mánudagur, júlí 05, 2004

eftir að hafa flogið burt, sungið mikið, borðað skrítinn mat, labbað, skoðað, gist í fyrrvervandi njósnaraskóla sovétmanna, sungið, skemmt mér, sofið, tekið fjölda leigubíla, villst, hlegið, klúðrað leikþætti fyrir framan 3000 manns, farið á tónleika, verslað skó og skó og skó, setið í rútum og ferjum, dansað, upplifað nýjungar, eignast góða vini og minningar, fíflast og átt ómetanlegar stundir, þá er ég komin heim eftir ansi vel heppnaða ferð með kórnum.

vil ég þakka öllum kórfélögum og fylgifiski kærlega fyrir samveruna í ógleymanlegri ferð.

Engin ummæli: