sunnudagur, desember 24, 2006

það er notarlegt að koma heim

gleðileg jól, feliz navidad, joyeux noel, marry christmas, god jul.....

þriðjudagur, desember 12, 2006

á seinustu viku hef ég séð um 30 stuttmyndir. misáhugaverðar. sumar hefðu betur átt heima ofaní skúffu og ég myndi meta betur 5 mínútna skýjaáhorf. en í heildina stórskemmtilegt.

fimmtudagur, desember 07, 2006


fór í fjallgöngu um daginn og tók mynd af þessum gæja!
ég á vinkonu hérna sem kemur úr öðrum heimi en ég. hún á heima í herragarði í danmörku og búr hérna í dyngju og hefur allt til alls. foreldrar hennar eiga hús við frönsku riveríuna og þau koma hingað öðru hverju. þau buðu okkur út eitt kvöldið og þá áttum við í samræðum um ferðalög. ég nefndi það þegar ég hefði ekki fengið töskuna mína um daginn. þá fékk ég að heyra 3 "sambærilegar sögur"
- þegar þau fóru til afríku í veiðitúr og töskurnar komu ekki með flugfélaginu svo að einkaflugvélin sem ætlaði svo að koma og ná í þau þurfti að bíða og svo að fara að sækja töskurnar síðar og fara með þær inní frumskóginn.
- þegar mamman hafði verið e-h óhress með að fara í veiðitúr og allar hinar konurnar væru svo mjóar og ættu svo mikið af fínum fötum. svo þau fóru að versla í danmörku og keyptu ný föt fyrir hvern dag veiðitúrsins. en nei taskan kom ekki. og ekki fyrr en daginn eftir svo að hún þurfti að fara í gallabuxum í kvöldmatinn.
- þegar hann fór í veiðitúr til botsvana og riffillinn hans kom ekki svo að hann varð að skjóta fílinn með annari byssu!
þetta er e-h tungumál sem ég skil ekki og eiginlega kæri mig ekki um að skilja. ég varð að passa mig að eyðileggja ekki þessa fallegu kvölstund með ólgunni sem iðaði í maganum á mér. og varð að passa að verða ekki ókurteis eða hreyta e-h. sem ég gerði ekki. en ég er eiginlega með samviskubit yfir ennþá þar sem það er allt of mikið af fólki í heiminum sem lifir svona og finnst það mjög eðlilegt. sem er samt svo óeðlilegt.

föstudagur, desember 01, 2006

nú er allt á uppleið. lyklar fundnir. búin að gera við hjólið mitt. keypti mér nýja húfu og mér gekk vel í munnlegu prófi.

ætli það sé ekki flest á uppleið nema franskan þar sem ég eyði allt of miklum tíma í að tala sænsku.

ég skil ekki hvernig ég fer að því en ég á mjög auðvelt með það að detta inní sænskan félagsskap. ætli regína hafi ekki haft nokkuð til síns máls þegar hún lagði leið sína uppí mh til að skrifa "sænska stelpa" í skaramúss hjá mér.