föstudagur, nóvember 17, 2006


feneyjar eru stærsta völundarhús sem ég hef komið í.


ég þykist vera með góða rýmisgreind (samkvæmt sjálfsprófi í lifandi vísindum). sem þýðir að ég á auðvelt með að rata, góð í skák og góð í að vita hvað er hinum megin á teningnum.

en núna í haust hef ég fengið það í hausinn að ofmeta hæfileika minn til að rata. fyrst þegar ég labbaði í 1 og hálfa klukkustund um nótt í parís og hafði ekki hugmynd um hvar ég lennt. enda gerir metro kerfið mann mjög áttavilltan. hin skiptin voru svo hérna í feneyjum. sem eru eins og völundarhús. önnur hver gata er t-gata og endar í kanal, vegg eða lokuðu hliði. svo ég hef eytt hræðilega miklum tíma af minni dýrmætu viku í að reyna að leysa mig út úr völundarhúsinu.

en... feneyjar eru frábærar og við vera erum að njóta þeirra til hins ýtrasta. litlu útidúrar mínar hafa leitt til skemmtilegra samskipta við infædda.

Engin ummæli: