föstudagur, júní 27, 2008

hector
í piura býr mjög töff heimilislaus maður. hann er töff fyrir þær sakir að í stað þess að húma einhvers staðar þá labbar hann allan daginn og sveiflar höndunum. hann er alltaf berfættur og alltaf ber að ofan og stoppar mjög sjaldan. ef hann er svangur þá borðar hann. t.d. kippir hamborgara af grillinu hjá úti-grillara og svo heldur hann áfram að labba. hector fýlar best að labba í ríkra manna hverfinu mira flores. það hafa margir reynt að taka hann inn og setja hann í bað og gefa honum skó og skyrtu en hector er ávallt kominn út á götu aftur, fyrr en varði.

fimmtudagur, júní 19, 2008

konur kaupa bjór á 350 kr í nýlenduvöruverslun hemma og valda í kvöld.

sunnudagur, júní 15, 2008

ferðamaður: is it possible to buy some food on this island?
ég: on which island?
ferðmaður: this island.
ég: you mean the island iceland?
ferðamaður yes.

föstudagur, júní 13, 2008

skondið

fimmtudagur, júní 12, 2008

snorklað í silfru á sumarkvöldi á þingvöllum, sumarið beint í æð.

mánudagur, júní 09, 2008

vikan er búin að vera mjög viðburðarík.

ég eignaðist lítinn rauðhærðan frænda.

ég kenndi 8 stelpum að spúa eldi.

köttur hljóp á mig.

perri reyndi að toga mig úr bolnum mínum.

ég sá perran í búð með konunni sinni.

íslendingar skutu ísbjörn.

ég keppti í lasagna-keppni.

ca. 40 manns komu heim að borða lasagna.

ég byrjaði að vinna á nýjum vinnustað. samblanda af elliheimili og upplýsingaþjónustu.

védís hjólaði á bíl.

maður labbaði á mig þegar ég var að hjóla.

ég komst inn í fíh.

ég komst að því að ég er vinnualki, eða kannski bara það að ég get ekki sagt nei.

ég keypti mér dýrustu flík/skó sem ég hef keypt.

helga kom loksins heim, en bara í 2 daga.

ég hélt áfram að komast að því hvað ísland er lítið land.

ég fékk æði fyrir gobbeldigok.

fór út að borða í turninum í kópavogi.

olli sjálfri mér vonbrigðum.

kynntist nýju fólki.

hef verið í meira sambandi við védísi en oft þegar hún er á íslandi.

komst að því að ég er farin að stama einstaka sinnum.

vaskaði upp heilan seinni part dags ( lasagna ).

kynntist strák sem er fertyngdur.

kynntist nýju fólki.

svaf tvisvar sinnum yfir mig.

keypti mér sumarkjóla.

og svo margt margt fleira.

...fann hvað sumarið er frábært.

þriðjudagur, júní 03, 2008

ég lennti í mjög fyndnu atviki í dag. ég var að hlaupa upp frakkastíginn til að skreppa í brynju. þegar ég steig skrefið út fram hjá efsta húsinu þá skellur e-ð á sköflungnum mínum. mér krossbregður og æpi upp yfir mig. þá sé ég kött kastast í burtu frá mér og halda svo áfram á harðaspani.

það hafði köttur hlaupið á mig og skilið eftir ansi mörg hár og slef á sköflungnum mínum.

ég kom í brynju gjörsamlega óðamála. varð að segja gömlu körlunum í búðinni frá ótrúlega atvikinu sem hafði átt sér stað. þeim fannst ábyggilega áhugaverðara hvernig ég lét heldur en atvikið sjálft.

sunnudagur, júní 01, 2008

jarðskjálftinn olli glasaskroti á heimilinu. því var hins vegar kippt í lag í gærkvöldi með smá rúnt um miðbæinn. glasöflunarátaki var hrint af stað með góðum árangri 9 glös sem við heimkomu voru 8.