp þegar maður hlypi á eftir strætó. svo væru allir augngotur súmmaðir út og hægt á. og ekki má gleyma því að hafa tónlist við hæfi. og ég get sannarlega sagt að ef "hössl" dytti algjörlega úr orðaforða íslendinga ef allt dúll með hinu kyninu ( eða sama ) væri undirstrikað með hátindi eitthvers tónlistarlegs meistaraverks, væri sýnt hægt, í súmmi og þar að auki með glimmeri. jah, þá held ég að hollywood yrði ekki lengur í umræðunni.

fimmtudagur, maí 06, 2004

í dag fór líffræði oní skúffu

þriðjudagur, maí 04, 2004

það er svo margt sem er hægt að gera á sumrin, ég má til með að rifja upp eina skemmtilega uppákomu sem átti sér stað síðast liðið sumar. þannig var mál með vexti að ég hjólaði alltaf í vinnuna niðrí laugardal kl. 7 á morgnanna síðasta sumar. svo vildi svo skemmtilega til að ég var farin að mæta nokkuð oft nokkrum kórfélögum sem voru sömuleiðis á leið í vinnuna en í hina áttina. við mættumst gjarnan á umferðareyju við miklubrautina svona eldsnemma á morgnanna. þegar doldið liðið á sumarið hittumst við í partýi þar sem bryddað var uppá því hvort málið væri ekki bara að hafa smá morgunkaffi einn svona morgunn við miklubrautina. mikið hlegið og planað eins og þekkist. en það skemmtilega við þessa sögu er að andrarnir og skúli tóku bara svo vel í þetta að andri hringdi kvöldið fyrir síðasta vinnudag minn og spurði hvort málið væri ekki að hrinda þessu í framkvæmd. jú svo sannarlega. svo við hittumst klukkan 7 á umferðareyju við miklubrautina daginn eftir með bollur, álegg, heitt kakó, kaffi og teppi og snæddum þennan prýðilega morgunverð á teppi í rigningunni og leyfðum umferð miklubrautarinnar og aðra vegfarendur bera okkur augum. úr varð bara þræl skemmtileg minning.
í dag fór franska oní skúffu

mánudagur, maí 03, 2004

búnkar eru lykillausn prótímans. þeir felast í því að vera búnir til úr hverri námsgrein sem taka á próf í. svo þegar grein búnkans er lokið fær hann að fljúga oní skúffu. hingað til hefur léttir þessara fáu mínúta drifið mig heila í gegnum próf. svo ég vona sannarlega að sjö mínútur þessara næstu tveggja vikna muni ekki svíkja mig.

í dag fór íslenskan oní skúffu.

sunnudagur, maí 02, 2004

það er margt misjafnt að segja

prófin byrja á morgun
á föstudaginn var seinasti skóladagurinn minn í rúmlega ár
í gær áttum við sigrún í mjög alvarlegum samræðum um jafnrétti kynjanna þar sem staðreyndir voru sláandi
grey grænu laufin í garðinum þurfa að líða enn eina snjókomuna hérna í sveitinni
ég fer í 7 próf
en
á föstudaginn unnu mannlegu helvítin mortar
í gær var dagur verkalýðsins
í dag mun ég setja punktinn yfir i-ið á sex ára ferli mínum í litla big-bandinu hans sigga flosa í sal fíh klukkan 6
í dag á helmingur mannlegra helvíta afmæli og óska ég þeim jakobi og atla til hamingju með daginn
eftir prófin kemur sumarið

fimmtudagur, apríl 29, 2004

mamma er alltaf pínu svekkt yfir því að ég ætli að halda af landi brott og í gær sýndi hún mér eftirfarandi frétt sem kom í morgunblaðinu:

hengdu borgarstjórann í mótmælaskyni

þúsundir manna, sem mótmæltu mikilli spillingu í borginni ilave í perú, ruddust í fyrradag inn í ráðhúsið, tóku þar borgarstjórann og hengdu í næsta ljósastaur. Höfðu þeir einnig á brott með sér þrjá embættismenn borgarinnar og hefur ekkert til þeirra spurst.
borgin ilave er í 4.000 metra hæð uppi í andesfjöllum og búa þar um 90.000 manns, aðallega aymara-indíánar. snemma í þessum mánuði lokuðu borgarbúar öllum vegum til borgarinnar til að leggja áherslu á þá kröfu, að borgarstjórinn, cirilo fernando robles cayomamani, segði af sér. sökuðu þeir hann um að stjórna borginni eins og einræðisherra og hafa stolið opinberu fé. þá hefði ríkisstjórnin aldrei látið svo lítið að bregðast við umkvörtunum þeirra.
eftir að hafa hengt borgarstjórann hélt mannfjöldinn að lögreglustöð í borginni og frelsaði þar þrjá menn, sem höfðu verið handteknir fyrir að kynda undir mótmælunum.


í fyrra las ég tvær bækur sem voru byggðar á sönnum atburðum í perú. "rancas - þorp á heljarþröm"
og "hinn ósýnilegi" eftir manuel scorza. þær sögðu frá þeirri kúgun sem indíánar urðu fyrir í heimalandi sínu, perú, þar sem þeir áttu og eiga ekkert sökótt við yfirvaldið nema að vera til. það var mjög sláandi að sjá hvað þau létu bjóða sér. það var líka séð til þess að höfundurinn væri sendur í útlegð. því held ég að það búi ansi mikið að baki því að þúsundir safnist saman geri eitthvað svo hrottalegt eins og að hengja borgarstjórann sinn.

svo fannst mér bróðir minn koma með góðan púnkt: "halla nær nú ekki að verða borgarstjóri á einu ári!"

miðvikudagur, apríl 28, 2004

í dag var góður dagur og á góðum degi eiga mh-ingar það til að setjast út og sleikja sólina og við þá iðju plompa stundum upp hinar merkilegustu samræður. ég átti einmitt merkilegar samræður við nokkrar stallsystur mínar á drumbi útí sólinni í dag.

niðurstaða umræðnanna var sú að ég, elín og gígja ætlum að búa í kommúnu ásamt fjölskyldum okkar þar sem við munum halda veröld tölvuleikja og sjónvarps frá börnum okkar svo þau verði ekki félagslega og líkamlega bæld.

mánudagur, apríl 26, 2004

það er svo langt síðan að það var seinast venjulegur mánudagur. en það sem gerir venjulega mánudaga svo skemmtilega er mánudagshefðin. já á mánudögum eigum við sigrún það sameiginlegt að vera í frönsku í seinasta tíma og þurfa svo að mæta á hljómsveitaræfingu þar sem við erum báðar elstar. það þarf nú ekki að vera alslæmt en við sigrún notum það sem afsökun fyrir því að eiga gott droll eftir skóla á mánudögum sem við köllum mánudagshefðina. þá er jafnan skondrast heim til sigrúnar þar sem brauð er ristað. í dag var sérstaklega skemmtilegur mánuagur þar sem við fengum hugboð í hámarki drollsins að skondrast niðrí bæ og viti menn dettum við ekki bara niðrá tvær stúlkukindur á vappi sem við könnuðumst bara frekar vel við þar sem önnur er með sama dna og ég og hin bara marta smarta. þá höfðu þær einnig átt góðan dag í góða veðrinum. já alltaf jafn gaman þegar sólin lætur sjá sig. þá léttist brúnin gjarnan svo skemmtilega.

föstudagur, apríl 23, 2004

í dag var dimmison. það er alltaf jafn gaman að sjá hversu vel fólki hefur tekist að plana viðburðinn. en það sem mér finnst án efa eitt það skemmtilegasta er þegar dimmison kórfélagar mæta á kóræfingu. skemmtilega hress og með skemmtilega skrautleg skemmtiatriði. í dag tóku þau andri og björg tetris tvíleik og sigrún sló í gegn með snilldarlagi sínu. þótt þau hafi verið skemmtileg þá held ég að hún sigríður ása verði seint slegin út eftir síðasta dimmison, þegar hún mætti í nunnabúning og söng prestaröddina fyrir messusvörin af öllum sálarkröftum. ég fer ennþá að hlæja þegar ég hugsa um það. en annars þá verð ég samt að viðurkenna að einkennisklæddu mönnunum tókst að toppa braveheart atriðið í fyrra, og ég er ekki viss um að atrið dagsins í dag verði toppað í bráð á þennan hátt.
í gærkvöldi fór ég í saumaklúbb með skvísuvinkonum mínum úr árbænum. við vorum allar saman í klúbbi í árseli og fórum saman í hina merkilegustu ferð til slóvakíu um árið og höldum saumaklúbb ca. einu sinni í mánuði svona eftir að leiðir skildu. það sem mér finnst skemmtilegast við það, er það að ég kann alltaf betur og betur að meta þær. þær voru vinkonur mínar í árbæjarskóla, en mér fannst ég samt alltaf pínu útá kannti, hélt að ég væri kannski með eitthverja spes genasamsetningu sem gerði mig bara doldið öðru vísi og að ég þirfti bara að sætta mig við það. en svo fór ég í mh og komst að því að genasamsetning væri ekkert það spes, þar sem ég blandaðist bara hópnum. svona þegar ég hugsa um það eftir á þá sé ég að ég gaf þá bara frekar mikinn skít í árbæjarskólavinkonur mínar, vanmat allann þann vinskap sem þær veittu mér í gegnum árin, vegna þess að hann var ekki alveg efit mínu höfði. tók bara upp eitthvern hroka um að í mh væri besta fólkið. fannst hundleiðinlegt í saumó og var algjörlega með nefið uppí loftið. allavega þá er púnkturinn sá ég er mjög sátt við það hafa áttað mig á því hvað skvísuvinkunur mínar sem frábærar stelpur og hvað mér þykir alltaf skemmtilegt að hitta þær þótt það sé ekki það oft.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

gleðilegt sumar!

það er mjög ótrúlegt að sjá hversu gott veður er í dag og það merkilega þá helst því að í dag er einmitt sumardagurinn fyrsti. bara að vona að dagurinn í dag gefi tóninn fyrir komandi sumar. sem væri mjög gleðilegt fyrir utan það að það bendir til enn meiri gróðurhúsa áhrifa með hækkandi hitastigi og tilheyrandi... annars hefur margt á daga mína drifið síðan síðast var bloggað og þá helst að nefna ferð nokkra á egilsstaði með kórnum. ég held að það hafi verið nokkuð einróma sátt við ferðina. var bara mjög gaman og góð aðstaða þótt planið hafi þá helst verið nokkuð þétt skipað, tónleikar gengið upp og ofan og þreyta farin að hrjá lýðinn. en í heildina var þetta mjög góð ferð og ég trúi ekki öðru en að hún hafi hrisst upp í kórfélögum og þjappað þeim saman.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

engar smá gleðifréttir í dag. bara komin með bestu vinnuna, það er að ég þarf ekki að örvænta vegna eirðarleysis í sumar þar sem ég krækti mér í stöðu í götuleikhúsinu. bara ansi sátt. fæ útrás fyrir kjánaskap minn og eirðarleysi og það sem er ekki verra, á barasta ágætis launum!

mánudagur, apríl 12, 2004

nú þegar páskafríið er senn á enda er mér loksins að takast að hanga í leti án þess að vera yfirþyrmandi eirðarlaus. er það galli eða kostur, það er að segja að hafa takmarkaða hæfileika til að slaka á?

laugardagur, apríl 10, 2004

ég leigði í gær myndina the pianist. átti eftir að sjá hana og þurfti að leigja eitthverja mynd fyrir sögu 203 til að fjalla um. mér fannst þetta mjög vel gerð mynd en hún hefur verið að pirra mig mikið síðan í gær. ég get nefninlega ekki skilgreint almennilega hvað mér fannst um hana. þetta er orðið svo skrítið mál. það er búið að gera svo margar myndir um ofsóknirnar gyðinga og aftur og aftur fyllist maður viðbjóði. maður hneykslast á því hvernig í ósköpunum þetta gat gerst og svo stutt síðan. en þannig er það að svona atburðir eiga sér stað enn þann dag í dag. um þessar mundir eru þúsudir manna drepnir í súdan á dag, og það er ekki svo langt síðan að hrikaleg fjöldamorð voru framin í rúanda. þetta er í nútímanum. en svo hugsa ég jú já ofsóknir gyðinga voru náttúrulega á vesturlöndum sem fluttu það svo miklu nær. en ég er samt ekki sátt þar sem heimurinn hefur minnkað svo mikið á seinustu 60 árum með aukinni fjarskiptatækni og öðrum tækniframförum. mér fannst líka mjög erfitt með myndina var að hún vann mann algjörlega á band með gyðingunum sem er doldið kaldhæðnislegt þar sem þeirra fólk á sinn þátt í því að í dag geisar mikill ófriður í vissum miðjarðarhafslöndum og að þar þurfi óbreyttir borgar að sæta ofbledi og morðum fyrir jafn mikla sök og gyðingar áður fyrr. ég er samt ekki að réttlæta þessa hrikalegu atburði sem áttu sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. það er mjög erfitt að kyngja því að þessi harka og fantaskapur skuli finnast í manneðlinu sem á að heita vitra skepna jarðarinnar. en það að með þessum fjölda mynda um seinni heimsstrjöldina þá koma þessir atburðir út þannig að þeir eigi sér ekki sambærileg dæmi. en sú er alls ekki raunin, þetta á sér stað útum allan heim án þess að nokkuð eða lítið sé að gert.

föstudagur, apríl 09, 2004

svona talandi um ferðir, þá fór ég í eina í gær sem var jú já merkilega lík ilmandi blómabreiðu, svona fyrst ég er komin í svona innilegar myndlýsingar. við stelpuskjáturnar skelltum okkur nefninlega uppí bústað. þar var lítið annað gert en eldað, borðað, farið í göngutúra, spilað og kúrt. uppskrift af frábærri afslöppunarferð. já, dýrindismatur, frábærar gönguferðir þar sem við sigrún fengum útrás fyrir ofvirknina og ljúfur tími eftirmats og spila. ég verð samt að segja að sá eða sú sem fann upp orðatiltækið að sá sem er óheppinn í spilum sé heppinn í ástum reddaði kvöldinu. það er að segja hélt mér í góðum gír fram eftir kvöldi þrátt fyrir fáránlega léglega spilatækni eða heppni. allavega þá var ég alls ekki það sár þar sem ég var virkilega farin að trúa því að nú kæmi prinsinn á hvíta hestinum og bankaði á bústaðarhurðina með písknum sínum og saman myndum við hverfa í sólarlagið. en nei svo varð ekki. pínu vonbrigði en samt ekki þar sem þessir klukkutímar í góðra vinahópi gátu ekki auðveldlega verið toppaðir af prinsi á hvítum hesti. sérstaklega ekki þar sem ég er ekki það mikið fyrir hesta og hvað þá prinsa, nema kannski william, það bara frekar ófrumlegt. en jæja. frábær ferð í alla staði. og nú væri kannski sniðugt að snúa sér að lærdómnum.

mánudagur, apríl 05, 2004

það er frábært að vera í stórfélaginu! sérstaklega útaf ferðum sem heita í höfuðið á þeim og já sérstaklega þegar þær eru jafn frábærar og líkar ilmandi blómabreiðu eins og þessi frábæra ferð sem var farin í gær. jú ég skemmti mér barasta prýðilega, get ekki sagt annað, en það hefði samt ekki verið mikill munur á ef við hefðum bara skellt upp einu góðu stórfélagspartýii í garðgeymslunni undir pallinum í garðinum heima hjá mér. já ég held það segi ansi mikið. en hva. maður er kannski bara svo góðu vanur. eða nei kannski ekki. það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið, já hva, jú, subbulegur staður og stemningin doldið í anda við það kannski. en jú já þetta er nú það sem fólk fýsir í. svona hressar stórfélagsferðir. og jú þær eru spes.

sunnudagur, apríl 04, 2004

í dag hef ég gengið í hóp amiskvenna. þannig var það að ég skellti mér í kolaportið í gær með mömmu minni. hef ekki farið þangað í langan tíma þar sem ég ákvað einu sinni að ég væri of snobbuð fyrir staðinn. hins vegar skelltum við mamma okkur þangað í gær og ég bara varð nokkuð hrifin. svo hrifin að ég strunsaði þaðan út með tvo kjóla og hefði viljað fara út með ca. 36 í viðbót. það var bara allt morandi í þessum snilldarkjólum, kjólum sem ég hefði sannarlega viljað vera búin að rekast á fyrir árshátíðarnar tvær sem ég fór á þetta árið. en jú tvær kjólar fóru þó með mér út í poka og í boði mömmu. getur komið sér vel að þykja gömul föt flott þar sem mamma verður alltaf ung í anda og er tilbúin að kaupa þessi fínu föt, þykir svo gaman að ég skuli nota þau. en já annar kjóllinn er síðan svo skemmtilega amislegur að ég gæti hreinlega logið að vísindamönnum að við í amisflokknum höfum uppgötvað nýja fluttningsvél sem kom mér bara sisvona úr hlöðunni heima í pensilvanyu til hins farsælda fróns.

miðvikudagur, mars 24, 2004

jú já foreldrar mínir eru bæði líffræðingar og ég heyrði einu sinni góða skilgreiningu á starfsviðum þeirra; mamma líffræðingur í stígvélum og pabbi í slopp. já hún mamma er ansi græn* og það mátti líka glögglega sjá á ísskápnum áðan því að mamma hafði farið að versla. þrátt fyrir að umbúðir varnings sé sjaldnast grænar þá var hlutfall grænna matvæla í meirihluta. í grænum lit, sem var einmitt sannað að væri slæmur litur í mælskukeppni mh-inga síðastliðinn mánudag. en í dag var ég einmitt staðsett í sigurliði umræðna um unglinga og já okkur öllum til léttis, að vissu leiti, þá var niðurstaðan sú að það er ekki hægt að vera án unglinga. ég verð þó að viðurkenna að þrátt fyrir að meðmælendur unglinga hafi unnið og ég verið í því liði, þá átti ég í hinu mesta basli við að koma með mótsvör. kannski ekki bara vegna þess að ég hafði það greinilega ekki í hendi mér, heldur líka því að katrín, mótherjar okkar voru líka svo djéskoti sleip. og ég hélt líka að sigurinn byggi þeirra megin, eða þar til ég frétti það að mótsvör vega 1/3 stiga. en jú já, ég hafði það alls ekki í hendi mér að koma með mótsvör. ég tel mig nú samt alveg hafa röklega hugsun, en fannst það jáh, örlítið flókið þar sem ég sat á milli tveggja prýðilegra ræðumanna. ræðumanns dagsins og þaulreynds ræðumanns nokkurs. þótt sá hinn sami ræðumaður hafi eitt sinn verið krýndur ræðumaður íslands, þá get ég hælt mér af því að hafa eitt sinn kjaftað þann kauða í kaf og ég efast um að hann geti fært nokkur rök á móti því.*ekki þá í merkingu þeirri að vanti kannski smá skrúfu í höfuð henni, þar sem mamma mín er fróð með eindæmum

miðvikudagur, mars 17, 2004

það er ótrúlegt hvað gott veður hefur góð áhrif á mann. þótt gangi illa. einkunnir ekki eins glæsilegar og maður hefði kosið þá reddar veðrið því. það er einfaldlega ekki hægt að vera pirraður þegar sólin skín svona. ég verð alltaf mjög sátt við að vera í mh þegar græjunum er kippt út og músíkin látin duna. mér finnst það vera mh - andinn beint í æð.

þriðjudagur, mars 09, 2004

ég lagaði linka listann minn í dag. langaði doldið til að setja inn kommenta box en kunni það ekki og nennti ekki að læra það svo ég gerði bara linnkalistann minn aðeins öðruvísi. komnir fleiri inná hann ... allt í bland við allt... gettókrúið og mh ingar ásamt góðu fólki... þessi leti er nú bara í stíl við vikuna og ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira svo að...

miðvikudagur, mars 03, 2004

þetta er búið að vera svo fáránleg vika að það er ekki lítið. nýir persónuleikar komið fram á borði mínu og margt sem hangir á nálinni þessa dagana. en það sem mér finnst best af öllu, svo ég komi nú með smá væmin heit, þá held ég barasta að það sé að fara að vora. krókusar bara farnir að láta sjá sig. og já trúið því að þá hýrnar yfir mér bráin. bara skapið verður ofsa gott og böðið af stærðfræðiprófi fær bara að sigla sinn sjó. en já ég hef sannað það þessa viku þá staðreynd að ef mann langar ekki til að rekast á fólk, þá gerir maður það, en ef mann langar til að rekast á eitthvern ákveðinn, er búinn að vera að gera sig til í marga klukkutíma, þá hittir maður í mesta lagi strætóbílstjórann sem keyrir 110 una á morgnanna. jáh. þetta hefur verið sannað. annars hætti ég þessu romsi að sinni.

laugardagur, febrúar 28, 2004

frábær stemning. sex vinkonur búnar að vera að elda í allan dag. vöknuðum mishressar í einni þvögu. skelltum fyrst í pönnsur og erum svo búnar að vera að elda afmælismatinn hennar sigrúnar. fullt af lasannía. mmm. margt að spjalla um og skemmtilegheit. fórum nefninlega á árhátíð nokkra í gær. margar sögur að segja frá. misskemmtilegar og fólk misstollt af sögum sínum. en hva. sona er þetta. maður er nú bara í menntaskóla einu sinni, eða flestir og því er um að gera að skemmta sér sem mest við megum. þótt upp komi kannski óvæntar uppákomur, óvænt reiði, óvænt dansstemmning, óvænt rugl, óvænt daður eða kannski allt saman ekki svo óvænt. en það er nú bara til að krydda lífið. hafið það gott.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

nú er barsasta góðum áfanga lokið. söngkeppnin fór nefninlega fram á föstudaginn. og það bara nokkuð prýðilega. jú já atriðin voru upp og ofan sem er nú samt ekki nema jákvætt. aðveldara að vera sammála um sigurvegara. ég held líka barasta að allir hafi verið nokkuð sáttir við sigurvegara og þar með fulltrúa mh í söngkeppni framhaldsskólanna. það voru þær stöllur sunna og silla. ekki af verri endanum. fyrir utan það að vera með alveg frábært atriði í góðum mh fíling, þá höfðu þær hugsað þetta aðeins lengra, það er, þær höfðu platað hann andra í atriðið sem gerði að sjálfsögðu góða hluti, þar sem fyrstu sæti tónlistar keppna mh hafa hreinlega fest við drenginn.. þetta er í fjórða skiptið í röð að andrinn vermir fyrsta sætið! nokkuð gott.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

það er alltaf voðalega gaman þegar maður hefur gott tilefni til að blogga. já og í dag hef ég frábært tilefni! því með því að blogga í gær ylja ég dreng nokkrum að hjartarótum með gæskunni einni. tilefnið er einmitt það að í gær gat þessi merkilegi drengur í fyrsta skiptið keypt sér sígarettur, leigt sér ljósbláa mynd og gift sig allt í senn og það jafnvel löglega. já, hann varð átján ára og er þetta innileg afmælisgjöf til hans odds þorra frá mér! ... ég ætti kannski að gera góða greinargerð fyrir persónuleika odds þorra en þar sem hún býður uppá miklar spekúlesjónir læt ég það bíða betri tíma þar sem ég þarf að auka við orðaforða minn til að ná almenninlega að persónugreina kappann. en jú merkilegur er hann læt ég það gott heita að sinni. til hamingju!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

mér finnst alltaf jafn gaman þegar ókunnugt, pínu skrítið fólk talar við mig útá götu. í tilefni af því ætla ég að skrifa nokkur merkilega skondin samtöl sem ég hef átt undanfarið á stoppustöðum:

doldið subbulegur, þéttur gaur með þykk gleraugu.
gaur: heyrðu
ég: já
gaur: veistu hvort tvisturinn er farinn?
ég: nei því miður
gaur:veistu stundum langar mig bara svo að tala við eitthvern
ég: já, jú ég kannast alveg við það
gaur: já veistu ég vildi að ég gæti verið eins og harry potter
ég: já hann er nú alveg í sérflokki hann harry potter
gaur: já það er nefninlega svo kúl að hann getur bara allt og hann gerir bara allt sem hann langar til
ég: já það væri nú munur
gaur: já... en takk fyrir að tala við mig
ég: ekkert mál
gaur: ég er þá bara farinn... bless

gömul kona í ártúni - ekkert skrítin samt
kona: heyrðu kondu aðeins og sestu hjá mér, mig langar svo að segja þér smá dögu
ég: (settist) já
kona: ég er búin að bíða svo lengi og rak svo augun í pilsið þitt. það er nefninlega svo merkilegt að sjá ykkur stelpurnar nú til dags klæðast einungis undirpilsum.
ég: já svona er þetta, tískan gengur hring eftir hring
kona: já, en ég get svo sagt þér það að við hefðum aldrei vogað okkur að vera í þessum pilsum einum pilsa. og aldrei dirfst að láta sjást í blúnduna!
ég: nei, ég kannast við þessa sögu, en fynnst þér ekki gaman að við skulum nota og nýta föt þinnar kynslóðar?
kona: jú afskaplega... en ég hvísla því nú bara að þér að þetta voru bara nærfötin okkar
ég: já það er nú doldið skondið... en ég verð nú víst að stökkva uppí strætó núna.

gamall maður með rosalega sérkennileg augu
hann: jæja er verið að bíða eftir strætó?
ég: já
hann: þú verður nú að passa þig að láta þér ekki verða kallt
ég: já ég geri það, er með vetlinga og húfu og svona
hann: en það er nefninlega eitthver flensa að ganga
ég: já ég reyni að passa mig
hann: já gerðu það.. bless (labbar í burtu)
ég: bless
hann: (snýr við) þú mátt ekki missa af strætó
ég: nei, ég geri það vonandi ekki
hann: nei einmitt þá verður þér nefninlega svo kalt
ég: já ég veit það er nýstingskuldi úti
hann: já.. en jæja bless (fer)
ég: bless
hann: (snýr við) értu nokkuð búin að missa af strætó?
ég: nei ég held nú ekki
hann: áttu ekki bíl?
ég: nei
hann: en ég sé það á þér að þú keyrir
ég: jú já ég geri það
hann: já ég hef nefninlega séð þig á bíl, bara frekar langt síðan
ég: já það getur verið
hann: ég var nefninlega lögga
ég: já er það?
hann: já þegar ég var ungur, svona tvítugur
ég: nú er það
hann: en já ég vona að þér verði ekki kalt
ég: já ég passa mig
hann: já bless

sunnudagur, janúar 25, 2004

nú eru bara tvær sýningar eftir af henni lísu. um að gera að skella sér ef ekki er nú þegar búið að því. sýningarnar eru nú samt enn í sífelldri þróun, svo endilega ef þið hafið farið á frumsýninguna er ég viss um að það yrði eins og að fara á splúnku nýja sýningu að fara á loka sýninguna. jáh. húmoristar leikfélagsins eru nefninlega farnir að sletta klaufunum. antoine beitti líka sérstaklega skemmtilegri kennarasleikjutækni í sýningunni í dag og talaði hlutverk sitt sem kötturinn með frönskum hreim, í tilefni þess að sigríður anna nokkur, frönsku kennari í mh var í salnum. en já málgleði mín bíður nú lægri hlut fyrir þreytunni svo ég læt þetta duga...

miðvikudagur, janúar 21, 2004

skandall. já mikill skandall atarna. að láta þetta líðast. að blogga ekki vegna anna. þvílíkur skandall. en nú mun verða breyting á. því önnum er nú að ljúka, það er að segja allavega hjá leikfélaginu. en þótt mikið hafi verið að gera hefur það svefnlausu nóttanna virði. frumsýningarvikan er alveg sérstök! ótrúleg stemning. svo kom út bara þessi þrususýning. spes. en samt þrususýning. það er nú varla hægt að segja annað en að lísa sé pínu spes. eða bara mjög spes. en já fleira hefur nú borið á góma. þar ber kannski að nefna að týnda tvíburasystir mín poppaði skyndilega upp á ný hér á fróni. það var mjög skemmtilegt að hitta hana og hún hefur harla lítið breyst verð ég að segja... og svona til að halda samhengi við fyrri blogg þá vann ég hana algjörlega þegar hún fór að halda því fram að hún hefði náð sér í bollu kynnar. ég bara kippti niður treflinum og við blöstu ekki bara bollukinnar, heldur voru þær líka í hinum fegurstu litum!

miðvikudagur, janúar 07, 2004

í dag er búinn að vera hinn fínasti dagur fyrir utan smá vankanta. já það er í raun ekkert sældarlíf að líta út eins og hamstur. en hins vegar fylgir því mikil gleði að hlusta á sögu mína um tannlæknaferðina, þar sem svipurinn, sem einu sinni var bros er nett óhugnanlegur. þá nefninlega verð ég óhugnanlega lík eitthverri teiknimyndapersónu sem ég get ekki komið fyrir mig hver er. ferðin til tannlæknisins var hins vegar hin fínasta. þar sat ég og hlustaði á bylgjuna á meðantannsinn deyfði mig, skar mig svo upp, sagaði og boraði, og reif svo upp þessa blessuðu jaxla. skemmtilegast var þó að horfa á saumaskapinn í lokinn, þar sem spegill er þannig staðsettur fyrir ofan mann svo að maður getur fylgst með. það var mjög raunverulegt að horfa á þennan saumaskap, mjög líkt eitthverri inniblasaumaskap úr vissum sjónvarpsþætti, fyrir utan nokkrar hvítar örður. fyndni hluti sögunnar felst þó í afleiðingum deyfingar á talmál mitt og drykkjar innðbyrðingar, eða réttara sagt tilraunum mínum til þeirra iðkanna. svo ég efast um það að ég tjái mig um þann hluta á rituðu máli. ;)

þriðjudagur, janúar 06, 2004

gleðilegt nýtt ár öll sömul!
spenningurinn er í hámarki þessa dagana. fyrir utan það að kærkomin systir fer fljótlega að láta sjá sig, þá tók ég upp einkenni hamstra í dag. það sem mér þykir sérlega merkilegt við það er að þetta er í annað skiptið sem ég geri það. svo ég rifji upp góða sögu, þá var fyrra skiptið um páskana þegar ég var 12 ára. hress í bragði hélt í ég í blíðskaparveðri í göngutúr með fjölskyldunni í skaftafelli. við völdum okkur ágætis göngutúr sem átti að vera um 5 km. en þvílíkt blíðskaparveður var að við lengdum gönguna aðeins um 10 km þar sem við strunsuðum í snjónum og létum sólana leika við okkur. en viti menn. þótt það hafi verið mars, kalt og snjór þá tókst okkur systurum að verða ansi rauðar, já doldið sólbrunnar... og það sem meira var, var það að morguninn eftir þá vorum við, já við báðar, tútnaðar út í andlitinu. það var satt best að segja ekki mjög ánægjulekt að finna nýtt landslag andlistsins, og já finna, því augnlokin voru svo bólgin að þau opnuðust varla og því lítið að sjá. það fyndnasta af öllu saman, verð ég að segja, var þegar við komum niður og vorum kynntar fyrir frænku sem við höfðum aldrei séð áður. svipurinn á henni var jafnvel ófrínilegri heldur en okkar svipir. sem voru þó ekki grettur. en já. ég dag fór ég í endajaxlatöku, sem er einmitt ástæðan fyrir hamstraeinkennunum. ég ætla samt að láta það vera að segja frá aðgerðinni í smáatriðum, þar sem ég hló svo mikið seinast að ég reif eitthvern saum.. allavega hættir ekki að blða núna...látum það bíða betri tíma ;)