þriðjudagur, september 12, 2006



tsotsi er obboðslega flott mynd sem mér finnst að sem flestir ættu að sjá.

við marta römbuðum á myndina á laugardaginn. mér finnst ég ekki geta sagt neitt eða skrifað sem lýsir tilfinningaflóðinu á mynd sem þessari. ekkert í manns lífi getur nálgast það að skilja það sem fram fór. en það sem er sárast er það að þetta er alls ekkert einsdæmi um ástand sem þetta. við marta upplifðum umhverfið báðar eins og við hefðum séð þetta áður, þrátt fyrir að þær reynslur hefðu verið í sitthvoru landinu. en niðurstaðan er sú að fátækrahverfi bera með sér sama svip hvar sem er í heiminum. þar sem fólk notast við hvers kyns drasl og brak til að koma skjóli yfir höfuðið, þar sem lífið missir verðgildi og allt er viðgengið til að lifa af.

það er ekki oft sem ég verð jafn obboðslega dramatísk og háfleig eins og eftir þessa mynd. staðráðin í að gera það sem í mínu valdi stendur til að bjarga heiminum ;)

Engin ummæli: